Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 15 DV I kaldri veröld Óumdeilt er að á síð- ustu tveimur áratug- um hefur Helgi Þorgils Friðjónsson skapað sér myndheim sem á sér enga hliðstæðu í okkar stuttu myndlistarsögu. Við berum undir eins kennsl á búttaða drengi listamannsins, jafnvel úr mikilli ijar- lægð, þar sem þeir svífa um í tæru himin- plasti, ýmist fyrir vængjum eða skikkan skapara síns, eilítið tómlátir til augnanna. Helgi hefur einnig lagt fyrir sig listmiðlun á öðrum vettvangi af umtalsverðum dugn- aði, gallerírekstur og sýningarstjórn, auk þess sem hann hefur verið ófeiminn við að láta í Ijós skoðanir á myndlist og menning- arlífinu almennt. Sérstæður stíll Helga og eftirfylgni hefur og fært honum farsæld á vettvangi safna og sýningarhúsa. Efnt hefur verið til sérsýn- ingar á verkum hans í Listasafni íslands (1999), sem er fátítt um svo unga lista- menn, og nú fylgir Listasafh Reykjavíkur í kjölfarið með sérsýningu á nýjum verk- um að Kjarvalsstöðum. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með framvindunni í myndlist Helga allt frá því að hann hóf að yfirfæra teikningar sínar á striga snemma á níunda áratugn- um undir merkjum „nýja málverksins". Eins og margt annað í þessu nýja mál- verki eru þessar myndir Helga í hæsta máta „karnívalískar", þ.e. sýna veröld sem öll er uppíloft, venjum er storkað og viðteknum fegurðarsmekk gefið langt nef með ungæðislegum gálgahúmor. Öfugt við marga aðra starfsbræður sína tókst Helga að koma þessu efni til skila í smáu sniði, í grafíkmyndum, teikningmn og litlum ol- íumálverkum. Eimir eftir af þessum myndheimi í nokkrum litlum vatnslita- myndum á sýningunni að Kjarvalsstöð- um. Samræöur við heimslistina Það sem síðar gerðist í myndlist Helga orðar Ólafur Gíslason með eftirfarandi hætti í sýningarskrá: „Með árunum fór fókusinn í myndum Helga að skerpast og táknmálið í myndum hans að dýpka. Jafn- framt er eins og glíman við drauga fortíð- arinnar og sögunnar verði meðvitaðri og umfram allt ábyrgðarfyllri." Með öðrum orðum er myndlist Helga orðin nostursamari, hátíðlegri og meðvit- aðri um sjálfa sig í sögulegu samhengi. Hún inhiheldur ekki lengur frásagnir af skoplegum árekstrum mannfólks og kykvenda, létt klám eða fáránlega við- burði. Nekt.in í myndum hans er orðin sið- samleg og stofnanavæn, klyftir og handa- krikar snyrtilega rakaðir. Ég er hreint ekki viss um að þetta sé já- kvæö þróun. Fyrir það fyrsta er ákaflega lítið í þessari köldu veröld kynlausra vera, með sínum augljósu eða duldu tilvís- unum í endurreisnarlist og/eða goða- fræði, þess umkomið að hreyfa við ís- lenskum áhorfanda annó 2003. Eða gerist þörf á að árétta, eina ferðina til, að málari standi ávallt utan málverks síns og að málverk og veruleiki séu gjörólíkar eig- indir? Myndlist Þessi drög að „samræðum við heimslist- ina“, eins og Helgi lýsir myndlist sinni í viðtali, opinbera sömuleiðis tæknilega agnúa á henni sem aðdáendur hans horfa ýmist framhjá eða afgreiða sem bemska einlægni. Helgi hefur sjálfur nefnt áhuga sinn á „stællausri“ útlistun hlutanna. Hins vegar hefur hann, að því ég best veit, svarið af sér öll tengsl við naíflsma. Velsæld bernskunnar Ef við gefum okkur að áðurnefndar samræður eigi að vera á jafnréttisgrund- velli, er nokkuð ljóst að Helgi á margt ólært þegar kemur að samsetningu stórra nektarmynda í raunsæjum stíl. Hann geldur bersýnilega fyrir að hafa farið á mis við módelteikningu og rannsóknir á vöðva-og beinabyggingu í gamla Mynd og hand, því líkamar hans em beinlínis klunnalegir (Ólafur Gíslason talar kurt- eislega um „stífa drætti" þeirra), lausir við innri spennu vöðvaaflsins, auk þess sem hlutfollin í þeim eru á stundum svo frjálsleg að jaðrar við afbökun. Af þessu sprettur einnig þyngdarleysi líkamanna, vandræði listamannsins þegar kemur að því að jarðtengja þá. Því þrátt fyrir vand- lega málaðan bakgrunn landslags eru lík- amamir oftast í lausu lofti, jafnvel þegar þeim er ætlað að tylla sér á klettabrún eða flatmaga í grænu grasi. Loks sækja að manni efasemdir varð- andi samsetningu þessara mynda. Inn- byrðis sambandsleysi fólksins í þeim og birtan sem fellur jafnt á alla hluti, nær og flær, gerir að verkum að sérhvert málverk kemur manni fyrir sjónir sem flatt sam- safn ósamræmdra þátta, þar sem víxla má þáttum innbyrðis án breytingar á inntaki. Þama vantar sem sagt andrúmið - líming- una - í hið málaða sköpunarverk. Hvert gæti svo verið inntak þessara verka? Vísbendingar um það er að fínna víða í viðtölum við Helga. Honum er tíð- rætt um æsku sína, þá sæld sem fylgdi því að alast upp í sveit í samneyti viö náttúr- una og dýr merkurinnar, um postulíns- styttur af fuglum og fígúrum og engla á strömmum í stofunni heima hjá ömmu, um ævintýri og sögur á bókum. Áhorfand- inn fær ekki varist þeirri tilhugsun að þessi myndlist Helga, allt frá sjálfsmynd- um hans með fiskum og fiðurfé til mynd- raðarinnar af „tímamorðingjanum" (Næt- urganga á strönd), sé þrungin djúpstæðri eftirsjá eftir þessari horfnu sældartíð, þeg- ar veröldin var einfold, saklaus og hrein. Þetta er sá sannleikur sem hún felur und- ir grímu sinni, svo ég umorði niðurlags- orð Ólafs Gíslasonar í sýningarskrá. Aðalsteinn Ingólfsson Sýning Helga Þorgils stendur til 11. maí. Kjarvalsstaöir eru opnir alla daga kl. 10-17. Njálugleði Með hækkandi sól fara hetjur Brennu-Njáls sögu enn á kreik í Rangárþingi og næstu vikurnar verður efnt til fjölbreyttrar Njálugleði í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Hópum er boðin lif- andi leiðsögn um sögusvið Njálu i héraðinu og sýninguna Á Njáluslóð. Um helgar verða haldnar „söguveislur“ í mið- aldaskála þar sem rangæskar griðkonur bera gestum kræsing- ar matar og heimamenn Far vel, bróðir og vlnur Sigurður Sigmundsson tók þessa mynd viö Markarfljót afJóni Smára Lárussyni og Gísla Stefáns- syni í hlutverkum Gunnars og Kol- skeggs. Sýnir hún þá ögurstund er þeir bræöur kveöjast í hinsta sinn. skemmta undir borðum með sagnaglensi, spili og söng. Meðal þeirra sem stíga á svið eru kappamir úr leik- og söng- hóp Sögusetursins. Undir heit- inu Saga Singers hafa þessar syngjandi hetjur af Njáluslóð gert garðinn frægan beggja vegna Atlantsála með söngleik um Gunnar á Hlíðarenda sem nú hefur verið gefinn út á geisla- diskum. Þeir sem sækjast eftir skemmtilegri afþreyingu með menningarlegu ívafi ættu ekki að hika við að skella sér yfir heiðina og taka þátt í Njálugleði Sögusetursins. Í sumar geta menn boðið erlendum gestum sínum á Njálugleði bæöi á þýsku og ensku. ___________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Beyglur aö verða búnar Beyglur með öllu hafa gengið fyrir fullu húsi í Iðnó frá því í september en nú er svo komið að aðeins fimm sýningar eru eftir. Þetta er meinfyndið, áleitið og frumlegt verk þar sem fjallaö er um konur af öllum stærð- um og gerðum við aðstæður sem flestar ef ekki allar konur hafa upplifað sjálfar. í sýn- ingunni leika þær Amdís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Jóhanna Jónas og Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikstjóri er María Reyndal. Síðustu sýningar á þessu frábæra stykki eru 20.3., 21.3., 28.3., 3.4. og 6.4. Sími miöasölu er 562-9700, netfang miðasölu er beyglur@simnet.is. Líka á sunnudögum Við viljum líka minna á Stígvélaða köttinn sem hefur verið sýndur við miklar vinsældir á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu undan- farna laugardaga. Eftir sýningu koma leikar- amir fram, gefa gestum ís og spjalla við þá um ævintýrið. Gefst þá ungum leikhúsgest- um tækifæri til að bera upp ýmsar brenn- andi spumingar. Vegna mikillar aðsóknar verður Stígvélaði kötturinn einnig sýndur á sunnudögum í apr- íl. Munnleg hefð Aðalfundur Félags ís- lenskra fræða verður hald- inn í Sögufélagshúsinu, Fischersundi 3, annaö kvöld. Eftir venjuleg aðal- fundarstörf eða kl. 20.30 hefst opinn fyrirlestur Gísla Sigurðssonar, fræðimanns á Ámastofnun, sem nefnist: „Er nokkuð títt? Munnleg hefð á miðöldum og forsendur í fræðunum." Gísli ræðir efnið út frá doktorsritgerð sinni, Túlkun íslendingasagna í ljósi munn- legrar hefðar: Tilgáta um aðferð. Hann mun gera grein fyrir þeim nýjungum sem hann telur að felist í rannsóknaraðferö sinni og sem hefur að hans mati áhrif á alla umfjöll- un um sögulega þróun í upphafi ritaldar og lestur fornsagna sem bókmenntaverka og sögulegra heimilda. Hlýði menn fræði mínu Rósa Þorsteinsdóttir hefur valið efni úr gríð- armiklu safni Hallfreð- ar Amar Eiríkssonar af upptökum á ævintýr- um, þjóðsögum og þjóð- kvæðum og gefið út á geisladiski undir heit- inu Hlýði menn fræði mínu. Þar má heyra sögumenn segja sínar útgáfur af kunnum sög- um, til dæmis Söguna af Loðinkóp Strútssyni og Þorgeirsbola, einnig er farið með Gils- bakkaþulu, Rimur af Héðni og Hlöðvi, passíu- sálm og fleira vísnakyns. Hallfreður var um áratugaskeið einn ötul- asti safnari íslenskra þjóðfræða og i Stofnun Árna Magnússonar er varðveittur á böndum ómetanlegur fjársjóöur sem hann viðaði að sér víða um land og einnig vestan hafs, sam- tals meira en þúsund klukkustundir. Nýi diskurinn er gefinn út í heiðursskyni við Hallfreð Öm sjötugan af samstarfsmönnum hans á Ámastofnun. Allt efnið á diskinum fylgir í prentuðum bæklingi. Leikþáttasamkeppni 2003 Bandalag íslenskra leikfélaga auglýsir eftir leikþáttum og rennur skilafrestur út á mið- nætti 10. apríl nk. Þættimir mega ekki vera lengri en 1000 orð og mega ekki hafa verið fluttir opinberlega. Þættina skal senda í tölvupósti til lensherra@leiklist.is. Fullt nafn höfundar og kennitala skal fylgja þáttunum. Einnig skal fylgja dulnefni sem notað verður við birtingu á vefnum. Allur texti þátta skal sendur sem meginmál í tölvupósti. Ekki skal senda þætti sem viðhengi í tölvupósti!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.