Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2003, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 X>V____________________________________________________________________________________________Menning og tóntegundirnar i kvæðalögum eru líka oft mjög skrýtin. „Ég er voðalega hrifin af öÚu svona skrýtnu," segir Bára og hlær. Langur aðdragandi Bára hóf nám í Bamamúsíkskólanum þegar hún var sjö ára. „Níu ára fór ég að læra á píanó og sem unglingur hafði ég gaman af því að glamra á gítar. Ég hef alltaf verið syngjandi og mamma segir að ég hafi byrjað að syngja áður en ég fór að tala. Seinna innritaðist ég í tón- menntakennaradeildina í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1983.“ Hún kenndi tónlist og stjórnaði kórum samhliða námi. Þegar Bára er spurð hvað hafi valdið því að hún ákvað að læra tónsmíðar brosir hún og segist í raun aldrei hafa ákveðið það. „Maður ákveður ekki svona einn daginn. Þetta á sér langan að- draganda og málin þróast bara þannig. Sem unglingur hafði ég gaman af því að búa til lög við ljóð og seinna fór ég að út- setja eitt og annað. Þegar ég var undir- leikari í söngprófi hjá Karli Möller var eitt lagið of erfitt fyrir mig í uppruna- legri útsetningu þannig að ég útsetti það upp á nýtt.“ Bára Grímsdóttir, rímnasöngvari og tónskáld Arið 1984 lá leið Báru tO Karólínu Ei- „Maöur ákveöur ekki einn daginn aö veröa tónskáld, þaö á sér langan aödraganda og þróast bara þannig. “ ríksdóttur. „Við vorum þarna nokkur að Englar á sveimi upptaka á verkum Báru Grímsdóttur gefin út á hljómdiski Hrífst af hinu skrýtna Bára er fædd sveitastelpa, úr Vatnsdal, og Fyrir skömmu kom út undurfallegur hljómdiskur sem ber heitið Virgo gloriosa og er tónlist sem var flutt á sumartónleikum í Skálholti árið 2000. Öll verkin eru í flutningi Hljómeykis en eftir Báru Grímsdóttur tón- skáld og samin í kringum trúarlega texta, Maríulofsöngvar, lofsöngur til Jesú og erfiljóð um mannkosti Sigríðar Jónsdóttur, eiginkonu Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups. Stjórnandi er Bemharður Wilkinson. Bára er búsett í Englandi en var í stuttri heimsókn á íslandi fyrir skömmu. Virgo gloriosa er fyrsti diskurinn sem er gefinn út í hennar nafni en Bára hefur átt eitt og eitt verk á mörgum diskum, eins og hún orðar það sjálf. Að sögn Báru var haft samband við hana eftir tónieikana í Skálholti og spurt hvort hún tæki ekki vel í að Tónverkamiðstöðin og Smekkleysa gæfu tónlistina út. „Þetta pass- aði einhvern veginn allt svo vel saman að ég gat ekki sett mig upp á móti því. Tónlistin er heilsteypt og lengdin passaði vel á disk, laga- röðin er meira að segja sú sama og á tónleik- unum. Liðið í Hljómeyki og stjórnandinn mættu svo aftur í Skálholt 2. janúar 2001 og diskurinn var tekinn upp á einni helgi.“ ólst upp við rímur og kvæðalög sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni. Báðir for- eldrar hennar og amma og afi sungu mikið af kvæðalögum þannig að þau eru henni i hlóð borin. „Við fluttum svo á Bragagötuna í Reykja- vík þegar ég var fjögurra ára og ég byrjaði strax að fara með foreldrum mínum á fundi hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni. Mér fannst það alltaf mjög skemmtilegt og ílengdist. Um tvítugt fór ég að kveða með mömmu í útvarp- inu og eftir það bað Þórarinn Eldjárn mig að kveða Disneyrímur og þannig gekk þetta án þess að mér þætti það neitt merkilegt í sjálfu sér.“ . Bára segist hafa hlustað meira á rokk en klassík þegar hún var unglingur. „Ég lærði klassík en hef alltaf verið rokkari í mér. Ég hlustaði mikið á hljómsveitir eins og Talking Heads, Genesis, Yes, Brian Eno og fleiri en ég átti aldrei neitt uppáhald. Síðan fór ég að hlusta á djassara eins og Jan Garbarek og Keith Jarret og líka þjóðlagatónlist frá Nor- egi, Svíþjóð, Balkanlöndunum og víðar.“ Að sögn Báru eru íslensk þjóðlög rík af skrýtnum og fallegum melódíum og rytminn læra formfræði og búa til lítil verk. Að lokum var ég ein eftir og þetta end- aði sem einkatími og ég býst við að það hafi verið vendipunkturinn. Eftir það fór ég í tón- fræðideild Tónlistarskólans og síðan til Hollands að læra tónsmíðar." Líður vel í Worcester Árið 1994 flutti Bára til Vestmannaeyja og var tónlistarkennari í nokkur ár, en þegar hún fékk listamannalaun 2002 ákvað hún að flytja tO Worcester í Englandi og hefur verið þar síðan að semja. Hún segist kunna vel við sig í Englandi og viti ekki hvenær hún kem- ur aftur heim. „Mér gengur ágætlega að skrifa og hef nóg af pöntunum eins og er. Svo er ég náttúrlega að reyna að kynna mig hér með því að spila með sambýlismanni mínum sem heitir Chris Foster og er þjóðlagaspilari, söngvari og myndlistarmaður." Bára segist mest vera að semja kórverk eins og er. „Þetta er ekki endilega kirkjutón- list en það eru undarlega oft englar á sveimi í ljóðunum þegar ég hugsa út í það. Ekki svo að skilja að ég sé dottin ofan í trú þó ég reyni aö breyta rétt og vera góö manneskja." -Kip Óðinn á leið vestur um haf - Möguleikhúsið sýnir Völuspá í Bandaríkjunum og Kanada og Færeyja. Sýningar eru þegar orðnar 130 talsins. Þórarinn Eldjárn hlaut Vorvindaviður- kenningu Barna og bóka - íslandsdeildar IBBY fyrir handritið, og sýningin í heOd var tilnefnd tO Menningaverðlauna DV í leiklist. Efnið vinnur Þórarinn úr fornum sögum og ----- kvæðum, og í umsögn hér í blaðinu sagði um frumsýninguna: „Völuspár- sýning Möguleikhússins er „söguleik- hús“ þar sem einn leikari bregður sér í líki aUra persóna sem við sögu koma. Ekki er leikarinn þó aleinn á sviði Möguleikhússins því með hon- um er sellóleikarinn Stefán Öm Arn- arson sem framleiðir leikhljóðin og tekur að sér nokkur minni hlutverk. Hann var alveg dásamlegur. En hita og þunga af nærri klukkutíma sýn- ingu ber Pétur Eggerz og stóðst álagið með prýði undir hugmyndaríkri og styrkri stjóm Danans Peters Holst sem hefur sérhæft sig í þessu leikhús- formi. Pétur gaf sig af ástriðu á vald ----- sögunnar og persónurnar kviknuðu tO lífs hver af annarri, Óðinn jafnt og hrafnar hans, Huginn og Muninn sem kvarta undan því að guðinn vilji orð- ið fá fréttir á klukkutíma fresti! Bræð- umir Baugi og Suttungur fengu hvor sína skýru persónugerð, Mímir og völvan, úlfur- inn, Baldur og Loki, sá einfaldi og bjarti og sá myrki og öfundsjúki." Völuspá verður leikin í enskri þýðingu Söruh E. O’NeOl í leikferðinni. Söguleikhús Völuspá var frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík 2000 og hefur síðan verið sýnd víða um land auk þess sem hún hefur farið til Rússlands, Svíþjóðar, Kanada, Finnlands Möguleikhúsið er um þessar mund- ir í leikferö til Bandaríkjanna og Kanada þar sem sýnt veröur ú þrem- ur leiklistarhdtíöum. Þetta eru allt hdtíöir þar sem saman eru komnar sýningar frd Noröurlöndunum og völdu hátíöahaldarar sýningu Mögu- leikhússins á Völuspá sem fulltrúa ís- lands. Fyrst verður sýnt í Fíladelfíu á PhOadelphia Intemational Children’s Theatre Festival 30. aprO tO 4. maí. Þaðan liggur leiðin tO Toronto í Kanada á Musicools Festival 5.-11. maí og síðan til Pittsburg á Pitts- burgh International Children’s Theatre Festival 13.-18. maí. Þá hefur einni aukasýningu verið bætt inn í Lancaster í Pennsylvaníu 16. maí. AOs verða 22 sýningar á Völuspá í leikferðinni. Stefán Orn og Pétur Eggerz Persónur fornra sagna kvikna til lífs. Englar alheimsins Það var skemmtilegt að sjá NeO Haigh hjá Icelandic take Away Theatre túlka per- sónur Engla alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson í Tjarnarbíó um daginn. Þeir Henrik Prip frá Danmörku, sem sýndi sína útgáfu af sögunni á Listahátíð 2000, taka efnið ólíkum tökum, og enn ein gerðin er svo auðvitað hin ofurvinsæla kvOcmynd Friðriks Þórs þar sem Ingvar E. Sigurðs- son leikur Pál eins og menn muna. Leikararnir þrír búa aOir tO sannfær- andi mynd af Páli en áherslurnar eru ólík- ar. í fljótu bragði sýnist mér Ingvar ná geð- veikinni best, brjálæðinu sem skolar burtu öOu yfirborði lærðrar hegðunar. TOhugs- unin um leik hans sendir enn hroO niður bakið. Henrik Prip sýndi best dýpt örvænt- ingar Páls - kannski ekki síst vegna þess að hann lék ofan í vatni. En PáO Neils Haigh var viðkvæmastur, brothættastur. Hans túlkun vakti sterkasta samlíðun með þeim sem er kastað brott úr mannlegu samfélagi. ÖOum þessum þáttum jafnt skilar sagan auðvitað. Ekkert jafnast á við bókina. Karlar og konur um skáld Og nú er vika bókarinnar eins og ekki hefur farið fram hjá bókavinum. Af því til- efni var gefm út bókin Skáld um skáld sem bókakaupendur fá gefins í búðum með bókakaupum upp á þúsundkaO eða meira. Ekki eru það aðeins skáld sem skrifa þótt titid bendi tO þess heldur eru í bland ýms- ir fræðimenn. Nokkur kynjaslagsíða þykir vera í bók- inni (17 karlar móti 3 konum) og því hafa konur tekiö sig saman og gefa nú út vef- bókina Konur um skáld í vefritinu kist- an.is. Þar birtast greinar eftir kvenskáld og -fræðinga um skáld og bækur sem hafa haft áhrif á þær eða eru þeim minnistæðar og eru hinar fyrstu eftir Soffíu Auði Birgis- dóttur og Sigríði Albertsdóttur. Gerður Kristný best Á sumardaginn fyrsta voru Bókaverðlaun barn- anna afhent í annað sinn í Borgarbókasafninu. í ár völdu u.þ.b. 2700 6-2 ára gestir safnsins bókina Marta smarta eftir Gerði Kristnýju. Hún gat ekki verið viðstödd athöfnina en sendi systur sína með skOaboð tO bamanna þar sem sagði meðal annars: „Ef litiö er yfir verk íslenskra rithöf- unda sést að það telst skylda að þeir skrifi að minnsta kosti eina barnabók. Guðberg- ur, Steinunn, Sindri, Einar, Vigdís ... þetta fólk hefur skrifað bækur um ketti, hunda, frænkur, strætó og strákinn Gauta. Ég afplánaði þessa skyldu auðvitað meö glöðu geði. Fyrst ég er farin að miða mig við aðra höfunda kemst ég ekki hjá því að nefna að í flestum þeim viðtölum sem ég hef lesið við þá er líkt og lykOlinn að því að þeir geti sinnt starfi sínu sé að þeir eigi börn. Iðulega segjast þeir prófa bækumar á börnunum sínum til að sjá hvað virkar áður en þær eru gefnar út... Dóttir Astrid Lindgren hefur auövitað vinninginn því hún gaukaði nafninu hennar Línu langsokks að móður sinni í sótthitakasti. Astrid settist bara á rúmstokkinn hjá dótt- ur sinni og sagan rann upp úr henni eins og hvert annað útfrymi. Ef stelpan hefði verið pínulítið heOsuhraustari hefði Lína þá nokkuð orðið tO? ... ætli ég geti ekki viðurkennt núna, þegar aðalsöluvertíöinni er lokið, að ég skrifaði bókina bara fyrir sjálfa mig. Ég komst að því að það er lítid sem enginn munur sem heitið getur á 11 ára gömlu fólki og 32 ára gömlu. Það borðar bland í poka, talar oft ótæpOega við sjálft sig und- ir sturtunum í sundlaugunum og lendir fudreglulega upp á kant viö vinkonur sín- ar. Og þá eiga nú sáttaleiðir Mörtu smörtu aldeOis til að gleymast..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.