Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2003, Blaðsíða 20
MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 ^ 36 Sport__________________________________ r>v bikabinn; -----------------------u Úrslit: GiUingham-Leeds ...........1-1 0-1 Smith (49.), 1-1 Sidibe (82.) Blackbum-Sunderland.........3-3 0-1 Stewart (2.), 1-1 Cole (14.), 1-2 Proctor (51.), 1-3 Phillips (70.), 2-3 Cole (73.), 3-3 Yorke (90.) Brentford-Bumley ...........0-3 0-1 Blake (52.), 0-2 Cook (86.), 0-3 Little (89.) Famborough-Arsenal..........1-5 0-1 CampbeU (19.), 0-2 Jeffers (23.), 0-3 Jeffers (68.), 1-3 Baptiste (71.), 1-4 Bergkamp (74.), 1-5 Lauren (79.) Norwich-Dag. &Redbr.........1-0 1-0 Abbey (90.) Rochdale-Coventry...........2-0 1-0 Connor (33.), 2-0 Griffiths (47.) Sheff. Utd-Ipswich .........4-3 1-0 Brown (19.), 2-0 Jagielka (31.), 3-0 Brown (64.), 3-1 Gaardsoe (66.), 3-2 MUler, víti (68.), 3-3 Bent (70.), 4-3 Peschisolido (89.) Southampton-MUlwall ........1-1 0-1 Claridge (17.), 1-1 Davies (90.) WalsaU-Wimbledon ...........1-0 1-0 Zdrilic (75.) Watford-WBA.................1-0 1-0 Heiðar Helguson (80.) Wolves-Leicester............4-1 1- 0 Ndah (5.), 1-1 Dickov, víti (29.), 2- 1 Ndah (45.), 3-1 MiUer (51.), 4-1 MiUer (73.) Man. Utd-West Ham...........6-0 1-0 Giggs (8.), 2-0 Giggs (29.), 3-0 Van Nistelrooy (49.), 4-0 P. NevUle (50.), 5-0 Van Nistelrooy (58.), 6-0 Solskjær (69.) Fulham-Charlton ............3-0 1-0 Malbranque (59.), 2-0 Mal- branque, víti (66.), 3-0 Malbranque, víti (87.) Stoke-Boumemouth............3-0 1-0 Iwelumo, víti (45.), 2-0 Iwelumo (51.), 3-0 Hoekstra (84.) Crystal Palace-Liverpool ... .0-0 Shrewsbury-Chelsea..........0-4 0-1 Zola (40.), 0-2 Cole (53.), 0-3 Zola (75.), 0-4 Morris (80.) Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar fór fram um helgina: Slær hausnum í harðan steininn Glenn Roeder, knattspymu- stjóri West Ham, lætur engan bUbug á sér finna þrátt fyrir að leikmenn hans séu með allt niður um sig þessa dagana. Leikmenn West Ham vom eins og lömb, leidd til slátrunar, þegar þeir voru teknir í bakaríið af Manchester United í gær, en Roeder er samt ekki á því að hætta og lemur hausnum við harðan steininn enn sem komið er og spuming hvort forráða- menn félagsins ættu ekki að fara í grípa í taumana. „Ég skal viðurkenna að staða mín batnar ekki með hverju tap- inu á fætur öðru en ég hef ekki hingað til verið þekktur fyrir að hætta því sem ég byrjaður á og ég hef ekki einu sinni leitt hug- ann að því að hætta sem knatt- spymustjóri hjá West Ham. Ég stend enn uppréttur og ætla mér að berjast til síðasta blóðdropa. Ég vona bara að ég fái tækifæri til að rétta skútuna við,“ sagði Glenn Roeder, sem verður seint sakaður um að gefast upp þó deiia megi um skynsemina sem fólgin er í þrjóskunni að halda vonlausu verkefni áfram. -ósk - Man. Utd tók dapurt lið West Ham í kennslustund á Old Trafford Þriðju deildar lið Rochdale kom gríðarlega á óvart þegar það tryggði sér sæti i 5. umferð ensku bikarkeppn- innar með því að leggja lærisveina Gary McAllister, 2-0, en Coventry hafði ekki tapað í tíu leikjum í röð áð- ur en það lenti í klónum á Rochdale sem berst í bökkum í 3. deildinni. „Mér fannst við eiga sigurinn skil- inn,“ sagði Paul Simpson, stjóri Rochdale, eftir leikinn, en hann vill fá enn stærra lið í næstu umferð. „Við erum komnir i næstu umferð og ég vil fá mjög stórt lið næst. Leikurinn verður að helst að vera það stór að hann verði sýndur i beinni sjónvarpsútsendingu þannig að við fá- um helling af peningum því þannig verðum við litlu liðin að hugsa,“ sagði Simpson en Rochdale var að komast í 5. umferð í annað sinn í sögu félagsins. Jafnt hjá Leeds Raunir Leeds Utd. héldu áfram þeg- ar liðið gerði jafntefli, 1-1, við 1. deild- arlið Gillingham og til að bæta gráu of- an á svart þá fékk Mark Viduka rautt spjald í leiknum. Mamady Sidibe, markaskorari Gillingham í leiknum gaf ekki mikið fyrir Leeds-liðið að leik loknum. „Þetta var líkamlegur leikur og erfitt að leika gegn úrvalsdeildarvörn en leikurinn gegn Leicester var erfið- ari,“ sagði Sidibe, en Gillingham lagði einmitt Leicester í síðasta leik sínum í deildinni. ÚrvalsdeOdarlið Southampton, sem var ósigrandi á heimavelli áður en Liverpool lagði það á St. Mary's fyrir viku, lenti í kröppum dansi gegn 1. deildarliði Millwall. Það var Kevin Davies, sem var í láni hjá Millwall fyrr á leiktíðinni, sem bjargaði heima- mönnum fyrir horn á síðustu mínútu leiksins en áður hafði hinn 36 ára Steve Claridge komið Millwall yfir í fyrri hálfleik. „Steve gaf allt i leikinn. Hann held- ur áfram að koma mér á óvart og fram- lag hans var meira en markið,“ sagði Mark McGhee, stjóri Millwall, um Claridge eftir leikinn en hann var að skora í sínum fimmta leik í röð. McG- hee sagðist þó ekki hafa átt von á slíkri frammistöðu frá Claridge þegar hann fékk hann til félagsins. „Ég vildi gjarna segja að ég hafi séð þetta fyrir en sannleikurinn er að þetta er meira heppni en innsæi hjá mér.“ Yorke bjargaði Blackburn Blackburn og Sunderland stigu skemmtilegan dans á Ewood Park þar sem dramatíkin var í fyrirrúmi. Sund- erland hafði leikinn í sinum höndum þegar 20 mínútur voru eftir en Cole og Yorke reyndust þeim erfiðir og það var hinn síðarnefndi sem jafnaði leikinn í uppbótartíma. „Mér fannst við eiga skilið að vinna og við gerðum nóg til þess. Við vorum óheppnir og ég vil gjama fá að sjá Það var stór stund í sögu utandeildarfélagsins Farnborough þegar Rocky Baptiste komst fram hjá Pascal Cygan og skoraöi fyrir þá á Highbury. Þaö dugöi þó skammt því Arsenal vann ieikinn 1-5. Reuter fyrsta markið þeirra aftur því mér fannst Cole vera rangstæður. Mér fannst líka að við hefðum átt að fá tvö víti,“ sagði brúnaþungur stjóri Sunder- land, Howard Wilkinson, í leikslok. Rimma 1. deildarliðanna Woives og Leicester var aldrei eins spennandi og búist var við þvi að Úlfamir pökkuðu Leicester saman, 4-1. Kenny Miller og George Ndah gerðu tvö mörk hvor og Dave Jones, stjóri Wolves, var ánægð- ur með Ndah sem hefur meira og minna verið meiddur undanfarin þrjú ár. „Hann er kominn í almennilegt form. Hann hefur spilað núna fimm leiki í röð sem er það mesta síðan hann gekk til liðs við félagið. Við höf- um einnig breytt viðhorfinu hjá hon- um þar sem hann varð strax þunglynd- ur um leið og hann meiddist lítiliega því hann hélt að hann yrði frá í ein- hverja mánuði,“ sagði Jones, en Ndah skoraði einnig tvö mörk gegn Newcastle í síðustu umferð. Farnborough stóð sig vel Utandeildarlið Famborough stóð sig frábærlega gegn bikarmeisturum Arsenal þrátt fyrir að vera einum færri í rúman klukkutíma. Graham Westley, stjóri Famborough, var stolt- ur af strákunum sínum í leikslok. „Það hefði verið mjög auðvelt að gefast upp þegar við misstum manninn út af. En við sýndum styrk, stóðum saman og sýndum mikla einbeitingu. Ég var yf- ir mig ánægður með markið. Það var þeirra bikar, sérstaklega fyrir Rocky," sagði Westley í leikslok, en þess má geta að hann á skúringarfyrirtæki sem sér um að skúra skrifstofumar hjá götublaðinu The Sun. Heiðar Helguson skaut Watford í 5. umferðina í fyrsta skipti í átta ár þeg- ar hann skoraði eina mark leiksins gegn WBA tíu mínútum fyrir leikslok. Láms Orri Sigurðsson var nærri því að jafna fyrir gestina en skalla hans var bjargað á línu. Veisla á Old Trafford Manchester United var ekki í mikl- um vandræðum með slakt lið West Ham og valtaði yfir það, 6-0. Sir Alex Ferguson var sérstaklega ánægður með Ryan Giggs sem skoraði tvö mörk í leiknum en hann hafði ekki skorað á Old Trafford í háa herrans tíð og hafði legið undir mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sina undanfarið. „Sjálfstraust hefur áhrif á alla og það er enginn leikmaður sem fer var- hluta af því en við sáum Giggs upp á sitt besta í dag. Hann var hreint stór- kostlegur og er augljóslega kominn í sitt besta form á ný,“ sagði Ferguson og bætti við að sjálfstraustið í herbúð- OKKAR MENN Heióar Helguson var í byrj- unarliði Watford og skoraði eina mark leiksins gegn úr- valsdeildarliði WBA á 80. mínútu. Hann fór af leikvelli tveim mlnútmn fyrir leiks- lok eftir góðan leik. Lárus Orri Sigurösson byrjaöi á varamannabekkn- um gegn Watford og kom inn á sem varamaöur á 58. mín- útu en tókst ekki að forða liði sínu frá tapi. Hann átti þó góðan skalla á lokamínútunni setn vamar- menn Watford björguöu á marklinu. Heíöar Helguson. Hermann Hreiöarsson var I byrjunar- liði Ipswich sem tapaði í æsilegum leik gegn Sheff. Utd„ 4-3. Þrátt fyrir mörkin íjögur sem vöm Ipswich fékk á sig fékk Hermann ágæta dóma fyrir leik sinn sem fyrr. Eióur Smári Guöjohnsen var I byijunarliði Chelsea í bikarleiknum gegn Shrewsbury en fór af velli á 62. mínutu fyr- ir Danann Jesper Grönkjær. Eiður sýndi lipra spretti I leiknum. Lárus Orri urösson. Helgi Valur Danielsson sat á varamannabekknum allan leikinn gegn Northampton sem Peterbrough vann, 0-1. Þóröur Guöjónsson var ekki I leik- mannahópi Bochum sem sigraöi Num- berg, 2-1. Eyjólfur Sverrisson var ekki heldur í leikmannahópi Hert- hu Berlin sem sigr- aði Þýskalandsmeist- ara Dortmund, 2-1. ívar Ingimarsson var ekki i leik- mannahópi Úlfanna gegn Leicester sem unnu glæstan sigur á ekki í leikmannahópi Dundee Utd sem tapaði fyrir Hibemian í skosku bikar- keppninni, 3-2. Brynjar Björn Gunnarsson var i byrj- unarliði Stoke sem lagði Boumemouth, 3-0, í enska bikamum. Brynj- ar lék allan leikinn og þótti standa sig vel. Pétur Marteinsson var einnig í byrjunarliði Stoke í leiknum og hann lék allar 90 minútumar rétt eins og Brynjar. Sig- Brynjar Björn Gunnarsson. sterku liði gestanna, 4-1. Arnar Gunnlaugsson var sem fyrr Bjarni Guöjónsson var þriðji íslendingurinn í byrjunarliði Stoke og var hann tekinn af velli átta mínútum fyrir leikslok en þótti engu að síður standa sig ágætlega. -HBG um Man. Utd þessa dagana hefði ekki verið eins gott lengi. Fulham var í finu formi gegn Charlton og fór með öruggan sigur af hólmi, 3-0. Frakkinn Steed Mal- branque átti stórleik í liði Fulham en hann skoraði öll mörk liðsins og þar af tvö úr vítum. Jean Tigana, stjóri Ful- ham, var hæstánægður með Mal- branque í leikslok. „Ég er ánægður fyrir hönd Steed þótt ég hafi verið búinn að ákveða að taka hann út af 10 mínútum fyrr en ég gerði. Hann hefur sjálfstraustið til þess að spila á meðal þeirra bestu." Öruggt hjá Stoke Stoke City var ekki í vandræðum með Boumemouth og vann góðan sig- ur, 3-0. íslendingamir þrír vom allir í liði Stoke og stóðu sig vel. Stoke var að komast í 5. umferð i fyrsta skipti í 16 ár og Tony Pulis, stjóri Stoke, var sátt- ur í leikslok enda voru margir leik- manna liðsins veikir. „Það gekk flensa í hópnum og 12 manns vom frá og þar á meðal Shtaniuk. Það vom aðeins 15 leikmenn klárir og þurftum við að ná í strák úr unglingaliðinu. Því lékjum við ekki eins vel og við getum,“ sagði Pulis og bætti við að hann vildi fá stórlið í næstu umferð þar sem Stoke vantaði sárlega peninga. Crystal Palace og Liverpool verða að mætast á ný þar sem þau gerðu marka- laust jafntefli. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, var nokkuð brattur í leiks- lok. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Við áttum nokkur tækifæri og þurftum að verjast pressu frá þeim og mér fannst við verjast vel. Hugsanlega hefðum við getað skapað okkur fleiri færi en svona er boltinn," sagði Houlli- er sem missti markvörð sinn, Chris Kirkland, meiddan af velli. Lokaleikur 4. umferðinnar var viðureign Chelsea og Shrewsbury og fóra Chelsea-menn með léttan sigur af hólmi, 0-4. Zola fór á kostum í liði Chelsea og skoraði tvö marka liðsins. -HBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.