Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 11 I>v Fréttir og skólastjóri Rafiönaöarskólans og gegndi einnig fjölmörgum öðr- um störfum innan menntakerfís- ins. Rafiðnaðarskólinn stofnaði fé- lag sem bar heitið Rafiðnaðarút- gáfan og einnig Fræðslustofu raf- iðnaðarins. Bæði þessi félög voru í 100% eigu Rafiðnaðarskólans og rekin undir formerkjum skattlauss samrekstrar eins og skólinn sjálfur. Margmiðlunarskólinn var svo líka stofnaður og hóf skólarekstur í jan- úar 2000 og var í 50% eigu Rafiðnað- arskólans á móti 50% hluta Prent- tæknistofnunar. Þá átti Rafiðnaðar- skólinn líka Kvikmyndaskóla ís- lands að helmingi á móti Böövari Bjamasyni og fleirum. Margmiðlunarskólinn í króggum Margmiðlunarskólinn lenti í miklum fjárhagsörðugleikum og er nú ekki lengur í rekstri sem slíkur. Þess í stað var gerð viljayf- irlýsing haustið 2002 um að Iðn- skólinn í Reykjavík tæki að sér að reka margmiðlunarbraut. Prent- tæknistofnun er þegar búin að tapa 20 milljónum króna sem lagð- ar voru í Margmiðlunarskólann árið 2002 eftir að Jón Árni var hættur sem skólastjóri. í ársreikningum skólans 2000 er hann rekinn með verulegum hagnaði og var skólinn fluttur í helmingi stærra húsnæði árið eft- ir stofnun hans. í ársreikningi fyr- ir árið 2001 kemur fram að skól- inn hafi verið rekinn með 22 millj- óna króna tapi fyrir afskriftir. í dag er deilt um mun stærri upp- hæðir á milli Prenttæknistofnun- ar og Rafiðnaðarskólans, eða í þaö minnsta 45 milljónir króna. Því hefur verið haldið fram, m.a. af Guðmundi Gunnarssyni, að Jón Árni hafi ekki mátt stofna til yfirdráttar fyrir Margmiðlunar- skólann og hann hafi falið hann fyrir stjórnarmönnum. Sam- kvæmt heimildum DV mun Guð- mundur Gunnarsson þó hafa ver- ið ábyrgðarmaður á víxli sem var til tryggingar þessum yfirdrætti. Þegar Jón Arni lét af störfum voru í gangi samningaviðræður á milli Margmiðlunarskólans og menntamálaráðuneytisins um að Margmiðlunarskólinn tæki við rekstri Tækniskóla íslands. í samninganefndinni voru fyrir hönd Margmiðlunarskólans for- maður skólanefndar, Guðbrandur Magnússon, og Jón Árni. Guð- mundur Gunnarsson og Rúnar Bachmann, gjaldkeri RSÍ, tóku við af Jón Árna. Stuttu síðar sleit menntamálaráðuneytið viðræðun- um. Viðskipta- og tölvuskólinn Þann 6. desember 1996 tók End- urmenntun rafeindavirkja og End- urmenntun rafiðna við rekstri Viðskipta- og tölvuskólans af Ný- herja og Stjórnunarfélaginu. í lok ársins 1997 tók Jón Árni einnig við stöðu skólastjóra í Viðskipta- og tölvuskólanum eftir að tveir skólastjórar höföu horfið þar af vettvangi. Upphaf vinslita Jón Árni segir í samtali við DV að í vitnaleiðslum hafi komið fram að tveir af stjómarmönnum skólans, formaður skólanefndar og fyrrverandi formaður Lífeyris- sjóðsins Lífiönar, Ingólfur Árna- son og Sveinn Þ. Jónsson, einnig fyrrverandi stjómarformaður Líf- eyrissjóðsins Lífiðnar, hefðu end- ursamið við sig um laun við skól- ann vorið 1999 og hækkað þau um 100% án vitundar eins af stjórnar- mönnum skólans, Guðmundar Gunnarssonar. Er því haldið fram að þegar Guðmundur Gunnarsson hafi uppgötvað í desember 2001 hver laun Jóns Árna voru hafi hann komið með tillögur um að Jón Árni ætti að lækka í launum. Fullyrt er að þetta sé raunveru- lega upphafið að heiftarlegum deilum þessara tveggja fyrrum fé- laga til langs tíma. Styrkurinn sem tapaðist Á árinu 1999 náði Jón Árni samningi við menntamálaráðu- neytiö vegna styrks til Viðskipta- og tölvuskólans. Á árinu 2001 var þessi styrkur um 40 milljónir króna. Rafiðnaðarmönnum tókst ekki að endurnýja þennan samn- ing eftir að Jón Árni lét af störf- um. Forustumenn rafiðnaðar- manna halda því fram að Jón Árni hafi haft gögn undir höndum þegar hann lét af störfum sem gerði þeim svo erfitt fyrir að ná fram endunýjun á samningnum við menntamálaráðuneytið. Jón Árni sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér vegna þessara fullyrðinga en sagði að hann, og einnig sá skólastjóri sem tók við af honum og starfaöi eingöngu í mánuð vegna samstarfsörðugleika við stjómarmenn skólans, hefðu gert ýmislegt til að auðvelda ekki mönnum samningagerðina. Jón Árni taldi að ástæðan fyrir gjald- þroti RTV-Menntastofnunar ehf. væri að styrkurinn hefði ekki fengist endurnýjaður en hann hefði runnið nær óskiptur til rekstrar húsnæðisins í Faxafeni 10 eftir ákvörðun stjórnar skólans. Gjaldþrot RTV-Menntastofnunar ehf. Um áramótin 1999 og 2000 stofn- aði VT-skólinn fyrirtæki sem fékk nafniö RTV-Menntastofnun ehf. Þetta fyrirtæki var rekið sem sjálfstæður skattaðili. RTV var eins konar eignarhalds- og rekstr- arfélag fasteigna í Faxafeni 10 en Margmiðlunarskólinn, Viðskipta- og tölvuskólinn og CTEC-deild Rafiðnaðarskólans voru þar til húsa. Þegar ljóst var að erfiðleikar voru á rekstri skólakerfis RSÍ var ákveðið að lýsa RTV-Menntastofn- un gjaldþrota 25. júní 2002 en þá voru orðnar litlar líkur á því að fá styrk frá menntamálaráðuneyt- inu. Kröfur í þrotabúið námu 885.550.303 krónum. Ýmislegt hef- ur þótt orka tvímælis varðandi það gjaldþrot. M.a. hefur verið bent á skriflegar yfirlýsingar um að Eftirmenntun rafiðna og Eftir- menntun rafeindavirkja beri ábyrgö á rekstri og skuldbinding- um RTV-Menntastofnunar ehf. eins og Viðskipta- og tölvuskólan- um og að kröfur frá eigendum og þeim aðilum sem tengjast skóla- kerfi rafiðnaðarmanna séu um helmingur af kröfunum. Menntaheimur ehf. RTV-Menntastofnun ehf. stofn- aði síðan Menntaheim ehf. sem fyrirtækið átti að 75% á móti 25% frá stéttarfélaginu Eflingu. Efling kom að þessum kaupum til að þeirra félagsmenn mundu fá allt að 30% afslátt af tölvunámskeið- um. Menntaheimur ehf. átti og rak síðan Tölvuskóla Reykjavík- ur. Fjarvídd ehf. Þá keypti RTV-Menntastofnun einnig fyrirtækið Fjarvídd ehf. árið 2000 og var fyrrverandi stjómarformaður Lífeyrissjóðsins Lífiðnar stjórnarformaður þess. Fjarvídd átti að halda utan um tækja- og tölvukaup og einnig kaupleigu sem síðan voru endur- leigð inn í skólakerfi RSÍ og SART. Samið var við flestöll af stærri tölvufyrirtækjum landsins um innkaup eða leigu og var þetta fyrirtæki sjálfstæður skattaðili, með vsk-númeri vegna sinnar starfsemi en skólakerfi rafiðnað- armanna var ekki með vsk-númer enda er ekki vsk. á fræðslustarf- semi eða öðrum rekstri stéttarfé- laga þó svo þeir séu m.a. í leigu og endurleigu á orlofshúsum eða tjaldvögnum. Faxafen 10 Meðal annarra eigna RTV- Menntastofnunar ehf. má nefna húseign að Faxafeni 10 sem var einnig skráð 100% eign RTV. Full- yrt hefur verið að lykillinn að stofnun fyrirtækisins haustið 1999 hafi verið styrkur menntamála- ráðuneytisins sem nota átti til að fjármagna öll húsakaupin að Faxafeni 10 ásamt öðrum húsa- leigutekjum. Til að fjármagna þau kaup voru einnig fengin lán víða að og voru þá sett veð á móti lán- um, m.a. hjá RSÍ, en allar fasteign- ir sjóða RSÍ, einnig orlofssjóður, hafa verið veðsettar vegna skuld- ar Menntasjóðs. Sá sjóður var, eins og varaformaður RSÍ greindi frá, stofnaður utan um skuldir skólakerfis RSÍ og SART. Skólastjórinn hefur verið kærð- ur aftur fyrir oftekin laun hjá Raf- iðnaðarskólanum, nú fyrir tæp- lega kr. 90.000. En fyrra máli Raf- iðnaðarskólans, sem var upp á mun hærri upphæðir, var vísað frá i desember 2002 vegna málatil- búnaðar. Þá hefur skólastjórinn einnig lagt fram stefnu vegna van- greiddra launa. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurhöfn Umhverfis- og tæknisvið SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Mýrargata - Slippasvæðið Rammaskipulag - Samráðsskipulag Val á ráðgjöfum Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 4. febrúar s.l. að skipa stýrihóp til að vinna að undir- búningi og stýra gerð rammaskipulags fyrir Mýrargötu-Slippasvæðið. Rammaskipulaginu er ætlað að marka megin línur fyrir gerð deiliskipulags á svæðinu. Borgaryfirvöld leggja áherslu á að við gerð rammaskipulagsins verði farnar nýjar leiðir við mótun skipulags, með nánu samráði við íbúa, rekstraraðila og aðra hagsmunaðila. Skipulagssvæðið markast af Ánanaustum og Grandagarði í vestri, Ægisgarði til norðurs, Verbúðarbryggjum og Hafnarbúðum að austan og að sunnanverðu um Mýrargötu, Ægis- götu, lóðamörk milli Nýlendugötu og Vesturgötu, Seljaveg og Vesturgötu að Ánanaustum. Sóst er eftir ráðgjöfum og sérfræðingum með víðtæka þekkingu og reynslu af skipulagsgerð, þ.á.m. skipulagi umferðar og hafna. Auk þess er óskað eftir þekkingu á kostnaðarmati og góðum samskiptahæfileikum. Ráðgjafar og sérfræðingar eru hvattir til að mynda samstarfshópa, undir forystu aðalráðgjafa, fyrir forvalið og verður þá tekin afstaða til hópsins í heild. Valdir verða 2-4 ráðgjafahópar til að vinna tillögu að nálgun á verkefninu ásamt frumdrögum að skipulagi. Á grundvelli mats á tillögum ráðgjafahópanna verður síðan valinn einn hópur til að vinna sjálft rammaskipulagið. Skila skal inn umsóknum á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en kl. 16.00 þann 15. maí 2003, í umslagi merkt „Skipulag Mýrargötu- Slippasvæðis-forval” Nánari upplýsingar um fyrirkomulag forvalsins og verkefnið er að finna í verkefnis- lýsingu sem fæst afhent í uppiýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs, Borgartúni 3 og á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.