Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 33 x>v Sport dár%2S||r ..... - • Breiðablik vanii sinn annan leik í röð í Intersport-deildinni: Urslitakeppnin moguleiki Kenneth Tate, burðarásinn í liöi Breiðbliks, hér í baráttu við nýjan leikmann Vals, Evaldas Priudokas. DV-mynd E.ÓL. Breiðablik vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Val á fostu- dagskvöld 96-90 í Smáranum. Blikar eiga því ágætis möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina og ættu að vera búnir að kveðja fallbaráttuna á meðan Valsmenn eru i vondum mál- um á botninum með aðeins tvö stig. Leikurinn byrjaði með látiun og voru þeir Mirko Virijevic hjá Blik- um og Evaldas Priudokas hjá Val í miklum ham og skoruðu á víxi. Priu- dokas var að leika sinn fyrsta leik fyrir Val og vissu Blikar ekkert hvernig átti að dekka kappann en komust fljótt að því að hann getur skotið fyrir utan. Jafnræði var með liðunum í fyrri háifleik þar til Bragi Magnússon kom inn á hjá Blikum og skoraði þrjár 3ja stiga körfur í röð í lok fyrri hálfleiks og sá til þess að Blikar leiddu með 12 stigum í leikhléi, 57- 45. Blikar komust síðan mest 19 stig- um yflr í seinni háifleik, 79-60, þar sem Kenny Tate fór fyrir sínum mönnum og virtust Valsmenn vera sprungnir. Það var alls ekki raunin og stórleikur Jasons Pryor í þriðja leikhluta og byrun þess íjórða breytti stöðunni í 87-83 og rúmar sex mínútur eftir af leiknum. Blikum gekk erfiðlega að finna körfuna í fjórða leikhluta og skoruðu aðeins níu stig í leikhlutanum en sókn Vals var að sama skapi frekar stirð. Valsmenn fengu nokkur tæki- færi til að minnka muninn enn frek- ar en tókst ekki að nýta sér þá mögu- leika sem gáfust og því fór sem fór hjá þeim á meðan Blikar fognuðu frekar sanngjörnum sigri þar sem þeir voru betri aðilinn megnið af leiknum. Blikar léku finan sóknarbolta framan af þar til í fjórða leikhluta. Tate var góður þar til í fjórða leik- hluta þar sem hann gerðist sekur um nokkur mistök en enginn leikmaður Blika fann sig á þessmn kafla. Mirko var góður í byrjun leiks og ágætur í Snæfellingar sóttu ekki gull í greipar Grindvíkinga á Suðurnesjum: Flugeldasýning Helga - skoraði 46 stig og Snæfellingar réðu ekkert við hann heildina en Pálmi Sigurgeirsson fann sig ekki. ísak Einarsson var traustur og þáttur Braga í lok fyrri hálfleiks skipti sköpum. Hjá Val voru Pryor og Priudokas langatkvæðamestir og báru sóknar- leik liðsins uppi. Þá átti Gylfi Geirs- son frábæra innkomu af bekknum en aðrir lykilmenn náðu sér ekki á strik. Valsliðið hefur styrkst mikið að undanfórnu og eru þrír erlendir leikmenn á mála hjá liðinu sem allir styrkja liðið. Liðið hefur staðið i liðunum í efri hlutanum en þarf nauðsynlega að fara að hala inn stig sem allra fyrst ef fall niður í 1. deild á ekki að verða að staðreynd. -Ben Breiöablik-Valur 96-90 0-3, 7-6, 9-10, 17-10, 17-15, 19-19, 25-22, (27-27), 29-30, 36-30, 42-37, 48-42, (57-45), 57-47, 68-50, 70-60, 79-60, 81-71, (87-73), 87-83, 94-86, 94-90, 96-90. Stig Breidabliks: Kenny Tate 28, Mirko Virijevic 17, Pálmi Sigurgeirsson 13, ísak Einarsson 11, Friörik Hreinsson 11, Bragi Magnússon 11, Loftur Einarsson 3, Jón Arnar Ingvarsson 2.. Stig Vals: Jason Pryor 33, Evaldas Priudokas 25, Gylfi Geirsson 9, Ægir Jónsson 7, Bamaby Craddock 7, Bjarki Gústafsson 5, Hjörtur Hjartarson 2, Ragnar Steinsson 2. Dómarar (1-10): Kristinn Óskars- son og Einar Ein- arsson (8). Gœði leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 150. Maöur leiksins: Evaldas Priudokas, Valur Fráköst: Breiöablik 40 (8 í sókn, 32 í vöm, Tate 11), Valur 33 (10 í sókn, 23 í vöm, Evaldas 11). Stoósendingar: Breiðablik 14 (Pálmi 5), Valur 17 (Bjarki 8). Stolnir boltar: Breiðablik 11 (Tate 5), Valur 10 (Pryor 2, Hjörtur 2, Evaldas 2). Tapaðir boltar: Breiðablik 19, ValurlS. Varin skot: Breiðablik 1 (Friðrik), Val- ur 5 (Hjörtur 5). 3ja stiga: Breiðablik 19/9 (47%), Valur 32/12 (38%). Viti: Breiöablik 10/9 (90%), Valur 28/20 (71%). Grindavík—Snæfell 95-81 8-0, 10-3, 15-5, 25-10, 28-15, (32-19), 39-20, 43-25, 47-28, 47-36, (5041), 5546, 60-51, 62-56, 62-57, (65-58), 70-61, 76-69, 81-72, 95-81. Snæfellingar hafa verið á góðu skriði undanfarið en þeir mættu ofjörlum sínum i Grindavík á föstudagskvöldið. Heimamenn sigruðu 95-81. Liðið, sem nýlega vann sér rétt til að leika til úrslita um bikarinn, gekk einfaldlega á VINTERSP&RT DEILDÍN Staöan í deildinni: KR 14 12 2 1274-1122 24 Grindavík 14 12 2 1300-1145 24 Keflavík 14 10 4 1401-1162 20 Njarðvík 14 9 5 1152-1152 18 Tindastóll 14 8 6 1262-1237 16 Haukar 14 8 6 1251-1208 16 ÍR 14 7 7 1209-1229 14 SnæfeU 14 6 8 1139-1159 12 Breiðablik 14 5 9 1281-1335 10 Hamar 14 4 10 1313-1437 8 Skallagr. 14 2 12 1128-1277 4 Valur 14 1 13 1074-1321 2 vegg í byrjun leiks og var aldrei líklegt til að vinna heimamenn. Grindvíkingar settu í fluggírinn strax í byrjun leiks, skoruðu 8 fyrstu stigin og náðu fljótlega 15 stiga forystu, 25-10. Snæfellingar illa undirbúnir Það var eins og Snæfellingar væru ekki undirbúnir og vömin var hörmuleg. Helgi og Lewis skor- uðu að vild á þessum kafla áður en Snæfellingar vöknuðu aðeins til lífsins og fóru að klóra í bakkann. Selwin Reid, sem byrjaði leikinn fyrir Snæfell, var tekinn út af um miðjan leikhlutann og kom ekkert meira inn á í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 32-18. Grind- víkingar hófu annan leikhluta af sama krafti og þann fyrsta, juku muninn í 19 stig og allt virtist stefna í risasigur heimamanna. Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæ- feOs, breytti þá um vörn, fór yfir í svæðisvörn, og hægði þannig á leik heimamanna. Þetta virtist ganga upp og skot heimamanna fóru að missa marks á meðan gest- irnir gengu á lagið. Þeir skoruðu meðal annars 8 stig í röð og náðu að koma muninum niður í 9 stig fyrir hlé, staðan í hálfleik 50-41. Góöur kafli Bush Baráttan hélt áfram í þriðja leik- hluta, Grindvíkingum gekk illa að brjóta niður vörn gestanna og svo virtist sem í vændum væru spenn- andi lokamínútur. Á þessum kafla lék Clifton Bush mjög vel, tók mörg fráköst og dreif sitt lið áfram. Hinumegin fékk Guðmundur Bragason sína fiórðu villu og sett- ist á bekkinn. Allt var í járnum og eftir þennan leikhluta var munur- inn aðeins 7 stig, 65-58. Friðrik Ingi hefur líklega lesið hressilega yfir sinum mönnum fyrir fiórða leihlutann því þaö var strax ljóst að heimamenn ætluðu ekki að gefa sigurinn eftir. Helgi fór aftur í gang og raðaði niður 3ja stiga körf- um ásamt því að eiga nokkur glæsileg gegnumbrot. Hann gerði alls 19 stig í fiórða leihlutanum og sökkti Snæfellingum sem áttu ekk- ert svar. Ekki hjálpaði að Bárður þjálfari fékk tæknivillu um miðjan leikhlutann, en eftir það var ljóst að gestirnir yrðu að játa sig sigr- aða. Grindvíkingar unnu á endan- um öruggan 14 stiga sigur, 95-81. Helgi yfirburðamaður Helgi Jónas var yfirburðamaður á vellinum og fór fyrir annars frek- ar daufu Grindavíkurliði, sem virt- ist frekar áhugalaust eftir að hafa náð góðri forystu í fyrsta leikhluta. Helgi hafði þetta um leikinn að segja: "Þetta var ekki sérstakur leikur af okkar hálfu eftir góðan fyrsta leikhluta. Það kom bara kæruleysi upp í mannskapnum eft- ir að við náðum þessari forystu en mér fannst samt aldrei að við gæt- um tapað leiknum." Um eigin frammistöðu sagði Helgi: "Þetta var ágætt, þetta var ágætur sókn- arleikur í kvöld." Ásamt hinum hógværa Helga spiluðu Páll og Lewis ágætlega og Jóhann barðist vel. I liði gestanna var Clifton Bush að spila best, var drífandi og ákveðinn allan leikinn. Hlynur stóð fyrir sinu og Helgi og Sigurbjörn börðust af krafti. -TK Stig Grindvík: Helgi Jónas Guðfinnsson 46, Darrel Lewis 23, Páll Axel Vilbergsson 18, Guðmundur Bragason 6, Jóhann Þ. Ólafsson 2. Stig Snœfell: Cliíton Bush 29, Hlynur Bæringsson 16, Heigi Guðmundsson 12, Sigurbjöm Þórðarson 10, Lýður Vignisson 8, Jón Ó. Jónsson 6. Dómarar (1-10): Sigmundur Her- bertsson og Gunn- ar F. Steinsson (8). Gceói leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 90. Ma&ur leiksins: Helgi Jónas Guöfinnsson, Gríndavík Fráköst: Grindvík 34 (25 í vöm, 9 i sókn, Jðhann 7, Lewis 7), SnæfeU 29 (7 i sókn, 22 í vöm, Bush 14). Stoösendingar: Grindvík 16 (Lewis 3, Guðmundur 3), SnæfeU 12 (Helgi 7), Stolnir boltar: Grindvik 13 (Helgi 5), SnæfeU 11. Tapaðir boltar: Grindvík 19, SnæfeU 17. Varin skot: Grindvík 1 (PáU), SnæfeU 4 (Hlynur 2, Sigurbjöm, Lýður). 3ja stlga: Grindvik 29/11 (38%), SnæfeU 25/6 (24%). Vlti: Grindvík 14/12 (86%), SnæfeU 20/15 (75%).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.