Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 DV Fréttir 57 ár eru frá því ÍR-ingar uröu íslandsmeistarar í handbolta. Þá var öldin önnur innan sem utan vallar: Boltinn skoppaði tvisvar áður en hann íór inn vffir marMínuna íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, á góða möguleika á að verða íslands- meistari í handbolta í ár. Það er kom- ið í úrslit gegn Val og er fyrsti úr- slitaleikurinn á þriðjudaginn. Tími til kominn því þetta mikla félag hef- ur ekki unnið slíkan heiður í 57 ár. Það var í marslok 1946 sem sjö manna hópur ÍR-inga lagði Hauka úr Hafnarfirði að velli í troðfullu íþróttahúsinu á Hálogalandi sem var íþróttahús bandaríska hersins og stóð innarlega við Suðurlandsbraut. Engin veisluhöld „Það var nú ekkert haldið upp á þetta, það var ekki til siðs þá. Við átt- um það til að fara í bakarí ef viö unn- um og kaupa kamb og mjólk, annað var það nú ekki. Brennivínið kom miklu seinna. En þessi sigur var eft- irminnilegur," sagði Jóel Sigurðsson, eiim íslandsmeistaranna, i rabbi við DV. Jóel var lengi í hópi bestu spjót- kastara Norðurlanda og átti íslands- metiö lengi. Hann er múrarameistari en vann lengi í álverinu í Straumsvík sem verkstjóri. „Ég man að Silli (í Silla & Valda) kom austur á Laugar- vatn og sótti mig, ég var þar í skóla. Eftir leikinn var mér svo skilað til baka í skólann," sagði Jóel. Finnbjöm Þorvaldsson frá ísafirði var bæði fljótur og skotviss eins og Jóel. Hann segist muna hamagang- inn á Hálogalandi í úrslitaleiknum. Finnbjöm varð síðar íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, langstökki, grinda- hlaupi og tugþraut. Hann skoraði sig- urmarkið gegn Haukum í dentíð, 19:18. „Mér er minnisstætt að það var ekki skipt inn á leikmönnum, sömu sjö mennimir léku allan leikinn. Og kannski vora æfmgar ekki sem skyldi í þá daga. Allavega var þetta sigurmark með þeim hætti í fram- lengingunni að ég nánast missti bolt- ann - svo þreyttur var ég - og hann skoppaði tvisvar áður en hann fór inn fyrir marklínuna. Þetta var hins vegar þægileg tilfmning," sagði Finn- Ingólfur P. Stelnsson - var líka meistari meö Val. DV-MYND SIGURÐUR NORÐDAHL Fyrir 57 árum Sigurliö ÍR, íslandsmeistarar 1946 í Hálogalandi. Fremri röö frá vinstri: Gunnar Sigurjónsson, Ingólfur P. Steinsson og Finnbjörn Þorvaldsson. Aftari röö frá vinstri: Jóel Sigurösson, Sigurgísli Sigurösson, Ingvi Guömundsson og Guömundur Magnússon. Jóel - Silli sótti hann austur. bjöm sem kom aö vestan til að verða knattspymumaður í Val, en var plat- aður yfir í ÍR í frjálsar og handbolta. Fultt út úr dyrum á Hálogalandi í markinu stóð traustur maður, Ingólfur P. Steinsson, sem lengi var auglýsingastjóri DB, síðar DV, og vinnur enn við hönnun prentgripa og náði þeim árangri á dögunum að vera kjörinn í hóp 8 bestu í hönnun- arkeppni í Bandaríkjunum. Ingólfur segir að ÍR hafi unnið annan riðilinn í íslandsmótinu en Haukar hinn. Áður hafði Ingólfur orðið meistari með Val. Sigurgísli Sigurðsson er sammála Ingólfl um að leikurinn hafi verið harður. Hann segir að ekki hefðu fleiri getað rúmast í íþróttahús- Slgurgisli - æföum í pínulitlum æfingasal. inu, sem var það besta hér á landi þá. Hann segir að liðið hafi æft í ÍR-hús- inu við Túngötu, í pínulitlum sal, og keppt var í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu í aðeins stærri sal. Að stríðinu loknu áskotn- aðist íþróttabandalaginu Hálogaland sem var mikil framför frá því sem verið hafði. Ingvi Guðmundsson, rafvirki og fyrrum rafveitustjóri á ísafirði, var einn þeirra félaga í ÍR sem unnu þennan frækna sigur. Hann er heilsu- laus í dag og ekki varð því við komið að ræða við hann eða taka viöeigandi mynd. Gunnar Siguijónsson var flug- virki hjá Loftleiðum en er látinn og Guðmundur Magnússon er sömuleiö- is látinn fyrir nokkra. -JBP Flnnbjörn Þorvaldsson - var gjörsamlega búinn aö vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.