Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 DV mmmmaa» Hermann Guömundsson Skráöi sig úr Sjálfstæöisflokkn- um og fóryfir til sósíalista. Ellert B. Schram Skráöi sig ekki úr Sjálfstæöis- flokknum og fór yfir til Samfylk- ingar. Hannlbal Valdimarsson Formaöur þriggja flokka. Jónas frá Hriflu Lagöi þrítugur samtímis drög aö stofnun tveggja flokka. Var uppnefndur Loögeir eftir aö hann yfirgaf Framsókn. Ólafur Ragnar Grimsson Annaö forseta- efniö sem Fram- sókn elur upp - og missiryfír. Albert Guðmundsson Tók meö sér marga sjálfstæö- ismenn - og einn gamlan sósíalista. Krlstlnn H. Gunnarsson Fyrstur til aö líkja eftir snúningi Jörundar foröum. Sverrir Hermannsson Hreif meö sér annan sjálfstæöismann á þing. Jón Bjarnason Efsta sæti hjá VG vænlegra en 3. sæti hjá Samfyik- ingu, sem hann haföi hreppt. Flokkaflakkarar „Um þrítugsaldur vann hann samtímis að stofnun tveggja nýrra stjómmálaflokka ..." Svo segir um Jónas Jónsson frá Hriflu í bók Jóns Helgasonar, Stóru bombunni. Jónas lagði sem kunnugt er á ráðin um stofnun bæði Framsóknarflokksins og AI- þýðuflokksins og er því ókrýndur konungur þeirra íslensku stjórn- málamanna sem hafa látið að sér kveða í fleiri en einum flokki, þótt hann sæti aðeins á þingi fyrir þann fyrmefnda. En prinsarnir em furðumargir. Úr Sjálfstæðisflokki Ákvörðun sjálfstæðismannsins Ellerts B. Schram að bjóöa sig fram fyrir jafnaðarmannaflokk (sem sjálfstæðismenn kalla nú Schramfylkinguna) er næstum því einsdæmi í íslenskri stjómmála- sögu. Ellert sat á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1971-79, en missti þingsæti sitt þegar skortur á þing- mannsefnum flokksins úr verka- lýðshreyfingimni varð til þess að hann stóð upp fyrir Pétri Sigurðs- syni eftir prófkjör. Hann kom aft- ur á þing 1983-87 en var síðan orð- aður við Alþýðuflokkinn 1991 og sérframboð - hugsanlega með Sverri Hermannssyni - 1999. Hann hélt blaðamannafund til að tilkynna að ekkert yrði af sér- framboöi. Einn sjálfstæðismaður slær Ell- ert þó við. Það er Hermann Guð- mundsson, sem var formaður fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn 1942-43. Þá sagði hann sig úr flokknum og varð þingmað- ur fyrir Sósíalistaflokkinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.