Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2003, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 53 H>*V Tilvera Víöistaöaskóli 7. bekkur AG í heimsókn á DV Andrea Gunnarsdóttir, Ásgeir Marteinsson, Ásthildur Friögeirsdóttir, Daníel Kavanagh Stefánsson, Elfar Elí Jakobsson, Friðberg Traustason, Guömundur Vignir Magnússon, Heimir Óli Heimisson, Nanna Birta Pétursdóttir, Oddný Sigmundsdóttir, Stefán Huldar Stefánsson, Tamar Matsjavariani, Valdís Val- garösdóttir, Þórdís Aöalbjörnsdóttir, Þórhildur Stefánsdóttir. Kennarinn heitir Anna Guömundsdóttir. Keppnin Hár, stíll og föröun á Króknum: Tískan f rá þriOja áratugnum Líflegt var á Kafíi Krók á dögun- um þegar fram fór keppni í fata- hönnun, förðun og hárgreiöslu. Félagsmiðstöðin Friður gekkst fyrir keppninni og er þetta nýlunda í starfinu. Keppnin bar yfirskriftina: „Hár, stíll og förð- un" og sjö lið tóku þátt, víðs vegar að úr héraðinu. Þemað var svart/hvítt frá þriðja áratug síð- ustu aldar. Að sögn Maríu Bjarkar Ingvadóttur, forstöðumanns Frið- ar, krafðist keppnin gífurlegs und- irbúnings og vinnu og var hvergi slegið slöku við enda mikill áhugi á hönnun og sköpun ýmiss konar á meðal unglinga í héraðinu. Það voru stelpur frá Hofsósi sem báru sigur úr býtum en módel þeirra var Katrín Erlingsdóttir. í öðru sæti voru þau Soffía Snæbjörns- dóttir og Pálmi Þór Valgeirsson frá Árskóla sem brúðhjón. í þriðja sæti var einnig þátttakandi frá Ár- skóla, Sandra Þorsteinsdóttir. Fleira er fréttnæmt úr starfi fé- lagsmiðstöðvarinnar. Nýlega var haldin söngkeppni á vegum henn- DV-MYNDIR ÞÁ Brúbhjónin Sýning þeirra Soffíu Snæbjönsdóttur ogPálma Þórs Valgeirssonar geröi mikla lukku. ar og kepptu níu lið, þrjú frá hverjum stað: Sauðárkróki, Hofs- ósi og Varmahlíð. Sigurvegararnir voru Taktik frá Hofsósi sem tók þátt í Söngkeppni Samfés sem haldin var í Laugardalshöll í lok janúar og stóð sig með miklum ágætum. Fram undan er keppni í freestyle, bæði hjá yngri og eldri stúlkum, i lok febrúar og einnig standa Músíktilraunir fyrir dyr- um. -ÞÁ. Yardbirds meö hljómleika á Broadway Gítarhetjuhljómsveit sem hafði ómæld áhríf Það á eftir að lifha heldur betur yfir mörgum gömlum rokkaðdáendum þegar líða fer á marsmánuð, en þá er væntanleg til landsins ein frægasta hljómsveit Breta á sjöunda áratugn- um. Þetta er hljómsveitin Yardbirds sem hafði ómæld áhrif á aðrar hljóm- sveitir sem komu í kjölfarið. Yardbirds átti sitt blómaskeið um svipað leyti og The Beatles og Rolling Stones voru að komast í guðatölu. Yardbirds var þó alltaf í bakvarða- sveitinni og náði aldrei þeirri frægð sem hún átti skilda. Kannski var það vegna þess að oftar en ekki var uppi tónlistarágreiningur í hljómsveitinni, sem skilað sér í mannabreytingum. Eitt er þó víst að engin hljómsveit hef- ur haft jafh frægar gítarherjur á sín- um snærum, en meðal gítarleikara í Yardbirds voru Eric Clapton, Jeff Beck og Jimmy Page og nöfh þeirra segja allt um stöðu þeirra innan rokksins. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar nú, Chris Dreja og Jim McCarthy, hafa verið með sveitinni frá upphafi og eins og gefur að skilja hafa þeir gengið í gegnum sætt og súrt. Oft hafa verið gloppur í starfsemi hljómsveit- arinnar, en þessa dagana eru þeir Dreja og McCarthy á fullu með sveit- ina og von er á nýrri plötu frá þeim innan skamms. Yardbirds var stofhuð 1963 og var hljómsveitin fyrst og fremst rythm and blues hljómsveit í upphafi. í fyrstu útgáf- unni voru Keith Relf, söngur (lést 1976 þegar Þegar Eric Clapton var í Yardblrds Talib frá vinstri: Keith Relf, Chris Dreja, Jim McCarthy, Paul Samwell- Smith og Eric Clapton. hann fékk rafmagn í sig frá gítar sem hann var með í höndunum), „Top" Topham, gítar, Chris Dreja, gítar, Paul Samwell-Smith, bassi, og Jim McCarthy, trommur. Strax á fyrsta ári sveitarinnar yfirgaf Topham hana og Eric Clapton kom í hans stað. Fyrsti smellurinn þeirra var For Your Love og með það lag í farangrinum komust þeir í hóp vinsælustu hljóm- sveita á þessum tíma. Þegar Eric Clapton yfírgaf Yardbirds til að taka sæti aðalgítarleikarans Johns Mayals í Bluesbreakers fyllti Jeff Beck sæti Yardblrds í dag Taliö frá vinstri: Gypie Mayo, John Idan, Jim McCarty, Alan Glen og Chris Dreja. hans og gítarhljómurinn var jafh sterkur en öðruvísi og ekki varð gítar- hljómur sveitarinnar verri þegar ung- ur nýliði, Jimmy Page, kom einnig til liðs við þá sem fyrir voru. Yardbirds starfaði af miklum krafti til 1968, þá hætti hún störfum og með- v limirnir dreifðust út um allt. Hljóm- sveitin kom síðan öðru hvoru saman á níunda áratugnum. Það var þó alltaf eftirspurn eftir tónlist þeirra og þegar Yardbirds var tekin í „Rock and Roll Hall of Fame" í Bandarikjunum 1992 fannst Chris og Jim vera kominn ttmi til að endurnýja hana og fara á „túr". Síðsn hefur Yardbirds verið starfandi. Þaö er mikill fengur í þessum hetj- um rokksins til íslands og er forsala þegar hafin á tónleikana sem verða á Broadway 27. mars. -HK t Gób stemnlng Unglingarnir sátu þétt og fylgdust meb tískusýningunni afathygli. tfövinna isumarJ Leiðbeinendastörf með hressu, ungu fólki Vlljum ráða leiðbeinendur í sumarstörf. Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörin fyrir þá sem kraftur er í og kjósa útiveru og skemmtilegan félagsskap. Væntanlegir leiðbeinendur sækja námskeið í upphafi ráðningartímans, t.d. í stjórnun, vinnu með unglingum, ýmsum öryggismálum og verklegum störfum. Athugið að margvísleg reynsla og þekking fæst með þessum störfum, sem nýtist fólki vel, þegar horft er til framtíðar. Umsóknir og upplýsingar eru á heimasíðu skólans: www.vinnuskoli.is Nánari upplýsingar um sumarstörf í síma 563 2750 VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagötu 19 »101 Reykjavík Sími 563 2700 • Fax 563 2710 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.