Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 7 DV Fréttir Gagnrýni Samtaka iönaöarins á hátt gengi krónunnar svaraö: Kjarabót fyrir almenning og mörg fyrirtæki hagnast „Það er ekki rétt að allt at- vinnulíf sé hér að fara í kalda- kol út af háu gengi krónunn- ar,“ segir Tryggvi Þór Her- bertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla ís- lands, en Vilmundur Jósefs- son, formaður Samtaka iðnað- arins, sagði á nýafstöðnu Iðn- þingi að vextir og gengi væru að „kyrkja atvinnulífið" og „murka lífið úr“ ýmsum iðn- aði og ferðaþjónustu. „Ég held að það sé ljóst að þetta háa gengi er erfitt fyrir sjávarútveg, ferðaþjónustu og aðrar útflutningsgreinar," segir Tryggvi Þór. „En það verður að hafa i huga að þess- ar greinar bjuggu við hagstætt gengi í fyrra og árið þar áður og högnuð- ust mikið á því.“ Tryggvi minnir á að gengið ræðst á markaði og aðalástæðan fyrir háu gengi séu væntingar íjárfesta um uppgang í íslensku efnahagslífi. Hann bendir á að mörg fyrirtæki starfi á innlendum markaði og sum þeirra hagnist á háu gengi. „Við verðum líka að muna að styrking krónunnar þýðir að skuld- ir fyrirtækjanna lækka, jafnvel svo milljörðum skiptir, eins og í tilviki Landsvirkjunar. Síðast en ekki síst hefur kannski gleymst svolítið í Hclmlld: Seblabankl Ulanda. Unurltlö (ýnlr meöalgenfil fyrir hvem mánuö. GENGI KRONUNNAR FRA 1996 Aöeins yfir meðaltali Samtök iðnaðarins segja háttgengi vera að „kyrkja atvinnu- lífið“ en Seöiabankinn bendir á að raungengi sé aöeins rétt yfir tíu ára meöaltali. þessari umræðu að hærra gengi fel- ur í sér kjarabætur fyrir fólk í land- inu því að innfluttar vörur verða ódýrari," segir Tryggvi Þór. Litskrúðugar lýsingar „Nei, þetta eru nú ansi litskrúð- ugar lýsingar hjá mönnum," segir Arnór Sighvatsson, deildarstjóri hagfræðisviðs Seðlabanka íslands, spurður um hvort hann tæki undir orð Vilmundar Jósefssonar. „Gengið hefur náttúrlega hækkað verulega en það er ekkert fjarri þvi að vera í langtímameðaltali. Raungengið er aðeins að færast yfir 10 ára meðaltal en hefur hins vegar verið mun hærra í toppum.“ Vilmundur sagði á Iðn- þingi að ekki mætti ein- blína á verðbólgumark- mið en meginverkefni Seðlabankans er að halda verðbólgunni lágri. Amór segist ekki vita hvað menn eigi við þegar talað sé um að „einblína ekki á verðbólgumarkmið" og segist telja markmið bankans skynsamlegt. Vilmundur gagnrýndi háa vexti ekki síður en gengið; sagði vextina hér jafnvel þrefalt hærri en annars staðar og að vart þekktust hliðstæður meðal þróaðra ríkja jafnvel þótt leitað væri um víða veröld. „Það voru mjög óvenjulegar að- stæður hér sem kölluðu á svo háa vexti,“ segir Arnór Sighvatsson. „Vextimir hafa síðan minnkað og vaxtamunurinn á skammtíma- skuldabréfum á milli íslands og annarra landa hefur sjaldan veriö minni en nú. Auk þess ber að hafa í huga að vextir í Bandaríkjunum og í Evrópu eru í lágmarki - í Banda- rikjunum eru þeir í 40 ára lág- rnarki." -ÓTG Yoga Spinning með Jónínu Ben 8 vikur í Veqgsport Konutímar / karlatímar Unglingatími meö Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, 18 ára. 18 ára og yngri sem vilja vera í formi. Verð 14.500 Eldri nemendur 12.000 Unglingatímar 12.000 Hjón 24.000 FIA skólinn, w nám í einkaþjálfun Sumarnámskeið. Skráning í Veggsport í síma 577 5555. Stórtónleikar Isafjarðarkirkja fimmtud. 20. mars kl. 20:30 Dagskra • Karlakórinn Ernir • Kristín S. Sigtryggsd. einsöngvari • Sunnukórinn • Gospelkór Vestfjaröa • Tónlistaratriöi frá Tónlistarskóla ísafjarðar Söngstjóri: Steingrímur Þorgeirsson Kynnir: Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi Hallgrímskirkja laugard. 22. mars kl. 17:00 Dagskrá • Kammerkór Seltjarnarneskirkju • Kvennakór Reykjavíkur • Kammerkór Suðurlands • Kvennakór Hafnarfjarðar og Kór Flensborgarskóla • Kristín S. Sigtryggsdóttir einsöngvari • Kammerkór Reykjavíkur • Karlakórinn Þrestir • Árnesingakórinn í Reykjavík • Söngfélag Skaftfellinga • Á páskum. Höfundar Sigurður Bragason og Valdimar Lárusson • Signý Sæmundsd. einsöngvari • Snorri Wium einsöngvari • Davíð Ólafsson einsöngvari Söngstjóri: Sigurður Bragason Félagsheimilið Klif Ólafsvík fimmtud. 20. mars kl. 20:30 Dagskrá • Kirkjukór Ólafsvíkur • Þórunn Pétursdóttir einsöngvari undirleikur Dóra Erna Ásbjörns- dóttir og Gústav Ásbjörnsson • Örmyndir - Englar afdalsins • Kirkjukór Akranes • Anita Ómarsdóttir einsöngur • Unglingahljómssveit Ólafsvíkur • Kirkjukór Hellisands • Unglingahljómssv. Dalamanna • Sex í sveit • Gospelkór Ólafsvíkur • Samsöngur gospelskóranna • Davíð Ólafsson einsöngvari Söngstjóri: Jónína Erna Arnardóttir Kynnir: Gunnar Kristjánsson fyrrv. formaður HSH Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi fimmtud. 20. mars kl. 20:30 Dagskrá • Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona • Gunnar Björnsson sellóleikari • Jónas Ingimundarson píanóleikari • Jórukórinn • Kammerkór Suöurlands • Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands • Karlakór Selfoss • Katrín Sigurðardóttir söngkona • Kristjana Stefánsd. söngkona • Loftur Erlingsson söngvari • Njálusönghópurinn - Saga singers • Tónlistartríó: Margrét Stefánsdóttir sópran Joanna Wlaszczyk píanó Jóhann i. Stefánsson trompet • Unglingakór Selfosskirkju • Vörðukórinn Tónlistarstjórar: Kristín Sigurðar- dóttir og Stefán Guðmundsson Kynnir: Guðni Ágústsson ráðherra Félagsheimilið Valaskjálf Egilsstöðum fimmtud. 20. mars kl. 20:00 Dagskrá • Kammerkór Reykjavíkur • Keith Reed óperusöngvari • Barnakór Egilsstaða • Menntaskólinn Egilsstööum • Skólakórar grunnskólanna á Egilsstöðum og Eiðum • Davíð Viðarsson einsöngvari • Ingvar Kristinsson einsöngvari • Sigurlaug Arnard. einsöngvari • Þorsteinn Þorsteinss. einsöngv. Tónlistarstjóri og kynnir: Jón Guðmundsson Glerárkirkja Akureyri fimmtud. 20. mars kl. 20:30 Dagskrá • Signý Sæmundsdóttir einsöngur • Barnakór Glerárkirkju • A. M. Chelkowska píanóleikari • Sálubót blandaður kór úr Þingeyjarsýslu • Tónlistarskóli Akureyrar • Karlakór Eyjafjarðar • Kór Glerárkirkju • Kvennakór Akureyrar Kynnir: Þorsteinn Pétursson Allur ágóði af tónleikunum rennur í sérstakan forvarnarsjóð UMFÍ þar sem áhersla verður lögð á að fræða foreldra um fyrstu einkenni og rétt viðbrögð við fíkniefnaneyslu unglinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.