Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 X>V____________________________________________________________________________________________________________Yfirheyrsla Þó þannig að fjármagnið ráði. „Þó þannig að menn verði að kaupa, vegna þess að við kunnum enga aðra aðferð en aðferð mark- aðarins til þess að útdeila þessum takmörkuðu gæðum.“ Hvað kostar stefnuskrá ykk- ar? Þið viljið hækka skattleysis- mörk upp í 100.000 krónur til að byrja með; þar eru strax um það bil 30 milljarðar samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. „Við erum þannig settir að við höfum ekki mikið af spesíalistum til að reikna. Ég hef reiknað þetta í huganum og ég hef gert ráð fyrir að þetta væri kannski einhvers staðar um 15 milljarðar þegar allt kemur til alls, en ég hef ekki látið Ríkisskattstjóra reikna það. Ég hef slegið á þetta og geri þá ráð fyrir að skattgreiðendur séu um 140.000.“ Samkvæmt reiknitöflum frá fj ármálaráðuneytinu yrði þetta nálægt 30 milljörðum. Ef það er rétt, yrði það meiriháttar áfall fyrir ykkur eða mynduð þið bara vinna úr því? „Við myndum náttúrlega vinna úr því, en ég hef enga trú á að það geti verið rétt. Ég treysti þessum reiknimeisturum ekkert voðalega vel. En það sem er náttúrlega grunnatriðið í okkar hugmyndum er það, að þeir sem hafa ekki nema 100 þúsund krónur borgi ekki skatt. Við segjum: Þeir geta ekkert borgað skatt. Tekjutengd “Frjálslyndi flokkurínn er með fiskveiðistefnu sem enginn af hinum flokkunum getur fallist á. “ skattleysismörk koma líka til greina í þessu sambandi.“ Sumir telja að umfangsmikl- ar skattalækkanir hljóti að koma niður á velferðarkerfinu. Hvað segirðu um það? „Við erum eini flokkurinn sem leggur til verulegan niðurskurð í ríkiskerfinu. Við viljum selja sendiráðið í Tokyo og í Mósambík - sem er nú einhver glæsilegasta bygging sem ég hef séð! - og fleiri. Við viljum selja þau, hætta rekstri þeirra og nota nútímatölvutækni og fjarsíma, myndsíma og annað til þess að leysa rnálin." Forsvarsmenn nokkurra stórra fyrirtækja og samtaka í útflutningsgreinum gáfu nýver- ið út yfirlýsingu þar sem þeir lögðu áherslu á mikilvægi utan- rí kisþj ónustunnar. „Utanríkisþjónustan á að hjálpa atvinnuvegunum en það er hægt að fullnægja þessum kröfum á miklu ódýrari hátt. Fyrir nú utan það, að hvaða fulltrúi í atvinnulíf- inu myndi ekki skrifa undir svona yflrlýsingu ef utanríkisráðuneytið gengur á milli þeirra með hana? Við erum algjörlega á villigöt- um í þessu. íslendingar haga sér eins og þjóð sem veit ekkert hvað hún á að gera við peningana. Þessi stóra bygging á Keflavíkur- flugvelli sem er vegabréfaeftirlit fyrir Evrópubandalagið kostaði 4-6 milljarða og ég fullyrði að það kostar að minnsta kosti 400 millj- ónir að reka hana á ári. Þessi stóra bygging stendur þarna að talsverðu leyti ónotuð. Ég bara botna ekkert í hvernig stendur á því að það opnar enginn augun og skoðar hvað er verið að gera þarna. Ég var stjórnarformaður þegar við settum af stað bygginguna á barnaspítalanum, sem er eini full- komni barnaspítalinn sem við ís- lendingar eigum fyrir bömin okk- ar. Við urðum að selja Vífilsstaða- jörðina til þess að geta hafist handa. Samt vorum við flmm eða sex ár að koma barnaspítalanum upp. Hann kostaði um einn og hálfan milljarð. Þessi Schengen- bygging er byggð á hvað, rúmu ári? Hún er á við fjóra barnaspít- ala, kemur ekki að neinu gagni, og enginn segir neitt, enginn opnar augun og enginn veit hvað er að gerast." “Alveg eins og þú fyrnir húsið þitt á 40-50 árum, eins og þú fymir bílinn þinn á 10-15 árum, er eðlilegt að menn fymi kvótann jafnvel þó að þeir hafi keypt hann. “ Þú sast í átta ár á Alþingi. Hver voru helstu mál sem þú barðist fyrir þar? Lagðirðu til dæmis til margar umbætur í velferðarmálum? „Þann tíma sem ég var á Al- þingi var ég mest í efnahagsmál- um, stóriðjumálum og iðnaðar- málum. Menn skipta sér dálítið í málaflokka á Alþingi og sinna þeim.“ Hver væri óskaríkisstjórnin fyrir ykkur að starfa í? „Þetta er nú kannski svolítið akademísk spurning! En ég er þeirrar skoðunar að þessu bar- áttumáli okkar um að færa auð- lindina til þjóðarinnar verði ekki hrundið fram nema ríkisstjórnin falli og nýir flokkar komist í stjóm. Þar á ég ekki síst við Sam- fylkinguna, sem er með nánast sömu stefnu og við í fiskveiðimál- um. Enda veit ég að þeir hug- myndasmiðir sem formuðu laga- frumvarp um þessi mál með okk- ur, þeir unnu þessa hugmynda- vinnu líka fyrir Samfylkinguna." Hverjir eru það? „Ég vil nú ekki nefna þá hér, en ég get þó sagt þér að Ellert Schram var með okkur í þessum hópi í mörg ár en fór yfir. Én ég verð að segja það með Frjálslynda flokkinn, að hann er með fiskveiðistefnu sem enginn af hinum flokkunum getur fallist á. Hann er í stórum dráttum að fara yfir í færeyska kerfið, sem enginn okkar myndi þora að fara í vegna þess að reynslan er of lítil af því enn þá. Við höfum alltaf sagt: ekki heljarstökk aftur fyrir sig í myrkri. En þegar það myndast bylgja í pólitíkinni þá er alveg sama hvað gerist, hvar rökin eru, hvar sannleikurinn er, eða hvað er rétt; það hverfur allt í skugg- ann og bylgjan hrífur menn með sér. Mér virðist frjálslyndir ríða á þessari bylgju núna, án þess aö menn hafi kynnt sér að það myndi enginn hinna flokkanna treysta sér til þess að styðja þessa fisk- veiðistefnu þeirra." Hver er ykkar sérstaða? „Við komum úr allt annarri átt en hinir og gátum ekki náð sam- stöðu með neinum þeirra. Við hefðum aldrei náð samstöðu með Framsóknarflokknum um þá end- urskoðun sem við viljum fara í á utanríkisráðuneytinu. Við hefðum aldrei náð samstöðu með öðrum flokkum um að endurskoða þessar svakalegu fjárfestingar í jarðgöng- um og öðru út um land með hlið- “Ég hef reiknað skattatil- lögur okkar í huganum og ég hef gert ráð fyrír að þetía vœri kannski ein- hvers staðar um 15 millj- arðar þegar allt kemur til alls. “ sjón af þeirri forgangsröð sem þarf að hafa hérna. Og við hefðum ekki náð samstöðu með neinum flokki varðandi alla þessa eignatil- færslu sem hér er að verða, vegna þess að þeir bera allir ábyrgð á henni.“ Hefðuð þið ekki getað náð samstöðu með Samfylkingunni, þangað sem einn aðalmaðurinn úr ykkar hópi fór? „Samfylkingin hefur setið á þingi og samþykkt þetta allt. Sjá- um bara utanríkisráðuneytið; hveijir hafa orðið ambassadorar þarna? Það eru Jón Baldvin, Eiður Guðnason, Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson, Sighvatur Björgvinsson. Þetta eru mennirnir sem hafa farið inn. Ég segi: Það er langtum ódýrara fyrir okkur að fjölga seðlabankastjórunum í fimmtán heldur en að leysa vand- ann með því að búa til nýtt sendi- ráð!“ Þú hlýtur að sjá eftir Ellerti yfir. „Já, ég sé mikið eftir Ellerti. Ég vona bara að hann komi til með að hafa veruleg áhrif í Samfylking- unni. Hann stendur mjög mikið fyr- ir okkar sjónarmið og það sem við erum að tala um, enda var hann okkar samherji. Ég hugsa að hann hafi bara valið hvorum megin hann teldi sig eiga auðveldara með að koma okkar málum fram.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.