Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Side 15
15 MÁNUDAGUR 3. MARS 2003______________________________ jov ___________________________________________________ Menning Úlfur í sauðargæru Hópurinn sem kennir sig viö Vestur- port býður um þessar mundir upp á sýningu á leikritinu Herra maður eftir Enda Walsh í upprunalegu húsnæði við Vesturgötuna. Leikhúsið hóf raun- ar starfsemi sína með uppsetningu á verki eftir sama höfund og í því tilviki þreytti Egill Heiðar Anton Pálsson frumraun sína sem leikstjóri. Egill er aftur við stjórnvölinn í Herra manni og leysir það verk með glæsibrag. Lausnir eru einfaldar en snjallar og hráleiki Vesturportsins hæfir vel nöturlegri atburðarás verks- ins. Mestu skiptir þó að Gísli Örn Garðarsson fer afar vel með hlutverk sitt og er frammistaða hans enn etn rós í hnappagat þessa unga og efnilega leikara. í verkum sínum fjallar Walsh gjarn- an um fólk sem er utangarðs í samfé- laginu. Herra maður er engin undan- tekning þar á og söguhetjuna Tómas mætti allt eins kalla andhetju. Til að byrja með virkar hann fremur einfald- ur í sinni eldheitu en barnslegu trú en þegar á líður sviptist hulan af hans rétta eðli. Á bak við sakleysislegt yfir- bragð leynist ótrúleg grimmd sem verður enn óhugnanlegri í ljósi trúar- sannfæringar Tómasar. Hans helsta köllun í lifinu er að boða bæjarbúum fagnaðarerindið en hann hefur ekki er- indi sem erfiði og jafnvel þeir sem hann treystir best standa ekki undir væntingum. Það kristallast í bifvéla- virkjanum sem gluggar í klámtímarit þegar tími gefst til en slíkt er vitanlega fullkomlega á skjön við hugmyndir Tómasar um rétta breytni. Þótt Tómas sé ávallt í forgrunni koma fleiri persónur við sögu og túlk- ar Gísli Örn þær allar. Eina undan- tekningin er rödd stúlku af bandi (Nína Dögg Filippusdóttir) sem jók enn frekar áhrifamátt mjög svo dramatísks endis. Gísli Öm gæddi hverja persónu fyrir sig sínum sérkennum og skipti áreynslulítið mn karakter. Látbragð og lík- amsburðir dugðu til að afmarka persónurn- ar en í tilviki móðurinnar voru einkennin undirstrikuð enn frekar með einni flík. Það er heilmikil kúnst að koma ofbeldi til skila án þess að sýna það en það tekst svo sannarlega í Herra manni. Sem dæmi um DV-MYND SIGJOKULL Á bak við sakleysislegt yfirbragð leynist ótrúleg grimmd Gísli Örn Garöarsson í Herra manni í Vesturporti það má nefna atriðið með leikfangahundin- um auk lokasenunnar. Sellótónarnir sem Hildur Ingveldard. Guðnadóttir töfraði fram féllu vel að efninu og áttu sinn þátt í að skapa andrúmsloft sem var í senn trega- blandið og nístandi. Þetta er vel heppnuð uppsetning á athyglisverðu verki og ekki spillir að þar má auðveldlega finna skírskotun til þess sem nú ber hæst í heimsmálunum. Halldóra Friðjónsdóttir Vesturport sýnir: Herra maöur eftir Enda Walsh. Þýð- Ing: Magnús Þór Þorbergsson. Tónlist: Hildur Ingveld- ard. Guönadóttir. Lelkmynd: Eirún Sigurðardóttir og Ólafur Jónsson. Leikstjórn: Egill Heiöar Anton Jónsson. Eru tenórar söngvarar? Bjami Thor Kristinsson bassi vakti mikla athygli er hann hélt tónleika haustið 2001 undir yfir- skriftinni „Kóngur, kjáni, ill- menni...“. , Tónleikamir voru óvenju vel heppnaðir, efnisskráin þaulskipulögð, hvert atriði var sér- lega skemmtilega kynnt af söngv- aranum Ólafi Kjartani Sigurðar- syni og píanóleikur Franz Carda var svo líflegur að eftir var tekið. Tónleikarnir á laugardagskvöldið sem Bjami Thor hélt í Salnum í Kópavogi ásamt Eteri Gvazava sópran og Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara voru ekki alveg eins góðir sem heild, bæði var að fátt á efhisskránni kom á óvart og svo lá Jónasi stundum svo lágt rómur þegar hann kynnti lögin að þeir sem sátu aftarlega í salnum hljóta að hafa átt í vandræðum með að heyra til hans. Fyrir hlé voru nokkur rússnesk og skand- inavísk lög sem þau Bjarni Thor og Eteri sungu sitt á hvað en eftir hlé tóku dúettarnir við. Bjarni Thor reið á vaðið með lögum eftir Mussorgski og Borodin, síöan kom Eteri með Qögur slavnesk lög, þar af hið þekkta Zyczenie eftir Chopin sem Alina Dubik söng eftirminnilega með Peter Maté píanóleikara í Hafnarborg fyrir nokkrum árum. Túlkun Et- eri var léttari og ekki eins innileg og hjá Al- inu, en hin lögin voru ákaflega sannfærandi, bæði hjá söngkonu og píanóleikara. Eteri er glæsileg söngkona með sérlega Glæsilegir ungir söngvarar Bjarni Thor Kristinsson og Eteri Gvazava. tæra og hljómfagra rödd, hvort sem hún syng- ur sterkt eða veikt og túlkun hennar á ís- lensku lögunum, Draumalandinu eftir Sigfús Einarsson og Kvöldsöng Markúsar Kristjáns- sonar, var með því besta sem heyrst hefur. Bjarni Thor er líka frábær söngvari og Hamraborgin eftir Sigvalda Kaldalóns var mögnuð. En bíðum við, Hamraborgin er fyrir tenór; er Bjami Thor ekki bassi? Vissulega er það rétt, en shmdum er allt í lagi að skipta um hlutverk og gera tilraunir; Rannveig Fríða Bragadóttir söng einu sinni tenórtryll- inn Sjá dagar koma og gerði vel, og meira að segja Vetrarferð Schuberts mun hafa verið sungin af konu. Jónas gerði grín að þessu þegar hann kynnti atriðið og sagði að allir söngvarar væru í raun tenórar en sumir væru bara hjáróma. Bjarni Thor bætti þá við ekki allir tenórar væru söngvarar! Dúettarnir eftir hlé heppnuðust misjafnlega. Sljosi eftir Tchaikov- sky var fagurlega fluttur á látlaus- an máta og aukalögin þrjú, dúettar eftir Mozart, voru öll eins og þau áttu að vera. Nokkuð vantaði hins vegar upp á að stuðningur Jónasar við söngvarana í Quanto amore úr Ástardrykk Donizettis væri full- nægjandi, hér er píanóið í hlut- verki heillar hljómsveitar sem var ekki að heyra á leik Jónasar. Þvert á móti var eins og hann væri bein- línis í vandræðum með ýmis tækni- leg atriði og dró það úr áhrifamætti flutningsins. Mjúkur ásláttur Jónasar passaði betur við Bess you is my woman now úr Porgy og Bess eftir Gerschwin og Barak mein Mann úr Die Frau ohne Schatten eftir Richard Strauss. í þeim síðarnefnda var Bjami Thor reyndar ekki með sitt fyllilega á hreinu, forseraði á háu tónunum og sprakk á þeim síðasta, en Et- eri söng unaðslega allan tímann. Vonast mað- ur til að heyra þessa einstöku söngkonu aftur á tónleikum hér á landi sem allra fyrst, og Bjarna Thor auðvitað líka. Jónas Sen DVA1YND SIG. JOKULL Dramatískt sjónarspil Sýning íslensku ópemnnar á Macbeth er einhver áhrifamesta óperuuppfærsla sem sést hefur hér á landi. Sú eina sem í minningunni jafnast á við hana er upp- setning Bríetar Héðinsdóttiu- á Aidu fyr- ir meira en áratug. Einnig þar var húsið allt undirlagt þannig að gestum fannst eins og þeir væru þátttakendur í hinu dramatíska sjónarspili. í Macbeth fer allt saman: safarík tón- list Verdis, sterk uppsetning þar sem svið, búningar og ekki síst frumleg og glæsileg ljósabeiting magna upplifunina, og svo það sem mestu skiptir: frábær flutningur. Allt frá kór til aðalsöngvara er eins og best verður á kosið. Hið ein- asta að stundum varð húsið of lítið fyrir hinar mikilfenglegu raddir Ólafs Kjart- ans Sigurðarsonar og Elínar Óskar ðsk- arsdóttur í hlutverkum Macbeth-hjón- anna. Það eru augnablik í þessari sýningu sem aldrei mun fenna yfir í minninu, fóg- ur augnablík í mynd og leik og áhrifa- mikil augnablik í ástríðufullri tjáningu í söng. Og maður skilur ekki að harðstjór- ar skuli hafa orðið til síðan Shakespeare og síðar Verdi sömdu Macbeth, svo morg- unljóst er að harðstjórar hafa það ekki gott! Óperan fyrir alla Macbeth er engin poppópera. Engar aríur úr henni hafa orðið auglýsendum bjórs eða dömubinda að bráð. Tónlistin er óspjölluð og virkar á áheyrandann eins og nýsamin - fersk, heil og samfelld af því ekki koma popplög inn á milli. Þó að þetta sé „alvöruópera" í öllum skiln- ingi hefur sýningin spurst svo vel út að uppselt er á allar sýningar og komast færri að en vildu. Við erum vön því úr leikhúsunum að hægt sé að hafa aukasýningar svo lengi sem áhugi áhorfenda endist, en í Óper- unni er það ekki hægt og ástæður eru einkum tvær: Óperusöngvarar vinna um allan heim og það þarf að ákveða jafnvel nokkur ár fram í tímann hve margar sýn- ingar eiga að vera á hverju stykki á hverjum stað. Afar illa séð er að bijóta samninga á einum stað vegna vinsælda verks á öðrum stað, „og ekkert mark tek- ið á dánarvottorðum nema menn komi með það sjálfir," eins og Bjami óperu- stjóri orðaði það í spjalli við menningar- síðu. Þar aö auki er uppsetningin svo viðamikil að um 150 manns eru á launum við hana á hverri sýningu. Macbeth umkringdur nornum. Þess vegna er „tap“ upp á milljón á hverri sýningu þótt hún sé fyrir fullu húsi og þyrfti að tvöfalda miðaverð til að vega upp á móti því. En jafnvel eins lágt og það er nú liggur það býsna nærri sárs- aukamörkum hjá öllum fjöldanum og for- svarsmenn Óperunnar eru afar tregir til að hækka verðið vegna þess að óperan á að vera fyrir alla. Einungis þannig er líf hennar í öruggum höndum í fámennu samfélagi. Prýðilega sést úr sætum hvarvetna í húsinu og finnst erlendum gestum sem hingað koma til að horfa á óperur ævin- týralegt að geta verið svo nálægt sviöinu jafnvel á aftasta bekk. Á aftasta bekk í óperuhúsum erlendis sér maður fólkið á sviðinu eins og títuprjóna. Ódýrustu mið- ar hér kosta 2000 kr. en dýrustu 6000 kr. Bestu sæti í leikhúsum í London kosta um 10.000 kr. og óperuhús eru vitaskuld mun dýrari. Þar er það líka þröngur hóp- ur sem sækir slíka viðburði; þröngur hópur getur bara verið býsna stór í stóru samfélagi. Ef þannig færi hér er hætt við að liststarfsemi yrði fljót að lognast út af. Sýningar eins og Macbeth eru allra gróði, líka ríkisins sem fær skatta þeirra sem vinna við hana. Þess vegna á að styrkja Óperuna vel svo fleiri geti notið hennar. Styrkir til menningarstarfsemi skapa ekki atvinnubótavinnu heldur gera þeir lífiö fegurra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.