Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003
25
DV
Ágúst Jóhannsson metur íslenska liðið
- leikir helgarinnar og framhaldið
Höfum burði til að
fara í undanúrslit
- en til þess þarf vörnin að lagast og sóknin að vera agaðri
íslenska landsliðiö stóð í ströngu
um helgina er það lék tvo leiki. Sá
fyrri var auðveldur sigur gegn Kat-
ar en í gær lentum við í klónum á
miskunnarlausum Þjóðverjum sem
sigruðu okkur með fimm mörkum.
DV-Sport ræddi við Ágúst Jóhanns-
son, þjálfara Gróttu/KR, um leiki
helgarinnar og framhaldið í milli-
riðlunum.
Góð einbeiting
„Mótstaðan hjá Katar var nú ekki
beint gríðarlega mikil en það var
eins og í Ástralíu- og Grænlands-
leiknum að strákamir mættu vel
einbeittir í leikinn og kláruöu hann
verulega vel sem var hið besta mál,“
sagði Ágúst um leikinn gegn Katar
sem fram fór á laugardaginn.
Of mörg mistök
„Þetta var góður leikur gegn Þjóð-
verjum þótt það hafi orðið nokkuð
um mistök og það sem kannski varð
okkur að falli var að við vorum að
gera fullklaufaleg mistök sem við
eigum ekki aö vera að gera og sem
gerði það að verkum að við náðum
ekki að klára þennan leik en að
mörgu leyti fannst mér þetta mjög
góður og skemmtilegur leikur.
Við vorum mjög slakir vamar-
lega í fyrri hálfleik og þegar Sigfús
og Rúnar voru að ganga út í menn
þá voru þeir oft og tíðum of seinir
niður aftur og fyrir vikiö var línan
mikið frí á bak við þá. Þannig að
við fengum mikið af mörkum á okk-
ur frá línu og eins var línumaður-
inn að fiska mikið af vítaköstum.
Það var svona einna helst það sem
mér fannst okkur vanta. Menn voru
svolítið mikið að tapa stöðunum
sínum og þar af leiðandi opnaðist of
mikið fyrir línuna og þeir fengu
mikið af góðum færum. Þó má ekki
gleyma þætti Guðmundar í mark-
inu en hann var virkilega góður í
leiknum."
Betra í seinni hálfleik
„Vömin skánaði síðan í seinni
hálfleik og fyrir vikið fengum við
fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og
náðum þar með að koma okkur aft-
ur inn í leikinn og í rauninni vor-
um við algjörir klaufar þegar svona
tíu mínútur voru eftir og
Kretzchmar var rekinn út af í fjórar
mínútur. Það er okkar klúður að
hafa ekki nýtt það betur og hrein-
lega klárað þennan leik.
Sóknin var í smávandræðum þar
sem Óli var klipptur út og mér
fannst menn alltof bráðir. Við vor-
um að slútta allt of fljótt og þetta
virtist vera svolítið ráðleysislegt.
Það er ekki nokkur spurning að
skipulagið er til staðar en menn
unnu kannski ekki nægjanlega vel
úr því og bráðlætið var kannski
stundum fullmikið eins og ég sagði.
Þannig að sóknarleikurinn var ekki
nægjanlega góður.“
Anægöur með varamennina
„Óli var að spila virkilega vel
þegar við náðum að losa hann. Ar-
on var seigur og hefði að ósekju
mátt spila meira. Siggi Bjama kom
einnig mjög sterkur inn og ég er
virkilega ánægður með hans
frammistöðu í þessari keppni, mik-
ill styrkur að fá hann svona öflugan
upp. Heiðmar kom líka mjög sterk-
ur upp og þá má kannski segja að
Heiðmar hefði mátt koma fyrr inn
og þá hefðum við getað fært Óla á
miðjuna en þetta er allt auðvelt að
segja eftir á.“
Líst vel á framhaldið
„Nú eru náttúrlega bara alvöru
leikir eftir og við getum hæglega
unnið báða þessa leiki og við getum
einnig vel tapað þeim báöum. Ég
held engu að síður að við klárum
Pólverjana á miðvikudaginn og svo
verður leikurinn gegn Spánverjum
rosalegur og það er ekki spuming
að við höfum alla burði til þess að
fara upp úr milliriðlinum.
Til að geta lagt Spánverjana verð-
um við að ná varnarleiknum betur
en á móti Þjóðverjum og við þurfum
á meiri fótavinnu að halda frá Sig-
fúsi og Rúnari inni á miðsvæðinu.
Ef það lagast og við höldum áfram
að fá mörk úr hraðaupphlaupum frá
Einari, Gústaf og Guðjóni Val þá
getum við klárað Spánverjana.
Þessir hlutir verða að vera i lagi og
svo verður sóknarleikurinn aö
„Til þess að geta lagt Spán-
verjana verður varnarleik-
urinn að vera betri en
gegn Þjóðverjum og þá fá-
um við fleiri mörk úr
hraðaupphlaupum frá Ein-
ari, Gústaf og Guðjóni
Val.“
verða agaðri heldur en hann var á
móti Þjóðverjum.
Annars finnst mér sóknarleikur-
inn hafa verið góður og mér finnst
við hafa góðar lausnir þegar Óli er
tekinn úr umferð. Ég held að það
geti allir veriö sammála um það að
Dagur á ennþá mikið inni og sama
með Patrek og ég held að það sé
ekki spuming hvort þessir menn
koma upp heldur hvenær og ég hef
trú á því að það verði á miðvikudag-
inn og við klárum Pólverjana.
Við höfum alla burði til þess að
komast í undanúrslit en því má
ekki gleyma að þetta eru stórþjóðir
í handbolta með gífurlega hefð og
þetta verður alls ekki létt verk. Það
getur brugðið til beggja vona en ég
hef trú á strákunum."
-HBG