Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 12
12 hí ,,u i ____________________________________________________________________________________________________________ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 Útlönd DV Mahmoud Abbas Palestínski forsætisráöherrann hitti bandarískan sendimann í gær. William Burns, aöstoöarutan- ríkisráöherra Bandaríkjanna, sagöi Mahmoud Abbas, forsætis- ráðherra Palestínumanna, í gær að George W. Bush Bandaríkja- forseti væri staðráðinn í að berj- ast ötullega fyrir stofnun palest- ínsks ríkis 2005, eins og kveðiö er á um í nýrri friðaráætlun. Colin Powell utanríkisráðherra heldur til Mið-Austurlanda á föstudag og hittir bæði leiðtoga ísraela og Palestínumanna. Þá fer hann einnig til Jórdaníu, Egypta- lands og Sádi-Arabíu. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Útgaröi 1, Húsavík, sem hér segir á eftir- ________farandi eignum:_________ Ásgata 23, íb. 01-0101, Raufarhöfn, þingl. eig. Hilmir Agnarsson, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudag- inn 12. maí 2003 kl. 10.00. Ásgata 8, Raufarhöfn, þingl. eig. Krist- ján Þ. Snædal, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, mánudaginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Brúnagerði 1, efri hæð, Húsavík, þingl. eig. Halldóra Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur Landssími íslands hf., innheimta, Sparisjóður Suður- Þingeyinga og Vátryggingafélag ís- lands hf., mánudaginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Brúnagerði 1, n.h., Húsavík, þingl. eig. Meindýravarnir íslands ehf., gerðar- beiðendur Sýslumaðurinn á Húsavík og Vátryggingafélag íslands hf., mánu- daginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Duggugerði 9, Kópaskeri, þingl. eig. Eyþór Margeirsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík, mánudag- inn 12. maí 2003 kl. 10.00. Flugskýli á Reykjahlíðarflugvelli, þingl. eig. Mýflug hf., gerðarbeiðandi Skeljungur hf, mánudaginn 12. maí 2003 kl, 10.00,_________________ Helluhraun 5, Skútustaðahreppi, þingl. eig. Þórunn Snæbjörnsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Hús með lóðarréttindum úr landi Ær- lækjarsels, Öxarfirði, þingl. eig. Mein- dýravarnir íslands ehf., gerðarbeið- endur Sýslumaðurinn á Húsavík og Vátryggingafélag íslands h., mánu- daginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Langanesvegur 25, Þórshöfn, þingl. eig. Þórhalla Aðalbjörg Hjaltadóttir og ívar Þór Jónsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf., mánu- daginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Refahús og eins ha. lóð úr landi Hafra- lækjar í Aðaldal, þingl. eig. Þórhallur Ásgrímsson, gerðarbeiðandi Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, mánu- daginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Refaskáli í Skógum 1, Öxarfirði, þingl. eig. Meindýravamir íslands eh., gerð- arbeiðandi Sýslumaðurinn á Húsavík, mánudaginn 12. maí 2003 kl. 10.00. Skógar n, Húsavíkurbæ (áður Reykja- hreppi), þingl. eig. Þorgrímur J. Sig- urðsson og Jarðasjóður ríkisins, gerð- arbeiðendur íbúðalánasjóður og Lánasjóður landbúnaðarins, mánu- daginn 12. maí 2003 kl. 10.00. SÝSLUMABURINN Á HÚSAVÍK Sextán þúsund manns í einangrun í Peking Kínversk heilbrigðisyFirvöld tilkynntu í morgun um átta ný dauðsföll og 138 ný smit af völdum SARS-vísussins og er fjöldi smitaðra í landinu þá orðinn 4409 en þar af eru 214 látnir. I höfuðborginni Peking, þar sem um 1900 manns hafa smitast og rúmlega hundrað látist, voru 563 settir í sóttkví í gær til viðbótar við þá rúmlega sextán þúsund sem hafa verið í einangrun síðustu daga og vikur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, sem heimsótti sjúkrahús í austurhluta borgarinnar í gær, sagði að þó nokkur árangur hefði náðst í baráttunni gegn SARS-veikinni á síðustu dögum en varaði þó við því að ástandið Mikil smithætta í Peking væri enn mjög alvarlegt. / höfuöborginni Peking, þar sem um 1900 „Það er mjög mikilvægt fyrir manns hafa smitast og rúmlega hundraö látist, okkur að ná tökum á ástandinu voru 563 settir í sóttkví ígær. í Peking því þar er öll helsta stjómsýslan og menningar- stofnanir þjóðarinnar til húsa,“ sagði Jiabao. Að sögn heilbrigðisyfirvalda hafa meira en 1400 manns náð sér að fullu af veikinni og engum slegið niður, sem komist hefur yfir það versta. í borginni Nanjing í auturhluta landsins vom um tíu þúsund manns settir i einagrun i gær en þar eins og í nokkrum öðrum borgum Kína var því mótmælt að heilbrigðisyfirvöld skyldu setja upp einangrunar- stöðvar í sjúkrahúsum í íbúðarhverfum. 1 hafnarborginni Xiandie í Zhejiang-héraði kom til óeirða í einu hverfa borgarinnar í gær þegar um þúsund íbúar mót- mæltu því að smitaðir væru hafðir í einangrun í nágrenni heimila þeirra. REUTERSMYND Hringt frá símstöö Rauöa krossins Mikiö var aö gera í fjarskiptamiöstöö Alþjóöanefndar Rauöa krossins í Bagdad í gær þar sem fjöldi manns kom til aö hringja í ættingja sína og vini í útlöndum til aö fullvissa þá um aö allt væri í lagi. Fjarskiptakerfi íraks var illa útleikiö eftir loftárásir Bandaríkjamanna á landiö í síöasta mánuöi og því erfitt fyrir venjulegt fólk aö ná sambandi viö útlönd. Qusay Saddamsson fylltt þrjá tengi- vagna af dollaraseðlum og evram Qusay, annar sona Saddams Husseins, fyrrum íraksforseta, og náinn ráðgjafi forsetans höfðu andvirði um áttatíu milljarða ís- lenskra króna í reiðufé á brott með sér frá íraska seðlabankanum í Bagdad, aðeins nokkrum klukku- stundum áður en Bandaríkjamenn og Bretar hófu stríðsaðgerðir sín- ar í síðasta mánuði. Frá þessu var greint á vefsíðu bandaríska dag- blaðsins New York Times seint í gærkvöld. Svo mikið var féð, um 900 þús- und dollarar og um 100 þúsund evrur, aö ekkert minna en þrjá tengivagna þurfti til að flytja það á brott, að því er blaðið hefur eft- ir íröskum embættismanni. Hermt er að Saddam sjálfur hafi fyrirskipað flutning fjárins og 7T 4 Qt'lAV MtHIAU IIUÍAW AI.-IIKRfti Qusay Saddamsson Sonur Saddams Husseins, fyrrum íraksforseta, kom í seölabanka íraks í síöasta mánuöi og hirti þaö- an um áttatíu milljaröa króna í reiöu- fé, dollurum og evrum. höfðu Qusay og ráðgjafmn bréf í vasanum upp á það. „Þegar manni berst skipun frá Saddam Hussein ræðir maður hana ekki,“ sagði háttsettur starfs- maður seðlabankans í viðtali við New York Times. Blaðið hafði eftir íröskum emb- ættismönnum að óvíst væri hver áhrif brottnám fjárins yrðu á efna- hagslíf íraks. Það sem Saddams- sonur hafði á brott með sér nam um fjórðungi gjaldeyrisforða seðlabankans. Ekki er vitað hvað varð um pen- ingana en einhverjir bandarískir embættismenn telja að þeir hafi verið fluttir til Sýrlands. Hugsan- legt er að 650 milljónir dollara sem fundust um daginn í Bagdad séu hluti þessa fjár. NATO ekki tekið atstöðu George Robert- son, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í gær að bandalag- ið hefði ekki enn tekið afstöðu til þess hvort það myndi gegna ein- hverju hlutverki í Irak, nú þegar stríðinu þar væri lokið. Varla yrði neitt ákveðið fyrr en mál skýrðust. Ályktun um fornminjar Bandaríkin hafa undirbúið ályktun í Öryggisráði SÞ þar sem þjóðir heims eru beðnar um að vera á varðbergi og skila írösk- um fornminjum sem stolið var frá þjóðminjasafninu í Bagdad. Skýstrokkar mannskæðir Að minnsta kosti 35 manns týndu lífi þegar skýstrokkar fóru yfir þrjú ríki Bandaríkjanna á sunnudag. Langt er síðan ský- strokkar hafa valdið jafnmiklu manntjóni. írakar verði í forystu Hjálparstofnunin Oxfam lýsti því yfir í gær að írakar ættu að veita forystu uppbyggingarstarf- inu I landi þeirra en ekki vest- ræn fyrirtæki sem Bandarikja- menn og Bretar ákvæðu. Walter Sisulu látinn Walter Sisulu, einn helsti bar- áttumaðurinn gegn kynþáttaað- skilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, lést á heimili sínu í örmum eigin- konu sinnar í gær. Hann var níræður. Sisulu var vopnabróðir Nelsons Mandela, fyrrum forseta. Leit að sjö ára dreng hert Breska lögreglan hefur hert mjög leitina að sjö ára dreng, Daniel Entwistle, sem ekkert hef- ur sést tii síðan á laugardag. Tíu gísiar drepnir Marxískir uppreisnarmenn í Kólumbíu drápu tíu gísla í gær þegar herinn gerði misheppnaða tilraun til að bjarga þeim. Frjáls í eitt ár Burmíska and- ófskonan og lýð- ræðisbaráttujaxl- inn Aung San Suu Kyi hélt upp á það í morgun að eitt ár er liðið síðan herforingjastjórn Burma leysti hana úr stofufangelsi. Lýræðisbaráttan hefur gengið hálíbrösulega á þessu eina ári og lítt miðað. Tony Blair fimmtugur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heldur upp á fimm- tugsafmælið sitt í dag með því, meðal annars, að flytja ræðu um þjónustu hins opinbera og sjúkra- hús. Veðmangarar telja fremur líklegt að Blair nái því að vera lengur í embætti en járnfrúin Margaret Thatcher sem var ellefu ár. Kosningar verða næst haldnar 2005 eða 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.