Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 25
49 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 DV Tilvera Spurning dagsins Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Elva Mist Jónasdóttir, 6 ára: Lita og leira. Viktor Freyr 6 ára: Leika mér úti og fara í gogguhænu. Halldóra Helgadóttir, 6 ára: Mér finnst skemmtilegast aö spila slönguspilið í frjálsu vali. Darri Bergmann Davíðsson, 6 ára: Vera úti aö leika og svo er líka rosalega gaman aö leira. Bryndís Inga, 5 ára: Leika mér í kastalanum. Erna Kamena, 5 ára: Renna mér í rennibrautinni. Stjörnuspá Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: jFólk er hjálpsamt fyrri "hluta dagsins. í kvöld verður íjölskyldan þér ofarlega í huga. Farðu varlega í fjármálum. Happatölur þínar eru 11, 24 og 25. Fiskarnir fl9. febr.-20. marsl: Atburðir dagsins Igera þig líklega bjartsýnan en þú verður að gæta hófs, sérstaklega í peningamálum. Ekki vera kærulaus. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): l Vandamál koma upp en 'þegar þú kynnir þér ástandið sérðu að þú þarft _ ekki að hafa áhyggjur. Ef þér finnst þú þarfnast aðstoðar skaltu ekki hika við að biðja um hana. Nautið (20. apríl-20. maíl: Þú þarft að einbeita ■ þér að einkamálunum og rækta samband þitt við manneskju sem þú ert að fjarlægjast. Rómantíkin kemur við sögu í dag. Tvíburarnir (21. maí-21. iúnð: Eitthvað sem þú '’vinnur að um þessar mundir gæti valdið þér hugarangri. Taktu þér góSan tíma til að íhuga hvað gera skal. Þú færð góðar fréttir. Krabbinn (22. iúní-22. iúií): i Ekki taka mark á fólki sem er neikvætt og svartsýnt. Dagurinn verðin- skemmtilegri en þú býst við, sérstaklega seinni hluti hans. Tvíburarnir (2: Ví 't þér góðan tí Krossgáta Lárétt: 1 lækka, 4 flöskustútur, 7 krók, 8 geð, 10 kát, 12 dýjagróður, 13 sníkjur, 14 sál, 15 hita, 16 skjótur, 18 hjara, 21 allslaus, 22 harma, 23 makaði. Lóðrétt: 1 blett, 12 galti, 3 mótstaða, 4 minnisstæður, 5 djúp, 6 seyði, 9 kvenmannsnafn, Ubylgjur, 16 reiðubúinn, . 17 elska, 19 ólma, 20 hagnað. Lausn neðst á síðunni. Gildlr fyrlr þriöjudaginn 29. aprit Liónlð (23. iúlí- 22. ðeúst): , Þú þarft að vera snöggur í dag, sérstak- lega í viðskiptum og í sambandi við fjármál. Fjölskyldan nær vel saman í kvöld. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: a. Gerðir þínar gætu haft í for með sér misskiln- ^^^■Ling sem erfitt er að ^ f greiða úr. Gættu þess að vera ekki of þijóskur í samskiptum við fólk. Vpgln (23. sept,-23. okt.i: ^ Það ríkir einhver Py óvissa í dag og hegðun \f ákveðins einstaklings hefur í för með sér vandræði. Úr því leysist þó skjótt. Happatölur þinar eru 37, 38 og 45. Sporðdfekinn (24. okt.-2i. nóv.i: *Aðrir hafa mikil áhrif á það sem þú gerir en þú verður að reyna _______ að vera sjálfstæður. Kvöldið verður að einhverju leyti óvenjulegt. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des.i: .«M|Það hefur góð áhrif á að vera mikið á ferðinni og þér líður best í dag ef þú hefur nóg fyrir stafni. Happatölur þínar eru 10, 12 og 28. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Þú mætir harðri gagnrýni fyrir eitthvað sem þú gerir en það hefur þegar upp er staðið góð áhrif á þig. Kvöldið ætti að vera rólegt. Um páskana voru víða haldin skákmót og það sterkasta var i Búda- pest þar sem allir bestu Ungverjamir mættu. Nigel Short vann einn sinn besta sigur á ferlinum, lagði m.a. Judit Polgar í langri skák. Og Peter Lausn á krossgátu Umsjón: Sævar Bjamason Leko heimsmeistaraefni varð í 3. sæti. Ungverjamir höfðu gætt sin á því að bjóða ekki allra sterkustu er- lendu keppendunum og ætluðu sér heimasigur. En annað kom á daginn. Hvítt: Ferenc Berkes (2578) Svart: Nigel D Short (2686) Katalónsk vörn. Búdapest (4), 14.04.2003 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 Be7 5. Bg2 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Re5 Rc6 8. Rxc6 bxc6 9. e3 Ba6 10. Rc3 Hb8 11. Bxc6 Dd6 12. Da4 Hb6 13. Bg2 c5 14. dxc5 Dxc5 15. e4 Dh5 16. Ddl Da5 17. De2 Rd7 18. Hdl Re5 19. Be3 Hb7 20. Dd2 Db4 21. Habl h6 22. Dc2 Hc8 23. Bd2 Dc5 24. Be3 Da5 25. Bd2 Dc7 26. Da4 Hb6 27. Be3 Bc5 28. Bxc5 Dxc5 29. Dc2 Hb4 30. Hd2 Hcb8 31. Hbdl (Stöðumyndin) 31. -Rd3 32. Hbl Hxb2 33. Hxb2 Hxb2 0-1. •QJB 02 ‘eqp 61 ‘JSB Ll ‘snj gj ‘jnp[o n ‘jnuun 6 ‘Qos 9 ‘n? S ‘JU}SBjSni[ j ‘BUJÁdspuE g ‘uo[ z ‘nP I HJOJQOl ■QnBJ ez ‘Bjns 22 ‘qhbus 12 ‘bjoj 81 ‘-I?JJ 91 ‘s[Á gj ‘ipue n ‘deus et ‘jas 21 ‘QQ[8 oi ‘pun[ 8 ‘piSuo i ‘s|el[ p ‘E[Ep [ :jjojb'i Paltpow á meðal Iæikkonan Gwyneth Paltrow er á lista breska tískutímaritsins Harpers & Queen yfir hundraö glæsilegustu konur síðustu aldar, sem nýlega var birtur vegna Ijósmyndasýningar sem opnuð verður í Gettys-ljósmyndagall- eríinu í Lundúnum þann 30. apríl nk. Þar verða sýndar myndir af hundr- að glæsilegustu konum síðustu aldar að mati tímaritsins en þær hafa ekki aðeins verið valdar fyrir ytri fegurð heldur einnig fyrir sérstakan fata- smekk þeirra og hvemig þær bera klæðin. Paltrow er þar í hópi með konum eins og Audrey Hepburn, Grace Kelly og Diönu prinsessu og er hún eina unga Hollywood-leikkonan sem kemst inn á listann. Þar bólar ekkert á nöfnum eins og Kate Winslet, Julia Roberts, Halle Berry, Catherine Zeta Jones eða Nicole Kid- man en aftur á móti em þær Vivien Leigh, Katharine Hepbum og Ali McGraw á listanum. Jafnvel Madonna er á listanum og einnig þær Jackie Kennedy Onassis, Marianne Faithfull, Joan Collins og Twiggy. Myndasögur Dagfari Einelti og uepaldarvafstup Leikarinn Stefán Karl Stefánsson hefur unnið frábært starf með því að heimsækja skóla landsins síðustu misseri og ræða um einelti og þá meinsemd sem það er. Ætla má að þessi barátta Stefáns hafi við ýmsu hreyft - geti þegar til lengri tíma er litið haldið aftur af hrekkjusvínum og opnað umræðuna þannig að þeir sem fyrir einelti hafa orðið segi frá. Baráttan byggist á vakningarstarfi í grasrótinni. Verður þá að hafa hug- fast að það eru ekki aðeins böm sem beita önnur börn ofbeldi. í sumum tilvikum eiga þar líka í hlut fullorðn- ir, svo sem kennarar, sem koma fram með óbermislegum hætti. Stundum er sagt að trúin flytji fjöll og mér hefur stundum orðið hugsað til þess máltækis í tengslum við starf leikarans góðkunna. Trú hans á málstaðinn og sannfæring get- ur gert stórkostlega hluti. Á liðnu hausti voru stofnuð samtökin Regn- bogabörn tU að berjast gegn einelti og ég trúi að það fólk sem þar á í hlut sé afar vel meinandi. En getur svo verið að samtök þessi fari brátt að kafha í eigin veraldarvafstri? í dagblöðum var fyrir skemmstu auglýstur aðalfundur þeirra sem bendir tU þess að þar fari umsvifa- mikið félag. Fyrr hafði félagið ekki verið stofnað en það var komið með tU umráða hús suður í Hafnarfirði. Öflugustu fyrirtæki landsins voru farin að leggja aura í púkkið. Svona gæti ég áfram talið. Barátta gegn ein- elti varð tískufyrirbæri. ÖU þessi umsvif kosta auðvitað sitt þannig að spyrja má hvort svo kunni að fara að brátt verði málstaðurinn sjálfur að aukaatriði. Öfgakennt kann að vera að bera nútímann saman við boðun Jesú Krists á fagnaðarerindinu fyrir tvö þúsund árum. Tímamir eru aðrir. Hins vegar er það samt að liggi mönnum mikið á hjarta ná þeir tU hjarta hlustenda sinna - rétt eins og frelsarinn gerði. Ekki er aUtaf nauð- synlegt að hafa fjöldasamtök eða rík- ustu fyrirtæki landsins að baki sér. Stundum er slíkt aðeins tU trafala og aðeins tU þess faUið að skrumskæla góðan málstað sem snertir hvem ein- asta mann. Sigurður Bogi Sævarsson blaöamaöur 111111111 Við viljum ekkert ekítapakk hingað inn og þið eigið að virða ekiltið sem eegir að borðið eé fratekið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.