Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 Fréttir I>V Gengi dollars hefur hrapað um 30% frá því í nóvember 2001: verðlækkana Kaupgengi dollars síðastliöin 4 ár - meöaltal hvers mánaöar 100 90 80 70 60 “SgS18888Sogooogoo ö .s Úthafsaflinn: Verðmætið jókst um fimmtung Úthafsafli skilaöi íslendingum um 12,5 milljörðum króna í útílutn- ingsverðmæti á árinu 2002 en það eru um 10% af heildarútflutnings- verðmæti sjávarafurða. Árið 2001 var útflutningsverðmæti úthafsafl- ans um 10,5 milijarðar króna þannig að á milli ára hefur verðmætið auk- ist um nærri 20%. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um útflutningsverðmæti úthafsafla íslenskra skipa á árinu 2002. Viku- ritið Fiskifréttir hefur hins vegar áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum hvað hvert tonn upp úr sjó í ein- stökum tegundum gefur af sér. Til úthafsaflans reiknast sá afli sem ís- lensk skip veiddu af helstu fiskteg- undum í úthafinu, svo sem rækja á Flæmingjagrunni, þorskur í rúss- neskri og norskri lögsögu í Barents- hafi, svo og kolmunni og út- hafskarfl, hvort sem þær tegundir voru veiddar í íslenskri lögsögu eða utan hennar. Kolmunninn vegur þyngst í verð- mæti úthafsaflans samkvæmt sam- antekt Fiskifrétta. Útflutningsverð- mæti kolmunna nam um 4,3 millj- örðum króna í fyrra. Verðmæti út- hafskarfans var um 3,6 milljarðar og norsk-íslenska síidin gaf af sér um 3 milljarða. -VB Lagtil Gengi Banda- ríkjadollars hef- ur lækkað um tæp 30 prósent frá þvi það var hæst i nóvember 2001. Þá mældist meðalkaupgengi dollars riflega 107 krónur en það sem af er janúar hefur meðalgengið verið tæpar 80 krón- ur. Þessi hagstæða þróun krónunn- ar gagnvart dollar þýðir að inn- kaupsverð vöru í dollurum er mun hagstæðara en það var lungann úr árinu 2001 og fram undir vor í fyrra. Síðustu mánuði hefur gengi dollarsins fallið enn frekar, er nú svipað og um mitt sumar árið 2000. Þessa þróun má sjá í meðfylgjandi grafi. Hækkun doflarsins þýddi hækk- un á verði ýmissa vara sem greitt var fyrir í doUur- um en hækkunin var einmitt skýrð með óhagstæðu gengi doUarsins. Nú, þegar doUarinn hefur faUið um fjórðung (sé miðað við meðalkaup- gengi) og innkaupsverðið er hag- stæðara sem þvi nemur, er eðlUegt að spurt sé hvort ekki sé lag tU verðlækkana. „Ég hlýt að ganga út frá því aö á sama hátt og innflytjendur, sem greiddu fyrir innfluttar vörur i doll- urum, þurftu að hækka vöruverð vegna óhagstæðs gengis, hafi þeir nú lækkaö verðið. Hafl þeir ekki gert það, þó ekki væri nema að hluta, ættu þeir að taka sig snarlega saman í andlitinu og gera það. Þeir sem ekki hafa lækkað vöruverð vegna lækkunar doUars eiga að vera samkvæmir sjálfum sér. Þar sem virk sam- keppni ríkir geng ég út frá því að menn lækki vöru- verð en þar sem samkeppni er lítU sem engin geta menn notfært sér þetta ástand," sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, við DV. Greining íslandsbanka hefur spáð því að samanlagður hagnaður 14 fé- laga sem mynda úrvalsvísitölu aðal- lista KauphaUarinnar hafi verið 36,6 miUjarðar króna á árinu 2002. Þessi spá jafngUdir því að samanlagður hagnaður félaganna hafi aukist um 28,1 miUjarö króna sem samsvarar s ríflega fjóríoldun hagnaðar á mUli ára. Helstu skýringar á hinni miklu aukningu eru gengishagnaður af styrkingu krónunnar, ytri vöxtur og söluhagnaður. Þá hefur Greining ís- landsbanka spáð mikiUi hagnaðar- aukningu í olíudreiftngu sem skýrist einkum af gengishagnaði og söluhagnaði. DoUarinn er í aðal- hlutverki. „Ef þessar spár ganga eftir eru seljendur að sækja í auknum mæli í vasa neytenda. Það er óviðunandi. Ef doUarinn styrkist eUitið á ný og menn fara að tala um hækkanir þá getum við ekki annað en hlegið að því,“ segir Jóhannes. Viö þetta má bæta að verðbólga á ársgrundveUi mældist 1,4% í janúar og hefur ekki mælst jafnlág í fjögur ár. Síðast var verðbólga 1,4% í febr- úar 1999. Ef hækkanir verða í nán- ustu framtíð geta menn ekki bent á óhagstætt gengi doUars. -hlh Jóhannes Gunnarsson. Krónan & dollarinn Fyrstl hluti •=. O iS, Kjúklingamarkaöurinn: Samskipti Móa og Reykjagarðs til dómstóla Forráðamenn kjúklingabúanna Reykjagarðs og Móa deUa vegna meintrar rýmunar á kjúklingum sem slátrað var í sláturhúsi Móa fyrir Reykjagarð. Móar slátruðu fyrir fýrir- tækið þar tU slátrun Reykjagarðs var flutt austur á HeUu. Eðlileg rýmun er talin vera um 12% þar sem beinagrind- ur fuglanna em dregnar ffá heUdar- sláturþyngd. Reykjagarðsmenn segja aftur á móti að í desembermánuði 2001 hafi rýmunin verið um 27%. Jónatan Svavarsson, hjá Reykja- garði, segir mikla óútskýrða rýmun hafa átt sér stað hjá Móum, ekki hafi fengist viðhlítandi útskýrmgar og því hafi verið að neitað að greiða reUcninga þar á móti. Málið hefur verið kært tU Héraðsdóms. „Þeir hjá Reykjagarði em að kæra okkur fyrir emhverja rýmun sem þeir telja að hafi átt sér stað fyrir ári og hafa ekki greitt síðasta reUminginn í viðskiptum við okkur frá því í október. Hann er kominn í innheimtu af hálfu Móa. Þetta mál verður rekið fyrir dóm- stólum. Þessi rýmunartala, 27%, er bara vitleysa. Það er mjög hart tekist á á þessum markaði, eins og þetta mál ber með sér, og það er verið að brýna hin breiðu sverð,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Móa. -GG Smári Geirsson sem barist hefur manna lengst fyrir stóriðju eystra: ítrekað hótað vegna stóriðjubaráttunnar Smára Geirssyni, öflugasta tals- manni stóriðjuframkvæmda á Austurlandi, hefur ítrekað veriö hótað iilu vegna skeleggrar bar- áttu sinnar. Hann segist ekki geta neitað því að hann hafi orðið fyrir barðinu á hótunum umhverfis- sinnaðs fólks, ekki síst í Reykja- vík. Smára hefur borist bréf ásamt úrklippu úr blaði þar sem fjallað er um illa meðferð á hundi á Norð firöi - sem án efa hafa verið viss skilaboð. Þá hefur hon- um verið sagt að hætta baráttu sinni eða „hafa verra af‘. „Fólk hefur hringt og hring- ingar greini- lega verið skipulagðar. Rammast kvað að þessu . þegar Eyja- bakkadeil- an var í há- marki 1999. Ég hef líka fengið nokkur hót- unarbréf og kannski er ég of kærulaus gagnvart svona nokkru. Ég henti öllum svona bréfum eftir að hafa sýnt fjölskyldunni þau og fólki þótti þetta vægast sagt óskemmtilegt,“ sagði Smári í gær- kvöld. Ekki voru öll hótunarbréfin nafnlaus; eitt þeirra virtist vera frá nafngreindum manni. „Á götum höfuðborgarinnar hef ég oftar en einu sinni orðið fyrir aðkasti. Núna síðast i lok nóvem- bermánaðar. Þá áttum við félagi minn, Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, leið yfir Austurvöll í hádeginu. Við vorum að koma úr Alþingishúsinu og á leið í iðnaðarráðuneytið þeg- ar við lentum í hópi mótmælenda. Þetta var fólk sem hafði hátt og hækkaði róminn þegar það þekkti okk- fékk ég gusurnar frá hópnum. Ég benti fólki á að lágmark væri að sýna vegfarendum kurteisi. Þá tók nú steininn úr; virðulegir borgarar, háskólaprófessorar og fleiri, sem ég kannaðist við í hópnum tóku að öskra og garga, menn ráku fingur upp í loftið og ulluðu á mig,“ sagði Smári Geirsson í gær. JBP Ut hópnum tók sig kona og kom í humátt eftir mér, hróp- andi skammaryrði. Mér leist ekki á og sneri mér við. Þá DV-MYND HELGI GARÐARSSON Baráttumaður Smári Geirsson er sagöur holdgervingur sigurs Austfiröinga í stóriöjumálum. Hann hefur þurft aö sæta hótunum umhverfissinna. Hápunktur sýningar Verkið Anna og tilfinningasveifl- umar (Anna and the Moods) eftir Sjón við tónlist Julian Nott verður hluti af tónlistar- sýningu Brodsky- kvartettsins sem sett verður upp í sex borgum á Bretlandi. Sjón verður sögumaður á sýningunni. Brodsky-kvartettinn er meðal virtustu strengjakvartetta í heiminum. mbl.is greindi frá. Aðgerðir á morgun Byrjað verður að gera aðgerðir á sjúklingum St. Jósefsspitala í Hafn- arfirði á morgun en skæð veirusýk- ing kom upp á sjúkrahúsinu í sið- ustu viku. Tíu sjúklingar og 16 starfsmenn sýktust af veirunni. Að- gerðum sem gera átti á fimmtudag og föstudag sl. var frestað. Stofnun tryggingafélags Stjóm Landsvirkjunar hefur samþykkt aö undirbúa stofnun dótturfélags sem hafa mun umsjón með tryggingum fyrirtækisins. Stjórnin telur mikinn ávinning af stofnun slíks félags enda sé mikil- vægt að bregðast við hækkun ið- gjalda sem varð í kjölfar árásarinn- ar á Bandaríkin 11. september 2001. íslendingabók leiðrétt Rúmlega eitt þúsund athuga- semdir og leiðrétt- ingar hafa borist vegna íslendinga- bókar - ættfræði- grunns Friðriks Skúlasonar og ÍE. Friðrik segir i sam- tali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að athugasemdir verði um 10 þús- und í heildina. Hann segir leiðrétt- ingar varða alla mögulega hluti, allt frá stafsetningarvillum og til óska fólks um að fá tengingu við böm sín. mbl.is greindi frá. Vilja fresta prófum Félag framhaldsskólanema mun að líkindum fara fram á að sam- ræmdum prófum í framhaldsskól- um verði frestað um eitt til tvö ár. Til stendur að fyrsta samræmda prófið verði haldið að ári. Félagið gagnrýnir fyrirkomulag prófanna. Samfylking enn stærst Framsóknarflokkur, Vinstri hreyftngin - grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn sækja á samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samfylking og Sjálf- stæðisflokkur láta undan síga frá síöustu könnun en sá fyrmefndi er enn stærstur. Fylgi Samfylkingar er 36,6%, Sjálfstæðisflokks 36%, Framsóknarflokks 13,7%, VG 9,5% og Frjálslyndra 4,2%. ísklifrari kemur Robert Jasper, einn fremsti isklifrari heims, er væntanlegur hingað til lands. Jasper mun taka þátt í ísklifurhátíð íslenska alpa- klúbbsins sem fram fer i febrúar. Mýrin skoðuð Þýskir og sviss- neskir blaðamenn eru staddir hér- lendis í tilefiii út- gáfú Mýrarinnar eftir Amald Indriðason í Þýska- landi. Blaðamenn- imir skoðuðu um helgina sögusvið atburða í Reykja- vík og héldu svo í Hvalsneskirkju- garðinn þar sem stúlka er grafin upp í sögulok. Mýrin er fyrsta bók Amalds sem kemur út erlendis en bækur hans hafa sem kunnugt er notið óhemjuvinsælda hérlendis. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.