Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2003, Page 32
JV * X FRETTASKOTIÐ Hafir þu abendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. SRIvlllMIM ALDREI sefur 550 55 55 www.gulalinan.is ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 Ungverjalands hófst í gær. Ferenc Mádl, forseti Ungverjalands, tók á móti honum meö heiðursveröi á Szent-György torgi í Búdapest. Heimsókn forseta íslands stendur í þrjá daga. Forsetinn mun meöal annars ræða viðskiptamál þjóðanna. Þá kom yfirvofandi stríð í írak til umræðu. Óiafur Ragnar Grímsson heldur í opinbera heimsókn til Slóveníu að lokinni Ungverjalandsheimsókninni. Stjórnarandstaöan gagnrýnir stjórnvöld harkalega í íraksmálinu:: fllveg forkastanlegt 11 Davið Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Ásgrimsson ut- anríkisráðherra hafa lýst yfir stuðningi við yfirlýsingu Bush, Blair og Aznar sem gefm var út á Azoreyjum þar sem Sameinuðu þjóðunum er gefinn sólarhrings- frestur til að ákveða hvort þær styðja stríð gegn írak. „Það er mjög alvarlegt mál að ríkisstjórn íslands sé að kljúfa sig frá þorra þjóða með þessum hætti. Bæði Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa á undanfómum vikum farið eins og kettir í kring- um heitan graut þegar þeir hafa verið spurðir út í afstöðu til átaka við írak. Og svo hefur það gerst sem margir hafa óttast að þeir voru ekki seinir að stökkva á stríðsvagninn með Bush og Blair um leið og færi gafst. Þaö er að mínu áliti grafalvarlegt mál að ís- land skuli stilla sér upp í alþjóða- samfélaginu með þessum hætti,“ segir Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Engin þjóð á eða má fara með ófrið á hendur annarri þjóð án þess að alþjóðasamfélagið standi gervallt á bak við slíka ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson á framboðsfundi Samfylkingarinnar í gærkvöld. „Stríð við írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna getur kveikt í því tundri sem við vitum að er í púðurtunnunni fyrir botni Miðjarðarhafs með skelfdeg- um afleiðingum. Ný styrjöld kynni að bresta á. Langvinnt stríð gæti hafíst. Það er hugsanlegt að það yrði grimmara og mannskæðara en nokkru sinni fyrr þar sem skelfilegum vopnum á borð við sýkla- og eiturefnavopn, jafnvel eitthvað enn verra, gæti verið beitt. Ég segi við ykkur á þessu kvöldi: Þessa áhættu hefur enginn þjóðarleiðtogi leyfi til að taka einn sins liðs.“ „Þetta er alveg forkastanlegt. Þetta kemur mér ekki á óvart, þeir hafa passað það vandlegar en sjáaldur augna sinna að segja aldrei neitt sem mætti túlka sem beina gagnrýni á framgöngu Bandaríkjamanna í þessu máli. Þeir hafa forðast að tala með skýr- um hætti á Alþingi og komið i veg fyrir að tillaga þar sem lýst er andstöðu við stríðið fengi af- greiðslu. Ég fann það á lyktinni langar leiðir að það var gamla fylgispektin við Washington og endumærð hræðsla við að herinn kynni að fara ef þeir móðguðu Bandaríkjastjórn sem stýrir ferð þeirra. Það er ömurlegt að sjá ís- land skipa sér á bekk í þessum fé- lagsskap og i engu samræmi við friðarhefð frá fyrri áratugum. Með þessu velja íslensk stjómvöld að skipa sér gegn yfirgnæfandi meiri- hlutaáliti almennings á íslandi og í heiminum. Veröi þeim að góðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, VG. -GG/ÓTG Lungnabólgan: Aukinn viðbun- aður i Evropu Aukin útbreiðsla alvarlegs lungna- bólgusjúkdóms, HABL/SARS hefur leitt til aukins viðbúnaðar á mörgum flugvöllum í Evrópu. í Róm og Mílanó fara komufarþegar í gegn um heil- brigðisskoðun og í Vín er farþegum frá Singapúr og Hong Kong gert að vera um kyrrt í flugvélinni þar til heilbrigð- isskoðun hefur farið fram og þeir hafa upplýst hvert ferð þeirra er heitið. Aðrir evrópskir flugvellir hafa komið fyrir skiltum um sjúkdóminn og helstu einkenni sem eru hár hiti, hósti, tíður andardráttur eða andnauð. Þar sem sjúkdómurinn virðsit smitast með út- gufun úr andadrætti er hætta á smiti um borð í flugvélum töluverð. Hjá Heimsklúbbi Ingólfs-Prima, sem send- ir farþega til ijarlægra landa, fengust upplýsingar um að farið yrði eftir til- mælum landlæknis í málinu. í morgun fengust ekki upplýsingar um varúðar- ráðstafanir i Flugstöð Leifs Eiriksson- ar vegna lungasjúkdómsins. -hlh 112 EINN EINN TVEIR NEYÐARLÍNAN LÖGREGLA SLÖKKVIUÐ SJÚKRALIÐ |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.