Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 27
fr I MANUDAGUR 3. MARS 2003 iit ttst Tilvera I Myndbandarýni Ringu ••• jgg Forboðið myndband Japanska myndin I Ringu, eða The Ring eins og hún heitir á Vestur- löndum, hefur slegið eft- irminnilega í gegn. Þaö J er ekki nóg með að myndin og framhalds- myndir sem gerðar hafa verið séu einhverjar vinsælustu kvik- myndir sem sýndar hafa verið í Japan, heldur hefur í Hollywood nýlega verið endurgerð fyrsta myndin, mynd sem notið hefur mikilla vinsælda og við getum barið augum þessa dagana í bíói. í Ringu snýst allt um segulbands- spólu sem ekki er hollt að horfa á, svo vægt sé til orða tekið, þar sem allir sem láta eftir sér að horfa á spóluna eru drepnir. Blaðakona ein hefur heyrt ávæning af því að þessi spóla sé til og það séu skólakrakkar sem hafi freistast til að horfa á hana. Hún ásamt fyrrum eiginmanni sínum fer að leita uppi spóluna og eftir nokkra leit og óútskýrða atburði fmnur hún spóluna og forvitnin verður hræðsl- unni yfírsterkari. Það er auðvelt að skilja vinsældir Ringu. Hún höfðar ekki eingöngu til hryllingsmyndaaödáenda heldur einnig þeirra sem hafa gaman af spennandi myndum. Ringu er nefni- lega öfugt við japanskar hryllings- myndir á borð við Battle Royale, ekki groddaleg. Hryllingurinn kemur meira innan frá heldur en með hnífaskurð- um og álíka subbulegum leikbrellum. Það er auðskilið af hverju Hollywood var mikið í mun að endur- gera myndina. Það er sjaldgæft að sjá frumlega hugmynd jafn vel útfærða og gert er í Ringu. Þá er ekki verið að keyra um of á einstök atriði heldur er spennan og óhugnaðurinn stigvaxandi. Útgefandi: Myndform. Gefin úl ó myndbandi. Leikstjóri: Hideo Nakata. Japan, 1998. Lengd: 91 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Leikarar: Nanako Matsushima, Miki Nakatani og Hyroyuki Sanada. Derailed • i0^ Lestin brunar Það eru ekki mörg ár síðan hinn belgíski Jean- Claude Van Damme þótti góður kostur í miðlungs- dýrar hasarmyndir. Þessi fyrrverandi meistari í sjálfsvarnarlistinni náði 1 hæðum í nokkrum kvik- myndum, má þar nefna Last Action Hero, Hard Tarket, Timecop og Uni- versal Soldiers. Það kom fljótt í ljós að leikhæfileikar hans voru takmarkaðir og hefur ferill hans verið á niðurleið sjðustu árin. Derailed gerir ekkert annað en sannfæra okkur um að Van Damme sé útbrunnin stjarna. Leikur hann leyni- þjónustmann sem fær það verkefni á afmælisdegi sínum að hafa uppi á hættulegri konu sem hefur undir höndum bráðdrepandi eiturefni sem margir vOja komast yfir. Er honum sagt að fylgja stúlkunni í lest Þetta er ekki meiri leyniför en svo að óvinur- inn, sem er hópur glæpamanna, er bú- inn að hreiðra um sig í lestinni. Með- an lestin brunar fer allt í háaloft og er slegist á göngum, stjórnklefa og uppi á þaki, svo eitthvað sé nefnt. Mynd þessi er lítt spennandi og þó að atburðarásin sé hröð felur hún ekki handónýta sögu. Það sem kemur á óvart er að mótleikkona Van Dammes er Laura Elena Harring, sem ásamt Naomi Watts sló í gegn í Mulholland Drive. Ég verð að álykta sem svo að hún hafi leikið í þessari mynd áður en frægðarganga Mulholland Drive hófst. Hún hlýtur að hafa fengið betri tilboð eftir frammistöðu sína þar. -HK Útgefandi: Myndform. Gefin út á mynd- bandi. Leikstjóri: Bob Misiorowski. Bandarík- in, 2002. Lengd: 89 mín.Bönnuð börnum innan 1 ó ára. Leikarar: Jean-Claude Van Damme, Laura Eiena Harring og Susan Gibney. Pamela smellír einum Leikkonan brjöstgóöa, Pamela Anderson, var á dögunum stödd í vlnarborg þar sem hún var sérstakur heiöursgetur á árlegu óperuballi en þangaö var henni boðiö af byggingarjöfrinum Richard Lugner sem hér fær vænan koss á kinnina. Brigitte með í Stóra bróður Danska ofurboddiið Brigitte Niel- sen, betur þekkt sem fyrrum frú Syl- vester Stallone, hefur þekkst boð um að vera með í danskri útgáfu af hin- um vinsælu sjónvarpsþáttum Big Brother, sem hafa verið að gera allt vitlaust um heim allan síðustu miss- erin. Upptökurnar fara fram í húsa- kynnum á Fornebu-flugvelli við Ósló og þangað flaug hin barmstóra Brigitte í síðustu viku. Danskir blaðaljósmyndarar fylgdu henni eftir eins og skugginn, enda hafði hún ekkert á móti því að láta mynda sig. „Það kviknar á Brigitte um leið og hún heyrir smellina í myndavélun- um," sagði einn hinna heppnu ljós- myndara. Honda Civic VT11,6, árg. 4/99, ek. 46 þús., beinsk., sóllúga, "17 felgur, spoiler. Abs, airbag, flækjur og opið púst. Áhvílandi 1150 þús. Ásett 1.290 þús. Honda Civic V-tech 1,5, árg. 4/00, ek. 67 þús., beinsk., þjófavöm, abs., álfelgur, airbag, topplúga, CD, kraftsía, rúður og speglar rafdr. Ásett verð 1.060 þús. Peugeot 307 XT, árg. 8/01, VW Bora t ,6, árg. 11/99, Skoda Octavia 1,6, árg. 11/99, ek. 16 þús., beinsk., armpúðar, abs, airbag, ek. 26 þús., ssk., rúður og speglar rafdr., samlæsingar, ek. 37 þús., beinsk., rúður og speglar rafdr., airbag. aksturstölva, rúður og speglar rafdr., samlæsingar. abs, airbag, armpúði, CD, plussáklæði. Cott eintak. Ásett verð 1.390 þús. Ásett verð 1.360 þús. Ásett verð 990 þús. VW Vento CL 1,6, árg. 2/98, ek. 85 þús., ssk., samlæsingar, speglar rafdr. Ásett verð 770 þús. Peugeot 406 HDISTW, árg. 7/00, ek. 92 þús., beinsk., 7 MANNA, samlæsingar, airbag, rúður og speglar rafdr., CD, aircon., frábœrfjölskyldubíll. Ásett verð 1560 þús. Fiat Uno 45 1,0, árg. 1994, ek. 111 þús., ódýr og sparneytinn og í topplagi Ásett verð 190 þús. Aðalbílasalan - fyrstir í notuðum! Cóð og traust þjónusta við viðskiptavini Aðalbílasölunnar hefur verið lykilforsenda fyrir velgengi henna síðastliðin 48 ár. Viljir þú kaupa eða selja bíl þá getur þú treyst á þjónustu okkar. iÐftLBíusiujni ^ f HJARTA BORGARINNAR ' MILATORGI • SÍMI 551 7171 • FAX 551 7225 • www.abs.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.