Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 Menning JOV Fimm í sveit Umsjón: Siija Aöalsteinsdóttir silja@dv.is í gærkvöld frumsýndi Leikfélag Reykjavík- ur farsann Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield. Ekki kannast ég við höfundinn en í leikskrá segir aö hann sé einn afkastamesti gamanleikjahöfundur Bretlands. Eins og þeir vita sem séð hafa nokkra farsa um ævina snúast þeir gjarnan um framhjáhald eða til- raunir til þess og er þessi engin undantekn- ing þar á. Sögusviðið er fremur hallærislegt sveita- hótel en tilvalið fyrir leynilega ástarfundi þar sem það er úr alfaraleið. Friðþjófur (Egg- ert Þorleifsson), sem gætir hótelsins fyrir systur sína, sér fram á náðuga helgi enda einungis gestir á tveimur herbergjum. í græna herberginu er Reynir (Bjöm Ingi Hilmarsson) búinn að koma sér fyrir en í því bláa er Guðni (Ellert A. Ingimundarson) og báðir eru þeir að bíða eftir ástkonum sínum. Svala (Jóhanna Vigdís Arnardóttir) mætir fyrst og steðjar beint upp á herbergi til Reyn- is, skömmu síöar kemur svo Hulda (Sigrún Edda Bjömsdóttir) og laumar sér inn á her- bergi til Guðna. Eins og lög gera ráð fyrir í dæmigerðum farsa verður minna úr ástarleikjum en til stóð því í ljós kemur að pörin þekkjast inn- byrðis og upphefst nú mikill blekkingar- og feluleikur. Þar mæðir einna mest á Friðþjófi sem gerir hvað hann getur til að koma í veg fyrir að allt komist upp en hefur að sjálf- sögðu ekki erindi sem erflði. Þótt margt sé fyndið í Öfugu megin uppí er verkið ekki gallalaust. Framvindan mætti oft vera hraðari og í seinni hlutanum var plott- iö orðið ansi teygt og togað. Áherslan á Frið- þjóf verður líka til þess að pörin tvö em oft- ar en ekki í aukahlutverkum og hlýtur það að hluta að skrifast á Maríu Sigurðardóttur leikstjóra. Væntanlega kemur engum á óvart að Eggert Þorleifsson njóti sín vel í hlutverki Friðþjófs enda einn okkar besti gamanleikari. Að vanda vom allar tímasetningar óaðfinnanlegar og þótt svipbrigði og látbragð hafi stundum virk- að kunnuglega þurfti Eggert lítið annað en að birtast á sviðinu til að kalla fram hlátur. Sig- Framhjáhaldiö gæti gengiö miklu betur Ellert A. Ingimundarson og Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverkum sínum. DV-MYND SIG.JOKULL rún Edda Bjömsdóttir sýndi sömuleiðis frá- bæran leik í hlutverki Huldu og var í raun sú eina af pörunum sem lék í þessum ýkta stíl sem er farsanum svo nauðsynlegur. Dásamleg raddbeiting og hámákvæm tOfinning fyrir hinu kómíska í hreyfingum og töktum skiluðu sér í heilsteyptum og bráðfyndnum karakter. Bjöm Ingi, Ellert og Jóhanna Vigdís virtust ekki finna sig sem skyldi í hlutverkum sínum en áttu öll ágæta spretti. Leikmyndin er einfold í sniðum en þjónar sínu hlutverki prýðilega þó ekki sé hún neitt augnayndi. Búningar eru misvel heppnaðir en tekst oftast að styðja við karakterein- kenni persónanna. Lýsing er ágæt en sá sem keyrir Ijósin á greinilega eftir að þjálfa sig betur. Öfugu megin uppí verður seint kallað snilldarverk en er ágætis afþreying fyrir þá sem vilja saklausa skemmtun eina kvöld- stund. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra svlói Borgarleik- hússlns: Öfugu megin uppi eftir Derek Benfield. Þýö- ing og aðlögun: Árni Ibsen. HIJóö: Ólafur Örn Thorodd- sen. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurösson. Leikstjóri: María Siguröardóttir. Ljóömynd í tímann - sérstæö Ijóðmyndverk á sýningu í Lóuhreiðrinu við Laugaveg Eyvindur P. Eiríksson, málfrœöingur, Ijóöskáld og sagnahöfundur meö meiru, hefur sett upp sýningu, sem hann kallar „Ljóömynd í tímann", í veitingastofunni Lóuhreiöri viö Laugaveg 61. Þetta eru myndklipp eöa „collage" meö Ijósmyndum og Ijóöum sem fjalla um hringrás lífs og náttúru. Sýningin er opin alla virka daga og daglega kl. 12.30 eru uppákomur í tengslum viö sýninguna, Ijóöalestur, söngur og/eöa hljóðfœrasláttur. ... mannsgaman Misst andlit Sólstafirnir úr himninum geta verið þeirrar gerðar að stinga úr manni augun. Þá koma þeir eftir láginni og látast baða geislum sínum gæfulega. Samt gerist það víða. Á augabragði. Menn koma fyrir hom og blindast gersamlega. Ganga á næsta staur, skemma greiðslu, fletja nef. Vankast vægt í erli dags. Þannig lá sólin eftir samfelldri Tryggva- götu daginn sem Listasafnið var opnað með leik og blæstri. Fánar blöktu í blænum. Himinn skýr. Stundin komin. Ráðherrann steig út úr heitfrárri bifreið sinni með mjúklaga konu sér við hlið. Og þau gengu til móts við mikið anddyri. Enn er það svo að ljósastaurinn stendur en þenna dag söng í honum sárlega. Og kona ráðherrans með hönd á enni alla ræðu hans. Bólgin, beygð. Þannig getur það verið. Sólin svíkur. Og menn missa andlit. -SER „Ég nota fallegar myndir úr túristabæk- lingum í klippin," segir Eyvindur, „og flétta þær saman við ljóðin mín.“ - Er broddur í þessum verkum? „Ja, kjarninn í þeim er að við manneskj- urnar séum hluti af hringrás náttúrunnar. Ég kalla þetta heiðin ljóð af því að þar reyni ég að byggja brú milli viðhorfa forfeðra okk- ar og okkar núna til náttúrunnar því mér finnst við farin að hugsa meira um það en oft áður að fara gætilega að náttúrunni. Um leið felst í verkunum gagnrýni á þá sem halda áfram að djöflast á náttúrunni. Þeir eru búnir með skóginn, búnir að þurrka upp allar mýrar og andskotast nú í stórum hlutum hálendisins og eyðileggja það til frambúðar. Ég er ekki að ráðast á allar virkjunarframkvæmdir heldur er ég að tengja gömul og ný viðhorf sem eru hlynnt náttúrunni." Sams konar verk en þó ívið minni um sig sýndi Eyvindur á samsýningu í Le Arie del Tempo í Genova á Ítalíu fyrir síð- ustu jól. Boðið kom í gegnum listamanna- hóp í Quibec í Kanada sem Eyvindur hef- ur starfað með, bæði þar og hér heima. „Fyrsta boðið kom fyrir um það bil ári og í því var ég beðinn að svara konunni sem skrifaði mér og senda henni ástarbréf meö einhverju myndefni,“ segir Eyvindur brosleitur. „Sams konar boð fengu 140 aðrir listamenn og framlag mitt varð bara þetta eina blað. En þeim leist svo vel á það að mér var boðið að vera með á annarri sýningu í nóvember. Þar var 21 listamaður héðan og handan úr heimin- um og okkur var uppálagt að skila tíu möppum með verkum þar sem sameinuð- ust texti og myndir. Því miður hafði ég ekki efni á að fara á sýninguna þótt ég fengi auðvitað voða fint boðskort en þau voru svo ánægð með sendinguna frá mér að nú hefur mér verið boðið að koma þangað í haust og vera gestur stofnunarinn- ar í heilan mánuð. Engir skilmálar fylgja en vel þegið ef ég vil kynna íslenskar bókmennt- ir og verk mín sérstaklega - og það ætla ég auðvitað að gera.“ Auk uppákoma í Lóuhreiðrinu í hádeginu vill Eyvindur minna á lokahátíð sýningar- innar á lokadegi hennar 3. maí - á laugardag- inn kemur kl. 16. Þangað eru væntanlegir meðal annarra þeir Steindór Andersen kvæðamaður og Erpur rappari sem kannski taka saman lag að sínum sérstæða hætti. Við erum hluti af hringrásinn! Eitt Ijóömyndverk Eyvindar af ítölsku sýningunni. Ævisögur Vika bókarinnar ber að þessu sinni yfirskriftina Ævisögur og af því tilefhi munu þrír rithöfundar, sem allir hafa hlotið ís- lensku bókmenntaverð- launin fyrir ævisögur, spjalla um aðferðir sínar og viðhorf til ævisagnarit- unar og lesa úr verkum sínum á Súfistanum í kvöld kl. 20. Þetta eru þau Silja Aðalsteinsdóttir, sem hlaut verðlaunin 1994 fyrir ævisögu Guðmundar Böðvarssonar, Skáldið sem sólin kyssti, Guðjón Friðriksson, sem hlaut verðlaunin 1997 fyrir ævisögu Einars Benediktssonar, og Páll Valsson sem hlaut verðlaunin 1999 fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar. Frítt inn. Hörpuleikur fyrir álfana Austurríski hörpuleikarinn Norbert Maier er einn þekktasti keltneski hörpu- smiður og hörpuleikari í heiminum og draumur hans hefur lengi verið að leika á hörpu fyrir álfana undir Snæfellsjökli að kvöldi þess 30. apríl og fram á aðfaranótt 1. maí. Áður fyrr var talið að vættir væru á ferð þá nótt, og sums staðar í grannlönd- unum er enn dansað í kringum maístöng- ina. Norbert Maier er í fylgd íslensku mynd- listarkonunnar Elínar Magnúsdóttur sem býr í Vorarlberg en dvelur hér á landi um þessar mundir vegna sýningar á eigin verkum sem verður opnuð í Reykjavík 1. maí. Elín og Norbert koma til með að dvelja á Gistiheimilinu Brekkubæ á Helln- um og þar er hægt að fá nánari upplýsing- ar um það hvar og hvenær Norbert mun slá á strengi sinnar keltnesku hörpu. Öll- um er velkomið að koma og hlusta á hann. Ævintýri frá ýmsum löndum Skálholtsútgáfan hefur endurútgefið bókina Ævintýri frá ýmsum löndum - sög- ur og sígild ævintýri eftir Bob Hartman í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Bókin er hugsuð fyrir foreldra sem vilja lesa upphátt uppbyggilegar sögur og ævin- týri fyrir börnin sín og ræða um efnið við þau. Margar sögurnar draga fram mikil- vægi heiðarleika og trúmennsku, góðvildar og hjálpsemi, aðrar segja frá kostum þess að vera einlægur og klókur þegar vanda ber að höndum og enn aörar draga fram vonir og þrár bama sem fullorðinna þar sem farið er öruggum höndum um við- kvæm efni. Bob Hartman er kunnur fyrir lipran og lifandi frásagnahátt. Kímni og alvörufull hlýja svífa yfir vötnum í frásögn hans. Metaðsókn Mikill fjöldi erlendra ferðamanna dvaldi í höfuðborginni nýliðna páskahelgi. Metað- sókn var í nýopnaða Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ingólfsnausti og sýndu teljar- ar að alls heimsóttu hátt á annað þúsund manns miðstöðina í leit að upplýsingum um ferðamöguleika um allt land. Meiri- hlutinn reyndist vera frá Bretlandi og Skandinavíu og virðist það benda til þess að aukið framboð á flugi til þeirra áfanga- staða sé þegar að skfla íslenskri ferðaþjón- ustu umtalsverðri aukningu. http://www.visitreykjavft.is, nýr ferða- vefur Höfuðborgarstofu, sem rekur Upplýs- ingamiðstöðina, var opnaður fyrir skemmstu og hefur hann þegar reynst mikOvægur brunnur upplýsinga og fróð- leiks fyrir þá sem áhugasamir eru um ís- landsferðir. Ljósmyndanámskeið www.ljosmyndari.is stendur fyrir tveim- ur ljósmyndanámskeiðum í maí fyrir byrj- endur og lengra komna. Annars vegar er námskeið kl. 13-17 helgina 3.^4. maí í Gerðubergi og hins vegar í Flughóteli Keflavík kl. 13-19 10.—11. maí. Kennt verð- ur m.a. aö velja réttu tækin og meðferð þeirra, notkun ljósmæla, filtera og flass, myndataka í stúdíói, nærmyndataka, geymsla og skráning ljósmynda ásamt staf- rænni myndatöku. Leiðbeinandi er Pálmi Guðmundsson; skráning og nánari upplýsingar á vefsíð- unni www.ljosmyndari.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.