Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 6
6 FRÉTm FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003
Lögreglan harðlega gagnrýnd í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys2002:
Óljósar slysaskýrslur og
gaqnslausir uppdrættir
Lögreglan er gagnrýnd harð-
lega fyrir rannsóknaraðferðir
sínar í nýútkominni skýrslu
Rannsóknarnefndar umferð-
arslysa um banaslys í umferð-
inni árið 2002.
í helmingi mála um banaslys í
umferðinni á árunum 1998-2002
hefur nefndin gert athugasemdir
við rannsókn lögreglunnar eða í 55
tilvikum af 112.
í sem stystu máli átelur nefndin
rannsóknaraðferðir lögreglunnar
þar sem ekki er aflað nægjanlegrar
vitneskju um umferðarslys sem
nota mætti í forvarnarvinnu. Frek-
ar virðist sem um formlega af-
greiðslu lögreglu á tilteknu slysi sé
að ræða en rannsókn sem miði að
því að leiða hið sanna í ljós. Er bent
á að gríðarlegir hagsmunir séu í
húfi og miklu skipti fyrir forvarnir
að hið sanna sé leitt í ljós í hverju
máii eins og frekast er unnt.
Kaflinn um rannsóknir umferð-
arslysa vekur sérstaka athygli og er
merkileg lesing. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem lögreglan er gagn-
rýnd fyrir vinnubrögð sín, það
gerðist einnig í eldri skýrslum
nefndarinnar. Segir að færa megi
fyrir því fullgild rök að rannsóknir
lögreglu beri ekki alltaf með sér að
ímörgum tilvikum
virðist sem þeir sem
rannsakað hafi slys
hafi ekki„haft nægi-
lega góða verkstjórn
eða þekkingu..."
leitað sér fullnægjandi skýringa á
því hvernig atvik hafi verið. í mörg-
um tilvikum virðist sem þeir sem
rannsakað hafi slys hafi ekki „haft
nægilega góða verkstjórn eða þekk-
ingu til að upplýsa það sem upp-
lýsa þarf að niati riefndarinnar".
Óljósar skýrslur
Meðal aðfmnsluatriða er „að lög-
regluskýrslur eru oft óljósar og
jafnvel ónákvæmar um rannsókn-
arefnið, mikilvægar upplýsingar
skortir í rannsóknargögn eins og
t.d. um aðdraganda þess að slys
varð. Algengt er að aðilum og vitn-
um sé hlíft við yfirheyrslu lögreglu
fyrst eftir slys þó svo meiðsl eða
andlegt ójafnvægi hindri slíkt ekki“.
Þá segir að mörg dæmi séu um
að aðilar eða vitni séu ekki yfir-
heyrð fyrr en nokkrum mánuðum
eftir slys. Dráttur á yfirheyrslu og
ónógar yfirheyrslur komi í veg fyrir
að upplýst verði af hverju slys varð.
Þá segjast nefndarmenn hafa
orðið þess áskynja að við rann-
sóknir umferðarslysa sé einblínt
um of á sönnunargögn sem rnyndu
teljast nægjanleg fýrir dómi til að
sakfella ökumenn fyrir refsilaga-
brot. Aðaláhersla sé á þetta atriði í
stað þess að „leituð séu uppi öll at-
Sumt verðurekki metið til fjár
MasterCard erfyrir allt annað
Taktu ekki óþarfa áhcettu ...
Engin áhcetta !
MasterCard korthafar taka ekki qengisáhættu þegar þeir versla með
kortum sínum erlendis. Ekki þarf lengur að hafa áhyggjur af sveiflum á
qengi frá því verslað er og þar til færsTur eru reiknaðar í íslenskar krónur,
því það gerist um leið og færslan berst MasterCard, sem er nær alltaf
samdæqurs. Og færslurhafa ekki lengur allt að 30 daga viðdvöl í Banda-
ríkjadöíum þó verslað hafi verið í annarri mynt.
Tekur þú óþarfa gengisáhættu þegar þú verslar erlendis ?
Á hvaða gengi verslar þú á netinu með þínu kreditkorti ?
MasterCard korthafar geta nú séð án fyrirhafnar hvað þeir greiða fyrir
erlendar færslur. Ekki er lengur þörf á að bíða reikningsins til að sjá hvað
þarf að greiða fyrir bókina á amazon.com.
Á hvaða gengi verslar þú erlendis með þínu korti ?
Upplýsingar um gengi ncer 200 gjaldmiðla
Á vef okkar, www.kreditkort.is geturðu séð daglegt gengi tæplega 200
gjaldmiðla um allan heim.
Býður nokkur betur ?
Ertu á förum á framandi slóðir ?
... leggðu land undir fót
með MasterCard !
Kreditkort hf. Ármúla 28-30 IS-108 Reykjavik www.kreditkort.is
t/r/ m t$3m }*t
riði sem orðið gætu til þess að upp-
lýsa mál að fullu“.
í viðtölun nefndarmanna við lög-
reglumenn og sýslumenn hefur
þess viðhorfs gætt að þeir „geti ekki
verið „að eltast við“ alla hluti í
tengslum við slys því þeir verði að
hafa fyrst og fremst í huga hvort
einhver verði sóttur til saka".
Gagnslausir uppdrættir
Greining rannsóknarnefndar-
innar á orsökum umferðarslysa
sýnir að of hraður akstur er meðal
algengustu orsaka. Þrátt fyrir það
„liggur fýrir að lögregla rannsakar
þann þátt málsins sjaldnast með
vísindalegum hætti". Úr þessu
megi hins vegar bæta með nútíma-
tækni og bent á að skamman tíma
taki að þjálfa lögreglumenn til að
mæla og meta hraða í umferðar-
... hefurþess viðhorfs
gætt að þeir geti ekki
verið„að eltast við"
alla hluti í tengslum
við slys...
slysum. „Umræða um afleiðingar
hraða í umferðarslysum yrði til
muna markvissari ef nákvæmari
bamnlyí « mlklum hrafto
Hámarkshraöi á vegi
Meðaltal 1998-2002
upplýsingar væri að fá."
Þá er vinna lögreglunnar við vett-
vangsuppdrætti gagnrýnd en engar
skráðar reglur eru til umvettvangs-
uppdrætti eða hvaða upplýsingar
eigi að koma fram. Uppdrættirnir
gagnist því sjaldnast við að ákvarða
orsakir umferðarslysa, sérstaklega í
dreifbýli.
f skýrslunni er bent á að mikill
munur reynist vera á því sem rann-
sakað er eða kannað af hálfu lög-
reglunnar eftir því í hvaða umdæmi
atvikið átti sér stað. Nefndin telur
löngu tímabært að lögreglunni
verði settar reglur um innihald og
gæði rannsókna umferðarslysa.
Reyndar sé verið að vinna að
kennsluefni þar um á vegum Lög-
regluskóla ríkisins og Ríkislögreglu-
stjóra. Styður nefndin þá vinnu.
Fleira má finna sem nefndinni
finnst aðfinnsluvert, eins og bíla-
tæknirannsóknir. Þær séu engan
veginn fullnægjandi að mati nefnd-
arinnar.
Klassískar spurningar?
I niðurlagi kaflans segir að góð
lögreglurannsókn eigi að svara
ákveðnum grundvallarspumingum
um hvað gerðist, hvenær, hvernig
og hvers vegna. Ekki verði séð að
þessi málaflokkur sé neitt frá-
Flesf b.m.nlys vcrfta um hckj.ir
Meðaltal 1998-2002