Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 24
48
t
Tilvera
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003
I>V
Soprano-fjölskyldan mætir til leiks í sjónvarpinu
Fjármálin
plaga Tony
- „íslenskar flugfreyjur" í þættinurrt kvöld
Margar eftirminnilegar persón-
ur hafa orðið til i vinsælum sjón-
varpsseríum, persónur sem hafa
lifað lengur en sjónvarpsseríurnar
sjálfar. Má þar nefna Archie
Bunker, Lucy Ricardo, Theo
Kojak, svo einhverjar séu nefndar,
persónur sem löngu eru horfnar af
skjánum en lifa enn góðu lífi í
hugum fólks. Svo eru aðrar, eins
og Frasier Crane, sem örugglega
eiga eftir að lifa lengi í minnum
fólks, löngu eftir að sjónvarpið
hefur hætt að sýna þættina. Ein
slík persóna er Tony Soprano, höf-
uð Soprano-ættarinnar. Tony
Soprano er persóna sem nær langt
út fyrir seríuna og er vitnað í
hann í tíma og ótíma og oftar en
ekki er þessi eða hinn sagður líkj-
ast Tony Soprano.
Sjónvarpsserían The Sopranos,
sem sýningar hefjast á í kvöld, er sú
fjórða í röðinni og hefur ekki notiö
minni vinsælda í Bandaríkjunum
en fyrri seríur og það er ekkert í
kortunum sem segir okkur að serí-
an eigi ekki lengra líf fyrir höndum.
Það sem greinir Soprano-fjölskyld-
una frá öðrum fjölskyldum sem við
fylgjumst með í sjónvarpsþáttum er
að hún er mafiuíjölskylda.
I upphafi þáttaraðarinnar fór
Tony til sálfræðings og hefur haldið
því áfram síðan. Hefur mikið gengið
á í samskiptum þeirra en sú sem
leikur sálfræöinginn er Loraine
Bracco og var í upphafi þekktasti
leikarinn í seríunni. Frammistaða
James Gandolfmi hefur aftur á móti
gert hann að stórstjörnu í kvik-
myndum og getur hann valið um
hlutverk þegar hann á frí frá
Soprano.
Þó við séum að fylgjast með
mafiufjölskyldu þá eru vandamálin
sem Tony á við að etja sum hver
býsna hversdagsleg, samanber ung-
lingaveiki dóttur og sonar. Önnur
vandamál eru ekki eins hversdags-
leg því eins og góðum mafíuforingja
sæmir er Tony auðvitað reglulega
með alríkislögregluna á eftir sér,
auk þess sem afbrýði gætir innan
fjölskyldunnar og þar leggja menn
jafnvel á ráðin um að myrða hver
annan.
Nú er sem sagt komið að því sem
margir hafa beðið eftir. Ný sería
hefst í sjónvarpinu í kvöld og má ör-
ugglega gera ráð fyrir að fleiri en
aðdáendur Tonys Sopranos setjist
fyrir framan sjónvarpið þar sem í
ljós kom þegar þessi fyrsti þáttur
var sýndur í Bandaríkjunum í haust
að íslenskar flugfreyjur komu við
sögu og þótti mörgum það ekki góð
auglýsing fyrir land og þjóð. Nú geta
íslenskir áhorfendur fengið að sjá
hvað íslenskar fegurðardísir voru
að þvælast með mafíósagenginu
hans Tonys. En annars eru það
áhyggjur af flármálum sem plaga
Tony og hans nánustu og setja mest-
an svip á þáttinn. -HK
Gandolfini ásamt Juliu Roberts
Léku saman í The Mexican.
James
Gandolfini
James Gandolfini fæddist í New
Jersey árið 1961 og ólst þar upp.
Áður fyrr vann hann á börum á Man-
hattan, auk þess sem hann reyndi
fyrir sér í leiklistinni. í raunveru-
leikanum er Gandolfini ólíkur
Sopranos og vinir hans segja að ekki
sé tO meira gæðablóð. Sjálfur segist
hann vera ein taugahrúga: „Ég er í
raun 200 punda Woody AOen.“
Hvað sem því líður þá er hann vin-
sælasti mafiósinn í sjónvarpinu þeg-
ar hann bregður sér í hlutverk Tonys
Sopranos. Hann er ekki hrifinn af að
ræða við blaöamenn og sagöi við
einn slíkan: „Ég skO ekkert í því að
þið skulið hafa áhuga á að tala við
mig. Ég tel mig vera ósköp venjuleg-
an mann sem fer í vinnu á morgnana
og kemur heim á kvöldin. Þegar ég
svo heyri mig segja eitthvað í sjón-
varpinu eða sé eftir mér haft eitt-
hvaö í blöðum þá kemur í ljós hversu
lítt áhugaverð persóna ég er.“
James Gandolfini fékk eldskírn á
Broadway í leikritinu Sporvagninn
girnd árið 1992 og í kvikmyndinni
True Romance árið 1993. Hann hefur
þegar leikið í tuttugu kvikmyndum
og verða hlutverkin stærri og stærri.
„Persónurnar sem ég leik eru oft
áhugaverðar en ég er það ekki. Ég er
aðeins heppinn leikari þegar tekið er
tOlit tO þess hvernig ég lít út.“ í frí-
stundum leikur Gandolfini á trompet
og saxófón. -HK
Útivinna
isumar!
Leiöbeinendastörf með hressu, ungu fólki
Viljum ráða leiðbeinendur í sumarstörf.
Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörin fyrir þá sem kraftur
er í og kjósa útiveru og skemmtilegan félagsskap.
Væntanlegir leiðbeinendur sækja námskeið
í upphafi ráðningartímans, t.d. í stjórnun,
vinnu með unglingum, ýmsum öryggismálum
og verklegum störfum.
Athugið að margvísleg reynsla og þekking
fæst með þessum störfum, sem nýtist fólki vel,
þegar horft er til framtíðar.
Umsóknir og upplýsingar eru á
heimasíðu skólans: www.vinnuskoli.is
Nánari upplýsingar um sumarstörf í síma 563 2750
VINNUSKÓLI
REYKJAVÍKUR
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
Skúlagötu 19 »101 Reykjavík
Sími 563 2700 • Fax 563 2710
Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is
Veffang: www.vinnuskoli.is
mm
live From Baghdad
★★★ Vstr/
Stríð í beinni
Persaflóastríð gerði
CNN að stórri sjón-
varpsstöð. Fréttamenn-
imir á vegum hennar í
Bagdad voru þeir einu
sem höfðu aðgang að
símkerfi og gátu útvarp-
að og sjónvarpað beint
| ffá árás Bandaríkjanna. AOir sem
höfðu tækifæri tO að fylgjast með
CNN þessa nótt gleyma ekki Peter
Amett, Bemhard Shaw og John HoU-
iman sem greindu frá atburðum, lok-
aðir inni á hótelherbergi.
Þetta er hápunktur Live From Bag-
hdad, sem byggð er á bók eftir Robert
Wiener, en hann var stjómandi CNN-
liðsins sem var í Bagdad og sá sem
CNN má þakka fyrir að hafa verið
með þessa yfirburði yfir aðrar frétta-
stöðvar. Wiener hafði vingast við
| upplýsingaráðherra Saddams, Naji, og
verið svOcinn um viðtal við Saddam
og sendur hálfgerða fyluferð tO
Kúveits. TO að jafna sakimar fékk
Naji honum símtæki sem kom sér
síðan vel, nóttina þegar fyrstu árás-
imar vora gerðar. Það var svo tekið
| af honum daginn eftir.
í myndinni fylgjumst við með Wi-
ener og hans liði síðustu dagana fyrir
stríð og fáum skýringar á ýmsu for-
vitnUegu í sambandi við þessa ffægu
útsendingu. Michael Keaton leikur
Wiener af miklum krafti og er sérlega
góður samleikur hans og Helen Bon-
ham Carter sem leikur útsendingar-
stjóra hans. Fyrir aUa þá sem hafa
gaman að myndum um störf ffétta-
manna á hættuslóðum er Live From
Baghdad gullmoli og fer í flokk með
gæðamyndum á borð við The Year of
Living Dangerously, Under Fire og
Welcome To Sarajevo. Eini gaUinn er
að ég hefði vUjað fá meiri úttekt á
Peter Amett sem elskar stríð. Hann
kemur seint tO sögunnar og er sú per-
sóna sem er hvað áhugaverðust. -HK
Útgefandi: Skífan. Gefin út á myndbandi. Leik-
stjóri: Mick Jackson. Bandarlkin, 2002. Lengd:
112 mln. Bönnuð börnum innan 12 ára. Leikar-
an Michael Keaton, Helen Bonham Carter, Lili
Taylor og David Suchet
Scorched
★i
Bankaran
Hganga nægUega vel upp.
Og þegar svartar kómed-
íur hætta að vera fyndn-
ar þá er stutt í stórslys-
in. Leikstjóra Scorched,
Gavin Grazer, tekst að sigla mUli skers
og bára og þó að fyndnin í myndinni
hefði átt að vera markvissari þá tekst
sæmOega að tengja saman hina mörgu
þrreði sem myndin hefúr.
Scorched gerist í smábæ í miðri
eyðimörk, hvar hef ég ekki hugmynd
um, en örugglega ekki langt frá Las
Vegas þar sem tvær persónur myndar-
innar fara í helgarferð þangað. Persón-
umar sem við fylgjumst með era öU
starfsmenn bankans í bænum. Þrír
starfsmenn sem hafa öU á mismunandi
hátt farið iUa út úr samskiptum við
bankastjórann, beint eða óbeint. ÖU
hafa þau aðgang að hirslum bankans
og hyggja á rán sitt í hveiju lagi og öU
ræna þau bankann sömu nóttina án
þess að verða vör hvert við annað.
Jaihffamt sögunni af bankaránunum
fáum við innsýn í persónulegt líf
þeima sem er æði skraudegt.
Woody Harrelson og John Cleese er
finir gamanleikarar þegar þeir era
með réttu setningamar. Hér er hvor-
ugur þeirra fyndinn. Það er meira púð-
ur í minna þekktum leikurum þó segja
megi að leikarahópurinn upp tO hópa
hafi ekki erindi sem erfiði. -HK
Útgefandi: Skifan. Gefin út á myndbandi. Leik-
stjóri: Gavin Grazer. Bandarikin, 2002. Lengd:
95 mln. Leyfö öllum aldurshópum. Leikarar
Alicia Silverstone, Woody Harrelson, Rachel
Leigh Cook og John Cleese.