Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Breytingar á ráöningarsamningi valda megnri óánægju: Hamahjúkpun í uppnámi - starfsfólkið telur um aö ræða tekjuskerðingu og jafnframt uppsögn Heimahjúkrun Rúmlega helmingur þess starfsfólks sem starfar viö heimahjúkrun er hjúkr- unarfræðingar. Heimahjúkrun á höfuðborgar- svæðinu er nú í uppnámi eftir að ríkið hefur tilkynnt breytingar á ráðningarsamningi þeirra sem við hana vinna, að sögn Gunnars Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags íslands. „Það er gríðarleg óánægja meðal þeirra sem vinna á þessum vettvangi,“ sagði Gunnar við DV í gærkvöld. Breyt- ingin felst í því að starfsfólk heima- hjúkrunar skal nota rekstrarleigu- bíla við vinnu sína, en notaði áður eigin bíla og fékk fyrir það fastar greiðslur. Um 80 hjúkrunarfræðing- ar og sjúkraliðar vinna nú við heimahjúkrun á því svæði sem breytingin nær til, þ.e. í Reykjavík, á Seltjamarnesi, Mosfellsbæ og Kópavogi. „Þetta starfsfólk hefur verið ráðið upp á það að það skuldbindi sig til þess að hafa bílpróf og eigin bíl til umráða,“ sagði Gunnar. „Það hefur haft einhveijar tekjur af þessu og margar umræddra kvenna eru með bíla sem þær hafa verið að fjárfesta í með tilliti til þeirra tekna sem þær hafa haft af þessu. Sumar þeirra eru með rekstrarleigubíla á eigin vegum til að geta svarað þeim kröfum sem gerðar hafa verið viö ráðningu, þar sem skammt er síðan þær voru full- vissaðar um að engar breytingar væru á döfinni. Þessar rekstrarleig- ur eru til þriggja ára, þannig að þær sitja uppi með ábyrgðina, en enga afkomu. Það er því ekki alveg að ástæðulausu sem óánægjan hefur blossað upp.“ Umræddum lið ráðningarsamn- ings starfsfólks heimahjúkrunar hefur verið sagt upp og tekur ofan- greind breyting gildi 1. apríl næst- komandi. „Þarna er verið að segja þeim upp ráðningarsamningi og ráðningar- kjörum," sagði Gunnar. „Það er al- veg Ijóst að þær geta litið á þetta sem hreina uppsögn. Þetta er mjög mikil röskun á högiun þeirra. Ég held að margar þeirra geti ekki ann- að en hætt störfum því það er gjör- samlega verið að kippa undan þeim fótunum og svipta þær forsendun- um fyrir starfi sínu.“ Gunnar sagði að starfsfólkið í heimahjúkrun veitti gífurlega mikla og vaxandi þjónustu. Benda mætti á nýlega úttekt landlæknis á samein- ingu ríkisspítalanna þar sem komið hefði fram að á sl. tíu árum hefði sjúkrarúmum á Landspítalanum fækkað um 490. Innlögnum hefði fjölgað, en legudögum fækkað. „Þetta þýðir ekki að fólk sé hætt að vera veikt,“ sagði Gunnar. „Það þýðir einungis að fólk er veikt heima hjá sér. Fólk kemur haug- veikt inn á sjúkrahúsin og það fer haugveikt þaðan út. Því er mætt með heimahjúkrun. Þetta er erfitt starf sem felur í sér mikla ábyrgð og síður en svo heppilegt að raska svo högum starfsfólksins eins og fyrir- hugað er að gera.“ -JSS Sjá einnig bls. 6 Skotinn í andlitið með loftbyssu Piltur á tvítugsaldri var flutt- ur á slysadeild eftir að hafa ver- ið skotinn í andlitið með loft- byssu rétt fyrir klukkan eitt að- faranótt sunnudagsins. Fékk pilturinn gat á kinnina og bólgnaði hún mikið upp. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík munaði ekki miklu að skotið færi í auga piltsins. Þolandinn kærði atvikið og lög- reglan handtók 18 ára pilt nokkrum klukkustundum síðar. Við yfirheyrslur játaði hann á sig verknaðinn og var byssan gerð upptæk. Segir lögreglan nokkuð mikið um að svona loft- skotvopn séu i umferð og að unglingar virðist ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlegar af- leiðingar þær geta haft, sé þeim beitt á rangan hátt. Annars var helgin nokkuð tíð- indalaus hjá lögreglunni. Lítið var um pústra í miðbænum og segir lögreglan að þar hafi rok og rigning komið til góða og haldið fólki innandyra. Þá voru sjö aðilar stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur. -vig Suðurstrandarvegur: Eykup öryggi íbúa á Reykjanesi Mikil ánægja ríkir meðal bæjar- stjóra Grindavíkur og Ölfuss vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjómarinn- ar að veija 500 milljónum króna í Suðurstrandarveg milli Þorlákshafn- ar og Grindavíkur. Vegurinn verður um 60 kilómetra langur en leggja þarf hann að mestu leyti frá grunni. Vegurinn skiptir miklu máli vegna ferðamálasjónarmiðs, fiskflutninga og almennrar umferðar innan hins nýja Suðurkjördæmis. Áætlað er aö vegurinn í heild komi til með að kosta 800 til 1.200 milljónir króna og segir Ólafur Öm Ólafsson, bæjar- stjóri í Grindavik, að 500 miiljónir muni koma verkinu vel á veg. Hann telur veginn vera mikið hagsmuna- mál fyrir Sunnlendinga og Suður- nesjamenn enda hafi hann verið mikið baráttumál Grindvíkinga, Ölf- usbúa og fleiri. Bent er á Suðurstrandarvegur auki öryggi fyrir íbúa á Reykjanesi, t.d. ef Reykjanesbrautin myndi lok- ast, því þá er engin önnur leið til Reykjavíkur. Þá auðveldar vegurinn allar samgöngur milli Suðurlands og Suðumesja. Vegurinn kemur til með að verða heils árs vegur og verður að miklum hluta lagður á öðrum stað en núverandi vegstæði er. Áætl- að er að endurbæta veginn frá Grindavík austur fyrir ísólfsskála og frá Þorlákshöfn vestur fyrir Hlíðar- vatn. Miðjukaflinn myndi þá vænt- anlega bíða annars áfanga verksins. -GG DV-MYND JÚLÍA IMSLAND Ungir listamenn í Krakkaholti Leikskólabörnin í Krakkakoti á Höfn, Mánadeildin, tók að sér að myndskreyta barnahorniö í biðstofu heiisugæsiustöðvarinnar. Eins og sést á myndinni eru þarna efnilegir listamenn og þeim fannst það alveg sjálfsagt að stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann aö verki ioknu og fóstrurnar máttu líka vera með. -Jl Stuttar fréttir Samiö til 2005 Samningur Vegagerðarinnar og Samskipa um rekstur Vestmanna- eyjaferjunnar Herjólfs hefur hækkað að verðgildi um 123% frá þvi hann fyrst var undirritaður árið 2000. Vegagerðin greiðir Sam- skipum 163 milljónir króna fyrir reksturinn en samningurinn hef- ur verið framlengdur til loka árs- ins 2005. Upphaflega var samið um 436 ferðir á ári fyrir 73 milljónir en þeim hefur verið fjölgað í 511. Sjjikrahússorpi fargað á Isafirði Fyrsti farmur- inn af sjúkra- hússorpi frá Ak- ureyri er nú kom- inn til eyðingar í sorpbrennslu- stöðinni Funa á ísafirði. Alls voru þetta fjögur tonn sem komu til brennslu í Funa, mestmegnis frá Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. - BB greindi frá. Sjúkraflug tryggt Nothæft flugvélabensín sem stenst öryggiskröfur fannst í birgðastöð Skeljungs á Akureyri. Voru um 8.000 lítrar fluttir með bíl til Reykjavíkur og með því verður hægt að tryggja sjúkraflug. Flug bensínknúinna smáflugvéla verður þó áfram takmarkað. Ferðum fækkað Stjóm Strætó bs. fól á síðasta fundi framkvæmdastj óra fyrir- tækisins að kanna það hvort raun- hæft sé að fækka ferðum í sumar þannig að vagnarnir fari á 30 min- útna fresti í júní, júlí og fram i miðjan ágúst í stað 20 mínútna eins og verið hefur. Tapa milljón á sýningu íslenska óperan tapar rúmlega einni milljón króna á hverri sýn- ingu á óperunni Macbeth sem nú er sýnd í Gamla bíói. Átta sýning- ar verða á óperunni en ekki kem- ur til greina að fjölga þeim. Bjart útlit Grásleppuvertiðin hefst eftir um mánuð og útlitið er bjart hvað varð- ar sölu á hrognum. Landsamband smábátasjómanna hefur látið þau boð út ganga að tunnan ætti að fara á um rúmar 70.000 krónur. - Inter- seafood greindi frá. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.