Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003 Skoðun DV Fiskeldi í sókn Guðmundur G Þórarinsson verkfræöingur Skoðun Loks lýsa allir því yfir að fisk- eldið sé framtíðargrein. Gríðar- lega mikið er að gerast í þessari grein á íslandi. Öflug fyrirtseki hafa hafið fiskeldi. Á níunda áratugnum hófst mikil sókn í fiskeldi sem því miður lognaðist út af. Hefðum við staðið af okkur þá erfiðleika sem þá risu væri fiskeldi orðið mikilvægur þáttur í þjóðarbúinu nú. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna uppgang fiskeldis á þeim árum og oft af ósanngimi. Ekkert nema eiturlyfjasala Þegar slagurinn stóð sem hæst um fiskeldið á níunda áratugn- um lét ég hafa eftir mér í Þjóð- viljanum að ekkert nema eitur- lyfjasala gæti staðið undir þeim kjörum sem fiskeldinu voru búin þá. Rekstrarlán voru veitt en þau tóku ekki mið af því að greinin var að byrja. Það tók nánast 3 ár frá því að hrogni var klakiö þar til unnt var að selja laxinn sem matvöru. Eigi að síður voru rekstrarlánin þannig að metinn var lífmassi mánaðarlega, láns- fjárhæð reiknuð og vextir láns- ins mánuðinn á undan dregnir frá. Þannig minnkaði lánsfjárhæð stöðugt og vaxtagreiðslur hækk- uðu þó allir vissu að framleiðsl- an yrði ekki söluverðmæti fyrr en að þrem árum liðnum. Vextir voru reiknaðir í dollurum og skilyrði þess að fá lánið var að ákveðin trygging væri greidd. Þessi trygging ásamt vöxtum svaraði til milli 20 og 30% ofan á dollara, þ.e. nánast 20-30% vext- ir ofan á dollara fyrir atvinnu- grein sem tók 3 ár aö ná sölu- framleiðslu og vextir greiddir mánaðarlega afian tímann. Auð- vitað gat þetta ekki gengið. Mest erlendir aðilar Það voru mest erlendir aöilar sem stóðu að fiskeldinu á íslandi á þessum árum. Norskir aðilar stofnsettu ISNO í Kelduhverfi, ís- landslax á Reykjanesi, Fjallalax í Grímsnesi, Lindarlax á Vatns- leysuströnd, sænskir aðilar voru með hafbeitina í Hraunsfirði og bandarískir í Vogum og sænskir með eldisstöðina í Ölfusi. Þannig mætti lengi telja. Athyglisvert var að íslendingarnir sem lögðu af stað í fiskeldi á þessum árum voru mest á aldrinum milli 50 og 60 ára. þetta voru engir lukku- riddarar heldur hugsjónamenn sem margir lögðu allt undir. Ekki tapað fé Mikið var um gjaldþrot í fisk- eldinu þá. En mest af fénu sem lagt var í fiskeldi var lagt í stofn- kostnað sem nýst hefur þeim sem síðar hafa reynt sig við fisk- eldi. Þannig tapaðist þetta fé ekki, heldur er undirstaða í dag. Norðmenn leggja árlega úr opin- berum sjóðum meira í fiskeldi en úrtölumenn telja að hafi tapast á öllum þessum árum á íslandi. Hefði bankana ekki brostið þol- inmæði þá væri þessi grein öflug nú. Menn mega heldur ekki gleyma því að verðsveiflur á laxi hafa verið gríðarlegar. Þegar lax- eldi fór af stað á íslandi var verð- ið um 10$ á kg en fór síðan niður í 5-6$. Þetta var eins og þegar síldin hvarf. Síðan hækkaði verðið aftur en þá höfðu fjár- málastofnanir löngu misst þolin- mæðina hér. Margs konar erfiðleikar Margs konar erfiðleikar komu fram á leiðinni, sjúkdómar og rangt valin seiði til undaneldis o.s.frv. Allt voru þetta á vissan hátt bamasjúkdómar sem unnt var að takast á við. Nú getum við bara sagt: Hefðum við haldið út væri þetta mikilvæg atvinnu- grein nú. Menn mega heldur ekki gleyma því aö verösveiflur á laxi hafa veriö gríöarlegar. Þegar laxeldi fór af staö á íslandi var veröiö um 10$ á kg en fór síöan niöur í 5-6$. Þetta var elns og þegar síldin hvarf." Litla heimstónlistarhátíöin í Kópavogi Hljómsveltin South Rlver Band - „Lög og tónlist frá öllum heimshornum, meö íslenskum textum sem ein- kennast af kímni og eilítiö svörtum húmor. “ Háskólabær án tekna Ágúst Sigurðsson skrifar: Ég las pistil í DV nýlega frá Akureyri varðandi fjárhagsleg vandræði Leikfélags Ákureyrar. Síðan sá ég í DV einnig eins konar svar við þessum pistli þar sem það var nefnd fáheyrð upp- ástunga að leggja LA af og fá Þjóðleikhúsið til að senda sín verk norður. Sem íbúi hér á norðursvæðinu ftnnst mér það sjálfsagt að Þjóðleikhúsið sendi öll sín verk til Akureyrar til sýningar. Skattborgarar á Akur- eyri geta ekki tekið allar byrðar af hvers konar taprekstri á sig. Ekki einu sinni Háskólinn á Ak- ureyri er tekjuskapandi. Þangað sækir fólk til vinnu en greiðir jafnvel skatta sína syðra. Þaö er ekki nóg aö státa af háskólabæ ef starfsemin gefur ekkert af sér. Við skattborgarar erum ekki lengur sú hít sem hægt er að sækja í til að standa undir öðru en því sem gefur arð. Þetta er bara einfold staðreynd. Háskólinn á Akureyrl Ekki aröbær stofnun? „Þessar þrjár hljómsveit- ir munu fara á milli allra grunnskóla í Kópa- vogi og leika fyrir nem- endur, kennara og annað starfsfólk skólanna. “ Ragnar Haraldsson skrifar: Þótt nokkur tími sé um liðinn síðan langar mig til að segja frá alveg frábærum tónlistarmönn- um sem komu á óvart er þeir léku á þorrablóti einu þar sem ég var gestur. - Þeir kalla sig South River Band og eru 8 manna ís- lensk „alþýðuhljómsveit" sem, að sögn, var stofnuð árið 2000 af tón- listarmönnum sem eiga ættir sín- ar að rekja til Kleifa í Ólafsfirði. Hljómsveit þessi lék þama eigin lög og tónlist frá öllum heims- homum, með íslenskum textum sem einkenndust af kímni og eilít- ið svörtum húmor. Hljómsveit þessi hefur svo gengist fyrir söngkvöldum og tón- leikum víða um land á síðustu árum og er þar nýmæli að öllum textum er varpað á skjá og ætlast til að áheyrendur taki undir. Nú hef ég frétt að hljómsveit þessi muni koma fram, ásamt öðrum tveimur hljómsveitum, á Litlu heimstónlistarhátíðinni í Kópa- vogi 2003 sem byrjar fimmtudag- inn 13. mars. Hinar hljómsveitinar eru „BARDUKHA“ sem hefur langa reynslu að baki í margs konar tónlistarstílum en slær nú saman í Balzamer-tónlist, sem er ein- kenni hennar og á rætur að rekja til austur-evrópskrar, arabískrar og persneskrar tónlistarhefðar, en er einnig undir áhrifúm sígaunatónlistar. Og svo „RED RUM“ sem er fjögurra manna sveit frá Finnlandi og leikur írska, fransk-kanadíska og ftnnska tónlist. Sú hljómsveit hef- ur komið fram víða í Evrópu og tekið þátt í stærstu tónlistarhátíð- um á sviði þessarar tónlistar. South River Band-ið er hins vegar skipað þeim Grétari Inga Grétarssyni, Gunnari, Reyni Þor- steinssyni, Helga Þór Ingasyni, Jóni Árnasyni, Kormáki Þ. Braga- syni, Ólafi Sigurðssyni, Ólafi T. Þórðarsyni og Matthísasi Stefáns- syni. Þessar þrjár hljómsveitir munu fara milli allra grunnskóla í Kópavogi og leika fyrir nemend- ur, kennara og annað starfsfólk skólanna. - Tónleikar þessir eru styrktir af Fræðslu- og menning- arsviöi Kópavogsbæjar. íbúum bæjarins og öðrum nærsveitar- mönnum gefst tækifæri til að hlusta á þessar sveitir halda tón- leika í Salnum í Kópavogi fimmtudagskvöldið 13. mars kl. 20.30. Rannsókn á fyrirtækjum Jóhann Sigurðsson_sj<rifar: Almenningur hef- ur fengið þá tilfinn- ingu að nú sé meira eftirlit með því að fyrirtæki fari að settum lögum og reglum. Það er hætt við því að enn þrengist um kosti fyrirtækja til að sniðganga settar reglur þegar birtar verða niðurstöður þeirra rannsókna sem nokkur fyrir- tæki hér hafa orðið að sæta að und- anfómu. Það má líka búast við að þau fyrirtæki sem dómi sæta vegna bókhaldsóreiðu og/eða brots á regl- um að öðm leyti verði fyrir verulegu áfalli. í einhverjum tilvikum mun það ríða þeim að fuilu. Þetta er skaöi í litlu þjóðfélagi sem okkar, en engu að síður nauðsynlegt að allar niður- stöður verði birtar, öðmm til viðvör- unar. Sífellt aukið eftirlit. Vepðbótaþætti bunt Lilja Sigurðardóttir skrifar: Fram hefúr komið að Framsóknar- flokkurinn hyggst lækka tekjuskatt- inn úr tæpum 39% niður í eitthvað um 35%. Sú skattalækkun kæmi þó ekki til framkvæmda fyrr en seint og um síðir - einhvem tíma á kjörtíma- bilinu. Betra væri fyrir flesta sem greiða mánaðarlega eða hálfsárslega af lánum að afnema verðbótaþættina. Þeir em þungir í skauti og óþarfir í nánast engri verðbólgu. Ég skora á burðarflokkinn í ríkisstjóm, Sjálf- stæðisflokkinn, að afnema verðbóta- þátt á afborgun lána og á vextina. Þetta er hvort tveggja óskiljanlegt dæmi af venjulegu fólki, og það sem verra er - af bankafólki líka!. Sögvakeppni Sjonvarps Halldðr Einarsson skrifar: NÚ virð- ist komin mikil ringulreið í kringum sigurlagið í Söngva- keppni Sjónvarps- ins. Ýmsir álitsgjafar era fengnir til að tjá sig og sýnist sitt hverjum. Það þýðir aðeins eitt; sigurlagið góða getur ekki verið framlag okkar íslendinga í Evró- visjón-keppninni. Sumir vilja senda lag númer tvö, aðrir lag númer þijú. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hvoragt þeirra laga eigi að vera framlag okkar. Ég er þess fullviss að margir, já jafiivel mun fleiri en þeir sem kusu sigurlagið, hafa hrifist af laginu Femari, með suður-ameríska taktinum og sungið af Ragnheiði Gröndal. Þetta er lag sem myndi lyfta upp úr Evróvisjón-feninu sem er nú orðið ansi þung leðja. - Ferrari í keppnina, takk. Vítaverð náttúrverndarsamtök Kristinn Sigurðsson skrifan Það hlýtur að teljast óeðh hjá nátt- úrvemdarsamtökum, sem þiggja fé frá ríki og borg, að úthúða þeim framkvæmdum sem Alþingi íslend- inga hefur samþykkt. Að vita til þess að þessir ólánsmenn standa að því að úthrópa og rakka niður Landsvirkj- un, í þeim tilgangi að hún fái ekki lán hjá erlendum lánastofnunum er næsta ótrúlegt. Ég tel að þeir sem þama eiga í hlut séu ekki þjóðhollir menn, heldur óþjóðhollir í hæsta máta. Það ætti að víta Náttúravemd- arsamtökin opinberlega fyrir skemmdarverk gegn íslenskri þjóð. Lesendur geta hringt allanlsólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Skaftahlíö 24,105 ReykJavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Ferrari var flottast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.