Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 17
16
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003
41
A&alritstjóri: Óll Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
A&sto&arritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Halldór gefur tóninn
Halldór Ásgrímsson, formað-
ur Framsóknarflokksins, gaf
skýran tón á flokksþingi fram-
sóknarmanna um helgina. Fái
Framsóknarflokkurinn til þess
stuðning í alþingiskosningun-
um 10. maí mun flokkurinn
beita sér fyrir lækkun skatta á
einstaklinga og þá ekki síst til
að rétta hag fjölskyldufólks.
Svigrúm til skattalækkana
hefur skapast og mun skapast enn frekar á komandi
árum þegar áhrif framkvæmda á Austurlandi koma að
fullu fram. Halldór Ásgrímsson benti á í ræðu sinni á
flokksþinginu að svigrúm ríkissjóðs yrði samanlagt á
kjörtímabilinu 20-25 milljörðum meira en ella og sveitar-
félaganna fimm milljörðum meira en ella hefði orðið.
Allt vegna aðgerða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks og þá ekki síst vegna stóriðjufram-
kvæmda á Austurlandi og byggingu Kárahnjúkavirkjun-
ar. Og loforð formanns framsóknar er einfalt og skýrt:
„Ég tel augljóst að almenningur í landinu eigi að njóta
stærsta hluta þessara auknu tekna, en mikill meirihluti
hans hefur fylkt sér um þessa atvinnustefnu og áttað sig
á hinu mikilvæga samhengi hlutanna. Ég tel vera kom-
inn grundvöll fyrir þjóðarsátt um þá atvinnustefnu sem
er hornsteinn íslenska velferðarkerfisins.“
Loforð um skattalækkanir beinast að fjölskyldunni en
í áðurnefndri ræðu sinni sagði Halldór Ásgrímsson: „Ég
tel kominn tíma til að gera ákveðnar breytingar á skatt-
kerfinu með það sérstaklega í huga að það hlúi sem best
að fjölskyldunni. Fjölskyldan er hornsteinn íslensks sam-
félags og við viljum styrkja hana en ekki sundra. Því er
nauðsynlegt að taka kerfið til endurskoðunar, sérstak-
lega með tilliti til millitekjufólks. Við viljum taka á með
ungu fjölskyldufólki; því sem er að gera allt í senn, koma
sér upp þaki yfir höfuðið, greiða niður námslán, ala upp
börn sín og hasla sér völl á vinnumarkaði. Það hvílir
mikið á þessu fólki - við viljum létta undir með því.“
Forystumenn ríkisstjórnarinnar tala þvi með svipuð-
um hætti um skattastefnu komandi ára. Davíð Oddsson
forsætisráðherra sagði á Viðskiptaþingi að sterk staða
ríkissjóðs og tekjuaukinn af hagvextinum gerði það að
„verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á
sköttum í rétta átt, til lækkunar en ekki hækkunar".
En alltaf eru til þeir sem eru á móti því að almenning-
ur fái að halda meiru eftir - fái að njóta uppgangsins í at-
vinnulífinu betur og meira en hið opinbera. Slíkir menn
hafa alltaf verið til og munu alltaf vera til og rökin færa
þeir ætíð í fræðilegan búning hagfræðinnar. Tími fyrir
skattalækkanir er aldrei réttur - lækkun skatta hefur
þensluáhrif sem margir hagfræðingar óttast meira en
pestina. Þeir trúa því af einhverjum óskiljanlegum
ástæðum að hið opinbera fari betur með fjármuni en fjöl-
skyldumar sjálfar. Þeir eiga ekki svör við merkilegri
spurningu dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar pró-
fessor sem hann varpar fram í viðtali við DV í dag: „Af
hverju ættu peningar í vösum einstaklinga að valda
meiri þenslu en peningar í sjóðum ríkisins?“
Auðvitað er verið að rugla umræðuna eins og Hannes
Hólmsteinn bendir á og gegn þessu hjali verða þeir
stjórnmálamenn sem vilja lofa almenningi að njóta í
auknu mæli hagvaxtar komandi ára að bregðast við með
skýrum og afdráttarlausum hætti. Þá mun þeim vegna
vel i komandi kosningum.
Óli Björn Kárason
DV
Skoðun
Þess vegna ekki
Evrópusambandið
Friörik J.
Arngrímsson
framkvæmdastjóri
LÍÚ
Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar,
skrifaði grein í DV föstu-
daginn 21. febrúar sl. und-
ir fyrirsögninni „Ávinningur
sjávarútvegs af ESB“.
í greininni má formaðurinn vart
vatni halda þar sem hann telur það
marka nokkurs konar kaflaskil að
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja hf., skuli íjalla um sjávar-
útvegsmál og Evrópusambandið á
fundi Samfylkingarinnar. Formaður-
inn heldur því fram að innan sjávar-
útvegsins hafi aðild að Evrópusam-
bandinu nánast verið bannorð og að
þar hafi menn litið á það sem guðlast
að reifa þann möguleika að sjávarút-
vegurinn kynni hugsanlega að hafa
ávinning af því að landið yrði hluti
af Evrópusambandinu. Ekki veit ég
hvar formaðurinn hefur heimildir
sínar en a.m.k. hefur hann aldrei
rætt við mig um afstöðu sjávarút-
vegsins til Evrópusambandsins frek-
ar en annað sem að íslenskum sjáv-
arútvegi lýtur og hann hefur ekki
heldur rætt málið við stjóm Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna.
Staðreyndin er sú að útvegsmenn
hafa að sjáifsögðu velt aðild íslands
að Evrópusambandinu fyrir sér. Út-
vegsmönnum er það fyllilega ljóst að
ef ísland gengi í Evrópusambandið
myndu toliar af sjávarafurðum falla
niður og þó við njótum tollfrelsis fyr-
ir yfirgnæfandi hluta sjávarafurða
okkar í Evrópusambandinu þá mun-
ar okkur um þær fjárhæðir sem við
nú greiðum í tolla. Það verður þó
ekki hjá því komist að upplýsa for-
manninn um að fryst síldarflök bera
ekki toll inn í ESB en formaðurinn
segir ljóst að miklir möguleikar séu
að opnast til vinnslu síldar til mann-
eldis með uppgangi norsk-íslensku
síldarinnar. Þá er rétt að formaður-
inn viti að því miður fer norsk-ís-
lenski síldarstofninn minnkandi um
þessar mundir en er ekki í uppgangi.
Afstaða byggir á rökum
Útvegsmenn hafa þá skýru afstöðu
til aðildar íslands að Evrópusam-
bandinu að hún komi ekki til greina
vegna þess að með aðild yrðum við
að undirgangast hina sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu sambandsins.
Þessi afstaða, sem byggir á rökum og
yfirveguðu mati á hagsmunum, hefur
verið áréttuð í samþykktum stjómar
LÍÚ þar sem Þorsteinn Már Baldvins-
son á sæti, og birt í fjölmiðlum. Út-
vegsmenn hafa tekið þátt í opinberri
umræðu um málið og það verða því
engin kaflaskil þó Þorsteinn Már lýsi
þvi á fundi af hverju útvegsmenn
telja aðild að ESB ekki koma tfl
greina. Ég er hins vegar sammála
formanninum um að það er fengur
fyrir hvem þann sem á mál Þorsteins
Más hlýðir að heyra hann flytja mál
útvegsmanna.
Rétt er að rifja upp með formann-
inum af hverju ísland getur ekki
undirgengist sameiginlegu sjávarút-
vegsstefnuna.
Aðild að ESB hefði i för með sér að
við misstum forræðið yfir sjávarauð-
lindinni sem er mikilvægasta auð-
lind okkar. Útflutningsverðmæti
sjávarafurða nemur yfir 60% af verð-
mæti vöruútflutnings landsmanna.
Hagsæld hér á landi byggist aö
Aöild Islands aö ESB heföi þaö í för meö sér aö Islendingar færu ekki lengur
meö ákvöröunarvald og samninga viö önnur ríki um veiðar úr deilistofnum, þ.e.
fiskistofnum er veiöast bæöi utan og innan íslenskrar lögsögu.
stærstum hluta á því að fiskimiöin
séu nýtt af íslendingum af hagsýni og
á sjáifbæran hátt. Það kemur ekki tO
álita að aðrir en íslendingar sjálfir
fari með forræði fiskimiðanna enda
er hér um að ræða mikilvægasta
þáttinn í efnahagslegu sjálfstæði
þjóðarinnar. Engin trygging er fyrir
því að reglan um hlutfaOslegan stöð-
ugleika haldi tO frambúðar og því
gæti veiöiheimOdum íslands verið
úthlutað tO annarra ríkja ESB í
framtíðinni. AOt tal um að við mynd-
um hafa mikO áhrif innan ESB er í
besta faOi bamaskapur og þarf ekki
annað en að líta tO síðustu tilrauna
ESB til að ná tökum á málefnum
sjávarútvegsins sem er víðast hvar í
miklum ólestri.
Ekki lengur ákvörðunarvald
Aðild íslands að ESB hefði það í
för með sér að íslendingar færu ekki
lengur með ákvörðunarvald og samn-
inga við önnur ríki um veiðar úr
deOistofnum, þ.e. fiskistofnum er
veiðast bæði utan og innan íslenskr-
ar lögsögu. Þar er um að ræða loðnu,
karfa, grálúðu, úthafskarfa, norsk-ís-
lenska sfld, kolmunna og fleira.
Sama gildir um veiðar á fjarlægum
miðum, svo sem á rækju á Flæm-
ingjagrunni og á þorski, rækju og
öðrum tegundum í Barentshafi.
Hagsmunir íslendinga vegna veiða
úr þessum stofnum eru mjög miklir.
Útflutningsverðmæti afurða úr þeim
nam á árinu 2001 um 30% af heOdar-
útflutningsverðmæti sjávarafurða.
Formaðurinn hefur sagt að hann
hafi tO skamms tíma talið að aðOd ís-
lands að ESB kæmi ekki tO greina
vegna sjávarútvegsins en nú hafi
hann, eftir að hafa kynnt sér málið
rækOega, komist að því öndverða.
Þetta byggi hann á því að hann telji
að við gætum haldið stjórn á fiski-
stofnum sem eru innan lögsögu þrátt
fyrir aöOd. Þetta verður að telja afár
ósennOegt en þó svo væri þá kemur
ekki tO álita aö afhenda ESB samn-
ingsforræði yfir deOistofnum og öðr-
um stofnum utan lögsögu. Það alvar-
lega er að formaðurinn lýsti því yfir
að deOistofnarnir væru ekki vanda-
mál vegna þess að um þá afla hefði
verið samið. Nú ætla ég formannin-
um ekki að fara vísvitandi með rangt
mál, en þaö vekur ugg að hann bygg-
ir það ekki á staðreyndum þegar
hann segist hafa mótað afstööu sína
eftir að hafa kynnt sér málið ræki-
lega. Staðreyndin er sú að ósamið er
um nær alla ofangreinda stofna.
Nefna má að ESB gengur harðast
fram í að skerða hlut íslands í
kolmunna og hefur talið við hæfi að
við fengjum 1-2% af stofninum þegar
við erum að berjast fyrir að ísland fái
yfir 20%.
Með aðOd aö ESB yrði erlendum
aöOum heimOt að eignast meirihluta
í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækum
en nú mega erlendir aðOar ekki eiga
ráðandi hlut í þeim og fjárfestingin
verður að vera óbein. íslenskir út-
vegsmenn eru þeirrar skoðunar að
ekki beri að kvika frá þeirri stefnu
að erlendir aðOar geti ekki eignast
ráðandi hlut i íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Þessi afstaða bygg-
ir einfaldlega á því að með yfirráðum
erlendra aðOa yfir íslenskum sjávar-
útvegi er ljóst að arður íslendinga af
nýtingu sjávarauðlindarinnar verður
minni en eUa. Formaðurinn talar í
greininni um að með aðOd að ESB
gæti aðgangur íslenskra sjávarút-
vegsfyrirtækja að ódýru fjármagni i
formi erlends hlutafjár eflt mögu-
leika sumra þeirra bæði tO útrásar
pg til að byggja sig upp innanlands.
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geta
nú þegar sótt erlent hlutafé ef þau
telja það þjóna hagsmunum sínum en
það er misskilningur hjá formannin-
um að hlutafé sé ódýrt fjármagn og
hvað gefur honum tilefni tO aö æfla
að erlent hlutafé sé ódýrara en inn-
lent? Ég þekki ekki þá hluthafa sem
vOja ekki fá hærri ávöxtun á það fé
sem þeir leggja sem hlutafé í sjávar-
útvegsfyrirtæki en það fé sem þeir
t.d. leggja í banka eða fjárfesta í flest-
öUum öðrum verðbréfum en hlutafé.
Það er engin þverstæða í því að ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki geti sótt
fram erlendis þó hömlur séu á fjár-
festingum erlendra aðOa í þeim og
þótt erlendar fjárfestingar í atvinnu-
rekstri séu í flestum tOvikum já-
kvæðar og jafnvel nauðsynlegar er
það ekki algOt og mörg dæmi eru um
að ríki heimOi þær ekki óheftar.
Öfgalaus og ábyrg umræða
Ég er sammála formanninum um
aö öfgalaus og ábyrg umræða um
Evrópusambandsmál er nauðsyn-
leg tO að íslendingar geti tekið af-
stöðu til Evrópusambandsins. Þar
verður að rúmast pláss fyrir skoð-
anir og rök þeirra sem sjá fleiri
ókosti en kosti en því miður þola
aOt of margir þeirra sem vilja aðild
ekki rök andstæðinganna. Ég skora
á formanninn að koma í heimsókn
til LÍÚ og ræða Evrópusambands-
mál og hvað eina sem lýtur að ís-
lenskum sjávarútvegi. Einhverjum
kynni að þykja það undarlegt að
formaður í næststærsta stjóm-
málaflokki landsins eigi ekki sam-
skipti við fyrirsvarsmenn helsta
útflutningsatvinnuvegs þjóðarinn-
ar tfl að kynna sér málefni hans.
Það kann að vera ástæðan fyrir því
að sjávarútvegsstefna Samfylking-
arinnar miðar að því að rústa ís-
lenskan sjávarútveg sem er einn sá
blómlegasti í heimi.
Ma lækka
skattana
eða ekki?
Líklega hugnast flestum lands-
mönnum vel að skattar séu lækkað-
ir. Ef látið er fylgja með í kaupun-
um að lækkunin skili sér tO aUra
hópa og þjónusta hins opinbera
verði ekki skert í kjölfarið má fuO-
yrða að stuðningurinn nálgist það
að verða algjör.
Stjórnmálamenn hafa margir
hverjir vakið máls á skattalækkun-
um að undanfornu og jafnvel lofað
þeim. Sú óvenjulega staða er hins
vegar uppi að margir hagfræðingar
taka heldur iUa í tillögur pólitíkus-
anna um minni skattheimtu. Þeir
telja að þjóðinni sé hoUast að láta
skattana ganga yfir sig óbreytta
enn um sinn, enda kunni annars
aUt að fara út böndunum í efna-
hagslífmu. Þeir mæla með beisku
þenslumeöali hagfræðinnar: þolin-
mæði.
Þaö sem þau vilja
Forsætisráðherra reið á vaðið á
Viðskiptaþingi Verslunarráðs á
dögunum. „Sterk staða ríkissjóðs-
ins nú og tekjuaukinn sem sannar-
lega mun fylgja hagvextinum gerir
það að verkum að það er engin goð-
gá að huga að breytingum á skött-
um í rétta átt, tO lækkunar en ekki
hækkunar," sagði Davíð Oddsson
og bætti aöspurður við að óhætt
væri að líta á ummælin sem kosn-
ingaloforð.
„Ég tel að það sé svigrúm til að
lækka skatta núna, sérstaklega
tekjuskatt á einstaklingum,“ sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um
þetta útspil Davíðs og bætti við:
„Ég held að það geti líka verið hag-
stjórnaraðgerð til þess að ýta undir
fjárfestingu.“
HaOdór Ásgrímsson rak þungt og
rækilegt smiðshögg á þessa stefnu á
flokksþingi Framsóknarflokksins
með því að mæla með umfangs-
mestu skattalækkunum sem ráðist
hefði verið í um árabil. Hafldór vill
lækka tekjuskattshlutfallið úr
38,55% í 35,20% - sama hlutfall og
það var þegar staðgreiðslukerfið
var innleitt fyrir 15 árum.
Hið beiska meöal
„Ég tel að það sé í raun ekki
ástæða til að kynda undir hagkerf-
inu með skattalækkunum miðað
við efnahagshorfur eins og þær eru
nú,“ segir Ingólfur Bender, hag-
fræðingur á greiningardeild ís-
landsbanka. Ástæðan er, að sögn
Ingólfs, sú að hagvaxtarhorfur fram
undan eru góðar og í því ljósi ekki
ástæða tO að örva hagkerfið.
„Almennt er ég hlynntur skatta-
lækkunum sem aðgerðum tO langs
tíma litið - til framtíðar myndi ég
skrifa undir að skrúfa ætti skattana
eins mikið niður og hægt er og þá á
grundvelli þess að dregið hafi verið
úr umsvifum ríkis og sveitarfélaga
á móti - en ég myndi hins vegar
setja spurningarmerki við þá tíma-
setningu að lækka skatta núna. Það
er betra að ráðast í slíkar aðgerðir
þegar hagkerfið er á leiðinni í nið-
ursveiflu en ekki á leiðinni inn í
hugsanlegt þensluástand líkt og nú
er,“ segir Ingólfur og bætir við:
„Skattalækkanir við núverandi að-
stæður gætu kaflað á hærri vexti
en eUa - hugsanlega meiri verð-
bólgu og ójafnvægi í hagkerfinu."
Viövörun Seölabanka
í nýlegu erindi sagði Ingimundur
Friðriksson seðlabankastjóri að án
skynsamlegrar hagstjórnar væri
líklegt að stóriðju- og virkjanafram-
kvæmdirnar á Austurlandi leiddu
til ofþenslu, mikiUar verðbólgu og
óstöðugleika. Hann vill ekki tjá sig
um einstakar tfllögur stjórnmála-
manna varðandi skattalækkanir en
segir að almennt séð muni fram-
kvæmdirnar fyrir austan reyna á
hagstjómina:
Hver stjómmálamaðurinn
á fœtur öðrum mœlir með
- °§ jafnvel lofar - skatta-
lœkkunum á nœsta kjör-
timabili. Gallinn er sá að
margir hagfrœðingar efast
um ágæti skattalœkkana
að sinni, enda séu þœr
þensluhvetjandi. Biðlund-
in er hið beiska þenslu-
meðal hagfrœðinnar sem
þeir mæla með.
„Best er að saman fari aðhald í
ríkisfjármálum, aðhald í peninga-
málum og gengisaðlögun. Því meira
sem aðhaldið verður í ríkisfjármál-
um þeim mun minni verður þörfin
á að hækka vexti. Ef við ætlum að
komast í gegnum þessa miklu fram-
kvæmd án þess að valda óstöðug-
leika í efnahagslífinu þarf samstiUt-
ar hagstjórnaraðgerðir,“ segir Ingi-
mundur.
Yfirboröshjal úrtölumanna
En aftur að spurningu dagsins: Má
lækka skattana eða ekki? Hvað skyldi
einn einarðasti talsmaður skatta-
lækkana undanfarin ár segja um rök
hagfræðinganna hér á undan?
„Mér finnst þetta algjör þvættingur
enda er þetta ekki spuming um hag-
sveiflur heldur hagskipulag; að
minnka afskipti ríkisins og lækka
skatta almennt," segir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, prófessor í
stjórnmálafræði, og spyr: „Af hverju
ættu peningar í vösum einstaklinga
aö valda meiri þenslu en peningar í
sjóðum ríkisins? Þetta er bara yfir-
borðshjal tfl þes að ragla umræðuna.
Aðalatriðið er að lækka skattana
myndarlega tO þess að örva verð-
mætasköpun tO langs tíma litið. Það
sem gerist í kjölfar skattalækkunar
er að skattsvik minnka og verðmæta-
sköpun einstaklinganna eykst. Skatt-
tekjur ríkisins þurfa því ekki endi-
lega að minnka.
Ég hef engar áhyggjur af því að
þetta hafi þensluhvetjandi áhrif,“ seg-
ir Hannes, „en úrtölumennimir
munu aUtaf finna nýjar ástæður tO að
mótmæla því að menn fái að ráðstafa
sínum sjálfsaflatekjum sjálfir.“
Seint á kjörtímabilinu
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stööumaður Hagfræðistofnunar HÍ,
segir að í því ástandi sem virðist
vera aö skapast samfara mikOli
fjárfestingu og umsvifum megi ætla
að skattalækkanir yrðu þenslu-
hvetjandi. „Ef maður væri hins
vegar á móti skattalækkunum
vegna þensluáhrifa væri maður um
leið að segja að aldrei væri hægt að
lækka skatta og það er aUs ekki það
sem hagfræðin segir okkur.“
Tryggvi segist sammála því að
stefna beri aö skattalækkunum tO
einstaklinga en hins vegar þurfi að
passa tímasetningarnar vel. Og rétt
tímasetning er að hans mati frekar
lok næsta kjörtímabils en upphaf
þess, enda gætu skattalækkanir
hentað til þess að jafna hagsveifl-
una við samdrátt sem hætt er við
að verði þegar stóriðjuframkvæmd-
um lýkur.
Fari stjórnmálamennimir að ráð-
um hagfræðinganna verður því
ekkert af skattalækkunum að sinni.
Þeir gætu hins vegar auðvitað kos-
ið að hlusta frekar á Hannes.
-ÓTG
Heildarskatttekjur sem % af landsframleiðslu
• Bretland
Svíþjóö
Noregur
ísland
Þýskaland
' Danmörk