Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 12
28
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
Patrekur Jóhannesson:
Verðum að
vera jákvæðir
„Við náðum okkur alls ekki á
strik í vamarleiknum í byrjun
leiksins. Það vantaði fannst mér all-
an baráttuanda en það átti síðan
eftir að breytast til betri vegar í síð-
ari háifleik. Við komumst vel inn í
leikinn, komumst yfir, en fórum þá
að gera mistök í sókninni. Þeir
refsuðu okkur með hraðaupphlaup-
um en miðað við hvemig þetta var
í lokin imnu þeir okkur með allt og
stórum mun. Það sem ég var hvað
ánægðastur með var að sjá hvað
menn bættu sig í vöminni í síðari
hálfleik og menn verða að halda
áfram á því sviði. Það er sárt að
tapa þessu því við voram ekki langt
frá því að vinna. Það var margt gott
í þessu en auðvitað margt sem
mátti betur fara. Við fómm
nokkrum sinnum illa með tækifær-
in,” sagði Patrekur Jóhannesson
við DV eftir leikinn.
Patrekur sagöi að það þýddi ekk-
ert að hengja haus en eftir þetta
mætum við bara toppþjóðum. Við
vitum alveg hvað Spánverjamir
geta og Pólverjar eru sterkir eins og
við sáum í mótinu I Danmörku fyr-
ir heimsmeistaramótið. Við þurfum
að vinna þessa leiki til að koma
okkur í úrslit. Við fáum smá hvíld
núna en ég væri samt alveg til í að
byrja strax á næsta mótherja. Við
verðum að vera jákvæðir enda
komnir áfram með tvö stig,” sagði
Patrekur Jóhannesson. . -JKS
Hér þakka þeir Magdeburgarfélagar, Ólafur Stefánsson og Kretzchmar, hvor
öðrum í leikslok. DV-mynd Hilmar Þór
Við ætlum i
undanúrslit
+
29 S
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
HANDBOLTI J \ff
KE3 0 C'
„Við misstum þá fram úr okkur
og það kostaði gríðarlega orku að
komast aftur inn í leikinn. Við náð-
um forystunni og þeir misstu að
auki mann út af í fjórar mínútur. í
öllu falli hefðum við átt að taka
leikinn í okkar hendur og ég get
ekki almenilega útskýrt af hveiju
við misstum þetta úr höndum okk-
ar. Þetta var orðið mjög erfitt þegar
Þjóðverjar náðu forystimni á ný og
svo fór sem fór. Þetta var svekkj-
andi því við vorum á góðri leið með
að hafa þetta en misstum það nið-
ur,” sagði Einar Öm Jónsson eftir
leikinn.
Einar Öm sagði að um hreina
sýningu hefði verið að ræða í fyrri
hálfleik og hraðinn verið óskapleg-
ur. í fyrri hálfleik hefði vömin ekki
verið nægilega sterk og skyttur
Þjóðverja fengið alltof mikið rými á
miðjunni. Einar sagði að tekist
hefði að koma í veg fyrir það í síð-
ari hálfleik og það ekki sist verið að
þakka Siguröi Bjarnasyni sem hefði
átt frábæra innkomu í vömina.
„Ég veit ekki hvort við vorum
hreinlega værukærir þegar við
komumst yfir sex minútum fyrir
leikslok. Við náðum einhvem
veginn að missa það niður á fáran-
legan hátt. Mér líst vel á að taka á
móti Pólveijum í næsta leik en við
unnum sigur á þeim í síðasta leik
fyrir ekki svo löngu. Það skal eng-
inn velkjast í vafa um að þeir hafa
sterku liði á að skipa og frábæra
leikmenn í öllum stöðum. Við erum
ömggir áfram í 8-liða úrslitin ef við
vinnum Pólland en ef við ætlum
okkur i imdanúrslitin þá verðum
við að taka Spánverjana líka. Við
eigum harma að hefna frá Evrópu-
mótinu í fyrra þegar þeir jöfnuðu
gegn okkur á elleftu stirndu. Við
spáum samt ekkert í þann leik fyrr
en eftir leikinn á móti Pólverjum.
Við rísum upp á nýjan leik en það
er engin skömm að tapa fyrir Þjóð-
veijum þó að við höfum rétt þeim
sigurinn i lokin. Það er við okkur
sjálfa að sakast í þeim efnum,”
sagði Einar örn Jónsson.
-JKS
Einar Örn Jónsson svekktur í leikslok:
Við rísum upp á
ný
- eigum harma að hefna gegn Spánverjum
fimm marka tap 1 lokm of stórt miðað við gang leiksms
Islenska landsliðið i handknattleik
fékk tækifærið til að leggja geysi-
sterkt lið Þjóðverja að velli í úrslita-
leik þjóðanna í B-riðli á heimsmeist-
aramótinu í Viseu í Portúgal í gær.
Tvívegis i síðari hálfleik náði ís-
lenska liðiö forystunni og virtist þá
vera að taka leikinn í sínar hendur
en Þjóðverjar létu ekki bugast, náðu
yfirhendinni á ný og sirgruðu, 34-29,
sem er í raun of stór munur miðið
við hvemig leikurinn þróaðist. Þessi
leikur var annars mjög kaflaskiptur,
Þjóðveijar betri í fyrri háifleik en ís-
lendingum tókst með miklu harð-
fylgi að vinna upp fimm marka for-
skot Þjóðverja. Þrátt fyrir þennan
ósigur fer íslenska liðið með tvö stig
í farteskinu í milliriðilinn og allt er
opið í keppninni.
Fyrri hálfleikur var hraðasti leik-
ur sem lengi hefur farið fram og seg-
ir sína sögu um hvemig nútíma
handbolti er orðinn. Þjóðveijar
keyrðu upp mikinn hraða í byrjun
og héldu honum út allan háifleikinn.
Sex mörk voru skoruð eftir rúmlega
tveggja mínútna leik og minnti leik-
urinn á borðtennisleik svo mikill
var hraðinn. íslendingar reyndu
hvað þeir gátu til að svara þessum
hraða og tókst það ótrúlega vel.
Sóknarleikurinn varð beittari eftir
því sem á hálíleikinn leið og náði ís-
lenska liðið að jafna leikinnn, 10-10,
eftir að þýska liðið hafði náð fjög-
urra marka forystu. Þá kom ráðleysi
í sóknina og eins vann vömin ekki
sina vinnu.
Á þessum tíma var liðið að reyna
erfið skot og ekki bætti úr skák að
Sigfús Sigurðsson fékk tveggja mín-
útna brottvísun og á meðan skoruðu
Þjóðveijar þijú mörk. Ólafur Stef-
ánsson var klipptur út úr sóknar-
leiknum og var þá það tekið til
bragðs að setja hann á miðjuna og
Heiðmar Felxison í stöðuna hægra
megin. íslenska liðinu tókst ekki að
minnka muninn fyrir leikhlé og í því
leiddu Þjóðyeijár með fjórum mörk-
um, 20-16. íslenska liðið fór illa að
ráði sínu og dauðafæri fóm í súginn
auk tveggja vítakasta. Þetta taldi
þegar upp var staðið í háifleiknum.
Auk þess mikla hraða sem var í fyrri
hálfleik, var leikurinn lengstum vel
leikinn og höfðu menn á orði að
þetta hefði verið einn besti háifleik-
ur sem leikinn hefði verið í keppn-
inni.
Það var ljóst strax í upphafi síðari
hálfleiks að menn höfðu ekki úthald
í að halda sama hraða og áður. Ólaf-
ur Stefánsson gerði fyrsta markið í
síðari hálfleik úr vítakasti en enn á
ný náðu Þjóðverja fimm marka for-
ystu. Sigfús Sigurðsson var kominn
á bekkinn eftir að hafa meiðst í and-
liti undir lok fyrri hálfleiks og útlitiö
ekki gott. Sigurður Bjamason var
kallaður til í vamarleikinn og smám
saman náðist upp frábær vamarleik-
ur sem Þjóðverjar áttu ekki svar við.
íslendingar söxuðu jafnt og þétt á
forskot Þjóðverja, Gústaf Bjarnason
jafnaði leikinn, 22-22, með marki úr
hominu og tónninn var gefmn.
Sigurður Bjamason kom íslend-
ingum yfir, 24-23, í fyrsta skipti í
leiknum, og ráðleysi var komið upp í
leik Þjóðveija. Állt virtist leika í
lyndi og undirritaður fékk á tilfinn-
inguna að íslenska liðið væri aö taka
leikinn í sínar hendur. Þjóðveijar
báðu um leikhlé til að ráða ráðum
sínum en þjálfara liðsins var ekkert
farið að lítast á blikuna. Þjóðverjar
náðu aftur forystunni, 26-27, en
Patrekur Jóhannesson jafnaði leik-
inn, 28-28, og allt var á suðupunkti.
Síðan kom að vendipunktinum í
leiknum sem hefði átt að nýtast ís-
lendingum því að þá urðu Þjóðverjar
einum færri í íjórar mínútur. Sókn-
arleikur íslenska liösins var ráðleys-
islegur, Þjóðveijar brunuðu í hvert
hraðaupphlaupið af öðm og sigldu
fyrir vikið fram úr og tryggðu sér ör-
uggan sigur.
Það er í raun synd hvernig leikur-
inn rann íslendingum úr greipum.
Það voru þeir sem höfðu tekið völd-
in en höndluðu þau ekki. Því miður
því það var svo sannarlega lag til að
leggja Þjóðveijana að velli og vinna
um leið sigur í riðlinum. íslenska
liðið getur dregið mikinn lærdóm af
þessum leik sem ætti siðan að nýtast
í þeim slag sem fram undan er í
milliriðlinum. Það þarf að fara yfir
sóknarleikinn og vömina er alltaf
hægt að bæta.
Það er engum blöðum um það að
fletta að íslenska liðiö býr yfir mikl-
um styrk og Þjóðveijar, sem margir
spá heimsmeistaratitli, þurftu að
hafa sig alla við. Þessi leikur var góð
auglýsing fyrir handboltann og þeir
verða eflaust margir þjálfaramir
sem eiga eftir að kryfja þennan leik
til mergjar. Þrátt fyrir stranga gæslu
náði Ólafur Stefánsson að rifa sig
lausan en hann gerði nokkur mistök
í sókninni, nokkuð sem sjaldan sést
til hans. Paterkur Jóhannesson átti
ágætan leik, bæði í sókn og vöm.
Guömundur Hrafnkelsson varði
markið af stakri prýði en hann var í
markinu allan tímann. Það var
óheppilegt hve fá mörk komu úr
homunum en aðeins þrjú komu af
því svæði. Guðjón Valur Sigurðsson
komst ekki á blað og er langt síðan
það gerðist síðast. Það var ánægju-
legt að sjá hvað Sigurður Bjamason
kom sterkur inn og þá sérstaklega í
vamarleiknum þegar Sigfúsar naut
ekki við. Nú hefst ný keppni og er
ljóst að hún verður spennandi. Ef
tekið er mið af mótherjunum á ís-
lenska liðið fulla möguleika og ef
rétt verður á spilum haldið getur allt
gerst. -JKS
»Eg hef fulla trú á okkur“
- segir Sigurður Bjarnason sem lék vel í vörninni
„Það var gríðarlega erfitt að leika
gegn þessu þýska liði en markvörð-
ur þeirra varði meira en búist hafði
verið við. Við misstum einbeiting-
una þegar við vorum einum fleiri í
flórar mínútur. Liðið náði að leika
vel á löngum köflum en við getum
gert mun betur en þetta. Við þurf-
um að ná upp betri einbeitingu og
halda áfram á okkar braut. Auðvit-
að er svekkjandi að þetta skyldi fara
með þessum hætti en við því er ekk-
ert að gera, þetta er búið og gert,“
sagöi Sigurður Bjamason við DV
eftir leikinn.
-Þið virtust á tímabili vera að
taka leikinn í ykkar hendur?
„Já, við náðum frábærum kafla í
síðari hálfleik þar sem þýska liðið
var alveg ráðþrota. Mér fannst dóm-
aramir nokkuð hliðhollir þeim á
tímapunkti þegar þeir komust aftur
inn í leikinn, sem maður getur ekk-
ert tuðað yfir. Það vantaöi
herslumuninn og meiri sigurvilja í
lokin. Það var líka óheppni í þessu
en það má alltaf bæta sig. Við þurf-
um samt ekki að vera óánægðir,
þessu leikur er búinn og nú er bara
að horfa til næstu verkefna. Ég hef
fulla trú á því að okkur eigi eftir að
ganga vel í milliriðlinum og ná
langt í keppninni.”
-- Hvemig list þér á Spánverja
og Pólverja sem næstu mótherja?
„Það skiptir engu núna á móti
hverjum við lendum því allir leikir
sem eftir em í keppninni verða erf-
iðir. Við þurfum að halda okkar
striki og spýta í lófana,” sagði Sig-
urður Bjamason.
-JKS