Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2003, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2003 Tilvera DV - segir Þórhildur Þorleifsdóttir um íslenska dansflokkinn þrítugan íslenski dansflokkurinn fagnar 30 ára afmæli nú í byrjun mai og býður af því tilefni upp á sýninguna Dans fýrir þig þar sem sýnd verða brot úr nokkrum af eftirminnilegustu verk- um flokksins. Einnig verður fhunsýnt nýtt verk eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist eftir Björk Guðmundsdóttur, Pan Sonic, David Hykes og Pjotr Tsja- jkovskí. Hljómsveitin Skárren ekkert mun flytja lög úr eldri verkum auk þess sem þau Egill Ólafsson og Jó- hanna Linnet munu stíga á svið og flytja lög úr sýningunni Dansað með þér. Afmælissýningamar verða að- eins þijár, 8., 15. og 18. maí. Af öxlum brautryðjenda Meðal þeirra sem fýlgst hafa með íslenska dansflokknum frá því fæöing- arhríðir hans byijuðu er Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. í snöggu sim- tali fékkst hún til að nefna nokkrar vörður á leið flokksins sem henni væru eftirminnilegar. Gefúm henni orðið: „Vissulega hefur flokkurinn tekið breytingum í áranna rás því dansara- ævin er ekki löng og því hafa kynslóð- ir komið og kynslóðir farið eins og segir í sálminum. Eins hefur stíllinn og stefnan tekið sveiflur á leiðinni, meðal annars með nýjum stjómend- um, eins og Hlíf Svavarsdóttur og síð- ar Katrínu Hall. Svo horfið sé til upp- hafsins þá spymti flokkurinn sér af öxlum brautryðjenda sem höfðu unn- ið að því árum saman að íslenskur dansflokkur yrði veruleiki. Fyrsti stjórnandinn var Alan Carter. Minnis- varðar koma upp í hugann eins og til dæmis Blindingsleikur um jólin 1980, sem gaf vissulega tón fyrir eitthvað sem koma skyldi. Þar sá maður í fyrsta skipti stóra, nýtískulega dans- sýningu með íslenska dansflokknum. Jón Ásgeirsson samdi tónlist við hana og Sveinbjörg Alexenders kom og dansaði. Þetta var upphaflð að löngu og farsælu samstarfi Jochen Ulrich við íslenska dansflokkinn. Önnur sýn- ing hans átti þátt í að bijóta vissa múra, hún hét Dansað með þér og brot úr henni verður flutt nú í tilefni afmælisins. Þar var sýnishorn af sam- kvæmisdönsum sett í ballettbúning og úr varð mjög skemmtileg sýning sem Þórhildur Þorleifsdóttir „Koma Islenska dansflokksins í Borgarleikhúsiö varö honum mikil lyfti- stöng því ekkert sviö á landinu hæfir honum betur, “ segir hún. Löng og falleg saga Þórhildur segir styrkleika dans- flokksins frá upphafi hafa verið góða dansara sem jafnframt voru sterkir einsktaklingar er hafi fengið að njóta sín innan heildarinnar. Styrk á sviði öðlist enginn nema með tíma og reynslu og stundum hafi of margir far- ið úr hópnum með reynsluna í einu. Flokkurinn hafi þá veikst um tíma en ávallt náð sér á strik aftur. „Saga ís- lenska dansflokksins væri ekki orðin svona löng og falieg ef ekki hefðu ver- ið blómaskeiö í starfseminni. Vonandi verður svo áfram,“ segir Þórhildur að lokum og óskar flokknum til ham- ingju. -Gim. DV-MYND E.OL. Ur Sölku Völku Ein af fjölmörgum sýningum dansflokksins er Salka Valka eftir Auöi Bjarna- dóttur sem frumsýnd var fyrir réttu ári. yfir 13.000 manns sáu. Þar var ábyggi- lega fullt af fólki sem fór í fyrsta skipti á danssýningu." Kynslóðaskipti Svo rótað sé meira í fortíðinni þá minnist Þórhildur sýninganna Kopp- elíu og Hnotubijótsins sem hún segir eflaust hafa verið gerðar af vanefnum en hafi samt verið mikil afrek og vak- ið mikla athygli. Ekki megi heldur gleyma Giselle í frábærri uppsetningu Sir Anton Dolin. Sýningin Dafnis og Klói eftir Nönnu Ólafsdóttur hafi líka markað spor. „Það var fýrsti heils- kvöldsballettinn eftir íslenskan höf- und. Tvær dönsuðu Dafnis og önnur þeirra var Katrín Hall sem þá kom sterk fram á sjónarsviðið í fýrsta sinn. Þessi sýning var upphaf að mjög góö- um kafla og fijóum í sögu flokksins," segir Þórhildur. Lengi vel átti dansflokkurinn heima í Þjóðleikhúsinu en um tíma var hann eiginlega heimilislaus. Þeg- ar Þórhildur var leikhússtjóri í Borg- arleikhúsinu kveðst hún hafa unnið að því hörðum höndum að koma hon- um þar inn. „Það tókst með ágætri samvinnu við Katrínu Hall og dans- flokkinn og menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg veitti málinu lið. Það held ég hafi orðið flokknum mik- il lyftistöng því ekkert svið á landinu hæfir honum betur,“ segir hún. Þórhildur segir ekki þurfa að fjöl- yrða um það að frá því Katrín Hall hafi tekið við dansflokknum hafi hann farið einvörðungu út í nútímadans og eins hafi orðið kynslóðaskipti í hópn- um. Hvort orðið hafi líka kynslóða- skipti í áhorfendahópnum vill hún ekki um segja. Ljóst sé að frábærar sýningar hafi verið færðar upp undir stjóm Katrínar sem mörgum séu í fersku minni og því óþarft að rifja þær upp fyrir fólki. Þó verði ekki hjá því komist að nefna enn til sögu Jochen Ulrich sem samdi La Cabina og Diagliev og Salka Valka eftir Auði Bjamadóttur sé líka minnisstæð. Stíllinn og steínan hafa tekið sveiflur Vinsælustu kvikmyndirnar X2 stærsta mynd ársins Það fór ekki á milli mála um liðna helgi að fyrsti sumarsmeflur ársins var kominn í kvikmyndahús heims- ins. X2, framhaldsmynd X-Men, var um helgina frumsýnd í 95 löndum víðsvegar um heiminn, og halaði samtals inn um 155 milljónir dala eftir einungis 3 daga í sýningu. Þar af komu í kassann tæpar 86 mifljón- ir frá Bandaríkjunum og Kanada. X2 hoppaði þar með í 4. sætið yf- ir þær myndir sem hafa halað mest inn á frumsýningarhelginni sinni, en fyrir ofan hana á listanum sitja Spider-Man og myndimar tvær um Harry Potter. í öðru sæti var svo önnur ný mynd, The Lizzie McGuire Movie með um 17 milljónir dala í heildar- tekjur - sem verður að teljast nokk- uð gott. Hún skartar einu heitasta ungstiminu í Hollywood um þessar mundir, hinni 15 ára gömlu Hillary Duff. Mystique Rebecca Romijn-Stamos sem hin dulúölega Mystique í X2. ALLAR UPPHÆÐIR I ÞUSLINDLJM BANDARÍKJADOLLARa'. FYRRI INNKOMA INNKOMA FJÖLDI SÆTI VIKA TITILL HELGIN: ALLS: BÍÓSALA O - X2: X-Men United 85.558 85.558 3741 o - The Llzzie McGulre Movie 17.338 17.338 2825 o 1 Identity 9.434 30.187 2733 o 2 Anger Management 8.406 115.285 3471 o 3 Holes 6.915 45.366 2402 o 4 Malibu’s Most Wanted 4.023 28.948 2340 o 5 Confidence 2.530 8.495 1871 o 9 It Runs In the Family 1.645 5.227 1207 o 6 Bulletproof Monk 1.474 21.581 1894 © 13 Bend It Like Beckham 1.470 10.966 483 © 8 Phone Booth 1.465 42.534 1196 © 7 What a Glrl Wants 1.172 34.515 1720 © 11 Bringing Down the House 1.126 127.633 1113 © 15 A Mighty Wind 1.032 6.161 157 © 12 Chicago 978 165.016 825 © 14 House of 1000 Corpes 721 10.797 623 © 19 Ghost of the Abyss 703 6.440 97 © 10 The Real Cancun 612 3.343 2261 © 18 Better Luck Tomorrow 506 3.045 387 © - Agent Cody Banks 418 46.791 1404 Vinsælustu myndböndin James Bond enn á toppnum Nýjasta James Bond myndin, Die Another Day, sem kom út á mynd- band i síðustu viku flaug þá beint á topp vinsældarlistans og situr þar sem fastast þessa vikuna. Annars var lítið um breytingar í vikunni en Changing Lanes er enn í 2. sæti þó svo að Harry Potter og Jennifer Lopez hafa sætaskipti með Leyniklefann og Enough. 3 myndir hefja innreið sina á list- ann í þessari viku og ber þar fyrst að nefna nýjustu mynd Sylvester Stallone, Avenging Angelo, sem ekki var sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi. Stallone hefur átt erfitt upp- dráttar síðustu ár en það myndi ef- laust gleðja hann að hann á nokkra aðdáendur hér á landi sem enn vilja sjá myndimar hans. Þá er önnur mynd sem aldrei komst i bíóhúsin þar skammt undan, Human Nat- ure, eftir handritshöf- undinn Charlie Kaufman, sem til- nefndur var til Ósk- arsverðlauna fyrir myndina Adaptation. Aðrar myndir sem hann er þekktur fyrir eru til að mynd Con- fessions of a Danger- ous Mind og Being John Malkovich. Að síðustu er það umdeflda íslenska heimildamyndin skóm drekans sem tyllir sér í 16. sætið. Hún er annarra tveggja íslenskra mynda á listanum, hin er Maður eins og ég. Avenging Angelo Sylvester Stallone kemur sterkur inn á myndbandalistann meö Avenging Angelo beint í 6. sætiö. VIKAN 28.APRIL 4. MAI FYRRI VIKUR SÆTl VIKA T1T1LL (DREIFtNGARAÐILI) ÁUSTA O 1 Die Another Day (skífan) 2 0 2 Changing Lanes (sam myndbönd) 3 © 4 Enough (SKÍFAN) 4 © 3 Harry Potter og Leynikl. (sam myndbönd) 4 © 5 High Crimes (skIfan) 6 © - Avenging Angelo (skífan) 1 © 8 Juwanna Man (sam myndbönd) 2 © - Human Nature (bergvík) 1 © 6 Undercover Brother (sam myndbönd) 4 © 7 One Hour Photo (skífan) 5 © 11 Road to Perdition iskIfani 7 © 12 Spy Kids 2 (SkIfan) 3 © 9 Mr. Deeds (SkIfan) 8 © 10 Simone (myndform) 3 © 16 Divine Secrets of... (sam myndbónd) 3 i dD - í skóm drekans (myndformj 1 © 13 The Bourne Identity <sam myndbönd) 10 I © 18 Maður eins og ég (sam myndbönd) 6 © 14 Once Upon a Tlme in... (sam myndbönd) 5 i j © 17 SÍgnS (SAM MYNDBÖND) 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.