Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 Fréttir DV Dæmdur skólastjóri Rafiönaöarskólans var lykilmaður í hraöri uppbyggingu menntakerfis rafiönaöarmanna viö hliö fyrrum vinar síns, formanns RSÍ. Upp úr vinskapnum slitnaöi og enn sér ekki fyrir endann á málaferlum. Mararómað menntakerfi sem varð aðmartröð Fyrrverandi skólastjóri Rafiðn- aðarskólans var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur til að greiða Eftirmenntun rafeindavirkja 31,8 milljónir króna. Er hann sagður samkvæmt dómnum hafa tekið þessa fjármuni af reikningi án þess að hafa til þess heimild og nýtt í eigin þágu, inni í þeirri fjár- hæð er kostnaður viö rekstur nefndarinnar, endurgreiðslur úr sjóðnum og útgjöld sem Eftir- menntunamefnd rafeindavirkja stóð fyrir. Einnig var hann dæmd- ur til að greiða 1,2 milljónir í málskostnað. Skólastjórinn, Jón Ámi Rúnarsson, hefur alla tíð neitað sök og talið sig eiga inni ógreidd laun vegna starfa sinna fyrir Endurmenntun rafeinda- virkja þar sem honum hafí aldrei verið sagt upp. Samkvæmt heim- ildum DV verður málinu áfrýjað til Hæstaréttar og áfram er stefnt og kært á báða bóga. Jón Ami Rúnarsson. Ráðinn skólastjóri 1988 Jón Ámi Rún- I arsson var ráðinn í hlutastarf hjá Endurmenntun rafeindavirkja haustið 1987. í des- ember 1987 er hann svo ráðinn í fullt starf bæði sem skólastjóri Rafiðnaðarskólans og i stöðu fram- kvæmdastjóra Eft- irmenntunar raf- eindavirkja. í rétt- arhöldunum var því hins vegar haldið fram af I hálfu Endur- menntunar raf- eindavirkja að að- eins hafi verið um hlutverkaskiptingu Jóns að ræða, eða stöðuhækkun, en Jón segir það vera rangt. Hann hafi aldrei fengið stööuhækkun frá því að hann fór í fullt starf í byrjun árs 1988 enda hafi hann fyrst heyrt um þessa stöðuhækkun í vitna- leiðslum og ekki sé m.a. minnst á hana í stefnunni. Guðmundur Gunnarsson. Ósamræmi Af hálfu stefnanda er því hins vegar haldið fram að við stofnun Rafiðnaðarskólans í ársbyrjun 1994 (feitletrun blaðsins) hafi störf stefnda breyst í starf annars af skólastjórum skólans, enda þá engin störf verið eftir tO að vinna hjá stefnanda eins og áður. í raun hafi verið um að ræða stöðubreyt- ingu og um leið stöðuhækkun hjá sama vinnuveitanda og því engin þörf á að segja stefnda upp fram- kvæmdastjórastarfinu. Þarna virðist vera um ósam- ræmi dómsins að ræða við opin- berar upplýsingar. í þjóðskrá seg- ir að Rafiðnaðarskólinn sé með kennitöluna 680586-1529, eða með öðrum orðum að hann hafi verið skráður í maí 1986. Á heimasíður Rafiðnaðarskólans og á vefsíðu RSÍ segir líka orðrétt: „Rafiðnað- armenn hafa byggt upp og rekið umfangsmikið eftirmenntunar- kerfi síðan 1975. Eftirmenntunar- nefndir rafiðna og rafeindavirkja •íS's Á Rafiönaðarskólinn. Þegar Ijóst var aö erfiöleikar voru á rekstri skólakerfis RSÍ var ákveöiö aö lýsa RTV-Menntastofnun gjaldþrota 25. júní 2002 en þá voru orönar litlar líkur á því aö fá styrk frá menntamálaráöuneytinu. Kröfur í þrotaþúið námu 885.550.303 krónum. Ýmislegt hefur þótt orka tvímælis varöandi þaö gjaldþrot. js ■H p % ■ -13 ‘1 ffe ÁvStiliiM ■ ,..ts Km'i' stofnuðu Rafiðnaðarskólann 20. september 1985.“ Þegar þetta var höfðu verið tveir starfandi skólastjórar við Rafiðnaðarskólann, Guðmundur Gunnarsson og Örlygur Jónatans- son, en Jón Ámi tók við af Örlygi sem var þá að hætta. Guðmundur Gunnarsson hætti síðan einnig sem skólastjóri 1989 og var þá orð- inn formaður Félags íslenskra raf; virkja (FÍR) og starfsmaður RSÍ. í hans stað kom þá inn sem annar af tveim skólastjórum Rafiðnaðar- skólans, Sigurður Geirsson. Hann er enn í starfi skólastjóra en eng- inn hefur verið ráðinn í hinn skólastjórastólinn í stað Jóns Árna sem hætti formlega störfum með uppsögn í janúar 2002. Ekki taliö fram til skatts Það er upplýst í málinu að eftir stofnun Rafiðnaðarskólans (1985 eða 1994) voru ekki gerðir árs- reikningar fyrir stefnanda. Þó voru lagðir ársreikningar fram í málinu sem geröir voru eftir stofnun skólans af hálfu stefn- anda. Forsvarsmenn stefnanda báru að engin þörf hefði verið á því þar eð allir fjármunir hans heföu átt að renna til skólans. Þá er og upplýst að greiðslur þær sem stefndi greiddi sér af reikn- ingi stefnanda voru ekki taldar fram til skatts, hvorki á vegum stefnanda né stefnda. Stefndi held- ur því fram að það hafi verið tíðk- anlegt hjá stofnunum er tengjast stefnanda að hafa þennan háttinn á varðandi ýmsar greiðslur og hafi sami háttur því verið hafður á gagnvart sér. Reyndar vitnuðu fleiri í þessum réttarhöldum um launagreiðslur hjá RSÍ sem ekki voru gefnar upp til skatts. Flókið skólakerfi Skólakerfi Rafiðnaðarsam- bandsins var byggt mjög hratt upp í skjóli endurmenntunarnefnda sem fengu reyndar nýtt nafn í rétt- arhöldunum, eða „faghópar". Þessar nefndir voru upphaflega sex en eru nú fjórar: Eftirmennt- unarnefnd rafeindavirkja, Endur- menntunamefnd rafiðna, Endur- menntunamefnd rafveituvirkja og Endurmenntunamefnd símsmiða. Endmmenntunarnefnd tæknifólks í rafiðnaði og Endurmenntunar- nefnd kvikmyndahúsa/sýningar- manna munu ekki lengur vera fyr- ir hendi. Nefndirnar mynduðu all- ar sjóði sem m.a. voru notaðir í rekstur menntakerfisins. Rafiðn- aðarskólinn var aðeins einn hluti af því dæmi. Hann var undir stjórn skólanefndar og síðan var stofnuð árið 1999 sérstök fram- kvæmdastjóm tveggja stjómenda RSÍ og tveggja frá SART (Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðn- aði) og eftir það hefur skólanefnd- in ekki komið saman en síðasti fundur hennar mun hafa verið haldinn árið 1998. Ekki er ljóst hvort hún hafi þá verið lögð nið- ur. Kom víða við Skólastjórinn, Jón Árni, kom mjög við sögu við uppbyggingu menntakerfisins og þá lengst af sem náinn samstarfsmaður for- manns RSÍ, Guðmundar Gunnars- sonar. Vakti hraður uppgangur skólakerfis rafiðnaðarmanna mikla athygli og þótti hreint með ólíkindum. Starfsemi Rafiðnaðar- skólans hófst í raun í 70 fermetra húsnæði árið 1985, flutti 1987 í 130 fermetra húsnæði og síðan um haustið 1989 að Skeifunni 11 þar sem hann er nú og var kominn í um 1500 fermetra haustið 1999. Umsvifin jukust um 25-30% á milli ára frá 1992. Margmiðlunarskóli og Kvikmyndaskóli Jón Ámi var framkvæmdastjóri Endurmenntunar rafeindavirkja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.