Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2003, Side 15
15
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003
x>v
Vatn á pappír
Vatnslitakúnstin, eöa
akvarellan eins og hún er
stundum nefnd á fagmáli,
hefur bæði kosti og galla.
Hún dugar vart til átaka-
mikilla umsvifa á myndfleti;
þar koma til takmarkanir
staölaðrar pappírsarkarinn-
ar og gegnsæið sem er inn-
byggt í alla litameðferðina.
Vatnslitamálara er því fyrir-
munað að fjalla um stórmál
á borð við mikilfengleikann,
tilvistarvandann, trú og
vantrú; til þess þarf stóra
fleti, gegnheila litfleti og ná-
kvæmnisvinnu sem er á
svig við eðlisþætti vatnslita-
miðilsins. Hins vegar getur
vatnslitamálarinn flestum
betur skráð tilfinningaleg
viðbrögð við hinu séða,
skyndilegar hugljómanir og
tæra lífsnautn mannsins,
um leið og smæð myndanna
gerir honum kleift að kom-
ast í náiö samband við
áhorfandann. Ef málverkið
er hetjukvæði er vatnslita-
myndin sonnetta.
Á síðustu árum hefur
smám saman komið í ljós að
við eigum okkur vatnslita-
hefð - að vísu eilítið
skrykkjótta - sem er a.m.k.
jafngömul og olíumálverkið;
alltént nær hún frá Ásgrími
Jónssyni til Georgs Guðna.
Og sennilega kominn tími á
að gaumgæfa hana í sögu-
legu samhengi með sýningu,
bókaútgáfu og öðru tilheyr-
andi.
Tilfinningasamband
Félagsskapur sem kallar
sig Akvarell ísland hefur nú
um sex ára skeið staðið fyrir
samsýningum starfandi listamanna sem
vonandi hafa opnað augu einhverra fyrir
aðdráttarafli þessa ævagamla og síunga
miðils. Félagið stendur nú fyrir fjórðu sýn-
ingu sinni í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Ekki er alltaf auðvelt að setja upp sam-
sýningar á vatnslitamyndum. Eins og áður
er nefnt eru myndimar yfirleitt í smærra
lagi, þarfnast því einhverrar niðurhólfunar
rýmisins tO að þær hverfi ekki í fjöldann og
áhorfendur geti komist í tilhlýðilegt tilfinn-
ingasamband við þær.
Á sýningunni í Hafnarborg hefur verið
tekin sú ákvörðun að stúka stóra salinn
ekki niður og hengja myndir þess í stað
þröngt eftir endilöngum veggjunum. Þetta
gleður sennilega hvorki listamennina sjálfa
né áhorfendur. Og sérstaklega óheppileg er
sú ákvörðun að taka endavegginn undir
eins konar basar, þar sem pússlað er saman
myndum allra þátttakenda. Ekki er ég held-
ur viss um að það hafi
verið rétt ákvörðun að
hengja myndir þátttak-
enda upp á mörgum stöð-
um í húsinu. Til dæmis
fær áhorfandinn sterklega
á tilfinninguna að „helstu
myndir" hafi verið hengd-
ar upp i stóra salnum uppi
en í sölunum niðri sé að
finna nokkurs konar
„aðra sortéringu".
Himinn og haf
Mér er ekki kunnugt
um hvernig staðið er að
vali meðlima inn í þessa
vatnslitaakademíu. En
það er deginum ljósara að
frá bæði tæknilegu og list-
rænu sjónarmiði eru him-
inn og haf milli þeirra
innbyrðis. Og erfitt að sjá
hvernig hópurinn, eins og
hann er samsettur í dag,
getur nokkurn tímann
komið fram fyrir íslands
hönd á erlendum vett-
vangi.
Þarna eru að sönnu
gamlir refir á borð við Ei-
rík Smith, Hafstein Aust-
mann og Torfa Jónsson,
þekktir listmálarar og
teiknarar sem gengið hafa
vatnslitimum á hönd með
góðum árangri, Björg Þor-
steinsdóttir, Kristín Þor-
kelsdóttir, Jón Reykdal og
Daði Guðbjörnsson, en
einnig listamenn sem enn
virðast vera á byrjunar-
reit á vandrötuðum veg-
um vatnslitanna.
Það sem sérstaklega
gladdi þennan skríbent
voru næstum fyrirsjáan-
leg hágæði mynda Haf-
steins, léttleikandi framlengingar Eiríks
Smith á formgerð olíumálverka sinna og
ótrúlega blæbrigðaríkar og djúpar myndim-
ar sem Torfi Jónsson gerir eins og að
drekka vatn. Þetta eru okkar stórmeistarar
í vatnsrellunni.
Aðalsteinn Ingólfsson
Sýningin stendur til 17. febrúar. Hafnarborg er opin
alla daga nema þriöjudaga, kl. 11-17.
Tónlist
Sungið á álfamáli
Jónas Tómasson. Ollver Kentish. Jón Nordal.
Hugarheimur Tolkiens
hefur hingað til ekki ver-
ið íslenskum tónskáldum
yrkisefni en á tónleikum
kammerkórsins
Hljómeykis á sunnudags-
kvöldið í Ými var flutt
tónsmíð eftir Jónas Tóm-
asson við ijóð eftir meist-
arann. Ljóðið heitir
Namárié (far vel) og er á
álfamáli sem Tolkien bjó
til, Ijúfsár hugleiðing um
fegurð náttúrunnar og
horfna tíð. Ósjálfrátt ber
maður verkið saman við
kvikmyndatónlistina í
Hringadróttinssögu og það er Jónasi ekki í
hag. Tónlist hans byrjaði að vísu á fallegum
hendingum er lofuðu góðu en svo varð ekki
neitt úr neinu; maður fann aldrei þetta un-
aðslega, annarsheimslega andrúmsloft sem
einkennir Hringadróttinssögu. í staðinn var
bara einhver rembingur sem var miður
skemmtilegur.
Á tónleikunum, sem voru hluti af Myrkum
músíkdögum, voru sex aðrar tónsmíðar flutt-
ar, þar af ein í fyrsta sinn, Jubilate Deo eftir
Óliver Kentish. Var það eina verkið þar sem
hljóðfærasláttur kom við sögu, rörbjölluspil
sem Frank Aamink annaðist. Ólíkt verki
Jónasar var þetta afslöppuð en þó fjörleg tón-
list, gleðin sem hún tjáði virtist með öllu
fölskvalaus og laus við helgislepjuna sem
trúartónlist er svo oft gegnsýrð af. Söngur
kórsins var kraftmikill undir öruggri stjórn
Bemharðs Wilkinsons og líflegur slagverks-
leikur Aarninks var sömuleiðis pottþéttur.
Er Óliver hér með óskað til hamingju með
vel heppnaðan frumflutning.
Annað á efnisskránni var nokkuð mis-
jafnt; langfallegasta tónsmiðin var eftir Jón
Nordal, Trú mín er aðeins týra. Þar var hver
tónn einlægur og þrunginn meiningu sem
var persónuleg en líka meira en það. Tónlist-
in virtist gædd innra lífi sem laut eigin lög-
málum - eða kannski æðri lögmálum; maður
gat auðveldlega ímyndað sér að Jón hefði
skrifað tónlistina eftir leiðbeiningum ein-
hvers engils. Þannig tónlist talar beint til
sálarinnar og fáum er gefinn slíkur hæfi-
leiki.
Canite tuba eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
var af allt öðru sauðahúsi, huggulegar og
hressar laglínur sem voru prýðilega radd-
settar en fátt annað. Lu-
storum animæ eftir John
Speight var myrkara,
enda hugleiðing um dauð-
ann, ágætlega byggð upp
með sæmilega áhrifamik-
illi stígandi. En 145. Dav-
íðssálmur Þorkels Sigur-
björnssonar hefur elst illa
síðan hann var frumflutt-
ur í sumar, tónlistin var
svo flöt og litlaus að
manni hálfleiddist.
Fimm vísur um nóttina
eftir Stefán Arason voru
sömuleiðis óttalega klén-
ar, best var sú þriðja sem
fjallar um veturinn, þar var tónmálið
skemmtilega myndrænt og stemningin
ísköld. Trallið í nokkrum kórmeðlimum í
vísunni um vomóttina var hins vegar eins
og lélegnr brandari og blístur tveggja söngv-
ara í vísunni um haustnóttina var beinlínis
barnalegt. Stefán er þó efnilegt tónskáld eins
og hann sannaöi með verðlaunaverkinu 10-11
og vissulega voru innblásin augnablik í
fyrstu tveimur vísunum en í það heila var
eins og hann væri aðallega að reyna að vera
frumlegur og það tókst ekki. 7
Söngur Hljómeykis var vandaður fyrir
utan smáóöryggi í byrjun og kórstjórn Bern-
harðs var nákvæm eins og venjulega. í stuttu
máli voru þetta athyglisverðir tónleikar og
sjálfsagt raunsæ mynd af því sem er að ger-
ast í íslenskri kórtónlist um þessar mundir.
Jónas Sen
_____________________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is
Raftónlist
á Myrkum
Annað kvöld kl. 20 er kom-
ið að raftónlist á Myrkum
músíkdögum. Þá verða
fjölóma tónleikar í Salnum
í Kópavogi þar sem flutt
verða verk eftir sex tón-
skáld: Fyrst er nýtt verk,
ennþá nafnlaust, eftir Hilm-
ar Þórðarson, þá Líðan 11
eftir Ríkharð H. Friðriksson, Manhattan:
2002 eftir Kjartan Ólafsson, „Camilla" -
andante lyrico eftir Dieter Kaufmann, ein-
leikari: Camilla Söderberg á blokkflautur,
La Jolla Good Friday eftir Þorkel Sigur-
björnsson og loks Noctume eftir Hjálmar
H. Ragnarsson.
Una og Anna Guðný í
Ými
Annað
kvöld kl. 20
verða líka
tónleikar í
Ými við
Skógarhlíð.
Þar leika
Una Svein-
bjarnardótt-
ir fiðluleik-
ari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó-
leikari meðal annars nýtt verk eftir Atla
Heimi Sveinsson, „Im Volkston", sem hann
samdi sérstaklega fyrir Unu. Hún frumflutti
það nýlega á lokaprófi sínu við Universitet
der Kúnste í Berlín en nú heyrist það í fyrsta
sinn á íslandi. Auk þess leika þær verk eftir
Prokofjev, Bach, Schönberg og Sarasate.
Una lék fiðlukonsert eftir Philip Glass með
Sinfóníuhljómsveit íslands í nóvember sl. við
mikla ánægju gesta og gagnrýnenda.
Stafkarla stafir
Annað kvöld kl. 20.30 heldur Félag ís-
lenskra fræða rannsóknakvöld í Sögufélags-
húsinu, Fischersundi 3. Þá flytur Davíð Er-
lingsson dósent erindi sem nefnist „Staf-
karla stafír og aðrir“ og hann lýsir svo: „At-
hugun á skýringum orðabóka á orðinu staf-
karl (beiningamaður) í íslensku og hinum
Norðurlandamálunum leiðir til öðruvísi
skilnings á upptökum orðsins en þess sem
þar blasir við. Sá skilningur leiðir síðan á
vit annarra hugmynda þar sem stafur, stafs-
hugmyndin, gegnir hlutverki uppistöðu og
skiptir máli um tilvistina. Sá sem hér lofar
upp í ermi sína vonar að tími gefist til að
drepa á einar tvær, að minnsta kosti. Fund-
urinn er öllum opinn.
Þú bláfjallageimur
Tvöfaldur geisladisk-
ur er kominn út með
söng hins vinsæla tenór-
söngvara Einars Sturlu-
sonar (f. 1917) undir
heitinu Þú bláfjallageim-
ur. Þetta eru upptökur
úr Ríkisútvarpinu, alls
43 lög, flest íslensk sönglög en einnig
nokkrir sálmar og erlendar þjóðvísur.
Elstu upptökurnar eru frá 1948 en þær
yngstu nýlegar.
Meðal tónskálda sem Einar syngur lög
eftir eru Atli Heimir Sveinsson, Haligrím-
ur Helgason og Ólafur Þorgrímsson. Þeir
Atli Heimir og Hallgrímur leika sjálfir
undir söng Einars. Diskurinn fæst í 12 tón-
um við Skólavörðustíg.
Leikmyndagerð
Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður
og leikmyndahönnuður, flytur opinn fyrir-
lestur við Listaháskólann, Skipholti 1, stofu
113, í hádeginu á morgun kl.12.30 og segir frá
vinnu sinni við leikmyndagerð.
Finnur Amar útskrifaðist frá Myndlista-
og handíðaskóla íslands árið 1991 Hann starf-
aði um hríð sem sviðsmaður og leikmuna-
vöröur við Þjóðleikhúsið og byrjaði að hanna
leikmyndir fyrir Nemendaleikhúsið 1992. Síð-
an hefur hann hannað yfir 30 leikmyndir fyr-
ir öll helstu leikhús landsins. Finnur hefur
verið aðalleikmyndahönnuður Hafnarfjarðar-
leikhússins frá stofnun þess árið 1995.
Grafíknámskeið
Grafíknámskeið hefst 24. febrúar þar sem
kynntar verða eftirfarandi grafískar aðferðir:
þurmál, pólgrafía, offset, gessoþrykk, stálæt-
ing, dúkskurður og yfirfærsla ljósrita.
Nemendur geta síðan valið sér og unnið
með þær aðferðir sem þeir vilja kynnast nán-
ar. Kennari er Ríkharður Valtingojer mynd-
listarmaður. Kennt á grafíkverkstæði LHÍ í
Laugamesi