Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 10
10 Fréttir MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 DV 5iini: 544 455B Dalvegur 16a • 201 Kópavogur • Pósthólf 564 • Sími: 544 4656 Fax: 544 4657 • Netfang: mhg@mhg.is 5NJDKEÐJUR Fyrir flestar gerðir vinnuvéla og vörubifreiða ® TOYOTA Rafdrifnir handlyftarar Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, golfvörur, heiisa, hesta- mennska, Ijósmyndun, líkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útiiegubúnaður... tómstundir 550 5000 BÓNUSVÍDEÓ ÞARFASTI ÞJÓNNINN! Dalvegur 6-8 ■ 200 Kópavogur ■ Simi 535 3500 ■ Fax 535 3501 arnisi@kraftvelar.is ■ www.kraftvelar.is y KRAFTVtLAR Lyftigeta 1,3 - 2,4 tonn Csð *»*..*»* Ástandiö er ekki eins slæmt og margir halda: Útlitið er verra - segir umhverfisráöherra Breta um loftslagsbreytingar af mannavöldum Mannskæö flóö sem valda miklu eignatjóni aukast mjög víöa um heim. í Indónesíu eru bæöi flóö og þurrkar sem gera lífsbaráttuna erfiöari. Flóöin í Evrópu eyöileggja aldagömul mannvirki sem aldrei hafa áöur skemmst af vatni. Margt er öfugsnúið í veröldinni. En útlitið er ekki eins slæmt og margir halda, það er verra. Hitun andrúmsloftsins er hægt og rólega, en stöðugt, að breyta yfirbragði og náttúru jarðarinnar. Þetta er ekki heimsendaspá ein- hverra bölsýnna sérvitringa, heldur opinber skoðun umhverfismálaráð- herra Stóra-Bretlands, Michaels Meacher, sem hann útlistaði í fyrir- lestri í háskólanum í Newcastle um miðjan febrúar. Hann lýsti því í stór- imi dráttum hvemig mennimir em að umbreyta þeim eðlisþáttum nátt- úra jarðarinnar sem gera hana líf- vænlega. Manninum er likt við veira sem ræðst á jarðarlíkamann og er þannig sjálfur sjúkdómsvaldurinn og mun deyja með því lifríki sem hann nærist á og lifir í. Ráðherrann minnir á að risaeðl- umar hafi ráðið jörðinni í 160 miiljón ár. Maðurinn hefur ekki gengið um nema í 250 þúsund ár og verður ekki annað séð en dagar hans verði brátt taldir ef engin breyting verður á því ferli sem hann hefur komið af stað og hefur takmarkaðan vilja til að stöðva. Aðeins fyrstu stig þróunar sem maðurinn hefur komið af stað era að koma í ljós. Koltvísýringurinn i and- rúmsloftinu er orðinn meiri en hann hefur verið í að minnsta kosti hálfa milljón ára. Spáð er að meðalhitinn hækki um 5,8 stig á nýbyrjaðri öld, sem er 10 sinnum meira en á öldinni sem leið en lofthitinn hækkaði þá um 0,6 stig. Hitabreytingamar eru ekki jafnar um allan heim, mestar á og við heimskautin. Breytingamar era auðsæjar. í Kína urðu alvarleg flóð á 20 ára fresti. Nú verða skaðræðisflóð á 9 árum af hverjum 10. Fjöldi fólks sem hefur orðið fyrir skaða vegna flóða hefur hækkað úr 7 milljónum 1960 í 150 milljónir. 1998 lágu tveir þriðju hlutar Bangladess undir vatni mán- uðum saman þar sem 30 milljónir manna urðu fyrir miklum búsifjum. Flóðin eru aðeins upphafið. Felli- byljir og skýstrókar hafa þrítugfald- ast á undanfómum þrem áratugum. Höfm hitna stöðugt og í þau safnast metan í æ ríkara mæli og flýtir fyrir varmamyndun. Sjávarborð hækkar og lönd eins og Bangladess, Kína og Egyptaland verða óbyggileg að stór- um hluta. Miklar breytingar á veðurfari hafa í fór með sér flóð og þurrka og þegar farið er að ofbjóða náttúruöflunum og breyta þeim er enginn mannlegur máttur sem getur snúið þróun nátt- úraaflanna við og fært þau í lífvæn- legt horf á ný. Á síðustu 540 milljón árum hafa orðið stökkbreytingar á jarðarlíkam- anum sem ollu miklum breytingum á lífríkinu. í einu tilvikinu var 96% af tegundum sem þá lifðu útrýmt. Ham- farimar vora af völdum smástima sem lentu á jörðinni og ísaldir skullu á með miklum hraða og urðu nánast stökkbreytingar á náttúrunni. En núna er það í fyrsta sinn sem ein af lifandi tegundum móður jarðar sem er lífríki sínu hættuleg. Ástandið er orðið þannig að aukn- ing koltvísýrings af mannavöldum er helmingi meiri en kemur úr öllum eldijöllum samanlagt og umbylting og eyðing á jarðvegi er meiri en sem svarar öllum framburði fljóta. Nátt- úrlegt jafnvægi er rofið og eyð- ingaröflin leika lausum hala. Metan safnast fyrir á botni grunnra hafa Á síðustu 540 milljón árum hafa orðið stökk- breytingar á jarðarlík- amanum sem ollu mikl- um breytingum á lífrík- inu. í einu tilvikinu var 96% af tegundum sem þá lifðu útrýmt. Hamfar- imar voru af völdum smástirna sem lentu á jörðinni og ísaldir skullu á með miklum hraða og urðu nánast stökkbreyt- ingar á náttúrunni. En núna er það í fyrsta sinn sem ein af lifandi tegund- um móður jarðar er líf- ríki sínu hættuleg. Veðrið Hvirfilvindar og fellibyljir eru nú tíöari en áöur i manna minnum. heimskautanna og ef sjávarhitinn hækkar örlítið þar getur það hraðað mjög hitabreytingum sem kölluð era gróðurhúsaáhrif. Einlitar niðurstöður 6 ára þurrkatímabil hefur sviðið uppskeruna í Afganistan og akrar og ekrur við Miðjarðarhaf skrælna og maísinn í suðausturhluta Bandaríkj- anna bakast í óvæginni sól. Það er álit bandarískra vísindamanna að sömu orsakavaldar séu að baki þess- um sviptingum í náttúrunni. Margt bendir til að upphafsins sé að leita á hitabeltissvæði Kyrrahafs- ins. Kaldur sjór austur af lengd- argráðunni sem markar upphaf og endi sólarhringsins og hitnandi sjór þar austur af og í Indlandshafi breyt- ir veðurlaginu og veldur heiðum himni og sviðinni jörð á norðurhveli á áranum 1998 til 2002. Hitnun andrúmsloftsins með til- heyrandi efnahagsþrengingum vegna þurrka, flóða, hríðabylja, fellibylja og skýstróka undangenginn áratug veld- ur vísindamönnum áhyggjum og þeir reyna eftir megni að komast að raun- særri niðurstöðu um hvað liggur að baki og veldur þessum ósköpum. Sérfræðingar við bandarísku haf- og lofthjúpsstofnunina skrifuðu ný- lega grein í tímaritið Science þar sem þeir gera tilraun til að útskýra hvað veldur hinum miklu þurrkum sem hrjá umtalsverðan hluta heimsbyggð- arinnar. Vísindamennimir telja miklar líkur á að gróðurhúsaáhrif- ineigi sök á veðurfarsbreytingum sem nú eiga sér greinilega stað. Flestir sérfræðingar, sem um mál- in fjalla, keyra saman í tölvu breyt- ingar á veðrinu sem orðið hafa á þekktum tíma og hvemig það er nú og hvemig veðurfarið verður í fram- tíðinni. Með þessu móti komast þeir að því hvemig sól, sjór og vindur mynda sameiginlega það umhverfi sem lífríki jarðar þrífst í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.