Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 8
8
Yfirheyrsla
MÁNTJDAGUR 28. APRÍL 2003
DV
Afraksturinn verði eftir
íhöndum áistakiwanna
Davíð Oddsson segir að sérstaða Sjálfstæðisflokksins felist í
því að vilja að sem mestur hluti afraksturs þjóðfélagsins verði
eftir í höndum einstaklinganna fremur en hins opinbera.
Ekki sé vafi að það verði til farsældar fyrir alla, sérstaklega
þegar þess sé gætt um leið að tryggja sterkt og öflugt
velferðarkerfi með öryggisneti sem fólk flækist ekki í og
festist, en það virðist einmitt vera ær og kýr sumra
vinstriflokka að festa menn til langframa i velferðarkerfinu.
Tölur sýna aö skattbyrði hefur
aukist á undanförnum árum
vegna þess að persónuafsláttur
hefur ekki hækkað í takt við laun
og vegna þess hvemig skattkerflð
er uppbyggt kemur það hlutfalls-
lega þyngst niður á þeim sem hafa
lægstar tekjur. Ertu sáttur við
þessa niðurstöðu?
„Það er innbyggt í skattkerfið að
þegar tekjumar aukast þá greiða
menn hærri skatt. Við höfum hins
vegar lækkað skattprósentuna og það
virkar auðvitað á móti þessari þróun.
Ég er afskaplega ánægður með að það
hefur tekist að skapa þann grundvöll
í landinu að tekjumar aukist og
menn borgi af þeim ástæðum meiri
skatt. Þær tillögur sem við geram
núna munu svo tryggja að það verð-
ur miklu meira eftir í vasa fólksins í
landinu. Til viðbótar því koma breyt-
ingar eins og lækkim á matarskatti,
sem þýðir að allir hagnast, líka þeir
sem ekki borga skatta með beinum
hætti, og þeir mest sem hlutfallslega
mestu eyða í brýnustu nauösynjar.
Megirunálið er þetta: Kaupmáttur eft-
ir skatt hefur hækkað mjög mikið og
mest hjá þeim sem minnstar tekjur
hafa. Það er það sem skiptir megin-
máli og það er ég ánægður með.“
Þið leggið til flata prósentu-
lækkun skatta sem hefur verið
gagnrýnd fyrir að þeir fái mest í
krónum tahð sem hafi hæstar tekj-
umar. Hækkun persónuafsláttar
fyrir sama fé og þetta kostar kæmi
sér betur fyrir meirihluta skatt-
greiðenda. Hvers vegna ekki að
fara þá leið?
„Okkar hugmyndir eru þess eðlis
að þær duga vel við núverandi að-
stæður. Það felst í þeim hvatning til
sköpunar og örvunar vinnugleði, að
mönnum verði ekki refsað fyrir að
auka við sig heldur hagnist þeir á
því. Þessar tillögur okkar eru enda í
góðu samræmi við tillögur hagfræð-
inga OECD sem lögðu einmitt til að
þessi leið yrði farin i ljósi þess efna-
hagsástands sem nú er fram undan.
Auk þess hækka skattleysismörkin
um rúmar átta þúsund krónur með
þessum breytingum sem við leggjum
til. Þannig að á heildina litið kemur
þessi breyting sér vel og ég hygg að
þetta sé áhersla sem flestum skatt-
borgurum landsins ætti að hugnast
„Einhver mesta og mikil-
vœgasta framförin í jafn-
réttismálunum er að
mínu mati breytingin
sem við gerðum á fœð-
ingarorlofinu. Það bætir
stöðu allra kvenna og
stuðlar að jafnrétti á
vinnumarkaðinum,
hvort sem er hjá riki,
sveitarfélögum eða á al-
menna markaðinum.“
ALÞINGISKOSNINGAR
2 0 0 3
best. Ef menn vilja ná til þeirra sem
lægst launin hafa eiga menn að gera
það með öðrum hætti og það gerum
við líka; með lækkun matarskattar
eins og ég nefhdi áðan, með hækkun
bamabóta og einnig með þeim hætti
sem við höfum verið að gera með sér-
stökum samningum við öryrkja, aldr-
aða og aðrar slíkar aðgerðir sem
gagnast þeim best sem aðgerðunum
er beint að.“
Er hægt að tala um sátt í sjávar-
útvegsmálum þegar skoðanakann-
anir benda til þess að 80% þjóðar-
innar séu andvíg kvótakerftnu?
„Umræðan um kvótakerfið er oft
býsna misvísandi. Ég er búinn að
fara vítt og breytt um landið og þær
athugasemdir sem menn gera við
kvótakerfið lúta að því hvaða breyt-
ingar er hægt að gera á einstökum
þáttum innan kerfisins. Ég man
varla eftir að hafa hitt nokkurn
mann sem vill afnema kvótakerfið og
fara að fiska hömlulaust. Andúðin
sem er á þessu hugtaki - kvótakerf-
inu - er andúð á því að menn geta
ekki fiskað jafnmikið og þeir vilja,
eins og við gátum áöur. Það er nú
ekki flóknara en það að flskveiðiget-
an var orðin meiri en aflinn reis und-
ir og þá urðu menn að frnna ein-
hverja leið til þess að takmarka sókn-
ina. Það er það sem fer í taugamar á
fiskveiðiþjóð eins og íslendingum."
Hvað með þá gagnrýni að til-
teknir einstaklingar hafi örlög
heilu byggðarlaganna í hendi sér
og geti nánast rústað þau með því
að selja kvótann burt?
„Þetta hefur alltaf verið þannig,
líka fyrir daga kvótakerfisins. Ef
karlinn fór burt með skipið, ja, þá
varð nú frekar dimmt yfir á eftir.
Þetta hefur ekki breyst. Reyndar eru
92% kvótans úti í hinum dreifðu
byggðum og hafa færst þangað frá
höfuðborgarsvæðinu vegna þess að
hagkvæmnin kallar eftir því að menn
séu nálægt miðunum, þannig að
þetta er líka allt saman orðum aukið.
Menn tala um færeysku leiðina sem
einhveija lausn í þessum málum. En
þar eru sóknardagamir jafn framselj-
anlegir og kvótinn og alveg jafh lík-
legt að þorp og bæir lendi í því þar að
sitja uppi dagalaus. Ef menn em á
móti kvótanum af þessum ástæðum
þá er færeyska leiöin engin lausn þar
á.
Meginmáli skiptir þó að við erum
eitt af fáum ríkjum veraldar sem hef-
ur tekist að tiýggja að sjávaraflinn
hverfi ekki. Við erum þau einu sem
lifum á þessu góðu lifi. Aðrir styrkja
þessa grein sem einhveija vandræða-
grein af því að þeir era búnir að eyði-
leggja hana. Okkar kerfi hefur þó
þann kost að menn geta stundað sjálf-
bæran sjávarútveg. Það er lykilatriði
fyrir lífsafkomu þessarar þjóðar.
En menn spila á tilfmningamar.
„[Það] er afar þýðingar-
mikið að þeir sem sitja
saman í stjórn beri
traust hver til annars og
viti það að orð halda.
Það er þýðingarmikið og
ég hygg að við stjórnar-
myndun eftir kosningar
muni menn
hafa hliðsjón af því. “
Ég reyndi að leggja mitt af mörkum
með veiðileyfagjaldsnefndinni á sín-
um tíma. Þar náðist full samstaða um
að koma á ákveðnu veiðileyfagjaldi
og það var gert. Svo era menn núna í
tilefhi kosninga að ijúfa þá samstöðu
og setja allt á annan endann með al-
gjörlega óábyrgum tillögum um svo-
kallaða fymingarleið, sem myndi
setja alla greinina í uppnám og
byggðimar algjörlega í laust loft.“
Það kom nýverið fram í fréttum
að á þessu ári hafi þeim fjölgað
sem leiti til Hjálparstofnunar
kirkjunnar eftir fjárhagsaðstoð.
Bendir það ekki til þess að fátækt
sé vaxandi vandamál á íslandi?
„Það er merkilegt að þessi umræða
skuli vera fyrirferðarmikil fyrir
kosningar hér en ekki í öðrum lönd-
um þar sem fátækt er miklu meiri,
því að samkvæmt öilum tölum er fá-
tækt hvergi minni en hér. Allar er-
lendar rannsóknir sýna að ísland er
það land í heiminum þar sem hvað
minnstur munur er á efnahag fólks.
Það er engin leið að tryggja að það
séu ekki einhveijir sem lendi í tíma-
bundnum erfiðleikum einhvem tím-
ann á ævinni vegna ytri atvika, en
við verðum að reyna að tryggja - eins
og við höfúm gert - að hér sé minni
fátækt en í nokkra öðra ríki í heim-
inum. AJlar okkar aðgerðir hafa mið-
að að þessu: að tryggja að það sé
næga vinnu að fá, að hækka lág-
marksbætur umfram allt annað,
hækka kaupmátt bóta, samningur
við öryrkja, samningur við aldraða,
lækkun matarskatts - þetta era allt
raunhæfar aðgerðir."
Er eðlilegt að krefjast þess að
stjómvöld í ríku landi sjái til þess
að ekki einn einasti maður falii
niður um öryggisnet velferðar-
kerfisins?
„Það er allt í iagi að setja sér háleit
markmið en það hefur hvergi tekist í
heiminum að gera fátæktarlaust
land. - Af einhveijum ástæðum hefur
höfuðborgin ekki dregist inn í þetta
en ef fátækt er svona víðtæk og al-
menn hér á landi eins og sumir hafa
viljað vera láta þá ber höfuðborgin
meginábyrgð samkvæmt lögum um
sveitarfélög. Hins vegar sýna tölur
frá Félagsþjónustu Reykjavíkurborg-
ar að þar er ekki jafnmikill stuðning-
ur við fátækar fjölskyldur og var fyr-
ir funm til sjö árum af einhveijum
ástæðum. Það er vonandi ábending
um að fátækt hafi farið minnkandi.
Ég geri ráð fyrir því fyrst að stuðn-
ingurinn af háifu borgarinnar til
þeirra sem minnst hafa hefur minnk-
að.“
Gengi krónunnar hefur sveiflast
mjög mikið undanfarin misseri og
verðbólgan 2001 var 9,4%. Er hægt
að tala um að stöðugleiki hafi ríkt
í efhahagsmálum á liðnu kjörtíma-
bili?
„Á síðustu tíu árum hefur ríkt
mikill stöðugleiki; svo mikill að þeg-
ar verðbólgan nær í skamma hríð
upp í 9% gera menn háværar athuga-