Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 Fréttir DV Nafn: Benedikt Jóhannesson. Aldur: 47 ára, naut. Fjölskylda: Kvæntur Vigdísi Jónsdóttur, 3 börn. Menntun: BS í stærófræöi, MS í tölfræöi og Ph.D i tölfræöi. Starf: Framkvæmdastjóri Heims hf. og situr í stjórnum nokkurra félaga. Efni: Tekur í dag vió sem stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags ís- lands. Benedikt Jóhannesson hefur verið að hasla sér völl sem einn helsti valdamaður í íslensku við- skiptalífi, situr þegar í stjórnum fjölmargra félaga og er stjórnar- formaður í Nýherja, Skeljungi, Myllunni og nú Eimskipafélaginu. Þegar leitað er eftir palladómum samferðamanna um Benedikt ber flest að sama brunni. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar versl- unar og samstarfsmaður Bene- dikts til margra ára, er ekki í vafa eftir hverju menn eru að sækjast þegar þeir leita til Benedikts um að taka að sér trúnaðarstörf eins og stjórnarformennsku. „Benedikt er afar heiðarlegur maður og réttsýnn. Hann er glögg- ur og eldfljótur að greina aðal- atriði frá aukaatriðum. Hann er hugrakkur og lætur engin mál slá sig út af laginu. Stjórnarfor- mennska er í eðli sínu eftirlits- hlutverk þar sem fylgst er með gangi mála og unnið að stefnumót- un og markmiðssetningu. í slíkri vinnu er mjög gott að hafa mann sem heldur sig við aðalatriðin og sér þau strax,“ segir Jón G. Hauksson. Viðmælendur DV eru allir sam- mála um að Benedikt sé afar hæfi- leikaríkur leiðtogi sem leiðir vinnu hóps manna án þess þó að skipta sér of mikið af daglegu starfi. Þá er hann stálminnugur og fullyrt að fletta megi í honum eins og bók. Hreinn og beinn Benedikt er sjálfstæöismaður en siður en svo að elta vilja flokksins í einu og öllu. Hann stendur fast á sínu, er mikill prinsippmaður og óhræddur að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Þótt Benedikt hafi ekki hátt eða berist á er þó ekki hægt að segja að hann læðist með veggjum. Greinar hans um ýmis mál þykja skeleggar og hafa vakið athygli. Þar er stund- um fast að orði kveðiö og engum hlíft. Haukur Lárus Hauksson blaöamaöur Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myllunnar, hefur unnið náið með Benedikt í bráðum 8 ár. Hann tek- ur undir ofanritað og bætir við að það sé afar gott að vinna með hon- um. „Auk þess að vera eldklár og snöggur að sjá aðalatriði máls er hann alltaf hreinn og beinn. Mað- ur veit nákvæmlega hvar maður hefur hann.“ Á eigin verðleikum Benedikt er vel í sveit settur ef ætt hans er skoðuð. Hann er af Engeyjarættinni en móðir hans var systir Bjama Benediktssonar for- sætisráðherra. Og svo er hann Zoéga í foðurættina en faðir hans, Jóhannes Zoega, var hitaveitustjóri í Reykjavík. Benedikt hefur aldrei leitað upphefðar með ættartengsl .sín að vopni. „Þeir sem sækjast eft- ir starfskröftum Benedikts eru fyrst og fremst að hugsa um hæfi- leika hans,“ sagði Jón. Stærðfræðiséní Benedikt hefur alla tíð þótt metnaðargjarn maður. Hann var afburðanemandi og fékk fjölda verðlauna í stærðfræði í háskól- um í Bandaríkjunum. En hann var aldrei utangátta. Eða eins og einn gamall félagi sagði: „Bene- dikt er mikill stærðfræðingur en hann er eðlilegur stærðfræðing- ur.“ Benedikt var mjög áberandi í fé- lagslífi í menntaskóla, var í stjórn málfundafélagsins Framtíðarinn- ar í MR og síðan formaður. Það vissu allir í MR hver Benedikt var á þessum tíma. Spyrja má af hverju maður með hæfileika Benedikts hafi ekki far- ið á kaf í stærðfræðina sem fræði- grein. Viðmælendur DV svara því til að hann sé einfaldlega svo áhugasamur um það sem hann tekur sér fyrir hendur og hann þrífist mjög vel í viðskipta- umhverfi. Benedikt heldur stærð- fræðinni þó við, hefur verið próf- dómari í stærðfræði og var for- maður Hins íslenska stærðfræði- félags í tvö ár. Benedikt er mikið fyrir göngu- túra og spilar körfubolta reglulega árla morguns með félögum sínum. Heimildir herma að hann sé Vals- ari að upplagi. Hann les heil ósköp og á ferðalögum erlendis má oft sjá eftir honum inn í bókabúðir. Annars er Benedikt lýst sem ferðaglöðum fjölskyldumanni. Fyrirtaks veislustjóri Þeir sem séð hafa Benedikt í sjónvarpi eða hitt hann verða fljótt varir við mikla kímnigáfu. „Benedikt er einn mesti húmoristi sem ég hef kynnst," segir Jón G. Hauksson og fleiri taka undir það. Og hann er alls ófeiminn við að koma fram, nýtur þess satt að segja. Hann þykir góður ræðu- maður, talar gjaman blaöalaust, og er ósjaldan fenginn í hlutverk veislustjóra. Kímnigáfa hans þykir þó á stundum svolítið sérstök og sting- andi. Og hnjóti menn um eitthvað sérstakt í fari Benedikts er það helst að hann þykir stundum svo- lítið stífur á meiningunni sem aft- ur má rekja til þess að hann er mikill prinsippmaður. Sumum kann að finnast hann þver á stundum en hann stendur þannig að málum að síður kastast í kekki milli hans og þeirra sem kunna að vera á öndverðum meiöi. Skeljagrandabræður ákærðir fyrir tvær fólskulegar líkamsárásir: Segjast hafa fyllst skelfingu og því skilið fórnarlambið eftir Aðalmeðferö í máli tveggja bræöa, sem eru m.a. ákærðir fyrir tvær líkamsárásir síðastliðið sum- ar, hófst fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. í ákærunni segir m.a. að bræðrunum sé gefið að sök að hafa að morgni fóstudagsins 2. ágúst sl. veist að ungum manni á heimili sínu að Skeljagranda og síðan barst leikurinn út og endaði á göngustíg við Rekagranda. Bræðurnir eru ákærðir fyrir að hafa slegið mann- inn í andlit og líkama með kreppt- um hnefum og bareflum, stungið hann og skorið meö eggvopnum og misþyrmt honum með öðrum hætti með þeim afleiðingum að hann hlaut m.a. tólf stungu- og skurðsár í andlit og líkama, gat á vinstra eyra, sem £innar ákærða veitti honum með beltisgatara, brot í ennisbeini og nefrót, fjóra skurði á höfði, blóö- söfnun undir höfuðleðri og lífs- hættulega blæðingu milli heila- himna. Bræðurnir eru einnig ákærðir fyrir líkamsárás sama morgun við Eiðistorg en þá réðust þeir á mann og slógu hann m.a. með skóflu í handlegg, sneru hann niöur, bitu í handlegg og spörkuðu í höfuð hans þar sem hann lá. Þeir hafa við- urkennt sakargiftir aö hluta. Fylltust skelfingu Bræðurnir báru báðir vitni fyrir réttinum í gær og viðurkenndu hvað varðar fyrri árásina að til átaka hefði komiö á heimili þeirra í kjölfar þess að þeir töldu að fórnar- lambið hefði stolið peningum frá þeim. Annar bræðranna viður- kenndi við vitnaleiöslur að hafa slegiö hann nokkrum sinnum í bak- ið með kústskafti og hinn viður- kenndi að hafa gatað í eyra hans með beltisgatara og kýlt hann nokkrum sinnum í andlitið með hnefanum með þeim afleiðingum að hann féll við og skall með höfuðið í ofn. Við það hefði blætt mikið úr höfði hans og hefðu þeir bræður skolað hann í baðkari þeirra og vaf- ið grisju um höfuð hans. Hann lýsir atburðinum síðan svo að eftir þetta hafi þeir farið út með manninn í þeim tilgangi að láta hann vísa á peningana. Fórnarlambið hafi verið með fullri meðvitund á þeim tíma. Bræðurnlr koma fyrlr dóm í gær Réttarhöld í máli Skeljagrandabræöra hófust í gær en þeir eru ákæröir fyrir tvær fólskulegar líkamsárásir sem báöar áttu sér staö síöastliöiö sumar. Bræöurnir hafa setiö í gæsluvarðhaldi frá því um verslunarmannahelgi eöa síöan þeir voru valdir aö seinni árásinni. Þeir hafa áöur komist i kast viö lögin. Eria Kristín Árnadóttir blaöamaöur Komið hafi til ryskinga og hann haupið í burtu en lent í öðrum bræðranna og við það fallið í gang- stéttina og rotast. Sagði hann þá bræöur hafa fyllst við þetta mikÚli skelfingu og þeir ákveðið að fara með hann í leikskólagarð og skilja hann þar eftir í þeirri von að hann fyndist fljótlega. Fómarlambið lá eftir alvarlega slasað á gangstétt- inni. Stangastá Réttarhöldin eru umfangsmikil en á þriðja tug vitna hefur verið kvaddur fýrir dóminn. Þar á meðal eru nágrannar í Grandahverfi eða fólk sem átti leið hjá á sama tíma og árásin. Þá verða nokkrir sérfræð- ingar kvaddir til en einn þeirra, Þóra Steffensen réttarmeinafræðing- ur, kom fyrir dóminn í gær. Hún segir útilokað að frásögn bræðranna af því að fómarlambið hafi hlotið höfuðáverka þegar það féll tvívegis; fyrst á heimilinu og síðar á göngu- stígnum. Hún segir áverka fórnarlambsins eftir ýmis vopn. Þannig stangast vitnisburður bræðranna á við vitn- isburð Þóru að hluta. Aðalmeðferð málsins verður framhaldið fyrir Héraðsdómi í dag. Vaxtalaus bílalán hjá Bílalandi Bílaland, söludeild notaðra bOa hjá B&L, býður allt að einnar millj- ónar króna vaxtalaus bOalán dag- ana 12. tO 15. mars nk. Lánin eru tO aUt að 48 mánaða og verða fáan- leg þessa fjóra tOboðsdaga. „Langflest bOakaup eru gerð með bOalánum," segir Guðlaugur Andri Sigfússon, sölustjóri hjá B&L. „Því finnst okkur ekki úr vegi að bjóða tímabundið hagstæð lán í stað hefð- bundinna tilboða," segir Guðlaugur Andri. Auk BOalands verða vaxtalaus bílalán í boði þessa daga hjá þrem- ur umboðsaðUum B&L eða Bflasölu Akureyrar, BUasölu Keflavíkur og BUási á Akranesi. -GG Gagnrýna meö- ferð barna með hegðunarvanda Félag grunnskólakennaara segir að alvarlegt ástand hafi skapast víða í skólakerfinu vegna barna með miklar hegðunar- og tilfinn- ingaraskanir. Arsfundur félagsins beinir þeim tilmælum tfl stjórn- valda að skoða frá öUum hliðum heUdstæð úrræði fyrir þennan hóp. Kennarar hvetja stjómvöld tO þess að veita fagfólki sem á að sinna málefnum bama með geðraskanir svigrúm og aðstöðu tU þess að veita þá þjónustu sem þessi börn eiga rétt á. -GG Pýísurtð hjálpar Regn- bogabörnum Forsvarsmenn Norðlenska og Regnbogabarna, fjöldasamtaka gegn einelti, hafa undirritað samstarfs- samning sem felur í sér að Regn- bogaböm fá hlut af hverjum seld- um Goðapylsupakka frá Norð- lenska til 1. mars 2004. Um árssamning er að ræða og kveður hann á um að af hverjum seldum Goðapylsupakka fá Regn- bogabörn 10 krónur. Miðað við sölu í pylsum frá Norðlenska á síöasta ári hefði þaö gefið af sér rúma eina miUjón króna á þeim tíma. Með þessu fá samtökin regluleg- ar upphæðir í hverjum mánuöi, sem kemur sér vel fyrir samtök í uppbyggingu sem þurfa á regluleg- um framlögum að halda. -GG Nýtt blað fypii* Suðurnesjamenn og Sunnlendinga Nýtt fréttablað hóf göngu sína á íslandi í gær og ber nafnið Suður- fréttir. Því er dreift með íslands- pósti inn á heimUi allra Sunnlend- inga og Suðurnesjamanna á hverj- um miðvikudegi, þ.e. til allra í væntanlegu Suðurkjördæmi eða aUt frá Garðskagavita í vestri tU Horna- fjarðar í austri. Blaðið er gefið út af íslenskri fjölmiðlun, sem áður gaf út Suðurnesjafréttir á Suðurnesjum um árabU. Suðurnesjafréttir verða lagðar niöur í kjöUarið. Eigendur Suöurfrétta segja að blaðið verðir stærsta héraðsfrétta- blað landsins og því sé ætlaö að verða snar þáttur í lífi íbúa kjör- dæmisins. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.