Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 X>V_____________________________________________________________________________________________________Yfirheyrsla DV-IVJYNDIR GVA semdir. Það er gott; menn eru orðnir svo góðu vanir. Áður fyrr töldu menn stórkostlegan árangur ef verðbólgan náðist niður í 30-35% og hreyktu sér af því. Ég hygg að ef menn horfa til ann- arra þátta, viðskiptahallans sem er nær enginn um þessar mundir, góðs hagvaxtar, kaupmáttaraukningar í níu ár, verðbólgu sem nú er 1,5 til 2%, þá verði ekki með neinni sann- gimi annað sagt en að efhahagsmálin séu í góðri stöðu. Þess vegna eru and- stæðingar okkar ekki að tala um mál- efiiin svo mikið í þessari kosninga- baráttu heldur einhveija allt aðra og ógeðfelldari hluti.“ Þú hefur sagt að þú munir ekki láta draga þig inn í þá umræðu. „Já, ég geri það bara með þeim hætti að segja að ég lít á það sem vitnisburð um mjög sterka málefna- stöðu míns flokks og ríkisstjómar- innar að menn skuli telja sig knúna til þess - því ég á bágt með að trúa að menn geri þetta nema nauðugir - að fara niður á það plan sem menn hafa ekki verið á í áratugi hér í íslenskum stjómmálum; það hlýtur að vera vegna þess að þeir leggja ekki í hina málefnalegu umræðu." Ertu sammála því sem sagt hef- „Ég á bágt með að trúa að menn gerí þetta nema nauðugir - að fara niður á það plan sem menn hafa ekki verið á í ára- tugi hér í íslenskum stjórnmálum; það hlýtur að vera vegna þess að þeir leggja ekki í hina málefnalegu umrœðu“ ur verið, að þetta sé meiri harka en hafi sést frá tímum Jónasar frá Hriílu? „Þetta er mjög merkileg yfirlýsing vegna þess að þessi umræða er al- gjörlega á annan bóginn. Það var ekki svo fyrir fimmtíu árum. Þó að Jónas sé ætið nefhdur til sögunnar þá vora aðrir sem ekki létu sitt eftir liggja, en nú má segja að Hriflu-Jónas sé einn á ferðinni." Bent hefur verið á að þú hafir lýst þig fylgjandi aðild íslands að Evrópusambandinu í bók sem kom út 1990. Hvers vegna snerist þér hugur? „Yfirleitt hafa menn verið að vitna til skýrslu sem var gefin út af Sjálf- stæðisflokknum, af nefnd sem ég stýrði á árunum 1986-88 að ég hygg, þar sem sagði að þessa þætti ætti alla að kanna og skoða rækilega. Ég taldi algjörlega nauðsynlegt fyrir ísland að eiga með einhverjum hætti aðgang að innri markaði Evrópu. Svo fannst leið í þeim efhum sem var EES-samn- ingurinn. Reynslan af samningnum hefur sýnt að hann dugar okkur ís- lendingum mjög vel og því ekki þörf á að ganga í ESB til að fá aðgang að innri markaðinum. Það hefði verið afskaplega erfitt fyrir okkur til lang- frama að vera útilokuð frá innri markaði Evrópu og menn verða að skoða öll þau ummæli með hliösjón af því.“ Fullyrt er að aðeins tæp 19% stjómenda í ráðuneytum og ríkis- stofnunum séu konur og að óút- skýrður launamunur kynjanna sé um 15% hér á landi. Bendir þetta ekki til að menn hafi ekki sinnt þessu nægjanlega? „Launamunur sem á rætur sínar að rekja til kynferðis er auðvitað óá- sættanlegur. Það er enginn ágrein- ingur um það í samfélaginu að slík- an mun á að uppræta og þetta er að breytast sem betur fer. Tíðarandinn „Meginmáli skiptir þó að við erum eitt af fáum ríkjum veraldar sem hef- ur tekist að tryggja að sjávaraflinn hverfi ekki. Við erum þau einu sem lifum á þessu góðu lífi. “ er annar og betri og þess er vonandi ekki langt að bíða að það verði meira og minna jafnmargar konur og karlar forstöðumenn í fyrirtækj- um og stofnunum. Það er vegna þess að menntun er að breytast, sókn í nám er að breytast og auðvitað ber einungis að spyrja um hæfileika og getu, ekki kynferði - það er hið eðli- lega. í mínum huga skiptir mestu að stjórnmálamenn beiti sér fyrir að- gerðum sem koma öllum konum að gagni, ekki bara afmörkuðum hópi. Einhver mesta og mikilvægasta framförin í jafnréttismálunum er að mínu mati breytingin sem við gerð- um á fæðingarorlofinu. Það bætir stöðu allra kvenna og stuðlar að jafnrétti á vinnumarkaðinum, hvort sem er hjá ríki, sveitarfélögum eða á almenna markaðinum. Hvað segirðu rnn þá gagnrýni að hér hafi stjómvöld aukið hlutdeild sjúklinga af kostnaði við heil- brigðisþjónustu og það skapi hættu á stéttskiptingu varðandi aðgang að henni? „Það eru engin slík gjöld í gangi sem gera það að verkum að hægt sé í raun og sannleika að tala um tak- mörkun á heilbrigðisþjónustu. Menn þurfa ekki annað en að horfa á hvers konar upphæðir menn era að tala um og hvaða þök eru á þau sett. Reyndar hefur ekki mikið gerst á undanfómum sjö eða átta árum í þessum efnum. Alþýðuflokkurinn gamli var hins vegar seigur við þetta og ég hygg að það hafi verið rétt stefna hjá þeim að hafa uppi lág- marksgjöld - miklu minni reyndar en tíðkast víðast annars staðar - en það er fráleitt að láta það líta út eins og að með þeim hætti sé verið að búa til tvær þjóðir í landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn mun nú sem áður stefna að því að tryggja öllum ís- lendingum hágæða heilbrigðisþjón- ustu eins og sjá má af því að fram- lög til heilbrigðismála á íslandi era með þeim allra hæstu í heimi.“ Hvers vegna ættu menn að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, hver er sér- staða ykkar? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur stað- ið af sér sviptingar í stjómmálabar- áttunni allt frá stofnun og kannski komið meira til leiðar viö að nútíma- væða ísland en nokkur annar flokk- ur. Hann vill að sem mestur hluti af- raksturs þjóðfélagsins verði eftir í höndum einstaklinga fremur en hins opinbera. Það er ekki vafi að það verður tO farsældar fyrir alla, sér- staklega þegar þess er gætt um leið, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefúr ætíð gert, að tryggja sterkt og öflugt velferðarkerfi með öryggisneti sem er þeirrar gerðar að menn flækist ekki í því og festist, en það virðast vera ær og kýr sumra vinstriflokka að festa menn til langframa í velferð- arkerfinu og gera þá háða ríkisvald- inu og flokkum sem era hallir undir það.“ Er sanngjamt gagnvart kjósend- um að flokkar gangi alveg óbundn- ir til kosninga? Eiga menn ekki að segja að þeir vilji tiltekið stjómar- samstarf öðm fremur? „Hér er hlutfallskosningakerfi og þess vegna er reynslan sú að menn sjá ekki nákvæmlega á spilin fyrr en talið er upp úr kössunum. Oftast nær hafa menn því gengið óbundnir til kosninga. „Af einhverjum ástœðum hefur höfuðborgin ekki dregist inn í þetta en ef fátœkt er svona víðtœk og almenn hér á landi eins og sumir hafa viljað vera láta þá ber höfuð- borgin meginábyrgð sam- kvœmt lögum um sveit- arfélög. Hins vegar sýna tölur frá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar að þar er ekki jafnmikill stuðningur við fátœkar fjölskyldur og var fyrir fimm til sjö árum.“ Stjómarsamstarfið hefur gengið afar vel. Það er gott traust á milli manna. Ég hef ekki orðið var við annað en að samtöl sem við Halldór Ásgrímsson höfum átt undanfarin átta ár - þótt ólíkir menn séum um einstaka hluti - hafi öll staðið eins og stafur á bók. Við tölum ekki um það að það hafi ekki verið gert neitt skrif- legt, eins og við höfum heyrt um suma hluti aðra. Það er afar fróðlegt aö lesa um vinstri stjómir í gamla daga og þarf raunar ekki að fara lengra aftur en til ‘88-’91; menn vora að dylgja um að einn væri að skrökva og annar að svíkja og þess háttar, afskaplega ótraustvekjandi. Þess vegna er afar þýðingarmikið að þeir sem sitja sam- an í stjóm beri traust hver til annars og viti það að orð halda. Það er þýð- ingarmikið og ég hygg að við stjóm- armyndun eftir kosningar muni menn hafa hliðsjón af þvi.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.