Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 28
52 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 Tilvera DV lífiö I k V J N N II Handverk og hönnun á Akureyri Handverk og hönnun hefur nú síðan í júlí 2002 ferðast um land- ið með forvitnilega sýningu. Ferðalagið heldur nú áfram og er komin í Ketilshúsið á Akureyri. Sýningin stendur þar til 9. mars og er opin alla daga frá kl. 13 til 17 nema mánudaga. Sýningin verður næst sett upp á Höfn í Hornafirði í apríl. Á sýn- ingunni er fjölbreytt handverk og listiðnaður eftir 25 höfunda. Albúm - Kari Jóhann Jónsson í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, er í gangi, sýning á málverkum Karls Jóhanns Jónssonar, en sýninguna nefnir hann Albúm. Þungamiðja sýningarinnar er portrett af alls konar fólki. Þau eru oft hefðbundin og sýna þekkta jafnt sem óþekkta ein- staklinga en mörg verkin eru sviðsetningar byggðar á eins konar portrettminnum úr lista- sögunni þar sem nostalgíu er gefinn laus taumurinn. Einnig verða á sýningunni „portrett" af hlutum. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Hildur í ASÍ Hildur Margrétardóttir mynd- listarkona heldur einkasýningu í Listasafni ASÍ. Yfirskrift sýn- ingarinnar er „Rythmi". Þetta er tíunda einkasýning Hildar. í efri sal Listasafnsins verða sýnd málverk en í neðri salnum inn- setning og vídeó-gjörningur. Sýningin stendur yfir til 9. mars. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Stofnud 1918 Rakarastofan Klapparstfg Sími 551 3010 Rau&i dregillinn Halle Berry var aö venju glæsileg þegar hún mætti til afhendingar Bafta-verðlaunanna, en hún var til- nefnd fyrir leik sinn í Monster’s Ball. Kvikmyndagagnrýni Hræðsla The Bunker gerist árið 1944 og segir frá nokkrum þýskum her- mönnum sem eru umkringdir af óvininum. Þeir leita ásjár í skýli þar sem fyrir er ungur hermaður og gamall maður. Þar búast þeir til vamar en gera sér grein fyrir því að það þarf kraftaverk til að bjarga þeim. Þegar byrjunin á myndinni er sett svona fram gæti þetta verið byrjun á hefðbundinni stríðsmynd úr seinni heimsstyrjöldinni. Svo er þó ekki, The Bunker er hryll- ingsmynd þar sem draugar fortíð- arinnar eru á sveimi í tíma og ótíma, aðallega þó í hugum her- mannanna, sem verða hræddari og hræddari með hverjum tíman- um sem líður. Það kemur í ljós að úr skýlinu eru göng sem gamli maðurinn þekkir. Hann segir hinum hræddu hermönnum að þeir skuli ekki fara niður í þau, það muni ekki reynast happadrjúgt. Strax fyrstu nóttina fara tveir þeirra á vit ör- laganna. Þegar þeir skila sér ekki aftur fara aðrir í humátt á eftir þeim. Með þessari atburðarás er af og til skotið inn óljósum mynd- skeiðum sem láta áhorfandann Glæsileg hjðn Michael Caine var tilnefndur sem besti leikari í aöalhlutverki. Hann mætti i Odeon-höllina ásamt eigin- konu sinni, Shakira Háskólabíó/Film Undur - The Bunker •k'k'k I göngunum Þýsku hermennirnir eru sannfæröir um aö draugar séu á eftir þeim. ekki í friði. Þegar rýnt er í þessi myndskeið kemur smátt og smátt í ljós að hermennirnir sem eru í skýlinu eru engin venjulegir her- menn. Það er þó ekki fyrr en í lok- in sem við fáum fulla skýringu á því hvað þeir eru með á samvisk- unni og hvað það er sem þeir ótt- ast. The Bunker er að mörgu leyti forvitnileg og athyglisverð kvik- mynd. Hún er nægilega dularfull til að vekja margar spumingar, nógu hrottaleg til að sum atriðin geti átt heima í hryllingsmynd og nógu mannleg til að innsýn fáist í lif hermannanna sem virðast misundirbúnir fyrir það sem koma skal. Hryllingurinn í myndinn felst ekki síst í hversu hermennirnir eru hræddir. Hvað er raunveru- legt og hvað þeir búa til í huga sér í hræðslukasti er óljóst, en eins og Bresku Bafta-verðlaunin afhent í gær: Keppt við óskarinn Það var mikið um dýrðir I gær- kvöld þegar kom að því að veita bresku Bafta- verðlaunin. Þau hafa verið æ meira í sviðsljósinu með hverju árinu sem líður og eru þau verðlaun sem næst ganga óskarsverðlaununum í glæsileika. Eins og vænta má eru tilnefningar margar og þegar fræga fólkið mætir í sínu flnasta pússi og gengur eftir rauða dregl- inum láta aðdáendur í sér heyra. Til marks um það hversu Bafta- verðlaunin eru að verða stór í heimi kvikmyndanna eru orð Michaels Caine í gærkvöld: „Þeg- ar ég var fyrst viðstaddur afhend- ingu Bafta-verðlaunanna fór hún fram í litlu kvikmyndahúsi á Piccadilly þar sem nokkrir tugir gesta voru og kannski einn blaða- maður frá BBC.“ Sigurvegarar kvöldsins voru margir. Kvikmynd Romans Poal- anskis, The Piano, var valin Leikarinn sem ekki vill leika Daniel Day-Lewis, sem hefur látiö hafa eftir sér aö hann vilji helst ekki leika meira, var valinn besti ieikarinn fyrir leik sinn í Gangs of New York. Hjón í stórræöum Hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones tóku sér frí frá málaferlum sem vakiö hafa athygli. Þau mættu á hátíöina og Zeta-Jones fór heim meö styttu. besta kvikmyndin; Nicole Kidman fékk verðlaun sem besta leikkona í aðal- hlutverki fyrir The Hours; Daniel Day Lewis besti leikari fyrir leik í Gangs of New York; Catherine Zeta-Jones fékk verðlaun í aukahlutverki fyrir Chicago og sömu verðlaun í karlaflokki fékk Christopher Walkan fyrir Catch Me If You Can. Þá fékk Roman Polanski verðlaun sem besti leikstjórinn. Polanski var ekki viðstaddur athöfn- ina. Við verðlaunum hans tók Adrian Brody sem leikur titilhlutverkið í The Pianist. -HK Besta leikkonan Nicole Kidman var valin besta leikkonan fyrir ieik í The Ho- urs. Leikstjóri: Rob Green. Handrit: Clive Dawson. Kvikmyndataka: John Pardue. Tónlist: Russell Currie. Lelkarar: Charley Boorman, Jack Davenport. Jason Flemy- ing, John Carlisle, Christopher Fairbanks og John Cole. Hilmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. flestir ættu að hafa kynnst þá vill hið ókannaða vekja ótta til jafns við spenning, hvað þá þegar myrkrið er algjört og samviskan ekki hrein. Og í huga hermann- anna magnast allt sem ekki fæst skýring á. Þrátt fyrir góð efnistök og mark- vissa leikstjórn nær The Bunker aldrei að hafa mjög sterk áhrif. Leikstjórinn Rob Green, sem er að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd, gerir vel í að passa upp á að myndin verði ekki klisjukennd hryllingsmynd sem fer í farveg margra B-mynda um sams konar efni, heldur lætur sér annt um persónumar og byggir upp spenn- una frekar látlaust með því að sýna hversu hræddir hermennirn- ir eru við hið óþekkta. Leikarar, sem allir eru breskir og lítt þekktir, em upp til hópa góðir, kvikmyndatakan drungaleg eins og við á og handritið ágæt- lega skrifað. Það vantar samt herslumuninn á að hryllingurinn nái að smjúga inn að beini.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.