Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2003, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 2003 27 Sport Intersportdeildin í körfuknattleik: Leikur varnanna - þegar Njarðvíkingar lögðu heimamenn í Snæfelli, 60-63 Snæfell-Njarövík 60-63 5-8, 7-12, (12-17). 15-19, 23-23, 25-30, (29-35). 3641, 41-43, (43-45). 51-55, 57-58, 60-61, 60-63. Stig Snœfell: Sigurbjörn I. Þórðarson 14, Hlynur E. Bæringsson 12, Lýður Vignisson 9, Jón Ó. Jónsson 8, Clifton Bush 8, Helgi R. Guðmundsson 7, Andrés M. Hreiðarsson 2, Stig Njaróvik: Gary M. Hunter 20, Friðrik Stefánsson 16, Teitur Örlygsson 14, Þorsteinn Húnfjörð 11, Páll Kristinsson 2. Friörik Stefánsson var drjúgur í fráköstunum í Hólminum í gærkvöld. Tók 13 slfk og skoraöi 16 stig. Njarövíkingar sigruðu Snæfell, 60-63, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Stykkishólmi í gærkvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og góðum varn- arleik á báöa bóga. Þjáfararnir hljóta að hafa verið ánægðir með sína menn í vörn- inni, en slík var baráttan að mesta furða var að fylkingum laust ekki saman, því ekki réðu dómararnir við sitt verkefni, aumingjans karlarnir. Njarðvík- ingar voru allan tima fyrri til og virtust alltaf hafa tögl og hagldir þótt munurinn yrði aldrei mikill. Snæfell var yfir snemma í leiknum, 3-2, og svo aftur 59-58 þegar tæp mínúta var eftir en bestu menn Njarðvíkinga, Friðrik Stefánsson með 3ja stiga skorpu og Teitur Örlygsson úr tveimur vítum, skoruðu 5 síðustu stig þeirra í leiknum, á meðan harð- jaxlinn Hlynur Bæringsson gerði eitt stig úr víti. Sigurbjörn Þórðarson tók feiknaskorpu í öðrum leikhluta og skoraði þá 8 stig. Þorsteinn Húnfjörð lék ágætlega og skoraði fallega flautukörfu í lok fyrri hálfleiks. í fjórða leikhluta lögðu heimamenn kapp á að minnka muninn og gekk vel, en Teitur Ör- lygsson hélt gestunum á floti með tveimur 3ja stiga körfum í röð. Sigurbjörn Þórðarson, sem lék hvað best heimamanna, skoraði úr tveimur vítum þegar tæp mín- úta lifði leiks og kom Snæfelli yf- ir, 59-58, en það dugði skammt og síðasta skotið í leiknum átti Lýð- ur Vignisson fyrir utan 3ja stiga línuna, en hann missti marks. Strögl í sókninni „Þetta var leikur varnanna og mikið strögl í sókninni. Við leiddum alltaf og spurningin var hvort liðið héldi leikinn út og við gerðum það,” sagði Friðrik Ragn- arsson, þjálfari UMFN, í leikslok. -HÞ Engin lyf á bannlista ÍSÍ boðaði nýlega eftirtalda íþróttamenn til lyfjaeftirlits. Stein- ar Kaldal, Eld Ólafsson, Herbert Amarson, Jóhannes Ámason, Tómas Hermannsson og Grétar Guðmundsson. Allir eru þeir leik- menn með KR. Niðurstöður liggja nú fyrir og fundust engin lyf á bannlista i sýn- um viðkomandi íþróttamanna. Keflavíkurstúlkur deildarmeistarar Keflavikurstelpur sigruðu granna sína úr Grindavík, 58-65, í Röstinni í gærkvöld í 1. deild kvenna í körfubolta og urðu um leið deildarmeistarar. Leikurinn var bráðfjörugur og mikil barátta var einkennandi en gestimir byrj- uðu betur og náðu fljótlega frum- kvæðinu og leiddu með ellefu stig- um í hálfleik, 24-35. í upphafi þriðja leikhluta leit helst út fyrir að þær væru að klára leikinn, munurinn varð fljótt sextán stig, 26-42 og engin spenna fyrirsjáan- leg. Heimastelpur vom þó ekki á því að láta valta yfir sig og með mikilli baráttu og þrautseigju skoruðu þær næstu þrettán stigin og það munaði aðeins þremur stigum þeg- ar leikhlutinn var allur, 43-46. í lokaleikhlutanum var jafnræði með liðunum en Keflavíkurstelpur náðu þó alltaf að svara áhlaupum heimastelpna. Þær tryggðu sér þó ekki sigurinn fyrr en á lokamínút- unni og eru sem fyrr langefstar í deildinni. Bima Valgarðsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir voru atkvæða- mestar þeirra og þá setti Anna María Sveinsdóttir þrjá þrista á mjög mikilvægum tímapunktum; alvöm reynslubolti. Sonja Ortega var óheppin I sókninni en þessi stelpa spilar hörkuvöm og frá- kastar vel. Hjá Grindavík var Stef- anía Helga Ásmundsdóttir góð, Denise Shelton var ágæt en þó langt frá sínu besta. Stig Grindavíkur: Stefanía Helga Ásmundsdóttir 17, Denise Shelton 17, Sólveig Gunnlaugs- dóttir 12, Sandra Dögg Guðlaugs- dóttir 6, Guðrún Ósk Guðmunds- dóttir 2, Ema Rún Magnúsdóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 2 Stig Keflavíkur: Birna Val- garðsdóttir 19, Erla Þorsteinsdóttir 19, Anna María Sveinsdóttir 9, Rannveig Randversdóttir 6, Marín R. Karlsdóttir 5, Sonja Ortega 4, Kristín Blöndal 3 -SMS Framlengt fjör hjá Stúdínum Leikur Hauka og bikarmeistara ÍS var báðum liðum gríðarlega mikilvægur. Gestimir í ÍS stóðu á endanum uppi sem sigurvegarar, 62-53, eftir framlengdan leik. Eftir þennan leik em liöin jöfn að stig- um í deildinni, hafa hlotið 10 stig og ÍS með betri árangur í innbyrð- is viðureignum. Leikmenn gestanna náðu fljúg- andi starti og pressuvöm þeirra skilaði þeim auðveldum körfum. Munurinn á liðunum var 13 stig eftir fyrsta fjórðung. Fljótlega fór samt að fjara út krafturinn í sókn- inni og vöm Haukastúlkna hleypti einungis 5 stigum gestanna niöur í öðrum fjórðungi. Eftir þrjá fiórðunga voru þær búnar að jafna leikinn. ÍS virtist vera að tryggja sér sigur en 6 stig á síðustu mínútu leiksins tryggðu framlengingu. Þar virtust gestirnir vera mun yfirvegaðari og náðu að hrista heimastúlkurnar af sér. Leikurinn var lítið fyrir augað og bar verulegan keim af mikil- væginu fyrir bæði lið sem em í gríðarlegri faUbaráttu. Eftir stend- ur aö til að sleppa við fall þarf lið Hauka að vinna einum leik meira en ÍS-liðið það sem eftir er móts. Stig Hauka: Katie Hannon 18, Helena Sverrisdóttir 17 (14 fráköst og 6 stoðsendingar), Egidija Raubaite 8 (14 fráköst), Hafdís Haf- berg 15, Ösp Jóhannesdóttir 4, Pálina Gunnlaugsdóttir 2. Stig ÍS: Meadow Oversreet 24, Alda Leif Jónsdóttir 18 (10 fráköst, 6 stoðsendingar, 6 boltum náð og 6 varin skot), Hafdís Helgadóttir 6, Cecilia Larsson 5, Svandís Sigurö- ardóttir 4 (16 fráköst), Stella Rún Kristjánsdóttir 3, Jófríður Halldór- dóttir 2. -MOS Boðið til leiks í Berlín - Þjóðverjar vilja leika við íslenska landsliðið í handbolta 22. mars Handknattleikssamband Island fékk í gær boð frá Þjóðverjum um að leika landsleik í Berlín 22. mars nk. HSÍ tekur boðið fyrir á fundi í dag og er fastlega búist við að því verði tekið. Þetta verður þá fyrsti leikur íslenska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið en ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þjóðverjar hafa í dag eins og flestir vita á að skipa einu sterkasta landsliðið í heiminum en þeir urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir Króötum í úrslitaleik um heimsmeistaratitilinn í Lissabon á dögunum. „Þetta er frábært boð frá Þjóð- verjunum sem erfitt er að hafna en endanleg ákvörðun verður tekin í dag hvort þvi verður tekið. Ég tel miklar líkur á því að við mætum til þessa leiks en ljóst um leið að við munum leika þennan leik með um- talsvert breytt lið frá heimsmeist- aramótinu á dögunum. Gústaf Bjarnason og Sigurður Bjarnason verða ekki með vegna meiðsla og flest bendir til að við verðum án þeirra Rúnars Sigtryggssonar og Heiðmars Felixsonar en þessa sömu helgi verður leikið í deildinni á Spáni. Það má því gera ráð fyrir því að nýir leikmenn fái að spreyta sig í þessum leik,“ sagði Guðmund- ur Guömundsson landsliðsþjálfari í samtali við DV og átti hann von á því að velja landsliðshóp fyrir leik- inn í byrjun mars. Verkefni landsliðsins á næstunni eru nokkur en fyrir liggur að leik- nir verða þrir leikir við Dani hér á landi dagana 30.-31. maí og 1. júní. Landsliðinu hefur síðan verið boð- ið á árlegt fiögurra landa mót í Ant- verpen í Belgíu dagana 7.-9. júní en það eru borgaryfirvöld sem hafa staðið að þessu móti undanfarin ár. íslendingum var fyrst boðin þátt- taka í fyrra þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti. Auk íslendinga leika þar Danir, Júgóslavar og fiórða lið- ið verður að öllum líkindum Rúss- ar. Verkefni þegar þessum leikjum lýkur liggja ekki enn þá fyrir en tvær stórkeppnir blasa síðan við á næsta ári, Evrópumótið í Slóveníu í janúar og Ólympíuleikamir í Aþ- enu í ágúst. -JKS Dómarar (1-10): Rögnvaldur Hreiö- arsson og Rúnar Gíslason (3) Gœói leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 150. Maður leiksins Teitur Örlygsson, Njarðvík. Fráköst: Snæfell 40 (9 í sókn, 31 í vörn, Sigurbjörn I. Þórðarson 13), Njarð- vík 44 (11 í sókn, 33 í vörn, Guðmundur Jónsson 14, Teitur Örlygsson 14) Stoösendingar: Snæfell 14 (Helgi 6, Atli 2, Reid 2), Njarðvík 11 (Hunter 5, Teitur 2). Stolnir boltar: Snæfell 7 (Jón Ó. 2, Bush 2), Njarðvík 11 (Halldór 6, Hunter 3). Tapaöir boltar: Snæfell 6, Njarðvík 9. Varin skot: Snæfell 1 (Hlynur E. Bær- ingsson), Njarðvík 3 (Friðrik Stefánsson). 3ja stiga: Snæfell 5/28, Njarðvík 3/23. Víti: Snæfell 15/25, Njarðvík 8/17 KÖRFUBOLTI J íLa BBDQE) Keflavík Staðan: 16 14 2 1250-848 28 KR 16 9 7 986-1025 18 Grindavík 16 8 8 1123-1164 16 Njarðvík 16 7 9 1057-1125 14 ÍS 16 5 11 948-1059 10 Haukar 16 5 11 932-1075 10 Næstu leikir: Keflavík-ÍS .......16. feb., kl. 19.15 KR-Grindavík .... 17. feb., kl. 19.15 Njarðvík-Haukar .... 19. feb., kl. 20 Haukar-KR ..........22. feb., kl. 17 Keflavík-Njarðvík ... 23. feb., kl. 16 ÍS-Grindavík......24. feb., kl. 19.30 KR-IS...............1. mars, kl. 16 Haukar-Keflavík .... 2. mars, kl. 17 Njarðvík-Grindavík . 5. mars, kl. 20 Grindavík-Haukar 10. mars, kl. 19.15 Keflavík-KR .... 10. mars, kl. 19.15 IS-Njarðvík.....10. mars, kl. 19.15 Rússar sigruðu Rúmena, 4-2, i vin- áttlandsleik í knattspyrnu á Nikos- íu á Kýpur í gær. Alan Kusov, Andrei Karauka, Andrei Arshavin og Rolan Gusev skoruðu fyrir Rússa i leiknum. Gabriel Tamas og Stefan Grigorie skor- uðu fyrir Rúmena. Enska 1. deildar liöiö Coventry gekk í gær frá lánssamningi við Matt Jensen, sóknarmann Black- burn Rovers, og gildir samningur- inn út þetta tímabil. Jensen hefur átt í erfiðleikum að komast í lið hjá Blackburn eftir erfið meiðsii sem hann hlaut á Italíu í fyrrasumar. Jensen, sem er 25 ára, skoraði 24 mörk fyrir Blackburn tímabilið 2000-2001 og á síðasta tímabili 16 mörk. Nottingham Forest hefur fengið Darren Huckerby að láni frá Manchester City og tekur láns- samningurinn gildi 24. febrúar. Huckerby, sem 26 ára sóknarmaður og fæddur í Nottingham, skoraði 26 mörk fyrir Manchester City á sl. timabili þegar það tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni. Lengi vel leit út fyrir að leikmaðurinn færi til Celt- ic en úr þvi varð ekki á síðustu stundu. Scenska skíöakonan Anja Person sigraði i stórsvigi á heimsmeistara- mótinu í St. Moritz í Sviss í gær. Person var fyrst eftir fyrri ferðina í gær og tryggði sér síðan öruggan sigur á 2:30.97 mínútum. Denise Karbon frá Italíu varð önnur á 2:32.52 mínútum og í þriðja sæti hafnaöi Allison Forsyth frá Kanada á 2:32.76 mínútum. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.