Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 _____3Jk Sport Heiðar Helguson Fæddnr: 22. ágúst 1977 Heimaland: ísland Hæð/þyngd: 178 cm/81 kg Leikstaða: Framheiji Fyrri lið: Dalvik, Þróttur, Lilleström Deildarleikir/mörk: 50/22 Landsleikir/mörk: 23/2 Hrós: „Þetta var stórkostlegt mark og ég held að þetta sé besta markið okkar í ár. Allt við markið var fullkomið og slúttið stór- kostlegt. Heiðar sýndi í þessum leik hversu sterkur leikmaður hann er,“ sagði Ray Lewington, stjóri Watford. -HBG Heiðar Helguson slær heldur bet- ur í gegn í enska boltanum þessa dagana en sigurmark hans gegn WBA veu: tíunda mark hans fyrir Watford í vetur. Þar að auki skoraði hann sigur- mark fyrir Watford aðra helgina í röð og í bæði skiptin hafa mörkin komið á síðustu mínútum leiksins. Það sem gerði markið enn mikil- vægara er sú staðreynd að það kom Watford í 5. umferð bikarkeppninn- ar í fyrsta skipti í átta ár og því er óhætt að segja að hann sé í miklum metum hjá stuðningsmönnum fé- lagsins um þessar mundir. Heiðar kom til Watford frá norska úrvalsdeildarliðinu Liileström í jan- úar árið 2000 fyrir rúmar 200 milij- ónir króna og hefur hann reynst lið- inu vel þann tíma sem hann hefur verið hjá félaginu. Heiðar átti erfitt uppdráttar fram- an af vetri en eins og íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita er Heiðar óþrjótandi baráttuþjarkur og í stað þess að leggja árar í bát lagði hann enn harðar að sér og eftir því var tekið. Þegar hann fékk svo loks tækifær- iö greip hann það báðum höndum og hefur hreinlega farið á kostum með liðinu. Harrn er nú sá leikmað- ur Watford sem andstæðingarnir óttast mest allra. -HBG Stórleikur helgarinnar í ensku knattspyrnunni var á Bramall Lane: Storkostleg skemmtun - þegar Sheff. Utd lagði Ipswich í dramatískum sjö marka leik i Sheffield Fyrstudeildarliðin Sheff. Utd og Ipswich buðu hvort ööru upp í stór- kostlegan dans í ensku bikarkeppn- inni á laugardaginn. Sheff. Utd stóð sig frábærlega í deildarbikamum og datt út í fram- lengingu á Anfield Road í seinni leiknum gegn Liverpool eftir að hafa lagt úrvalsdeildarliðið að veUi í fyrri leiknum. Margir héldu að það myndi hafa áhrif á þá í leiknum gegn Ipswich en sú varð nú aldeUis ekki raunin. Michael Brown, sem varð 26 ára á laugardaginn, skaut Sheff. Utd yfir á 19. mínútu með góðu marki og 12 mínútum síðar kom PaulJagielka heimamönnum tveimur mörkum yf- ir og leikmenn Shefiield í verulega góðum málum. Endurkoma Ipswich Margir héldu að þeir væru búnir að jarða Hermann Hreiðarsson og félaga þegar Brown skoraði sitt ann- að mark í leiknum á 64. mínútu. 3-0 fyrir heimamenn, 25 mínútur eftir og hætt við aö mörg lið hefðu gefist upp þama. Það gerðu leik- menn Ipswich ekki og á fjögurra mínútna kafla tókst leikmönnum Ipswich að skora þrjú mörk. Fyrsta markið gerði vamarmaðurinn Thomas Gaardsoe á 66. mínútu. Tommy Miller minnkaði muninn í eitt mark úr vítaspymu tveim mín- útum síðar og á 70. mínútu jafnaði táningurinn Darren Bent metin - hreint ótrúlegur kafli hjá leikmönn- um Ipswich. Dramatískur endir Hart var barist síðustu 20 mínút- ur leiksins en það var varamaður- inn Paul Peschisolido sem tryggði leikmönnum Sheff. Utd sigurinn einni mínútu fyrir leikslok þegar hann ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Hreint ótrúleg drama- tík og verður að taka ofan fyrir leik- mönnum Shefíleld sem sýndu mik- inn karakter með því að klára leik- inn eftir áfallið þegar þeir fengu á sig þrjú mörk í röð. Brown hógvær Michael Brown átti stórleik í liði Sheffield en hann skoraði tvö mörk og átti í heild góðan leik. Það er ákveðin kaldhæðni i því að það var Joe Royle, stjóri Ipswich, sem seldi Brown á sínum tíma frá Man. City yfir til Sheffield Utd. Sjálfur vildi Brown nú ekki gera mikið úr því og var hógvær í leikslok. „Þetta var bara enn eitt markið. Ég var réttur maður á réttum stað og það var ljúft að sjá boltann liggja í netinu," sagði Brown og játaði að þeir hefðu aldrei náð að taka al- mennilega við sér eftir fyrsta mark Ipswich fyrr en rétt undir lokin. Warnock stoltur NeO Wamock, stjóri Sheff. Utd, gerði fimm breytingar á byrjunar- liðinu síðan á Anfield og það virtist ekki hafa mikil áhrif á liðið. Hann var stoltur af strákunum sínum í leikslok. „Ég verð að taka ofan fyrir þeim. Þeir vita bara aldrei hvenær þeir eru búnir að tapa og gefast aldrei upp. Viö þurftum að gera margar breytingar á liðinu þar sem margir voru þreyttir en vogun vinnur, vog- un tapar. Ég hefði ekkert verið í molum þótt við hefðum tapaö því mér er annara um heilsu strákanna minna. En þetta var mikil dramatlk og svona leikir eru nákvæmlega það sem enska bikarkeppnin stendur fyrir,“ sagði útkeyrður Warnock í leikslok. Joe Royle, stjóri Ipswich, var furðu lostinn í leikslok. „Þetta var ótrúlegt. Ég skil ekki hvemig við fómm að þvi aö tapa þessum leik. Eins og þetta spilaðist hefði ég verið helmingi svekktari með jafntefli því við þurftum ekki á öðrum leik að halda.“ -HBG Michael Tonge og félagar í Sheffield United fögnuðu vel og lengi eftir leikinn gegn Ipswich en þeir höföu eins marks sigur aö lokum í vægast sagt sveiflu- kenndum leik. Reuter GjBITbOMonn ( Dwight Yorke Mark Viduka Dwight Yorke er hetja helgar- L- innar eftir að hann tryggði Black- burn ævintýralegt jafntefli gegn Sunderland á lokamínútunni en Sunderland hafði 2 marka forystu í leiknum er 20 mínútur voru eft- ir. Yorke átti erfitt uppdráttar í fyrra er Alex Ferguson var með hann í frystiklefanum á Old Traf- ford og byrjaði hann aðeins 4 leiki með Man. Utd í fyrra. Hann er þó að fmna nýtt líf hjá Blackbum við hlið vinar síns, Ándy Cole, en eft- ir brösuga byijun virðast þeir fé- lagar vera farnir að ná saman á ný eins og sést á markaskoran Black- bum í undanfómum leikjum. -HBG Mark Viduka er skúrkur helg- arinnar. Þessi ástralski framherji hefur ekki verið nema skugginn af sjálfum sér í vetur og hann kór- ónaði dapurlega frammistöðu það sem af er vetri með því að láta reka sig af velli gegn Gillingham er hann gaf Andy Hessenthaler, leikmanni og stjóra Gillingham, olnbogaskot. Fyrir vikið náðu leikmenn Gillingham að jafna skömmu síðar og tryggja sér nýj- an leik. Ef Leeds tekst ekki að tryggja sér sigur þar veröa þeir af þó nokkrum tekjum, þökk sé Viduka. Fyrir um ári var Viduka einn eftirsóttasti framherji Evr- ópu en miöað við spilamennsku hans þessa dagana fást ekki mörg pund fyrir hann nú. -HBG CMlgjFQÐ uarac? Þriðjudagur 28. janúar Middlesbrough-Aston Villa Bolton-Everton Chelsea-Leeds Utd Sunderland-Southampton Miðvikudagur 29. janúar Man. City-Fulham Tottenham-Newcastle WBA-Charlton West Ham-Blackbum Liverpool-Arsenal Laugardagur 1. febrúar Arsenal-Fulham Bolton-Birmingham Chelsea-Tottenham Everton-Leeds Man. City-WBA Middlesbrough-Newcastle Southampton-Man. Utd Sunderland-Charlton Sunnudagur 2. febrúar West Ham-Liverpool Aston Villa-Blackbum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.