Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 4
MANUDAGUR 28. APRÍL 2003
Fréttir
ÐV
íslenski stýrimaöurinn í Dubai:
Þetta er algert klúður
„Þaö er algert klúður, sem á
ekki aö koma fyrir,“ sagöi Magn-
ús Ásgeirsson sem var skipstjóri
á Svaninum RE 40 þegar skipinu
var siglt til Dubai þar sem það
var afhent. Eins og komið hefur
fram í fréttum var stýrimaður-
inn með riflil meðferðis þar sem
hann óttaðist sjórán. Hann var
stöðvaður á flugvellinum á leið-
inni heim og síðan færður í fang-
elsi fyrir ólöglegan vopnaburð. í
áhöfninni voru m.a. fjórir íslend-
ingar og einn Dani. íslendingarn-
ir eru komnir heim, að stýri-
manninum undanteknum, sem
enn situr í fangelsi að því best er
vitað.
Magnús sagði að riffillinn
hefði aldrei átt að fara í land úr
skipinu. Á flugvellinum um-
rædda væri tékkun áður en far-
þegar kæmu að miðasölunni. Þar
Svanur RE 40
Þaö gaf undarlega á bátinn viö Dubai og sér ekki fyrir endann á undariegum
afdrifum eins skipverjans.
hefði maðurinn verið handtek-
inn og síðan hefðu þeir ekki séð
hann meir. Þeir hefðu hins vegar
fengið boð frá honum um að
hann væri á leið í fangelsi. Mjög
strangt eftirlit væri á þessum
svæðum, enda væri Dubai ekki
langt frá átakasvæðum. Mikil
tékkun væri í hafinu á þessari
leið og strangt eftirlit á öflum
leiðum. Magnús kvaðst ekkert
hafa frétt af stýrimanninum eftir
að þeir fengu boðin frá honum.
„Þetta er leiðindamál og mað-
ur vonar að þetta gangi fljótt fyr-
ir sig,“ sagði Magnús, sem
kvaðst að öðru leyti vísa til
frétta frá norska sendiráðinu á
staðnum um málið.
Móðir stýrimannsins kvaðst í
morgun ekki vilja ræöa málið
þegar DV hafði samband viö
hana. -JSS
Næturfrost gæti
skaðað gróður
„Það er ekki laust við að ég sé
uggandi," segir Þór Þorfinnsson,
skógarvörður á Austurlandi, þeg-
ar hann er spurður um kulda-
kastið sem gengur yfir þessa dag-
ana. „Sitkalúsin hefur verið í
uppsveiflu í vetur og tré eru víða
mjög illa farin, hún grasserar í
Reykjavík en það er minna um
hana hér í Hallormsstaðarskógi."
Þór segir að trén jafni sig með
tímanum og fólk eigi alls ekki að
rjúka til og fella tré þó þau verði
ljót. „Ég hef séð mörg tré sem
hafa veriö nánast barrlaus og þau
hafa jafnað sig á nokkrum árum.
Það kemur nýr árssproti og svo
koll af kolli þangað til tré hafa
náð sér að fullu."
Þór segir að það hafl verið næt-
urfrost á Austurlandi fyrir
skömmu og að slíkt geti haft
verulega slæm áhrif á gróðurinn.
„Lerkið er allaufgað og hitinn
ekki nema tvær gráður eins og er
og það er ekki gott til lengdar. Ég
er rólegur eins og er en mér lýst
ekki á blikuna ef það fer að
frysta eitthvað að ráði. Veðurstof-
an spáir kólnandi veðri næstu
daga þannig að við erum á verði
og ekki laust við aö það læðist að
manni uggur ef hitinn fer mikiö
niður fyrir núllið í marga daga.“
Að sögn Þórs er skógarplöntu-
ræktun í fullum gangi og menn
með varann á sér ef það frystir.
„Fyrstu viðbrögð verða aö frost-
vökva á nóttinni til að verja
plöntumar en við vonum það
besta og að kuldinn gangi yfir og
það hlýni fljótlega aftur.“ -Kip
Báru eld að fiskikari
Þrír piltar á aldrinum 16 til 19
ára viðurkenndu í gær að hafa
unnið eignarspjöll á Stokkseyri
um helgina. Höfðu þeir meöal
annars skemmt gervihnattardisk
við ibúðarhús, skemmt segldúk
við veitingastaðinn við Fjöru-
borðið og skemmt rúður í bifreið-
um og stolið þaðan hljómflutn-
ingstækjum. Þeir fóru einnig að
húsi björgunarsveitarfélags Ár-
borgar og báru eld að fiskikari
sem stóð þar fyrir utan. Barst
eldurinn síðan að húsinu og
breiddist þar út. Lögreglan á Sel-
fossi handtók piltana í gær á Sel-
fossi og á Stokkseyri og eftir að
þeir viðurkenndu verknaðinn við
yfirheyrslu var þeim sleppt. -EKÁ
*««**>■ th-' \ •••■•:' "■■
—L.
tæœZM.
OV-MYNDtR HAFDÍS ERLA BOGADÓTTIR
Ljúflr lóutónar
Hvaö er Ijúfara en söngur lóunnar þegar allt er aö lifna viö og sumariö gengiö í garö? Þær
flugu um í stórum hópi viö Eyvindarána á Héraöi um helgina og hiö einstaka dirrindí enduróm-
aöi um loftiö í sólinni. Þrátt fyrir aö erfitt væri aö komast í návígi viö þær tókst Ijósmyndara aö
laumast yfir ógrynni af hrossataöi, detta í mýri og hitta á leið sinni fjöldann allan af hunangs-
flugum, og öörum „dásamlegum “ vorboöum, aöeins til aö ná vorboöanum Ijúfa á mynd til end-
anlegrar sönnunar á því aö „sumariö sé nú komiö“!
Tíminn aö hlaupa frá samningsaðilum:
Stefnir í að heima-
hjúkrun lamist
„Staðan í dag er óbreytt og allt
bendir til þess að heimahjúkrunin
á þessu tiltekna svæði muni lam-
ast um mánaðamót," sagði Krist-
jana Guðjónsdóttir sjúkraliði, sem
starfar við heimahjúkrun á höfuð-
borgarsvæðinu. Nú styttist í að 55
af ríflega 70 starfsmönnum heima-
hjúkrunar hætti störfum eftir að
Heilsugæslan sagði upp aksturs-
samningum við þá. Starfsmenn-
irnir líta á þetta sem uppsögn
ráðningarsamnings og hætta sam-
kvæmt því störfum um næstu
mánaðamót. Skjólstæðingar
heimahjúkrunar á svæðinu eru
um 1100 talsins.
Viðræður hafa staðið yfir milli
Heilsugæslunnar og fjármálaráðu-
neytisins um þá stöðu sem upp er
komin. Kristjana sagði að starfs-
menn heimahjúkrunar hefðu ekki
fengið neinar fregnir af þeim við-
ræðum. Þeim hefði ekkert tilboð
borist að hálfu Heilsugæslunnar,
þannig að allt útlit væri fyrir að
heimahjúkrunin legðist að mestu
Helmahjúkrun
Vinnan er erfiö og tekur á i mörgum
skilningi.
niður eftir þrjá sólarhringa.
„Það verður ekki bara neyðará-
stand á heimilum ef svo fer sem
horfír,“ sagði Kristjana, „heldur
einnig á sjúkrahúsum. Fjölmargir
okkar skjólstæðinga eru svo háðir
heimahjúkruninni að þeir geta
ekki verið heima án aðstoðar.
Þetta fólk mun þá leita til sjúkra-
stofnana."
Kristjana sagði að starfsfólk
heimahjúkrunar hefði ekki séð
neina útreikninga á sparnaði þeim
sem fyrirhugaður væri við breyt-
ingu á fyrirkomulagi aksturs. Sam-
kvæmt upplýsingum heilbrigðis-
ráðherra væri áætlaður spamaður
15 milljónir króna. Heilsugæslan
hefði gefið út að fyrirhugað væri
að nota kaupleigubíla eftir breyt-
ingima. „Við spyrjum okkur að því
hvers vegna sé verið að styrkja
bílaumboð með þessum hætti, í
stað þess að láta starfsfólkið njóta
þess, ef sá spamaður sem næst á
hvort eð er að fara til að bæta kjör
þess, eins og forstjóri Heilsugæsl-
unnar hefur sagt í fjölmiðlum,"
sagði Kristjana. -JSS
Panta á netinu: www.smaar.is
Sjálfbær Hrísey
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra og Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra skrifuöu á föstu-
daginn, Degi umhverfisins, undir
samning um innleiðingu Staðardag-
skrár 21 í fámennum sveitarfélög-
um og stuðning viö áform um að
gera Hrísey að sjálfbæru samfélagi
í tilkynningu frá umhverfisráðu-
neytinu kemur fram að iðnaðarráð-
herra og umhverfisráðherra muni
beita sér fyrir því að til þessara
samstarfsverkefna verði ráðstafað
samtals 8 milljónum króna á ári í
þrjú ár, þar af 7 milljónum á ári af
fjárveitingu iðnaðarráðuneytis til
framkvæmda byggðaáætlunar. 2
milljónir á ári í þijú ár munu fara
til sérstaks þróunarverkefhis um
sjálfbært samfélag í Hrísey.
Hríseyingar ætla að nota féð til
að ljúka við gerð skýrslu um orku-
vinnslu í eynni en einnig til að
kaupa jarðgerðarílát á öll heimili til
að búa til lífrænan úrgang með það
aö markmiði að minnka stórlega
sorp sem flutt er frá eynni. -ÆD
ísafjörður:
Samið um þrjú
menningarhús
Gamla héraðssjúkrahúsið, Edin-
borgarhúsið og salur tónlistarhúss-
ins verða endurbyggð sem menn-
ingarhús á ísafirði. Tómas Ingi 01-
rich menntamálaráðherra og Hall-
dór Halldórsson bæjarstjóri undir-
rituðu samning þessa efriis í gær.
Grundvöllur samkomulagsins er
ákvörðun ríkisstjómar frá árinu
1999 um að veita stofnstyrki til
uppbyggingar fimm menningar-
húsa utan höfuðborgarsvæðisins
með það að markmiði að bæta að-
stöðu til menningarstarfsemi.
Framlag ríkissjóðs til endurbygg-
ingar húsanna þriggja hefur verið
ákveðiö og nemur um 250 milljón-
um króna, en það eru 60% kostnað-
aráætlunar.
Gamla héraðssjúkrahúsinu verö-
ur ætlað það hlutverk að vera bóka-
og listasafn, salur tónlistarskólans
verður nýttur til tónleikahalds og
Edinborgarhúsiö er m.a. ætlað til
sviðslista. Framkvæmdir við húsin
hafa staðið yfir um nokkurt skeið
og er framkvæmdum viö tvö hin
fyrstnefndu nánast lokið. -aþ
Akureyri:
Sjöfn kaupir
Kaffibrennsluna
Sjöfii hf. hefur keypt hlutabréf
Kaldbaks í Nýju Kaffibrennslunni,
Akva ehf. og Fjárstoð. Einnig hefur
fyrirtækiö keypt hluti Baldurs
Guðnasonar og Steingríms Péturs-
sonar í Stíl ehf. og Ferðaskrifstofu
Akureyrar. Hluti kaupverðsins er
greiddur með hlutaíjáraukningu í
Sjöfn hf. og mun eignarhlutur
Kaldbaks í Sjöfn hf. verða 50%.
Hluthafar Sjafnar hf. eftir breyting-
una eru Kaldbakur fjárfestingarfé-
lag með 50%, Eyfirðingur í eigu
Baldurs Guðnasonar 41,7%, Eignar-
haldsfélagið Stíll sem er í eigu
Baldurs Guðnasonar og Steingríms
Péturssonar með 8,3%. Með þessum
viðskiptum verður til ein stærsta
iðnfyrirtækjasamsteypa landsins
sem hefur burði til að efla og
styrkja íslenskan iðnað og iðnaðar-
starfsemi á Akureyri. -GG