Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2003, Síða 24
4
FIMMTUDAGUR 13. MARS 2003
24
Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
IWilWiiEB
^ 85 ára_____________________________
Bárður Sigurðsson,
Rauöagerði 20, Reykjavík.
80 grg___________________________
Erlendur Magnússon,
Austurbrún 2, Reykjavík.
75 ára___________________________
Björgheiður Eiríksdóttir,
Skúlagötu 40, Reykjavík.
Jóhann Friðjónsson,
Hesthömrum 10, Reykjavlk.
Valur Júlíusson,
^ Hraunbæ 168, Reykjavík.
Hann er aö heiman í dag.
70 ára___________________________
Bolli Thoroddsen,
Sæbraut 6, Seltjarnarnesi.
Erlingur Gísli Gíslason,
Laufásvegi 22, Reykjavík.
Tryggvi Jónsson,
Einbúa, Fosshóli.
60 ára___________________________
Anna Gréta Baldursdóttir,
Langholti 17, Akureyri.
Ari Teitsson,
Hrísum, Húsavík.
Guðmundur Þorstelnsson,
Rnnbogastööum.
Kjartan Guðfinnsson,
> Heiðarholti lb, Keflavík.
Ragnheiður Hulda Karlsdóttir,
Sigtúni 45, Reykjavík.
Ragnhildur Gísladóttir,
Lækjarbakka 2, Vík.
Rútur Kjartan Eggertsson,
Eyktarsmára 12, Kópavogi.
Steindór Sigurðsson,
Hlíöarvegi 52, Garðabæ.
50 ára___________________________
Andrea Stelnarsdóttlr,
Spóahólum 8, Reykjavík.
Daníel Magnússon,
'v Akbraut, Hellu.
Gréta R. Snæfells,
Smyrilshólum 2, Reykjavík.
Guðrún Helga Hauksdóttlr,
Vallarbarði 6, Hafnarfiröi.
Halldóra Birna Eggertsdóttir,
Sjávargötu 14, Bessastaöahreppi.
Hallur Steinar Jónsson,
Birtingakvísl 13, Reykjavík.
Sigurður Jakob Halldórsson,
Leirubakka 26, Reykjavík.
40 árg___________________________
Birgir Guðmundsson,
Eyrarvegi 21, Grundarfirði.
Brynja Rós Guðlaugsdóttir,
Kópnesbraut 21, Hólmavík.
Einar Sigurðsson,
Ásgarði 12, Reykjavík.
> Erlendur Bogason,
Huldugili 25, Akureyri.
Guðný Andradóttir,
Bakkahllð 14, Akureyri.
Hannes Bjarnason,
Karfavcgi 27, Reykjavík.
Ingibjörg Guðrún Sverrisdóttlr,
Stigahlíð 16, Reykjavík.
Jakobína Valgerður Davíðsdóttlr,
Dvergholti 3, Hafnarfirði.
Lllja Bjarnþórsdóttir,
Lundarbrekku 12, Kópavogi.
Lilja Pétursdóttir,
Baugholti 14, Keflavík.
María Lea Hjörleifsdóttlr,
Hverfisgötu 117, Reykjavík.
Ragnheiður Steinsen,
Álfaskeiði 24, Hafnarfirði.
Viðar Vilhjálmsson,
Litlu-Breiðuvík, Eskifirði.
lát
Jónas Einarsson Waldorff, Álsvöllum 4,
Keflavík, lést af slysförum sunnud. 9.3.
Kristjana Magnúsdóttir frá Hnjóti viö Ör-
lygshöfn, áður Suðurgötu 50, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimlinu Garðvangi
mánud. 10.3.
Jón Kristján Jóhannsson læknir, Hlíðar-
húsum 3-5, Reykjavlk, lést á heimili
^sínu þriðjud. 11.3.
Ellert Emanúelsson varð bráðkvaddur
sunnud. 9.3.
Ragnheiður Jónsdóttir, Hraunvangi 1,
Hafnarfirði, andaöist á St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði sunnud. 2.3. Jarðarförin
hefur fariö fram í kyrrþey að ðsk hinnar
látnu.
Harvey Guðmundson andaðist á heimili
jjSÍnu í Chicago þriðjud. 25.2.
DV
Fímmtugur_____________; |
Helgl Máni Sigurðsson
sagnfræöingur og deildarstjóri
Helgi Máni Sigurðsson, deildar-
stjóri, Fagrahjalli 4, Kópavogi, er
fímmtugur í dag.
Starfsferill
Helgi Máni fæddist á Akureyri og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1974, BA-prófi frá HÍ
með sagnfræði sem aðalgrein 1978,
stundaði nám í sagnfræði á cand.
mag. stigi við HÍ 1978-79 og 2003,
lauk prófi í uppeldis- og kennslu-
fræðum við HÍ 1981, cand. mag.-
prófi í bókmenntum frá HÍ 1984,
lauk prófi frá öldungadeild Iðnskól-
ans í Reykjavík í prentsmíði 1988,
þ.m.t. offsetljósmyndun og hefur
sótt fjölda námskeiða, ráðstefna og
þinga innanlands og erlendis um
sagnfræði, minjavörslu, ljósmyndir,
tölvumál, skjalavörslu og stjórnun.
Helgi Máni var kennari við
grunn- og framhaldsskóla 1977-86,
safnvörður myndadeildar á Árbæj-
arsafni 1989-91, safnvörður muna-
deildar Árbæjarsafns 1991-96, deild-
arstjóri munadeildar 1996-2002, er
starfsmaður starfshóps um stofnun
sjóminjasafns frá 2002 og hafði um-
sjón með munaskrá Árbæjarsafns
1989-2002.
Helgi Máni hefur séð um upp-
setningu fjölda minjasýninga á Ár-
bæjarsafni og utan þess, sat í sýn-
ingamefnd Sögu Reykjavíkur - frá
býli til borgar" og var umsjónar-
maður tveggja af tíu herbergjum
þess og hafði umsjón með fjölda við-
burða og dagskráa á Árbæjarsafni,
einkum 1989-91. Hann hefur setið í
stjómum og nefndum ýmissa félaga
og nefnda í gegnum tíðina og situr
nú í stjórn íslandsdeildar Alþjóða-
ráðs safna (ICOM) og íslandsdeildar
Nordisk museumsforbund.
Helgi Máni var ritstjóri bókanna
Ljóri sálar minna og Mitt róman-
tíska œöi (óbirtar ritsmíðar Þór-
bergs Þórðarsonar 1904-1923),
1986-87, hefur haft umsjón með
prentuðu efni á vegum Árbæjar-
safns frá 1989, er ritstjóri tímarits
safnmanna frá 1991, ritstjóri og einn
höfunda Söguspegils, afmælisrits
Árbæjarsafns 1992, situr í íslensku
ritnefnd Nordisk Museologi frá
1995, sat í ritnefnd félagsblaðs
Starfsmannafélags Reykjavíkur
1993-98, er höfundur bókarinnar
Frumleg hreinskilni. Þórbergur
Þóröarson og mannlífiö á mölinni í
upphafl aldar, 1992, höfundur,
ásamt Yngva Þór Loftssyni, að bók-
inni Öskjuhlíö, náttúra og saga,
1993, höfundur bókarinnar Árbœjar-
safn, Leiösögubók, 1994,1995,1998 og
2001, hefur skrifað fjölda greina í
blöð og tímarit um menningarleg
efni, haldið fjölda fyrirlestra og
sinnt leiðsögn í fjölda minjaganga á
vegum Árbæjarsafns 1990-99 og á
vegum annarra aðila. Hann var höf-
undur og umsjónarmaður sjón-
varpsþáttarins Sértu lipur, lœs og
skrifandi, sýndur í Ríkissjónvarp-
inu 1992, þýddi bókina Grunnatriöi
safnastarfs, eftir Ambrose og Paine,
1998, var ritstjóri og aðalhöfundur
bókarinnar Elliöaárdalur, náttúra
og saga, 1998, höfundur, ásamt Egg-
ert Þór Bemharðssyni, að bókinni
Trésmiöafélag Reykjavíkur 100 ára,
1999, og höfundur bókarinnar
Vatnsaflsvirkjanir á íslandi, 2002.
Fjölskylda
Helgi Máni kvæntist 5.8. 1977
Kristínu Soffíu Baldursdóttur, f. 9.8.
1955, hjúkrunarfræðingi. Hún er
dóttir Baldurs Jónssonar rafvéla-
virkja og Þórunnar Theodórsdóttur
bókavarðar.
Synir Helga Mána og Kristínar
Soffiu eru Baldur Helgason, f. 1976,
vefhönnuður í Yew York; Teitur
Helgson, f. 1982, stúdent; Sigurður
Sindri Helgason, f. 1987, nemi; Ámi
Helgason, f. 1994, nemi.
Systkini Helga Mána eru Guðný
Sigurðardóttir, f. 1941, frönskukenn-
ari; Guðrún Kolbrún Sigurðardótt-
ir, f. 1943, d. 1983, kennari og leir-
kerasmiður; Gísli Heimir Sigurðs-
son, f. 1949, læknir.
Foreldrar Helga Mána eru Sigurð-
ur M. Helgason, f. 22.5. 1910, fyrrv.
bæjarfógeti og sýslumaður á Akur-
eyri og síðar borgarfógeti í Reykja-
vík, og k.h., Þorbjörg Gísladóttir, f.
16.8. 1917, húsmóðir og fyrrv. skrif-
stofumaður.
Ætt
Sigurðar er sonur Helga, verka-
manns á Akranesi, Guðbrandsson-
ar, b. á Klafastöðum í Borgarfirði,
bróður Bjama, langafa Ólafs
Bjamasonar, prófessors í læknis-
fræði. Bjarni var einnig langafi
Gunnars í Þórshamri, foður Þor-
steins, leikara og arkitekts. Þá var
Bjarni faðir Þórunnar, móður
Bjarna, b. í Vigur, föður Baldurs í
Vigur, Sigurðar, fyrrv. alþm., rit-
stjóra og sendiherra, og Sigurlaug-
ar, fyrrv. alþm. Annar bróðir Guð-
brands var Magnús, afi Steinþórs
jarðfræðings, foður Sigurðar pró-
fessors. Guðbrandur var sonur
Brynjólfs, b. á Ytri-Hólmi, Teitsson-
ar, bróður Arndísar, langömmu
Finnboga Rúts, föður Vigdísar Finn-
bogadóttur. Móðir Helga á Akranesi
var Margrét Helgadóttir, b. í Stóra-
botni, bróður Erlings, langafa Þór-
mundar, foður Jónatans prófessors.
Helgi var sonur Erlings, b. i Stóra-
botni, Árnasonar, og Margrétar
Sveinsdóttur, af Klingenbergsætt.
Móðir Sigurðar var Guðrún 111-
ugadóttir, b. í Stóra-Lambhaga í
Borgarfirði, Sigurðssonar.
Þorbjörg er dóttir Gísla, b, og
skipstjóra i Lokinhömrum í
Arnarflrði, Kristjánssonar og
Guðnýjar Guðmundsdóttur Hagalín.
Sjötugur
Magnús Finnbogason
fyrrv. bóndi og oddvíti aö Lágafelli í Austur-Landeyjum
Magnús Finnbogason, fyrrv.
bóndi að Lágafelli í Landeyjum,
Gilsbakka 2, Hvolsvelli, er sjötugur
í dag.
Starfsferilll
Magnús fæddist að Lágafelli í
Landeyjum og ólst þar upp í for-
eldrahúsum við öll almenn sveita-
störf þess tíma. Hann var í far-
skóla Austur-Landeyja, stundaði
síðan nám við Héraðsskólann að
Laugarvatni og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi 1951.
Magnús var á vetrarvertíðum
til sjós og lands í Vestmannaeyj-
um, Reykjavík og Hafnarflrði á
unglingsárum. Hann stundaði síð-
an húskap með foreldrum sínum,
tók við búi að Lágafelli 1959 og
stundaði þar blandaðan búskap til
2001. Þá fluttu þau hjónin á Hvols-
völl.
Magnús hefur verið leiðsögu-
maður á Njáluslóð sl. tvö sumur.
Magnús starfaði í ungmennafé-
laginu Dagsbrún og sat þar í
stjórn þess, starfaði í Búnaðarfé-
lagi Austur-Landeyja og sat í
stjórn þess um árabil, átti þátt í að
stofna til kornræktar í Austur-
Landeyjum og stofna félagsskap
því tengdan, sat í sveitarstjórn í
þrjátíu og fimm ár og var oddviti
Austur-Landeyjahrepps í tólf ár.
Hann sat í stjórn Kaupfélags
Rangæinga um árabil og í stjórn
Sláturfélags Suðurlands um árabil
en starfar nú í samtökum eldri
borgara á Hvolsvelli.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 1.4. 1961 Auði
Hermannsdóttur, f. 27.8.1935, hús-
freyju. Hún er dóttir Hermanns
Björnssonar, sjómanns og múrara
í Reykjavík, og k.h., Unu Jónsdótt-
ur húsmóður.
Börn Magnúsar og Auðar eru
Vilborg, f. 4.3.1962, fiskverkákona,
búsett á Akranesi, gift Gunnari
Hermannssyni, starfsmanni hjá
Haraldi Böðvarssyni hf. og eiga
þau þrjá syni; Finnbogi, f. 24.2.
1971, framkvæmdastjóri, búsettur
á Selfossi, kona hans er Þórey
Pálsdóttir, fjármálastjóri Alpan á
Eyrarbakka, og á hún þrjú börn;
Ragnhildur, f. 3.7. 1975, sálfræði-
nemi í Danmörku, maður hennar
er Guðmundur Erlendsson, sím-
smiður og bílstjóri, og á hann tvö
börn.
Systir Magnúsar er Hólmfríður
Finnbogadóttir, f. 1.7. 1931, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar, gift Reyni Jóhanns-
syni og eiga þau eina dóttur.
Foreldrar Magnúsar: Finnbogi
Magnússon, f. 26.2. 1903, d. 1959,
bóndi að Lágafelli í Austur-Land-
eyjum, og k.h., Vilborg Sæmunds-
dóttir, f. 30.1. 1902, d. 1.8.1990, hús-
freyja.
Magnús verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Útför Önnu Kristínar Jónsdóttur, Fögru-
brekku 5, Kópavogi, fer fram frá Kópa-
vogskirkju fimmtud. 13.3. kl. 15.00.
Útför Unnar Júlíusdóttur, Hringbraut 84,
Reykjavlk, fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtud. 13.3. kl. 15.00.
Guðrún Egilsdóttir, Hæðargaröi 35,
Reykjavík, veröur jarðsungin frá Bú-
staöakirkju fimmtud. 13.3. kl. 13.30.
Sigrún Johnsen Langelyth, Suöur-
hvammi 15, Hafnarfirði, veröur jarð-
sungin frá Fossvogskirkju fimmtud.
13.3. kl. 13.30.
Eiríkur Hreiðarsson garöyrkjubóndi,
Grísará, Eyjafjarðarsveit, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju fimmtud.
13.3. kl. 13.30.
Kristinn Sigmundsson, fyrrum bóndi á
Arnarhóli, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju föstud. 14.3. kl. 13.30.
Merkír Islendíngar
Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri Prent-
smiðjunnar Eddu, fæddist í Berufirði í
Reykhólasveit 13. mars 1904. Foreldrar
hans voru Jón Hjaltalín Brandsson,
bóndi á Kambi í Reykhólasveit, og k.h.,
Sesselja Stefánsdóttir. Föðursystir Stef-
áns var Daníelína, amma Kristjáns
Loftssonar, forstjóra Hvals, og Hrann-
ar Hafliðadóttur óperusöngkonu.
Stefán ólst upp á Kambi í Reykhóla-
sveit, lauk prófi frá Núpsskóla 1926, frá
Samvinnuskólanum 1929 og kynnti sér
spítalabókhald og rekstur í Danmörku
1931.
Stefán var gjaldkeri og bókari þriggja
rikisspítala 1930-1934, skrifstofustjóri og
varaframkvæmdastjóri ríkisspitala 1934-1937,
Stefán Jónsson
skrifstofustjóri gjaldeyris- og innflutnings-
nefndar 1937-1943, Viðskiptaráðs 1943-1947,
gjaldeyris- og innflutningsdeildar
1947-1953 og Innflutningsskrifstofunnar
1953-1960. Hann var framkvæmdastjóri
Prentsmiðjunnar Eddu hf. 1960-1980,
sat í úthlutunamefnd bifreiða 1938-
1943, var varamaður í stjórn Við-
skiptaráðs, Fjárhagsráðs og Innflutn-
ingsskrifstofunnar 1943-60, sat i út-
flutningsnefnd, í verðlagsnefnd, var
formaður sóknarnefndar Nessóknar,
átti sæti í olíunefnd, var formaöur
stjórnar Breiðfirðingaheimilisins hf. og
sat í stjórn Félags íslenskra prentsmiðju-
eigenda og Félags íslenska prentiðnaðarins
1963-1978. Hann lést 10.1. 1995.