Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Vantaldar tekjur Jóns Ólafssonar 3,2 milljarðar króna: Símon Á. Gunnarsson endurskoðandi JÓCÓ: Ásakanir byggðar á rangtúlkunum Þessar ásakanir eru rangar og þeim hefur veriö formlega and- mælt til skattrannsóknarstjóra eins og lög gera ráð fyrir. Þar er sýnt fram á meö mörgum rökum og göngum, meðal annars gögn- um sem lágu hjá skattrannsókn- arstjóra, að hans ásakanir eru byggðar á rangtúlkunum," segir Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoöandi. Símon sá um að gera ársreikn- ing og skattframtal félagsins Jóns Ólafssonar & Co fýrir rekstrarár- in 1998 og 1999. í niðurstöðum skattrannsóknarstjóra segir um þátt Símonar, að hann hafi „rang- fært bókhald og skattframtal skattaðilans [...] í því skyni að blekkja skattyfirvöld og koma skattaðilanum hjá skattgreiðslum lögum samkvæmt." Meðal annars eru gerðar at- hugasemdir við að sala á Fjöl- miölun hf. var færð í ársreikning ársins 1998. „Skattrannsóknar- stjóri telur sig hafa leitt í ljós, eins og það er orðað í skýrslunni, að sölusamningurinn hafi í reynd verið gerður 1999,“ segir Símon. „Ég hef fyrir.mína parta lagt fram sjö mismunandi skjöl að mig minnir, sem sýna að ártalið 1998 er hið rétta ártal.“ Þá eru í skýrslu skattrannsókn- arstjóra gerðar athugasemdir við verðmæti hins selda hlutar en Símon segir að það snúi ekki að sér sem endurskoðanda. En skyldi Jón Ólafsson hafa haft samráð við endurskoðanda sinn, Símon Á. Gunnarsson, áður en hann ákvað að gefa Morgun- blaðinu aðpang að öllum gögnum málsins. „Eg hef ekkert um það að segja og einbeiti mér bara að því sem að mér snýr,“ segir Sím- on. -ÓTG - fékk 204 milljónir króna í ráðgjafalaun á fjórum árum, frá 1998 Jón Ólafsson, aðaleigandi Norðusljósa, horflr fram á að þurfa að greiða allt að þrjú þúsund milljónir króna í skatta og sektir vegna undanskota, reynist niðurstaða á rannsókn skattrann- sóknarstjóra vera réttmæt. Rannsókn skattrannsóknar- stjóra ríkisins á fjárreiöum Jóns Ólafssonar, sem staðið hafa yfir í heilt ár, benda til að vanframtald- ar tekjur, eignir, söluhagnaður og hlunnindi, á því tímabili sem rannsóknin náði til, nemi saman- lagt um 3,2 milljörðum króna. Samkvæmt álagningu skatts af þessum tekjum og að teknu tilliti th vaxtagreiðslna og sektar sem kæmi þar til íþyngingar þýðir það að Jón þyrfti að greiða um 3 millj- arða króna samanlagt til íslenska ríkisins ef þetta verður niðurstað- an. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig í morgun um þau gögn sem birt eru um niðurstöður rann- sóknarinnar í Morgunblaðinu í morgun að frumkvæði Jóns Ólafs- sonar. Samkvæmt viðteknum venjum embættisins má gera ráð fyrir að skattrannsóknarstjóri vísi niðurstöðum rannsóknarinnar til meðferðar hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Jón mótmælir Jón Ólafsson fól lögfræðingum sínum að láta Morgunblaðinu í té tölur er varða rannsókn skatt- rannsóknarstjóra ríkisins á skatt- skilum Jóns Ölafssonar á árunum 1996-2001 og á bókhaldi og skatt- skilum Jóns Ólafssonar & Co sf. í yfirlýsingu sem Jón sendi frá sér í gær segist hann ekkert hafa að fela, hvorki gagnvart íslenskum né enskum skattayfirvöldum, sem hafi úrskurðað sig sem enskan skattþegn frá árinu 1998 að telja. Samkvæmt heimildum DV mun þessi röksemd Jóns þó ekki halda þar sem ekki hafi verið sýnt fram á gögn um skattskil hans af þess- um tekjum erlendis. Viðamikil rannsókn Niðurstöður rannsóknarinnar, sem hófst 21. febrúar á seinasta ári, eru birtar í tveimur skýrslum embættisins og hafa lögmenn Jóns afhent skattrannsóknarstjóra and- mæli við þeim. Er niðurstöðum rannsóknarinnar harðlega mót- mælt sem röngum og málsmeðferð embættisins er gagnrýnd. Við upphaf rannsóknarinnar réðst lög- regla m.a. til inngöngu í húsnæði Norðurljósa, Skífunnar og í fyrir- tækið Jón Ólafsson og Co í leit að gögnum. Vöktu aðgerðir skatt- rannsóknarmanna í fyrra mikla athygli, enda eru svo umfangs- miklar aðgerðir mjög sjaldgæfar. Jón hefur verið með fasta atvinnu- stöð og umfangsmikinn atvinnu- rekstur á íslandi. Þá er hann ræð- ismaður erlends ríkis á íslandi og hefur talið hér fram til skatts. 3,2 milljarðar Embætti skattrannsóknarstjóra telur að vanframtaldar tekjur Jóns Ólafssonar á tímabilinu sem rannsóknin náði til séu tæpar 208 milljónir kr. Hann mun hafa feng- ið 204 milljónir króna í ráðgjafar- laun fyrir Norðurljós á fjórum árum auk 600 þúsund króna mán- aðarlauna sem stjómarformaður, greiðslna vegna bifreiða og fleiri hlunninda. Vanframtalin bifreiða- hlunnindi eru talin 7,4 milljónir kr. á árunum 1998 til 2001, en hann hafði bíl bæði hér á landi og í Bretlandi á kostnað fyrirtækis- ins. Önnur vanframtalin önnur hlunnindi eru talin 7,3 milljónir kr., þá sé vanframtalinn söluhagn- aður að lágmarki 1,284 milljarðar kr. og vanframtaldar eignir séu um 500 milljónir. Samhliða rannsókn skattrann- sóknarstjóra á skattskilum Jóns Ólafssonar gerði embættið sjálf- stæða rannsókn á bókhaldi og skattskilum félagsins Jóns Ólafs- sonar & Co. sf. fyrir rekstrarárin 1998 og 1999. Niðurstaðan er sú að söluverðmæti eignarhluta skattað- ilans í Fjölmiðlun hf. til Inuit Enterprises Ltd., með aðsetur á Bresku Jómfrúreyjum, hafi numið I rannsókn Jón Ólafsson fékk alls um 204 milljónir króna í ráögjafalaun frá Norðurljósum á fjórum árum. Hann stofnaði sérstakt fyrirtæki á Bresku Jómfrúreyjum til að flytja eignir og selja aftur til Norðurljósa. mgr., sbr. 107. gr. laga nr. 75/1981, um tekju- og eignarskatt og 262. gr. hegningarlaga. „Skattaleg fyrirhyggja“ Fram kemur að Jón stofnar fjöl- mörg félög til þessa og kallar það „skattalega fyrirhyggju". Ríkisskatt- stjóri telur það markmið sem stofn- un þessara félaga að koma skatt- skyldum tekjum og eignum undan skatt hér á landi. Með svipuðum hætti seldu Jón Ólafsson og aðrir hluthafar í Norð- urljósum eignarhluti sína í félaginu til erlends eignarhaldsfélags á nafn- verði eða fyrir tæpan 1,7 milljarð króna, en fyrir lág verðmætamat frá Kaupþingi um að hlutabréfin væru raunverulega 8,7 milljarða króna virði eða liðlega fimmfalt verðmeiri. Samkvæmt gögnum sinnti Jón ekki boðunum og tafði framgang rann- sóknarinnar með því að afhenda skattrannsóknastjóra ekki umbeðin gögn. Málsmeðferð gagnrýnd Ragnar Aöalsteinsson hæstarétt- arlögmaður vísar á bug í andmæl- um fyrir hönd Jóns Ólafssonar að Jón hafi vanframtalið tekjur sínar og stundað skattsvik. Fram kemur í andmælum hans að bresk skattyfir- völd hafi staðfest að Jón beri fulla skattskyldu í Englandi. Ragnar gagnrýnir málsmeðferð skattrann- sóknarstjóra harðlega, segir hann hafa misbeitt valdi sínu við rann- sóknina, brotið gegn lögum um með- ferð opinberra mála og gegn meðal- hófsreglu stjórnsýsluréttarins. Niðurstöðu rannsóknar skatt- rannsóknarstjóra á bókhaldi og skattskilum Jóns Ólafssonar & Co. er einnig mótmælt sem rangri og órökstuddri i andsvörum við skýrsl- una. Tugir einstaklinga undir smásjá Fram kemur í skýrslu skatt- rannsóknarstjóra að rannsókn á bókhaldi og skattskilum Norður- ljósa samskiptafélags hf. og tengdra félaga hafi leitt í ljós, að vel á annan tug einstaklinga hafi þegið greiðslur vegna starfa sinna í þágu félaganna á árunum 1996-2001, án þess að gerð hafi ver- ið grein fyrir þeim launagreiðsl- um sem slíkum í bókhaldi og launauppgjöf félaganna til skatta- yfirvalda. -HKr. A kostnað fyrirtækisins Sérstakur starfsmaður Norðurljósa sá um öll persónuleg mál Jóns og á launaskrá Noröurljósa var ráöskona Jðns og fjölskyldu í London. Var með tvo bíla, annan á íslandi og hinn í London, á kostnað Norðurijósa. að lágmarki rúmum 1,3 milljörð- um króna og að vanframtalinn söluhagnaður hafi numið rúmlega 1,2 milljörðum kr. Rangfært bókhald Samkvæmt niðurstöðunni er talið að Jón Ólafsson og Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoð- andi, hafl af ásetningi rangfært bókhald og skattframtal skattaðil- ans í tengslum við sölu á eignar- hlut Jóns Ólafssonar & Co. í Fjöl- miðlun hf. Er þessi meðferð á við- skiptunum í bókhaldi talin geta brotið gegn ákvæðum laga um bókhald, laga um ársreikninga og almennra hegningarlaga. Þá sýn- ist að sú háttsemi Jóns og Símon- ar að standa skil á röngum skatt- framtölum fyrir skattaðilann kunni að varða þá refsingu skv. 5. Þrír milljarðar í skatta og sektir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.