Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2003, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Sjaldgæf
steind fannst
DV-MYND JAK
Sigur í freestyle í Tónabæ
Hópurinn Eldmóöur sigraöi annaö áriö í röö í íslandsmeistara- og Reykjavíkurkeppni í freestyle í Tónabæ í gærkvöld. Hópurinn er úr Reykjavík. Unglingar fyiitu
heimiliö en alls voru um 400 unglingar mættir til þess aö styöja félaga sína.
eystra
Staðfest hefur verið að afar
sjaldgæf steind, sem aðeins hefur
fundist á tveimur öðrum stöðum
í heiminum, hafi fundist á Aust-
urlandi árið 2001. Steindin, sem
ber heitið cavansít og er skærblá
á lit, hefur eins og áður segir að-
eins verið lýst á þremur stöðum í
heiminum, fyrst árið 1968 í Or-
egon-sýslu í Bandaríkjunum og
síðan einnig í héraðinu Poona í
Indlandi, en þaöan hafa stærstu
og bestu sýnin komið. Skipuleg
söfnun og greining steinda hófst
á Náttúrufræðistofnun íslands
árið 1980. Síðan hafa að jafnaði
fundist þrjár nýjar íslenskar
steindir á ári. -vig
Forstjóri Heilsugæslunnar:
Ekki uppsögn á ráðningar-
samningi í heimahjúkrun
heldur einungis veriö aö fara aö gildandi reglum
Guðmundur Einarsson, forstjóri
Heilsugæslunnar, segir að alls
ekki sé verið að segja upp ráðn-
ingarsamningi starfsfólks í heima-
hjúkrun með fyrirhuguðum breyt-
ingum á akstri í vitjunum heldur
sé einungis verið að fara að gild-
andi reglum um hvemig greiða
beri fyrir kostnað sem starfsmenn
verði fyrir við vinnu sína.
„í heilsugæslunni hefur verið
miðað við eldri reglur sem eru
ættaöar frá Reykjavíkurborg með-
an heilsuverndarstöðin var hjá
henni,“ sagði Guðmundur. „Síðan
voru þær endurnýjaðar af fjár-
málaráðherra á sínum tíma þegar
ríkið tók þetta starf yfir. Þessi
regla stenst ekki lengur reglugerð-
ir um hvernig slíkum greiðslum
skuli hagað. Við erum að breyta
fyrirkomulaginu eins og okkur
ber skylda til. Við værum hrein-
lega að brjóta af okkur ef við yrð-
um ekki við þeim ábendingum
sem við höfum fengið um aö
breyta þessu.“
Guömundur sagði að þeim
starfsmönnum heimahjúkrunar
sem ækju mest yrði útvegaður
bíll, en einhverjir myndu halda
eigin bifreiðum áfram samkvæmt
samkomulagi. Hinir síðamefndu
myndu þá fara eftir þeim reglum
sem settar hefðu verið um slíka
samninga. Um væri að ræða tvær
leiðir í þeim tilvikum, þ.e. fastan
aksturssamning sem miðaðist viö
áætlun eftir því hver akstursþörf-
in væri og hins vegar að greitt
væri samkvæmt akstursbók þar
sem fram kæmi ekinn fjöldi kíló-
metra við störf.
„Mér er kunnugt um að sumt
starfsfólkið lítur á þetta sem
kjaraskerðingu," sagði Guðmund-
ur. „En aðrar hafa beinlínis óskað
eftir þessu.“
Guðmundur sagöi enn fremur
að Heilsugæslan myndi efna til út-
boðs á rekstrarleigubílum fyrir
starfsfólk heimahjúkrunarinnar.
Þá yrðu gerðar meiri kröfur um
öryggi þeirra bíla sem notaðir
væru við heimahjúkrun heldur en
verið hefði. Hann kvaðst vilja hafa
sem fæst orð um hvort forráða-
menn Heilsugæslunnar eygöu
sparnað í breytingunum. Hann
kvaðst þó telja að þær myndu trú-
lega leiða til spamaöar
Spurður um hvort menn óttuð-
ust ekki brottfall úr hópi um-
ræddra starfsmanna vegna óá-
nægju með breytingarnar sagði
Guðmundur að ef til þess kæmi
yrðu menn að leysa það. Ekkert
slíkt lægi fyrir enn, en vitað væri
að þær hefðu farið misjafnlega í
starfsfólkið.
-JSS
Skjávöppum
stolið úr
Tæknihá-
skolanum
Alls hafa níu skjávarpar verið
teknir ófrjálsri hendi úr Tæknihá-
skóla íslands í vetur. Hver skjávarpi
er metinn á bilinu 250-300 þúsund
krónur svo ljóst er að um stórþjófn-
að er að ræða. Að sögn Stefaníu
Karlsdóttur, rektors Tækniháskól-
ans, er ekki vitað hver eða hverjir
þama hafa verið að verki en þó
hafa einstaklingar verið handteknir
vegna gruns um þjófnaö. Þrátt fyrir
það heldur skjávörpunum áfram að
fækka og hefur nú veriö komið upp
fullkomnu þjófavamakerfi sem tengt
er við skjávarpana.
Nemendur skólans eru mikið við
lestur á kvöldin og jafnvel á næt-
urnar. Til tals hefur komið aö loka
húsinu á kvöldin en Stefanía segir
að þá komi upp spurningin um
þjónustustig við nemendur.
„Við reynum aö sporna við þessu
með öllum mætti áður en við þurf-
um að grípa til þess. Það er alltaf
síðasti kostur en neyöin getur rekið
menn út í ýmislegt og ef þaö kemur
í ljós að þetta nýja kerfi dugi ekki
þá verðum við að leita annarra
leiða,“ segir Stefanía. -vig
Ekki hægt að saka eitt fyrirtæki um tjón
- segir Ástvaldur Anton Erlingsson verkfræöingur um tjóniö hjá SVN í Neskaupstað
Ástvaldur Anton Erlingsson,
verkfræðingur hjá RARIK á Austur-
landi, segir að þegar fárviðri gangi
yfir eins og Austfirðingar hafi orðið
varir við sl. þriðjudag verði margir
fyrir tjóni. Það sé hins vegar ekki
hægt að væna eitt þjónustufyrirtæki
um aö valda því fremur en aðra, t.d.
tjón Síldarvinnslunnar á Neskaup-
stað vegna rafmagnstruflana eöa
rafmagnsleysis. Ástvaldur segir það
raunar eigingimi og þröngsýni hjá
forstjóra Síldarvinnslunnar á Nes-
kaupstað, Björgólfi Jóhannssyni, og
hans mönnum að kenna RARIK um
tjón á búnaði og framleiðslu hjá sér
umrætt tímabil eins og fram hafi
komið í DV 20. febrúar. íslendingar
þekki ógnarvald náttúrunnar en
flestir hafi ákveðið að lifa með
henni.
„Því miöur fór rafmagn af línunni
til Neskaupstaðar sunnudagsmorg-
uninn 16. febrúar í 3 tíma og 40 mín.
Þann tíma vom keyrðar dísilvélar á
bæinn en ekki var til 100% varaafl
fyrir alla rafmagnsnotkun sem var 14
MW á þessum tíma. Rafmagnið fór
aftur af sömu línu um kaffileytið á
mánudag og svo tvisvar nóttina á eft-
ir. í öll þau skipti varði rafmagns-
leysið mjög stutt en þá höfðum við
fundið orsök bilunarinnar. í svo
stuttu rafmagnsleysi sem þama var
gafst ekki tími til að setja dísilvélar í
gang. Orsök þessara truflaná var að í
ofsaveðri sem geisaði þama reif vind-
urinn með sér sjóskafla úr Norðfirði
og vegna óvenjulegra aðstæðna á
þessum tíma skall þessi sjór á enda-
stæðu línunnar sem myndaði aftur
skammhlaup milli fasa og línan sló
út,“ segir Ástvaldur.
Hann segir að starfsmönnum
RARIK finnist eitt rafmagnsleysis-
tímabil of mikið og þeir séu væntan-
lega sammála flestum rafmagnsnot-
endum hér á landi um það.
„Það var ekki með neinni gleði
sem ég bað tvo af mínum starfs-
mönnum aö fara á vélsleða yfir
Oddsskarð til að skoöa línuna og
freista þess að finna bilun en um
það leyti fór vindhraöi yfir 50 m/s í
verstu vindhviðunum uppi á heið-
um. Ég hafði ekki annað veganesti
til þessara manna en að biöja þá að
fara varlega og forðast slys. Auk
þeirra tveggja voru margir aðrir
starfsmenn örmum kafnir á sama
tíma við mjög erfiðar aðstæður við
að greina þessa bilun.“
Ástvaldur mótmælir algjörlega
þeirri fullyrðingu í fyrrnefndri
grein DV að viðhaldi dísilvéla
RARIK á Neskaupstað sé ábótavant.
„Viðhald á rafmagnsbúnaði RARIK
hér á Austurlandi er almennt í mjög
föstum skorðum og gott. Það stað-
festir truflanasaga fyrirtækisins
sem er skráð mörg ár aftur í tím-
ann. í þeirri skrá get ég meðal ann-
ars séð aö aðeins einu sinni áður
hefur linan á milli Eskifjarðar og
Norðfjarðar oröið fyrir truflun en
hún var byggð 1993. Ég er nokkuð
ánægður með hve litlar truflanir
voru á raforkukerfmu hér á Austur-
landi í því ofsaveðri sem reið yfir síð-
ustu helgi,“ segir Ástvaldur. -GG
Listahátíð H í Reykjavík
Heykjavík Artí» F e »» t I v a I
■; #tp
Listahátið í Reykjavík óskar DV til hamingju
með 25 ára afmæli TTI e n n i n g a r v e r ð 1 a u n a n n a .