Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003____________________________________________ DV __________________________________________________ Menning Þaö er svo snyrtilegt í vinnustofu Guö- jóns Ketilssonar viö Vitastíg aö blaöa- maður hefur orö á því að hann hafi tekiö vel til fyrir heimsókina. „Nei, þaö er alltaf svona fínt hér,“ segir Guðjón að bragöi meö fullkomlega órœöum svip. Kannski er hann aö segja satt, kannski aö gera grín - það er ómögulegt að segja. Guöjón Ketilsson gerir Menningarverö- laun DV í ár og er kominn svo langt aö hann getur sýnt gripi í vinnslu. Þeir verða að þessu sinni skomir út í mahónívið og verður hver með sinni lögun, en allir verða þeir að líkindum þannig að gott sé að taka á þeim og halda á þeim - gripir með gott grip. Sjálfur fékk Guðjón Menn- ingarverðlaun DV fyrir tveimur árum fyr- ir faliega mótuð og máluð lendaklæði Krists og Maríuklæði eftir fyrirmyndum af gömlum málverkum. Tvær og hálf vídd Á vinnustofunni má sjá að Guðjón er enn að endurskapa hluta af frægum mál- verkum í tré. Á vegg hanga til dæmis öll höfuðföt brúðkaupsgesta á frægu málverki Bruegels eldra, skorin í tré og svartlökkuð. Hvemig datt honum þetta í hug? „Það leiddi eiginlega eitt af öðru,“ segir hann, „og fyrst komu verk sem ég vann fyrir sýningu í Norræna húsinu 1996, þar sem ég gerði athuganir á rýmistilfmningu í lágmyndum - hvemig þú getur blekkt augað til að trúa á þriðju víddina þó að hún sé ekki þar. Til þess eru ýmis ráð. Á þeirri sýningu einbeitti ég mér að hús- forminu, og í framhaldi af því lá beint við aö taka þekkt tvívíð verk og reyna að vinna þau á sama hátt - að í staðinn fyrir að gera hlutina alveg þrivíða, fristandandi, að fara þriðju leiðina þannig að þetta séu áfram veggverk en þau fái samt dýpt og DV-MYNDIR SIGJÖKULL Guðjón Ketilsson með hatta Bruegels fyrir ofan sig Takmarkiö er að geta sinnt myndlistinni óskiptur. Því nær maöur sjaidnast alveg, en þá tekur maöur því eins og karlmaöur. áfram með plastefni sem ég helli i gúmmímót, það er mjög skemmtilegur prósess." Þegar Guðjón sýnir gripinn kemur í ljós að hann er upphaflega skorinn i tré en af því að Guðjón vildi gera nokkur eintök fann hann þessa aðferð. Gifsmót þarf að brjóta utan af listaverkinu en gúmmimót má nota aftur og aftur. „Svo hef ég unnið í jám líka,“ segir hann og minnir á stólinn, samanhrotnu skyrtuna og skóna sem voru á sýningu Myndhöggvarafélagsins meöfram Sæ- brautinni á menningarborgarárinu 2000. Borgin keypti það verk og verður það sett upp í Grafarvogi. Stærsta verk í heimi • í vinnustofu Guðjóns eru verk af ýmsu tagi; til dæmis em á einum stað í snyrtilegri röð litaspjöld eða pallettur sem þekktir islenskir myndlistarmenn hafa gefið honum og hann hefur unnið áfram, pússað litahrúgurnar niður með sandpappír og þannig komið niður á ýmsa liti sem listamaðurinn hefur verið að nota. Meðal spjaldanna er eitt frá Páli á Húsafelli sem hann skar út tólf ára eft- ir fyrirmynd frá pallettu Kjarvals, afar skemmtilegur gripur. Upp við einn vegginn standa gríðar- mikil stígvél - líklega númer 64 eða meira - tálguð úr viði og svert með skó- svertu - hvemig stendur á þeim? „Ég tók þátt í sýningu í Tasmaniu og Sydney í Ástralíu sem var með svipuðu sniði og strandlengjusýningamar okkar í Myndhöggvarafélaginu,“ segir Guðjón. „Þátttakendur voru allir af eyþjóöum og héðan vorum við boðin Steinunn Þórar- insdóttir, Þórdis Alda Sigurðardóttir og ég. Mitt verk á sýningunni var svona stígvélapar sem komið var fyrir á norð- Tvívíð listaverk veröa þrívíð - í höndum Guðjóns Ketilssonar sem gerir merkar athuganir á rýmistilfinningu í lágmyndum rýmistilfmningu eins og þrívíð verk. Þessi verk hafa eiginlega tyær og hálfa vídd,“ bætir hann við og hlær. „Ástæðan fyrir því að ég valdi lendaklæði Krists og Maríuklæði er einfaldlega sú að þetta eru elstu og algengustu mótív lista- sögunnar, og málverk Bruegels eru líka mjög vel þekkt.“ Deild í mótun „Ég var i fyrsta hópnum sem útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans," seg- ir Guðjón. „Þegar árgangurinn minn fór í gegn- um fomámið gátum við ekki ákveðið hvaða deild við ættum að velja og af því hvað við vor- um mörg stofnuðum við nýja deild sem við köll- uðum „deild í mótun“ ásamt kennara okkar, Magnúsi Pálssyni myndlistarmanni. Það var mikil gerjun á þeim tíma í skólanum. Hildur Há- konardóttir var að byija sem skólastjóri og fékk Magnús með sér til að stofna þessa nýju deild. Enda var kominn tími til. Menn voru famir að fikta við efni og aðferðir sem pössuðu ekki í deildunum sem fyrir voru. Árið eftir hlaut nýja deildin nafnið Nýlistadeild og þaðan útskrifaðist ég 1978.1 þessum hópi vom meðal annarra Ásta Ólafsdóttir, Gretar Reynisson, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Birgir Andrésson, Ingólfúr Am- arson, Eggert Pétursson og fleiri góðir myndlist- armenn. Það urðu góðar heimtur úr þessum ár- gangi." Eftir útskrift kenndi Guðjón eitt ár austur á íslensk torsó Viöarskrokkar í lopapeysu. Stígvélapar í yfirstærð Þaö á systkinapar í Ástralíu og saman munu þau mynda stærsta myndlistarverk í heimi. Neskaupstað og hélt síðan til Nova Scotia í Kanada til framhaldsnáms í skúlptúr þar sem honum líkaði vel. Eftir heimkomuna gekk hann í Myndhöggvarafélagið sem hafði þá aðsetur á Korpúlfstöðum, gerði umhverfisskúlptúra, vann Þetta listaverk var á sýnlngu á Þelamörk í Noregi 1997 og varð eftir þar. Guöjón hjó út efsta hlutann af trjábolnum. með jarðveg og slíkt. Um 1984 hófst hjá honum tímabil þar sem hann málaði, og þá gerði hann líka minnisstæðar bókarkápur, meðal annars á bækur Einars Kárasonar. Ekki hefur hann alveg hætt að teikna og mála þvi meðal barna landsins er hann þekktur fyrir myndlýsingar sínar í bók- um Þorvalds Þorsteinssonar um Blíðfinn. En Guðjón fann sig ekki í málverkinu. Það var eitthvað að gerjast í höfði hans sjálfs. Upphafið var fúinn kubbur „Um það leyti sem ég fékk þessa vinnustofu 1987 var ég að mála höfuð," segir hann. „Einn daginn fann ég blautan kubb fyrir utan dymar mínar og af því mig vantaði fyrirmynd að haus hirti ég kubbinn og fór að pota í hann með skrúfjámi. Það hafði rignt í marga daga og kubburinn var svo fúinn að það var enginn vandi að móta hann að vild. Þegar hann þornaði þá hélt ég áfram að móta hann, og eftir þetta fór ég að fá mér trjáboli, reynivið og birki úr næstu göröum og höggva í þá. Ég hafði ekki lært neitt til þessara verka í skóla, þetta þótti svo gamal- dags aðferð, en hún passaði mér ágætlega." - Og hefurðu haldið þig við tréskurðinn síö- an? “Já,“ segir Guðjón en dregur ofurlítið við sig svarið. „Samt hef ég enga þörf fyrir að takmarka mig við tré og vil helst ekki vera kallaður tré- listamaður. Mér finnst ég alltaf vera aö prófa eitthvað nýtt. Nú síðast hef ég verið að prófa mig urströnd Tasmaníu og vísa tæmar í norðurátt. Ofan á því pari stendur „Memoria Borealis" eða „Hugsað í norðurátt". Á þessu pari stendur „Memoria Australis" eða „Hugsað í suðurátt“ og þetta verk hef ég gefið Hafnarkaupstað í Horna- firði. Því verður komið fyrir á suðurströnd ís- lands á næstunni, og þá myndast milli þessara stígvélapara lína sem er kannski stærsta mynd- listarverk í heimi!“ Giska má á að lína þessi sé um sautján þús- und og fimm hundruð kílómetrar þannig að verk gerast líklega ekki víðfeðmari. Guðjón lætur ekki illa af því að lifa sem lista- maður á íslandi; þó framleiðir hann ekki grimmt og selur þar af leiðandi ekki mörg verk. „Myndlistarmenn þurfa yfirleitt að vinna aðra vinnu með,“ segir hann, „kaupa sér tíma með því að sinna öðrum, launuðum, störfum inn á milli. Sjálfur hef ég tekið að mér kennslu og myndskreytingar. Lífið gengur út á það að vinna sér tíma þar sem maöur getur sinnt myndlist- inni óskiptur. Það er takmarkið. Því nær maður sjaldnast alveg en þá tekur maður því eins og karlmaður! Það er til dæmis skemmtilega kald- hæðnislegt að ég skuli fá betur borgað fyrir að búa til verðlaunagripi fyrir DV en fyrir að fá verðlaunin sjálfur!" Menningarverðlaun DV verða afhent 20. febr- úar næstkomandi og eru þeir listamenn öfunds- verðir sem fá þá mahónígrip Guðjóns með sér heim. Hattamir fá málmkenndan svip meö svarta lakkinu. Þeir eru ekki tvívíöir og ekki þrívíöir hetdur mitt á milli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.