Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Fréttir I>V Vilhjálmur Þ. um nýjan leiðtoga sjálfstæöismanna í borgarstjórn: Ep ekki vandamál Ljóst er að nú þegar Björn Bjarnason,. leiðtogi sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur, tekur við embætti dómsmála- ráðherra mun nýr leiðtogi taka við borgarstjórnarflokknum. Einnig er óvíst hvort Björn mun áfram sinna stórfum sem borgar- fulltrúi eða hvort varamaður mun taka sæti hans, sem er Gísli Marteinn Baldursson sjónvarps- maður. Einhverjir horfa þá til þess að gera Gísla Martein að for- manni borgarstjórnarflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson skipaði 2. sætið á D-lista. Hann er staddur úti í Strassbourg á fundi Evrópuráðsins ásamt fleiri sveit- arstjórnarmönnum á vegum Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hann segir að sjálfstæðis- menn muni hittast næsta mið- vikudag og fara yfir stöðuna og vinna úr málinu. „Ég er ekki að lýsa yfir ein- hverju framboði nú, þarf kannski á því að halda, er varaformaður. Þetta verður ekki vandamál hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Við munum vinna úr þessu í sátt og samlyndi. É'g mun taka mik- inn þátt í því. Varaformaður minn í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga er nú orð- inn félagsmálaráðherra og mér líst afskaplega vel á það. Árni er maður sem hefur góðan skilning á sveitarstjórnarmálum og nauð- syn þess að styrkja sveitarfélög- in," segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Kjartan Magnússon borgarfull- trúi segir það ekki útilokað að Vilhjálmur verði formaður. En borgarfulltrúar þurfi að hittast í rólegheitum og gera út um málið. Kjartan segist heldur ekki hafa myndast sér skoðun um það hvort eðlilegt sé að Björn hætti í borgarstjórn nú þegar hann verð- ur dómsmálaráðherra, en það ætti ekki að koma að sök þótt hann sæti þar áfram, það hafi áður gerst. „Eigum við ekki að leyfa þess- um málum að þróast? Ég er ánægður með mína stöðu i dag og hef ekki haft í hyggju að gera breytingar á mínum högum," sagði Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sem staddur er í Riga i Lettlandi á vegum Sjónvarpsins. -GG/aþ Össur Skarphéöinsson: Biöstjorn og Evrópu- brotlending Framsóknar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, var inntur eftir því hvernig honum litist á nýju ríkisstjórnina. Hann sagði allar ríkisstjórnir þurfa tækifæri til að sanna og sig og vonaði svo sannarlega að þessi yrði þjóðinni til gæfu. Honum sýndist hins veg- ar að hér væri um hálf- gildings biðstjórn að ræða. „Menn bíða eftir því að ráð- herrar fari og nýir komi. Þeir sem eru úti eða á leiðinni út bíða eftir því að þeim verði komið fyr- ir hér og hvar. Sömuleiðis er beð- ið eftir því að loforðum í óvana- lega moðsuðulegum stjórnarsátt- mála verði hrundið í fram- kvæmd." Össur telur Framsóknarflokk- inn bera skarðan hlut frá borði í stjórnarmynduninni. „Merkilegast í sáttmálanum Ossur Skarphéðinsson finnst mér hvað . Fram- sóknarflokkurinn kemur illa út og fær lítið af mál- efnum sínum inn meðan skattalækkunarloforð Sjálfstæðisflokksins, sem Halldór Ásgrímsson taldi afar ábyrgðarlaus fyrir kosningar, eru rækilega útfærð í sáttmálanum. Þessi ríkisstjórn snýst greinilega um völd ein- stakra manna en alls ekki mál- efni. Auk þess virðist algerlega skorta frumkvæði og forystu að nýjum mikilvægum framtíðar- málum, einkum og sér í lagi varð- andi samskipti við Evrópu. Evr- ópukaflinn í þessum stjórnarsátt- mála sýnir fullkomna brotlend- ingu Halldórs Ásgrímssonar í Evrópumálum." Að lokum tók Össur fram að honum litist prýðilega á nýju ráð- herrana og hann óskaði þeim gæfu og gengis í starfi. -fin Vor í Arborg: Menningarhatið alla helgina Menningarhátíðin Vor í Árborg var sett á Selfossi i gær. Hátíðin hófst með ávarpi bæjarstjórans, Einars Njálssonar, og eftir það hófst þéttskipuð dagskrá sem standa mun alla helgina. í byrjun var farið í skrúðgöngu um bæinn í kjölfar langs orms sem myndað- ur var af nemendum 4. bekkjar Vallaskóla á Selfossi. Krakkarnir gengu saman undir dúk og mynd- uðu orminn sem líktist á sem streymir fram. Á bakka Ölfusár köstuðu krakkar úr leikskólum ER FULLREYNT MEÐ \ MARKÚS ÖRN? J Árborgar flöskuskeytum í ána sem berast munu til hafs. Fjölmargt er í boði á hátíðinni Vor í Árborg. Hátt í 40 dagskrár- liðir, 30 listsýningar og fjólmargir listamenn bæjarfélagsins munu bjóða gestum að líta við á vinnu- stofum sínum. Þá verða göngu- ferðir um bæi Árborgar. Stríðsminjar í Kaldaðarnesi verða skoðaðar og skemmtidagskrá í íþróttahúsi Vallaskóla, svo nokkr- ir af fjólmörgum liðum séu nefnd- ir. -NH Stuttar fréttir 95 ára afmæli Hafnarfjarðar- bær fagnar 95 ára afmæli sínu 1. júní nk. og standa hátíð- arhöldin í heilan mánuð. Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri mun bjóða bæjarbúum upp á tertu á afmælisdaginn. Nýr ráöuneytisstjóri Samgönguráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðu- neytis, frá næstu mánaðamótum. Gegn staðlaöri fegurö Hópur á vegum.Feministafélags N DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Mennlng í Arborg Ormurinn langi fór um götur Selfoss og líktist straumharöri á til aö sjá. íslands ætlar að dreifa fræðsluefni við inngang Broadway í kvöld en þá fer Fegurðarsamkeppni íslands þar fram. Hópurinn berst gegn staðalí- myndum kvenna. Hringmyrkvahátíð Efht verður til hátíðar á Raufar- höfn um mánaðamótin í tilefni viö hringmyrkva á sólu. Sýknaöir af brottkasti Skipstjóri Bárunnar og útgerð hennar voru í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi af ákæru um brottkast. Vinnuslys viö Þjórsá Brúarstarfsmaður við Þjórsá slas- aðist á höfð þegar hann féll aftur fyrir sig síðdegis í gær. Enginn á sviö Sýningu Þjóðleikhússins á fars- anum AUir á svið sem vera átti annað kvöld hefur verið aflýst vegna Evrópusöngvakeppninnar. Mikið var um afpantanir á miðum. Alfreð Þorstefnsson. Alfreð Þorsteinsson: Björn öflugup en fann sig ekki „Mér líst al- veg ágætlega á það," segir Al- freð Þorsteins- son, oddviti Framsóknar- fiokksins í Reykjavíkurlist- anum, um þau tíðindi að Björn Bjarnason hverfi úr stöðu oddvita minnihlutans í borgar- stjórn og gerist ráðherra. „Það var náttúrlega alveg aug- ljóst að úr því að Björn náði því ekki að verða borgarstjóri - ja, hann er það öflugur stjórnmála- maður að ég átti alltaf von á því að þessi staða kæmi upp ef fiokk- arnir héldu áfram stjórnarsam- starfi. Ég óska honum góðs geng- is í nýju starfi. Við sjáum svo til hver tekur við af honum en það er margt ágætisfólk hjá Sjálfstæð- isflokknum." Um viðureignina við Bjórn undanfarna mánuði segir Alfreð: „Björn er mjög öflugur stjórn- málamaður en mér fannst hann nú aldrei fmna sig almennilega sem sveitarstjórnarmaður. Ég held að það eigi betur við hann að vera ráðherra í ríkisstjórn." Alfreð segir að orðrómur um hugsanleg endalok R-listans sé úr lausu lofti gripinn og bætir við: „Samstarfið innan Reykjavíkur- listans hefur sjaldan verið betra." -ÓTG 16,6 milljónip í bætur Hæstiréttur hefur dæmt Orku- veituna til að greiða fyrrum starfsmanni sínum 16,6 milljónir króna í skaðabætur en héraðs- dómur hafði áður dæmt honum 15 milljónir í bætur. Maðurinn slasaðist alvarlega við vinnu sína hjá Orkuveitunni í janúar 1998 þegar hann fór upp í staur með háspennulínu sem straumur var á. Féll hann gífurlegt rafmagns- lost, féll til jarðar, brotnaði víða i líkamanum og brenndist mjög al- varlega. Þurfti strax að taka handleggi hans af frá miðjum upphandleggjum. Eftir slysið hef- ur maðurinn þurft aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs og hafa langvarandi veikindi sett mark sitt á líkamlega líðan hans. Vegna lifrarsjúkdóms í kjölfar slyssins hefur hann þurft á stöðugri lyfjameðferð að halda og oft þurft að leggjast inn á sjúkra- hús. Einnig þurfti að græða í hann nýja lifur og var það gert á sjúkrahúsi í Kaupmannahófn. Maðurinn sagði fyrir dómi að slysið heföi haft veruleg áhrif á ailt sitt líf og meðal annars leitt til þess að fjölskylda hans hefði leyst upp: Hann þyrfti verulega aðstoð við flesta hluti en gæti þó ekið bíl og hefði verið í vinnu hálfan daginn. -EKÁ [¦21 helgarblaö Birgitta brosir í Helgarblaði DV á I morgun er fjallað ít- arlega um Eurovision- söngvakeppnina í Riga í Lettlandi, fjóldi mynda birtist I af Birgittu Haukdal fulltrúa okkar og tíndir til ýmsir undarlegir fróðleiksmolar um þessa undarlegu keppni. í blaðinu er einnig fjallað um tísku og hönnun, rætt við nýkjörinn for- mann Blaðamannafélags íslands, Ró- bert Marshall, um skuggalega fortíð hans og talað við Auði Jónsdóttur rithöfund um femínisma og feril hennar sem barnabarn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.