Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 Fréttir 9 DV Loðnumok Loönuvertíöinni er lokiö aö sinni, en veiöi var nú minni en oft áöur þrátt fyrir aö sjávarútvegsráöherra hafi gefiö út 50 þúsund tonna viöbótarkvóta. Loönuverksmiöjum kemur til aö fækka eitthvaö á næstunni, en þeim hefur fækkað um 5 á síöustu 3 árum. Þróunin er færri en fullkomnari loðnuverksmiðjur. Flotinn er líka aö reskjast, og því má búast við einhverri endurnýjun á næstu árum í bátaflotanum. Fiskimjölsverksmiðjan á Raufarhöfn Verður starfsemi hennar lögð af með hrikalegum afleiöingum fyrir atvinnulífiö á Raufarhöfn? Raufarhofn Framhaldsrekstur fiskimjölsverksmiöjunnar er lífsspursmál fyrir íbúana. Vaxandi smábátaútgerö leysir ekki þann vanda. fiskimjöls vegna kúariðu mjög hávær innan Evrópusambands: ins en leiddi þó ekki til banns. í framhaldi kom svo upp umræða um díoxíneitrun í fiskimjöli og lýsi. Aðferð til að hreinsa díoxín úr mjölinu fannst. Á íslandi var sett i gang mikil rannsókn á dí- oxíni sumarið 1999, en þá voru engin gögn til um málið. Tölu- verðs taugatitrings gætti á þess- um tíma um framtíð mjölfram- leiðslu á íslandi, enda skiptir framleiðsla þeirra miklu máli fyrir afkomu útgerðarbæjanna og því mikilvægt að notkun fiski- mjöls yrði ekki takmörkuð. Á þessum tíma var í húfi 10 millj- arða króna útflutningur. Umræð- an um díoxín hefur síðan hjaðn- að og almenningur í Evrópu virðist ekki líta á fiskimjöl og fisk sem hættulegar afurðir vegna díoxínmengunar. En ef markaðir fyrir fiskimjöl hryndu mundi hrikta illilega í efnahags- kerfi íslendinga. Einar Sveinbjörnsson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, segir að umræðan og óttinn hafi hjaðnað en engu að síður hafi verið gerðar auknar kröfur í umhverfismálum til fiskimjölsverksmiðja, en við bruna þar myndast m.a. díoxín. ís- lendingar leggi því sitt af mörkum til að lágmarka díoxín í umhverf- inu, en auðvitað megi alltaf gera betur og að því sé stefnt. Hrikalegar afleiðingar „Það er svo mikið lífsspursmál fyrir okkur að verksmiðjan hér verði starfrækt áfram að við hreinlega trúum því ekki að nýir eigendur muni loka henni. Afleið- ingarnar yrðu hrikalegar. Við höldum í það að eftir að verk- smiðjunni veröur lokað á Reyðar- firði verður hér eina verksmiðjan á landinu sem verður með gömlu þurrkunaraðferðina á mjöli en það er ennþá mikill markaður fyr- ir þá tegund mjöls í heiminum. Auðvitað er einhver mengun frá verksmiðjunni þegar bræðslan er í fullum gangi. Mér finnst það bara gleðitíðindi þegar peninga- lyktin fer yfir bæinn og það amast enginn við henni hér á Raufar- höfn. Ég veit hins vegar að þar sem atvinnulífið er ekki eins háð verksmiðju og hér angrar þessi lykt marga. Ætli það hafi ekki nær 30 manns atvinnu í verk- smiðjunni þegar hún er í fullum rekstri og unnið á vöktum. Við viljum ekki horfast í augu við það að verksmiðjan verði lögð af. Við erum að vinna okkur út úr þreng- ingum sem bág fjárhagsstaða sveitarfélagsins veldur. Ein af for- sendum þess er að verksmiðjan starfi áfram," segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Raufar- hafnarhrepps. ÞJALFUNAR OG ÆFINGARPIIIUKTAR Ein líklegasta ástæða aukinnar tíðni offitu hjá börnum er sú að þau hreyfa sig minna í dag en á árum áður. í dag fer drjúgur tími margra barna í að horfa á sjónvarp eða að leika sér í tölvu - nokkuð sem þekktist varla fyrir 20 árum. Mikilvægt er að temja sér reglubundna hreyfingu á ungaaldri því oft er það mælikvarði á hvað verður síðar. Þess má geta að unglingar sem þjálfa sig reglubundið eru að meðaltali léttari, reykja síður og fitumagn blóðs þeirra reynist hagstæðara. Hreyfing er mikilvæg fyrir fólk á öllum aldrll MATSEÐILL DAGSINS Dagur 32 Morgunverður: ABT-mjólk Egg Ávaxtasafi, hreinn 1 dós 1 soðið 1 glas Hádegisverður: 1944/Grjónagrautur Kanilsykur Fjörmjólk 1 pakki 1 msk. 1 glas Miðdegisverður: Banani Jógúrt, ávaxta- 1 stk. 1 dós Kvöldverður: Plokkfiskur (Þykkvabæjar) Undanrenna 300 g = 1 glas Kvöldhressing: Appelsína 1 stk. pakki Áhrifaríkasta vopnið í baráttunni gegn offítu barna er eflaust það að foreldrar barnsins (eða aðrir þeir sem hafa með forræði þess að gera) temji sér heilbrigðar neyslu- og hreyfivenjur. Foreldrar eru í flestum tilvikum helsti mótandi barna sinna og því er mikilvægt að þeir gerí jákvæðar breytingar (ef þörf er á) á mataræði- og hreyfivenjum sínum því að annars taka börnin ekkert mark á þeim. Hvaða foreldri geturtil að mynda ætlast til þess að barnið fái sér epli ef mamman/pabbinn er á sama tíma að gæða sér á súkkulaði eða kartöfluflögum? Ef foreldrar hafa tileinkað sér gott mataræði og eru duglegir að hreyfa sig ættu þeir að vera í stakk búnir til að aðstoða barnið: • með því að hvetja það til að borða hægt og að hætta að borða þegar það er orðið satt. • með því að kenna því að velja sér fitulítið snakkfæði og að skammta sér hæfilega á diskinn. • með því að þvinga það aldrei til að klára af diskinum. • með því að hvetja til reglubundinnar hreyfingar eins og að hjóla, synda, stunda boltaíþróttir og skokka. • með því að forðast að koma boðskapnum til skila með frekju og yfírgangi. Annars er sú hætta fyrir hendi að barnið skilji skilaboðin á þann veg að það sé einskis virði nema ef iíkamsþyngdin sé lág og sltkur þrýstingur kann að ýta undir afbrigðilega neyslu eins og lotugræðgi eða lystarstol. Kveðja, Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur HReyfinc frItt f 3 daga HReylmG Ef þú hefur ekki æft í Hreyfingu áður en langar tíl að prófa bjóðum við þér að koma og æfa frfttf þrjá daga tit reynslu gegn framvísun þessa miða. Hríngdu í sfma 568-9915 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa. Gíidir m 1. apríl 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.