Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Page 27
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 DV __________51 *», Heimurinn Lenging getnaöarlima vinsælasta lýtaaðgerðin Typpastækkun Meira en þriöjungur af þeim sem fóru í lýtaaögerðir áriö 2002 voru karlmenn. Vinsælasta aögeröin meöal þeirra var stækkun getnaöarlimsins. Meira en þriðjungur þeirra sem fóru í lýtaaðgerðir árið 2002 voru karlmenn. Vinsælasta aðgerðin á þeim var stækkun getnaðarlims- ins. The Harley Medical Group hef- ur kynnt skýrslur fyrir árið 2002 sem sýna vinsælustu aðgerðimar á skurðstofum þeirra í Bretlandi. Þessar tölur sýndu að 35% þeirra sem komu í aðgerðir þetta árið voru karlmenn.Þeir voru flestir á aldrinum 22 til 37 ára. Fimm algengustu aðgerðir karl- manna voru stækkun getnaðar- limsins, nefaðgerðir, varasnyrt- ingar, eyrnalagfæringar og að lok- um lagfæringar á húðvefjum. Hjá konum voru helstu aðgerðir innsetning silíkons í varir sem oftast héldust hönd í hönd við brjóstastækkanir sem voru næstalgengustu aðgerðirnar. Með- alaldurinn var 22 til 45 ár. Þriðja vinsælasta aðgerðin var háreyðing á hinum ýmsu stöðum, s.s. baki, hálsi og innlærum og þar á eftir komu húðveíjalagfæringar og að lokum nefaðgerðir. Fyrirtækið sagði frá því að fyrstu sex vikumar á þessu ári heföi aðsóknin í hinar ýmsu lýta- aðgerðir aukist um 26% miðað við síðasta ár. Louise Braham, yfir- maður the Harley Medical Group, sagði að ein aðalástæðan fyrir þessum tölum væri sú að þessar aðgerðir væru orðnar auðveldari og fólk hefði hvorki trú né áhuga á einhverjum öðrum læknisað- ferðum. Hún sagði að það væri ný kynslóð breskra karlmanna sem hefði mikinn áhuga á þessum að- gerðum. Hún vildi einnig meina að mik- il aðsókn í lagfæringar á húðvefj- um og fitukirtlum væri vegna þess að þetta væru ekki skurðað- gerðir heldur unnið á annan máta. Hún bætti því við að margir greiddu þessar að- gerðir með greiðslukortum. „Með því að gera það er fólk að setja aðgerðimar á raðgreiðslur þannig að hug- myndir um rán- dýrar lýtaaðgerir er að hverfa,“ sagði Braham Samkvæmt upplýsingum frá kredidkortafyrirtækjum eyddu Bretar um 401 miUjón punda í fegrunaraðgerðir á síðasta ári -gfv Risaskjaldbakan hverfur innan 30 ára Leöurskjaldbakan Stærsta skjaldbaka í heimi mun líklega deyja út á næstu áratugum ef ekki veröur brugöist fljótt viö. Leðurskjaldbakan, stærsta skjaldbaka í heimi, mun líklega deyja út á næstu áratugum ef ekki verður brugðist fljótt við. Þetta kom fram í máli nokkurra vís- indamanna á ráðstefnu American Association fyrir Advancement of Science í Denver. „Við höfum rannsakað málið og reiknum með að skjaldbökurnar deyi út á næstu 10 til 30 árum,“ segir Larry Crowder frá Duke University í N-Karólínu. Vísinda- menn segja að aðeins ný alþjóðlög um veiðiaðferðir muni bjarga þessari tegimd. Leðurskjaldbakan er mjög sér- stakt fyrirbæri. Hún verður allt að þriggja metra löng og eins og nafn- ið gefur til kynna er hún hulin leðurhúð. Hún getur kafað á allt að kílómetra dýpi í leit að mat. Ein af ástæðunum fyrir því að tegundin er í útrýmingarhættu er sú að egg hennar eru tínd, í litlu magni þó. Aðalástæðan er þó fyrst og fremst túnfisks- og sverð- fisksveiðar. Þær ógna tegundinni mest. „Þessari tegund hefur fækkað um 90% síðustu 20 árin. Ein helsta ástæðan er sú að hún veiðist með túnfiski og sverðfiski. Þetta er þó ekki vilj- andi gert heldur flækist hún fýrir þeim önglum og línum sem menn nota til að veiða annan fisk á svipuðu dýpi,“ segir Crowder í viðtali við BBC. „Sumir bátar draga allt að 60 kílómetra línur á eftir sér og þúsundir öngla meö.“ Crowder vill meina að það séu daglega um 4 milljónir öngla í hafínu í túnfisks- og sverðfisksveiðum. Skjaldbakan bítur á agnið eða festist í línun- um. „Það er ekki nóg að setja reglur á einhveijum einum stað. Þessar skjaldbökur ferðast um á bilinu 50° suður og allt að 50° í norður. Þannig reyna þær að hafa nægt æti og bjarga sér svona. Það verð- ur þó erfitt með þessum veiðiað- ferðum.“ Crowder segir að það sé margt sem hægt sé að gera til að koma í veg fýrir útrýmingu tegundarinn- ar. í fyrsta lagi væri hægt að breyta laginu á önglunum og krókunum sem notaðir eru við veiðamar. Það hefur verið sannað að samt mundi veiðast jafnmikið af túnfiski og sverðfiski. Crowder og starfsmenn hans munu á næst- unni beita sér fyrir því að fá þess- um lögum breytt þannig að teg- undinni verði bjargað. „Þessi tegund hefur verið til sl. 100 milljón ár. Þær lifðu af risa- eðlutímabilið en eru í vandræðum með að lifa af okkar tíma,“ segir Crowder. -gfv María mey grætur Mikill íjöldi manna hefur lagt leið sína í Patherghata-kirkjuna í borg- inni Chittagong í Bangladess til að sjá tár renna niður kinnamar á styttu af Maríu mey. Styttan var flutt til Bangladess frá Italíu árið 1928 og hefúr verið geymd í gler- kassa í kirkjunni siðan þá. Maria væluskjóða Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn telja sig hafa séö Maríu gráta. Margsinnis hafa fregnir borist af því að tár hafi falliö niöur kinnar Maríu, bæöi á málverkum og styttum. Fréttir af þessu bárust út eftir að vörður sagöi frá því að hann hefði séð tár falla af marmara- styttunni af Maríu. Þeg- ar gráturinn spurðist út tók mikill fjöldi fólks að safnast saman við styttuna til að verða vitni aö kraftaverk- inu. Lögregl- an á svæð- inu hefúr þurft aö stjóma og skipuleggja umferðina í kringum kirkjuna. Biskup kirkjunnar hefur krafist þess að rannsókn fari fram og hann hefur átt fundi með öðrum yfir- mönnum kirkjunnar til að komast til botns í þessu máli. Saroj Kanti Sinha Hazari, prófessor í efnafræði í Chittagong University, er ekki eins sannfærður um „kraftaverkið". Hann sagði svo frá í Bangladesh Independent: „Það á ekki við nein vísindaleg rök að styðjast að vatn skuli renna niður marmarastyttu. Sumt fólk í landi okkar hefur samt kosið að trúa á slík kraftaverk.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn telja sig hafa séð Maríu gráta. Margsinnis hafa fregnir borist af þvi að tár hafi fallið niður kinnar Mar- íu, bæði á málverkum og styttum. Talsmaður kirkjunnar er þess fullviss að þetta sé rétt og að María mey sé að gráta til að minna fólk á að biðja lyrir friöi í baráttuheimi. -gfv Maður gengur fyrir sólarorku Orkugjafi Meö því aö nota sólar- orku lag- ast geö- heils- an, lík- aminn veröur hraust- ari, and- inn frísk- ari og lífiö veröur mun hamingjusamara og friösælla. Indverji nokkur fullyrðir að hann hafi ekki borðað almennileg- an mat frá árinu 1995 og hann fái alla sína orku frá sólinni. Hira Ratan Manek (65 ára) frá Kalicut í Kerala segist hafa yfir- unnið himgrið með því að með- taka sólarorku í gegnum augun. Hann trúir því að fólk geti með- tekið þessa orku og þar með breytt orkuþörf líkamans. Þetta er gert meö því að stara á sólina fyrsta klukkutímann við sólarupprás á morgnana eða síðasta klukkutím- ann við sólsetur. Maður þarf þó að standa berfættur á jörðinni til að þetta virki. „Eftir nokkurra daga æfmgu muntu finna orkuna koma inn í líkamann í gegnum augun. Með því að meðtaka sólargeislana í gegnum augun nær maður að hlaöa heilann þannig að hann gef- ur frá sér alla þá orku sem þörf er á,“ segir Manek. Manek, sem er vélfræðingur, gekkst undir 411 daga fóstu frá og með 1. janúar árið 2000. Þetta gerði hann undir eftirliti lækna í Ahmedabad. Fyrir það hafði hann lifað án matar í 211 daga. Það er skrásett og skýrt frá að hann hafi ekki borðað almennilegan mat frá 1995. „Með því að nota sólarorku lag- ast geðheilsan, líkaminn verður hraustari, andinn frískari og lífið verður mun hamingjusamara og friðsælla," sagði Manak í viðtali við Asian Age. „Hungrið hverfur alveg, líkaminn bjargar sér sjálfur og þetta er miklu betra.“ -gfv Stærsta kirkja í heimi Yamoussoukro-basilíkan Krossinn er hæsti punktur hvelfingarinnar, í eitt hundraö sextíu og átta metra hæö og teygir sig nærguöi en hæsti punktur Péturskirkjunnar. Þrjú hundruö þúsund manns geta safnast fyrir á torginu fyrir framan kirkjuna. Yamoussoukro-basilíkan á Fíla- beinsströndinni í Vestur-Afríku er stærsta kirkja í heimi, næst á eft- ir henni er Péturskirkjan í Róm. Risabasilíkan er í nokkurra kíló- metra fjarlægð frá þorpinu Yamo- ussoukro sem hefur verið höfuð- borg landsins frá árinu 1983 en öll stjómsýsla fer fram í Abidjan sem var höfuðborg fyrir þann tíma. Basilika er kirkja með sérstök réttindi og ákveðinn byggingar- stil. Framkvæmdir við Basilique de Notre Dame de la Paix, eins og basilíkan er oftast nefiid, hófust í september 1986 og þeim lauk í jan- úar 1990. Bygging guðshússins fór fram með mikilli leynd þrátt fyrir að fimmtán hundruð menn ynnu við hana á vöktum frá því klukk- an sjö á morgnana til klukkan tvö á nóttunni. Taliö er að kostnaður við basilíkuna hafi verið um eitt hundrað og fimmtíu milljón doll- arar (um einn og hálfur milljarð- ur) en meðaltekjur íbúa á Fíla- beinsströndinni eru í kringum hundraö tuttugu og fjögur þúsund krónur á ári og bygging hennar setti landið á hausinn margar ald- ir fram í tímann. Bygging kirkj- unnar er enn eitt dæmið um mannlega heimsku þar sem þjóð- höfðingi ákveður að reisa sér minnisvarða á meðan almenning- ur í landinu sveltur heilu hungri. Tæplega sjötíu prósent íbúa lifa af landbúnaði en helstu útflutnings- vörur eru kaffi- og kakóbaunir og pálmaolía. íbúar Fílabeinsstrand- arinnar eru rétt tæplega sautján milljónir, af þeim eru milli 20 og 30% kristin, 35 til 40% múslímar og restin anda- eða fjölgyðistrúar. Langstærstur hluti erlends vinnu- afls í landinu er múslímar eða um sjötíu prósent. Sementið sem fór í kirkjuna jafhgildir allri steypu sem Frakk- ar nota á einu ári. Basilíkan tekur sjö þúsund manns í sæti og hvert sæti fyrir sig er með loftkælingu, ef allir gestir standa komast tólf þúsimd manns til messu. Torgið framan við kirkjima er lagt ítölsk- um marmara og tekur rúm- lega þrjú hundruð þús- und manns en ólíklegt er að svo margir safhist saman á torginu í bráð. Þar sem hvelfing basilíkunnar gnæfir yfir gresjuna er hún ' lítið eitt lægri en hvelfing Pét- urskirkjunnar í Róm en efst á hvelfmgunni er feiknastór kross úr gulli. Krossinn er hæsti punktur hvelfingarinnar, í eitt hundrað sextíu og átta metra hæð og teygir sig nær guði en hæsti punktur Péturskirkjunnar. í kirkjunni eru þrjátíu og sex steindir gluggar og hver um sig er þrjátíu metra hár. Houphouete, þjóðhöfðingi Fíla- beinsstrandarinnar í þrjátíu ár, f sagðist hafa ákveðið að láta reisa kirkjuna eftir að hann gerði samn- ing við guð. „Guð talaði til mín og það er ekki hægt að ætlast til að ég gefi upp innihald samnings- ins.“ Vopnaðir verðir gæta kirkjimn- ar og enginn fær aðgang að henni nema í sparifötunum. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.