Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir 'AIH Auk íslenskra flugfélaga munu í það minnsta sjö erlend. flugfélög sjá um flutninga á íslenskum flugfarþegum til og frá landinu í sumar. Þetta eru breska félagið Astraeus, þýsku félögin LTU, Aero Lloyd og Condor, spœnska flugfélagið Futura, ítalska flugfélagið Azzurra og grœnlensk-skandinavíska flugfélagið Air Greenland. Kanadíska félagið HMY-Airwaus, tilkynnti hins vegar í morgun að hœtt vœri við flug til fshmds og annarra Evrópulamda. Sjö erlend félög fljúga til íslands Útlit er fyrir að samkeppni í flugi til og frá íslandi verði með lífleg- asta móti næstu misserin. Þar má búast við að i það minnsta sjö er- lend flugfélög takist á við Flugleiðir um hylli íslenskra flugfarþega. Sem fyrr ber nafn Flugleiða oftast á góma og virðast flestir keppinaut- amir miða sína starfsemi við að bjóða lægri fargjöld en Flugleiðir á helstu leiðum til og frá landinu. í því ljósi hefði það einhvem tíma þótt saga til næsta bæjar að Sam- keppnisstofnun skoðar nú hvort Flugleiðum sé stætt á að „lækka“ fargjöld á ákveðnum leiðum. Hefur Samkeppnisstofnun farið þess á leit við Flugleiðir að þær veiti stofnuninni upplýsingar um verðmyndun á svonefndum vor- smelli tO að kanna hvort tilboðið brjóti í bága við elleftu grein sam- keppnislaga um markaðsráðandi stöðu. Iceland Express kynnti fyrir skömmu ferðir til Kaupmannahafn- ar á 14.900 krónur og skömmu síðar fóru Flugleiðir að bjóða ferðir til Kaupmannahafnar fyrir sama verð. Iceland Express hefur bent á að markaðsráðandi aðili megi ekki misnota stöðu sina til að hindra nýjan aðila í að ná fótfestu á mark- aði. Flugleiðir er vissulega stórt fyrir- tæki á íslenskum markaði og hafa náin tengsl við ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn og flýgur m.a. með alla farþega Plúsferða svo eitthvað sé nefnt. Lággjaldastríð Lággjaldafélagið Iceland Express reið á vaðið í þessu nýjasta lággjaldastríði og kynnti undir lok síðasta árs fargjöld til London og Kaupmannahafnar á verði innan við 15.000 krónur fram og til baka með flugvallasköttum. Verður fyrsta flugið til Kaupmannahafnar að morgni 27. febrúar. Kynnt var einnig að 40 þúsund sæti stæðu til boða á þessum leiðum á verði und- ir 20. þúsund krónum. Undir lok janúar var þegar búð að selja hátt í helming þessara sæta samkvæmt upplýsingum félagsins. Flugleiðir hafa ítrekað bent á að samanburður þessara félaga sé ekki sanngjam. Iceland Express sé ekki flugfélag. Því beri Iceland Express ekki sömu skyldur og Flugleiðir. Ólafur Hauksson, talsmaður Iceland Express, hefur aftur á móti bent á að skyldur Flugleiða séu ekk- ert meiri ef komi til þess að farþeg- ar verði strandaglópar erlendis ef flugfélagið gæti ekki staðið við sinn hlut. í áætlunarflugi séu engar tryggingar 1 gangi sem tryggi far- þegum flug heim ef slíkar aðstæður koma upp. Tryggingar áætlunar- flugfélaga lúti einungis að því að tryggja rekstraröryggi flugvélanna, ekki síst með öryggissjónarmið í huga. Erlend flugrekstrarleyfi Segja má að Flugleiðir hafi samt nokkuð til síns máls þó það breyti í sjálfu sér engu varðandi réttmæta gagnrýni á meint há flugfargjöld Flugleiða til og frá íslandi. Flugfar- þegar Iceland Express eru í raun á vegmn breska flugfélagsins Astra- eus og lúta á skilmálum áætlunar- flugs þess félags samkvæmt þeirra flugrekstrarleyfi. Iceland Express nýtir einnig sölukerfi Astraeus. Því falla farþegar þeirra ekki undir þá skilgreiningu að vera farþegar „ferðaskrifstofunnar" Iceland Ex- press, enda væru þeir þá tryggðir fyrir áfollum samkvæmt skilyrðum ferðaskrifstofureksturs. Maðurinn á bak við uppbyggingu Iceland Express heitir Jóhannes Georgsson. Hann hefur komið víða við sögu í flugmálum hér á landi og starfaði m.a. sem framkvæmda- stjóri fyrir SAS hér á landi frá 1985 til 1994. Hann kom einnig við sögu Amarflugs á sínum tíma sem bjó ekki við sama frelsi til reksturs og nú þekkist. Þá voru félaginu skammtaðar flugleiðir til Amster- dam í Hollandi og eins til Mílanó á Ítalíu sem dugði þó greinilega ekki til langlífis. Eftir það var í raun ekki mikil samkeppni við Flugleið- ir sem varð til við samruna Flugfé- lags Islands og Loftleiða. Eins og fyrr sagði reyndi SAS fyrir sér á þessum markaði en hætti eftir nokkurra ára viðdvöl og er nú í samstarfi við Flugleiðir. Ekki má heldur gleyma íslands- flugi sem hefur þó að mestu snúið sér að leiguflugi erlendis sem og fragtflugi líkt og leiguflugfélagið Atlanta sem oft hefur verið mjög umsvifamikið í flutningum á far- þegum fyrir islenskar ferðaskrif- stofur. Nokkrir minni aðilar hafa líka verið nefndir þar til sögunnar. GO og Canada 3000 Eina alvöru samkeppnin um ára- bil varð til er breska flugfélagið GO hóf flug á milli London og Keflavík- ur í maí árið 2000 og bauð þá upp á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.