Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 DV Fréttir Stórframkvæmdir fiugáhugamanna undir Fljótshlíð: Sumarhúsabyggð skipulögð við Múlakot DV-MYND JÓN PÁLL ÁSGEIRSSON Dreginn til hafnar Hrafn GK-111 dreginn til hafnar Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaöur á varöskipinu Tý, tók þessa mynd af Hrafni GK-111 er skipiö kom til Hafnarfjaröar á föstudag - búið að teikna lóðir fyrir um 70 sumarhús Búið er að skipuleggja mikla sumarhúsabyggð í landi Múlakots undir Fljótshlíð og hefur deiliskipulag nú verið sent til meðferðar hjá sveitarstjórn í Rangárþingi eystra. Gert er ráð fyrir að skipulagið verði auglýst á næstu dögum. Flugvöllur er í Múlakoti sem mikið hefur verið notaður af flug- áhugamönnum undanfarin ár og þar hafa verið haldnar hátíðir á hverju sumri síðan 1984. Er Múla- kot m.a. frægt fyrir það að þetta er ein fyrsta jöröin sem flugvél lenti á hér á landi. Þar var á ferð Agn- ar Kofoed-Hansen sem hélt mikilli tryggð við staðinn eftir þaö. Árni Guðmundsson, bóndi í Múlakoti, gerði þar síðan flugvöll. Til að af- stýra því að flugvöllurinn legðist af þegar jörðin var seld keypti hópur flugáhugamanna Múlakot, en félagið heitir Múlakot 1 Fljóts- MYND PÉTUR JÓNSSON LANDSLAGSARKITEKT Múiakot, paradís flugáhugamanna Svona mun landiö væntanlega líta út ef hugmyndir flugáhugamanna veröa aö veruleika. Stórmót Hróksíns 2003 Shirov efstur Umsjón Sævar Bjamason Það er fjör og gaman á Kjar- valsstöðum þessa dagana, snjall- ir leikir og afleikir leiknir í gríð og erg og mikil skákhátíð. Nú fer hver að verða síðastur að drífa sig, umferðunum sem eftir eru fækkar með degi hverjum! Alexei Shirov er orðinn einn efstur eftir umferðir helgarinnar á Hróksmótinu á Kjarvalsstöð- um. Hann vann báðar skákir sín- ar, fyrst gegn Helga Áss og síðan Stefáni Kristjánssyni. Varla lætur hann sér nægja að leggja íslend- inga, í dag á Shirov að tefla með hvítu gegn Viktor Kortsnoj. Kortsnoj tapaði fyrri helgar- skák sinni gegn Macieja á tíma. Staðan var eyðilögð hjá þeim gamla en hann lagði síðan Ad- ams, sem er stigahæstur kepp- enda, þannig að allt getur gerst ennþá. Staðan er þessi í 5. um- ferð: 1. Shirov 4 v. 2.-3. Macieja og Sokolov 3,5 v. 4.-5. Adams og Kortsnoj 3 v. 6. McShane 2,5 v. 7. Hannes 2 v. 8.-9. Helgi Áss og Bacrot 1,5 v. 10. Stefán 0,5 v. Fjórar umferðir eru eftir af mótinu en íslensku keppendun- um hefur ekki gengið sem skyldi. Þó er staða þeirra í mót- inu í samræmi viö hin alræmdu Elo-stig. Stefán var þó nálægt því í síðustu viku að leggja Kortsnoj sem er rúmlega hálfri öld eldri og reyndari. Hvítt: Viktor Kortsnoj (2642). Svart: Michael Adams (2734). Drottningar-indversk vörn. Hróksmótið Kjarvalsstöðum (5), 22.02.2003. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Ba6 5. e3 d5 6. Rbd2 Be7 7. b3 0-0 8. Bb2 c5 9. Bd3 cxd4 10. exd4 Rc6 11. 0-0 Hc8 12. Hel He8 13. Hcl Bb7 14. Rfl BfB 15. Rg3 g6 Kortsnoj hefur valið gamla en trausta uppbyggingu í byrjuninni.. En hér tekur hann af skarið og flækir taflið með þekktu þema í miðtaflinu. 16. c5 a5 17. Bb5 Bh6 18. Hbl Rd7 Baráttan kemur nú til með að einkennast af frípeðum hvíts á drottningarvæng og frípeðum svarts á miðborðinu. 19. Bcl! Bg7 20. b4 axb4 21. axb4 Ra7 22. Ba4 h6 23. Dd3 bxc5 Og nú getur Viktor drepið meö b peði á c5 vegna klaufalegrar uppstill- ingar Englendingsins. 24. bxc5 Bc6 25. Bc2 Hb8 26. Bf4 Hxbl 27. Hxbl Da5 Hér er staöan við- kvæm og spurningin hvort svartur hefði átt að sprengja upp stöðuna með 27. e5 eða 27. Hc8 og undirbúa sömu sprengingu. 28. h4 Bb5 29. De3 Rf6 30. Dcl Dc3 Drottningarflan er sjaldan tii fagnaðar segja menn en það má reyna stundum. 31. Hb3 Dc4? 32. Db2 Ba4. ; SílHÍI; é I A 4 A 1 14 1 ii mmm 9/ / a jí m A A foth Jl a aB wi m : En nú getur hvítur með snjöll- um leik unnið drottninguna. Og eftir að 40 lekjunum er náð gefst tími til að gefast upp. 33. Rd2 Bxb3 34. Rxc4 dxc4 35. Bxb3 cxb3 36. Dxb3 Rd5 37. Da4 Hd8 38. Bxh6 Bxh6 39. Dxa7 Bg7 40. c6 Hc8 41. Re4 1-0 hlíð ehf. Þeirra fyrirætlanir eru að gera Múlakot og næsta ná- grenni flugvallarins að útivistar- paradís fyrir flugáhugafólk. Um sjötíu bústaðir Jörðin liggur á mjórri ræmu upp með veginum frá Stóra-Dímon við Markarfljót og upp að Fljóts- hlíðinni. Hún nær einnig að Múla- koti 1, þar sem Skógræktin á um 23 hektara þar sem er að finna eina af fyrstu gróðrarstöðvum á íslandi. Þá nær landið sem flug- mennirnir keyptu einnig upp Fljótshlíðina sjálfa og töluvert inn á vel gróna heiðina þar fyrir ofan sem nær þó upp í um 360 metra hæð yfir sjó. Pétur Jónsson landslagsarkitekt hefur unnið að skipulagi svæðis- ins. „Það er búið að hanna þyrp- ingar eða eins konar hverfi sum- arhúsa á leirunum undir Fljóts- hlíðinni. Ein þyrpingin, með um 23 lóðum, verður þar sem við köll- um Heimatún, við gamla bæinn í Múlakoti. Önnur þyrping með 24 lóðum kemur neðan við flugvöll- inn. Þá kemur enn ein svipuð þyrping neðar á leirunum, fast við 75 hektara leiguland sem Skóg- ræktarfélags Rangæinga fékk leigt fyrir 12 árum. Búið er að gróður- setja tré að fullu í það land.“ Formaður félagsins Ágúst Karlsson hafði forgöngu um að stofna félagið um kaupin á Múla- koti. Hann segir að strax hafi ver- ið hafist handa um að skipuleggja svæðið samkvæmt ítrustu kröfum og reglum um skipulagsmál. - „Það verður staðið eins vel að þessu og frekast er hægt,“ segir Ágúst. Hann vonast til að þegar af- sal að jörðinni liggi fyrir 1. júní verði allt klárt til að hefjast handa við uppbyggingu. -HKr. DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Danskir dagar Stine Bach Ruttel heitir stúlkan sem hér spilar á banjó en hljómsveit hennar sér um fjöriö á dönskum dögum sem nú eru í Fjörukránni í Hafnarfiröi. Auk tónanna frá Stine ergestum boöiö upp á danskar krásir. Hættulegustu fyrirbrigði sem myndast geta í eldgosum: Gjóskuhlaup varð í síð- asta Heklugosi -ferðamenn gætu lent í hættu, segir jarðfræðingur hjá NÍ Tvö stór gjóskuhlaup hlupu niður suðurhlíðar Heklu í eldgosinu sem varð í febrúar árið 2000 og ummerki smærri gjóskuhlaupa fundust einnig við norðurenda fjallsins. Þetta kom i ljós eftir að gosefnin frá eldgosinu höfðu verið kortlögð af Náttúrufræðistofnun íslands. Stærsta hlaupið rann niður eftir sama farvegi og meginhraunstraum- urinn rann í og má rekja það allt að 5 km frá fjallinu, en í bugðum far- vegarins sjást leifar gjóskuhlaups- ins stinga sér undan hrauninu. Gjóskuhlaup eru hættulegustu fyrirbrigði sem myndast geta í eld- gosum og hafa þau valdið hvað mestu manntjóni sem þekkt er sam- fara eldgosum. Þau myndast þannig að gosmökkur ofan við eldstöðina fellur saman. Gjóskan þeytist þannig undir áhrifum aðdráttarafls jarðar niður hlíðar eldfjallsins og eyðir öllu sem á vegi hennar verður. Hitastig gosefnanna getur farið upp í 800 gráður á Celsíus og algengur skriðhraði er á bilinu 100-150 km/klst. Á Náttúrufræðistofnun standa nú yfir rannsóknir á gosefnunum og áhrifum þeirra. Það kom nokkuð á óvart að gjóskuhlaup skyldi hafa getað myndast í Heklugosinu 2000 þar sem það var frekar smátt í snið- um. Ármann Höskuldsson, jarðfræð- ingur hjá NÍ, segir að nánast enginn möguleiki sé á að gjóskuhlaup frá Heklu nái til mannabyggðar. „Þeim mun lengra sem líður á milli gosa í Heklu, því stærri verða þau. Ef hún svæfi næstu 50 ár þá myndum við reikna með stærra gosi og um leið stærri og efnismeiri hlaupum. En fjalliö þyrfti að sofa í yfir 200 ár til að hugsanlegt væri að gjóskuhlaup sem næði til byggða myndaðist,“ segir Ármann en bætir við að ferðamenn, sem gjarnan vilja skoða Heklu á sumrin, gætu lent í hættu ef þeir væru á röngum stað þegar gos hæfist. „Við vitum það að Hekla gefur innan við 30 mínútna fyrirvara að gosi svo að ef einhverj- ir ferðamannahópar eru í fjallinu á þeim tíma þá getur reynst mjög erfitt að ná til þeirra áður en fjallið fer af stað. Gjóskuhlaup myndast strax í upphafi goss svo að þeir gætu verið í hættu ef til þess kæmi,“ segir Armann. -vig Fékk trollið í skrúfuna: 6 kafarar voru 13 tíma að skera úr Á fóstudag dró varðskip Týr tog- skipið Hrafn GK-111 til Hafnarfjarö- ar, en skipið hafði fengið veiðar- færin í skrúfuna. Sex kafarar Land- helgisgæslunnar unnu frá kl. 16.12 á fostudag til kl. 5.37 aðfaranótt laugardags, eða í rúmlega 13 klst., við að hreinsa úr skrúfunni. Tildrög málsins voru þau að Hrafn hafði verið á veiðum er hann missti botnvörpuna. Þegar reynt var að slæða hana upp skaut henni undir skipið og festist hún þá í skrúfunni. Kallað var eftir aðstoð varðskips og var skipið þá dregið til hafnar. Eftir 13 tíma vinnu kaf- ara við að hreinsa úr skrúfunni hélt Hrafn til veiða að nýju. -HKr. DVWYND HANNA INGÓLFSDÓTTIR Tvíburar Þeir Skelkur og Bakur, glænýir tví- burar, vinna saman viö eitt troll. Hér eru þeir komnir með fisk til vinnslu í Breiðdalsvík. Sáu tvöfalt: Tvíburatogar- ar í höfn íbúar á Breiðdalsvík ráku upp stór augu í morgim þegar þeir fóru á stjá. Inn að bryggju komu tveir togarar og fannst þeim sú sjón minna nokkuð á gamla og góða daga þegar mikil umsvif voru við höfnina og liggja þar nú þrjú togskip. Þama voru komnir Skelkur og Bakur frá Runavík í Færeyjmn og gekk vel að komast að bryggju þrátt fyrir mjög slæmt veður. Togaramir landa um 160 tonnum af ufsa, þorski og ýsu sem verða unnin hjá Útgerðafélagi Breiðdæl- inga og á fleiri stöðum næstu daga. Skelkur og Bakur em um 37 metra langir og með 7 menn í áhöfn hvor. Þeir komu nýir til Færeyja í desem- ber og eru svokallaðir tvíburar, þ.e. em saman með eitt troll. Að sögn Ríharðs Jónassonar framkvæmda- stjóra er von til aö framhald geti orði á löndunum þeirra hér. Björg, togskip Breiðdælinga, hefur legið við bryggju í nokkum tíma vegna brælu. -HI Lögreglan á Akranesi: Fíkniefni upptæk Lögreglan á Akranesi lagöi um helgina hald á 17 g af hassi og 1 g af amfetamini. Lögregla hafði afskipti af ökumanni viö venjubundið eftirlit og framkvæmdi í kjölfarið leit í bif- reið hans. Við leitina fannst lítilræði af hassi og i framhaldi af því var . gerð húsleit á heimili mannsins. Þar fundust áðumefnd fikniefni. í yfir- heyrslu gekkst maðurinn við því að eiga efnin. Hann hefúr áður komið við sögu lögreglu vegna fikniefna- neyslu. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.