Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 16
MÁNUDAGUR 2.JÚNÍ2003 SKOÐUN 17 16 SKOÐUN MÁNUDAGUR 2.JÚNÍ2003 Hið nýja ísland Slík vakning hefur orðið í ferðamennsku hér á landi á allra síðustu árum að líkja verður við byltingu. Landsmenn eru í æ ríkari mæli að átta sig á mikilvægi þess og ánægju að fara um eigið land og njóta töfra þess og afþreyingarmögu- leika. Þetta er gleðiefni og mun þegar tímar líða fram hafa mikil áhrif á viðhorf fólks til byggða og samgangna í dreifbýli landsins. Eftir því sem fleiri landsmenn fara um landið og finna sér þar stað um skemmri eða lengri tíma verður til rík- ari sátt á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Ferðabyltingin tekur á sig margvíslegar myndir um allt land. Þúsundir sumarbústaða hafa verið reistir í sveitum landsins á allra síð- ustu árum og kalla nú eftir mikilli þjónustu í þorpum og kaupstöðum. Eins hafa hundruð húsa í litlum sjávarþorpum verið gerð upp á liðnum misserum og hýsa nú vinnulúna íslend- inga jafnt að vetri sem sumri. Þá hefur sala á alls konar tjaldvögnum, fellihýsum og húsbflum tekið slíkan kipp á síðustu árum að innflytjend- ur hafa vart undan að afgreiða sendingar af hafnarkantinum. Þessi nýja byggðaþróun er í og með afleiðing þess að samgöngur hafa stórbatnað um mestan hluta landsins. Ekki verður lengur sagt að ferða- menn skrölti um vegi landsins heldur skjótast þeir á milli landshluta með einföldum og næsta öruggum hætti og ef eitthvað er gefa vegirnir mönnum tækifæri til of mikils hraða. Það er því auðvelt að fara um landið og æ fleiri eru reynd- ar farnir að hafa þann háttinn á að búa hhrta Við Hala í Suðursveit. ársins eða allt árið utan helsta þéttbýlisins og sækja þaðan vinnu í borgarysinn. Gleðileg afleiðing þessa er að sveitabæir, sem áður voru að fara í eyði með næsta vonlítinn búskap, eru að lifna við og draga að sér fólk og fyrirtæki. Þannig hefur ferðaþjónusta tekið við af fjárbúskap og kúabúum víða um land á síð- ustu árum. Miklum túnum og ökrum hefur ver- ið breytt í golfvelli, fjósum í golfskála og greiða- sölur og þess eru dæmi að leigubflastöðvar spretti upp í hlaðinu heima þar sem áður riðu leitarmenn á fjöll. Hið nýja Island er notað af fjöldanum sem er að átta sig á töfrum víðsýn- innar. Allt údit er fyrir að þessi ferðaáhugi lands- manna um eigið land eigi eftir að aukast stór- kostlega á næstu árum og áratugum og hafa mikil áhrif á byggðaþróun. Þrennt er augljóst í þeim efnum; í fýrsta lagi munu samgöngur batna stórlega og vegalengdir styttast, í öðru lagi mun frítími fólks aukast verulega og þar af leiðandi þörf fyrir afþreyingu og dvalarstaði og í þriðja Iagi er efri árunum sífellt að fjölga í lífi fólks, annars vegar vegna meira langlífis og hins vegar vegna þess að fólk vill fara á eftirlaun fyrr en áður. Allt stemmir þetta að sama ósi. Náttúra ís- lands er ekki lengur töfraveröld furðulegra sér- vitringa sem þramma í vegkantinum með poka sinn og trúss á bakinu. Náttúra Islands er að verða almenningsgarður allra landsmanna. 21. öldin verður öld hinna dreifðu byggða. Með sveigjanlegri vinnutíma, byltingu í fjarvinnslu og kröfu um fyllri frítíma mun fólk fara að streyma í auknum mæli út á land. Borgir og stærstu bæir munu áfram njóta kosta sinna en það sem breytist er að kostir dreifbýlisins verða jafn ljósir. ----------------------------------S. Goðsögnin um herinn hrynur KJALLARI Ármann Jakobsson íslenskufræðingur Einstefna hefur ríkt í fjöl- miðlaumfjöllun um banda- ríska herliðið á Miðnesheiði síðustu ár. Það sést skýrt þeg- ar brottför þess vofir yfir og útvarpsmaður spyr sagn- fræðing hvort íslendingar séu nú orðnir „fórnarlömb" einhliða utanríkisstefnu Bushstjórnarinnar. Ég hef skoðað hug minn og mér finnst ég ekki vera „fómarlamb" þó að eitthvað fækki atvinnudrápur- um í næsta nágrenni. Þvert á móti finnst mér Bushstjórnin nú loksins hafa gert eitthvað af viti, að vísu á vafasömum forsendum. Haukarnir í Pentagon em að sönnu engir mannvinir en hagsýnir og vita sem er að þessi her gerir ekkert gagn á ísiandi. Vera hans hér er ill meðferð á fé bandarískra skattborgara. Og jafnvel stjórn sem bruðlar svo miklu almannafé í vígtól að nægði til að útrýma fátækt íheiminum tíu sinnum tímir ekki lengur að halda uppi gerviher í landi sem er ekki ógnað af neinum. „Núna er talað um að Bandaríkjamenn vilji taka„einhliða" ákvörðun um að herinn fari. En ekki hvað? Þetta erþeirra her og hefur alltaf verið. Þeir borga hann og eiga hann. Bushstjórnin hefur líka hingað til álitið það rétt sinn að taka einhliða ákvarðanir um árásir á önnur lönd og íslensk stjórnvöld hafa stutt þau íþví" Minna hefur farið fýrir andstöðu við bandaríska herinn upp á síðkastið en áður fyrr. Hið sama á raunar við um hernaðarsinna. Varðbergi hefur kannski reynst auðvelt að koma í sjónvarpið frétt- um af fundum þar sem fjömtíu manns mæta (að öndunarvélunum meðtöldum). Enda hefur herinn ekki skort aðdáendur á fréttastof- unum. Meðal kjaftastéttanna hefur verið fullkomin samstaða um að herinn sé nauðsynlegur, andstaða við hann fánýt og að hann muni vera hér um aldur og ævi - uns skyndilega hillir undir brottför hans. Almenningi hefur verið skít- sama. Menn hafa kannski ekki nennt að mótmæla hernum en þó að einstaka Heimdellingur kunni ennþá fjömtfu ára gamla mllu úr kalda stríðinu hefur orðið æ al- gengara að þeir sem fylgja hernum neiti bara að ræða málið. Breyting- ar á vem hersins hér og NATO-að- ildinni hafa einfaldlega ekki verið á dagskrá og það er bannað að ræða málið. Þeir sem em andvígir hern- um hafa verið spurðir f fjölmiðlum hvort þeir séu virkilega á móti hon- um ennþá. Uns skyndilega kemur í ljós að málið er svo sannarlega á dagskrá og enginn meira úr takt við nútímann en íslensk stjómvöld og kjaftastéttirnar sem hafa hindrað umræðu um málið. Þurfum við herinn? Núna er talað um að Bandaríkja- menn vilji taka „einhliða" ákvörð- un um að herinn fari. En ekki hvað? Þetta er þeirra her og hefur alltaf verið. Þeir borga hann og eiga George Bush. hann. Bushstjórnin hefúr líka hing- að til álitið það rétt sinn að taka einhliða ákvarðanir um árásir á önnur lönd og íslensk stjórnvöld hafa stutt þau í því. Bandaríski herinn kom hingað ái vafasömum forsendum, með skírskotun til stríða hinum megin á hnettinum. Vera hans hér hefur verið rökstudd ýmist með hræðslu- áróðri um ógn frá Sovétríkjunum eða hvaða ímyndaða óvini sem er, með fjárhagslegum rökum eða al- mennum frösum um samstöðu Vesturlanda. Upp á síðastið hefur hann verið eins og gamall vani. Bandaríkjastjórn vill ekki lengur hafa hann hér og það er engin þörf á honum -sama hvað hernaðar- sinnar í Sjálfstæðisflokknum, - Framsóknarflokknum og Samfylk- ingunni segja. Allt tal um ógnir og varnir hefur fyrst og fremst þann tilgang að breiða yfír að stjórnvöld og kjaftastéttirnar á islandi hafa búið til goðsögn um mikilvægi hersins sem nú er hrunin, þegar Bush og félagar vilja sjálfir flytja hann. Væri ekki ráð að horfast loksins í augu við raunveruleikann? íslandi stafar engin ógn sem fjórar or- ustuflugvélar geta bægt frá. Þeir óvinir sem efstir eru á baugi hafa ráðist á sjálft Pentagon og láta eng- an smáher fæla sig burt. Eina vonin í þessum nýja heimi er að halda áfram að vera friðsöm þjóð sem fer ekki með eldi og blóði gegn öðrum. Nýstaða uppií varnarmálum: Gætum þurft að hugsa málin alveg upp á nýtt FRÉTTAUÓS ’ ÓlafurTeiturGuönason olafur@dv.is „Því verður ekki neitað, að það er hinn mesti galli, að engar varnir eru í landinu," skrifaði Jón Sigurðsson 1843. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekki útilokað að núverandi forystusveit landsins gæti þurft að endurtaka þessi um- mæli ef það verður ofan á, að Bandaríkjamenn dragi enn frekar úr viðbúnaði á Kefla- víkurflugvelli. „Ef þetta verður ofan á verðum við að hugsa málin upp á nýtt,“ segir heimildarmaður DV sem gjör- þekkir stöðu mála en óskar að koma ekki fram undir nafni. Óttast er að frekari samdráttur hjá varnar- liðinu setji af stað keðjuverkun. Ljóst er að ef orrustuþoturnar fjór- ar í Keflavík hverfa á braut hverfur líka þyrlusveitin, sem hefur það meginhlutverk að vera þotunum til halds og trausts. Og spurt er: Ef engin ástæða er talin til að bregðast við óboðnum flugvélum í lofthelg- inni, verður þess þá langt að bíða að einnig verði talið óþarft að fylgj- ast með ferðum kafbáta og kafbáta- leitarvélarnar hverfí líka burt? „Þetta leiðir hvað af öðru," segir heimildarmaður DV. „Komum á morgun!" Fullyrt er að Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem stjórnvöld hafa bundið vonir við að myndi styðja óbreyttan viðbúnað hér, hafi nú gefið eftir gagnvart Donald Rumsfeld vamarmálaráð- herra og „tæknilegum rökum" hans, sem svo eru kölluð, um að óhætt sé að draga úr viðbúnaðin- um. „Það er ekkert hald í utanríkis- ráðuneytinu lengur," er sagt. Og þótt lögð sé áhersla á að enn geti allt gerst í samningaviðræðum fer ekkert á milli mála að íslensk stjórnvöld líta málið alvarlegum augum. Hvað varðar varnarhagsmuni fs- lendinga snýst málið fyrst og fremst um loftvarnir, sem orrustu- þoturnar hafa veitt. Fari þær kom- ast íslendingar í hóp þeirra þjóða sem munu vera teljandi á fingmm, jafnvel annarrar handar, sem hafa engar loftvarnir. íslendingar hafa litið svo á að varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin feli i sér að Bandaríkja- menn geti ekkiskil- greint einhliða hvað séu fullnægjandi varnir fyrir ísland. Rök Bandaríkjamanna munu einkum vera tvenns konar. í fyrsta lagi felist fælingarmáttur í því að hafa hér bandaríska herstöð alveg burtséð frá þvf hve fjölmennt her- liðið er. í öðm lagi sé hægt að sinna loftvömum fslands frá Skotlandi eða Noregi. Þá myndi hins vegar taka hálfan annan sólarhring að bregðast við. „Og þegar verið er að ráðast á mann finnst manni 36 klukkutímar svolftið langur tími," eins og einn viðmælenda ÐV orðar það. Algjör nauðsyn Utanríkisráðherra hefur margoft lýst þeirri skoðun að mikilvægi landvarna hafí ekki minnkað á undanförnum ámm. f skýrslu sinni um alþjóðamál í mars í fýrra sagði hann nauðsynlegt að hafa hér við- búnað til að takast á við ógnir hvort sem væri af hafl eða úr lofti, og bætti við: „íslensk stjómvöld munu ganga til [viðræðna] við Bandaríkin með það í huga að nú sé um að ræða lágmarks varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli....“ Og á fundi hjá Varðbergi í mars síðastliðnum minnti ráðherra á hættuna á „mannskæðum árásum fámennra öfgahópa," sem gætu „af minnsta tilefni reynt að kúga lýð- ræðisríki með hótunum um blóðsúthellingar eða eyðilegg- ingu." Nauðsyn landvarna væri því „ekki minni en áður". Ekkert Plan B? Af því leiðir að aðildin að NATO er ekki talin duga; varnarlið Banda- ríkjamanna er hin stoðin í vörnum landsins og ekki síður mikilvæg. Ekki er að sjá að neins staðar hafi verið minnst á þann möguleika að brestir kæmu f þessa stoð í þeim ÞAÐ ER MARGT BRÉFIÐ: En fátt eins viðkvæmt og það sem forsætisráðherra sendi Bush Bandaríkjaforseta á dögunum og utanríkisráðherra kynnti utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Fari Bandaríkjamenn „nýjar leiðir" f varnarsamstarfinu eins og vilji þeirra stendur til þurfa íslendingar sjálfir að fara nýjar leiðir sem ekki virðast hafa verið kortlagðar. ræðum og ritum sem komið hafa frá stjórnvöldum um vamarmál á undanfömum missemm. Sérstök greinargerð um mat á vamar- og öryggismálum þjóðar- innar kom síðast út á vegum utan- ríkisráðuneytisins fýrir fjórum ámm. í henni em settar fram ýms- ar tillögur, meðal annars um aukna þátttöku íslendinga í vörnum landsins, en ekkert er vikið að því hvemig bregðast skuli við ef Bandaríkjamenn dragi úr viðbún- aði hér umfram það sem íslending- ar geti sætt sig við. Ekki verður séð að nokkum tímann hafi verið gefið út „Plan B“ í varnarmálum. Meginskyldan Ástæðan er ósköp einföld: fs- lendingar hafa Iitið svo á að varnar- samningurinn við Bandaríkin feli í sér að Bandaríkjamenn geti ekki skilgreint einhliða hvað séu full- nægjandi varnir fýrir ísland. Fram til þessa hefur gengið ágætlega að komast að sameiginlegri niður- stöðu en nú virðist sem breyting gæti orðið á f fyrsta sinn. Ekki verð- ur betur séð en að þetta hafi nánast verið talið óhugsandi - og það er þess vegna sem stjórnvöld gætu þurft að „hugsa málið alveg upp á nýtt“. Viðfangsefnið yrði sannarlega nýstárlegt. í stað þess að vera í þeirri einstöku stöðu meðal þjóða heims að stórgræða á vörnum landins (!) þyrfti allt í einu að meta hvort rétt væri að verja 0,7% af landsframleiðslu til landvarna eins og írar eða 2,6% eins og Frakkar, svo að dæmi séu tekin, sem þýddi 3-12 milljarða króna á ári. Þess má geta - líklega til gamans - að algengt verð á orrustuþotu er um 2,5 milljarðar króna. Þessar fjórar sem taldar em lágmark myndu því kosta um 10 milljarða. Tekjur ríkissjóðs af einkavæðingu vom ríflega 50 milljarðar króna á síðasta kjörtímabili; helmingurinn af söluandvirði Landsbankans hefði dugað fyrir fjómm þotum en fer í staðinn í jarðgöng og fleira. Þess má geta - líklega til gamans - að algengt verð á orrustuþotu er um 2,5 milljarðar króna. Þessar fjórar sem taldar eru lágmark myndu því kosta um 10 milljarða. Tekjur ríkis- sjóðs afeinkavæðingu voru ríflega 50 milljarð- arkróna 1999-2003. „Ein meginskylda sérhvers full- valda ríkis er að ábyrgjast öryggi og varnir þegna sinna," segja sérfræð- ingar utanríkisráðuneytisins í upp- hafsorðum greinargerðar sinnar. En hvernig? Forræðisfíklarnir Þeir héldu reykiausa daginn á dögunum. í sem stystu máli geng- ur hann út á það að þeir sem reykja ekki, þeir reykja ekki held- ur þá. Hinir halda náttúrlega áfram. Nema auðvitað að það eigi að gagnálykta. Að meiningin sé að þennan eina dag ársins reyki eng- inn, en þá þeim mun meira alla hina. Það myndi líklega skýra ákveðna greininn. Þetta er reyklausi dagurinn en ekki bara venjulegur reyklaus dagur. Þó hugmyndin um sérstakan reyklausan dag fyrir þá sem ekki reykja sé auðvitað nokkuð undar- leg þá em undarlegheit næstum standard í meinlætabransanum. Þannig em til dæmis rekin sérstök félög fyrir fólk sem ekki drekkur vín, hefur aldrei drukkið vín og ætlar sér sko ekki að byrja á því. Þó erfitt sé að fmynda sér ástæður þess þá mun að vísu heldur hafa fækkað f stúkum landsins á síð- ustu ámm og varla að stórstúkan sé neitt stór lengur og er það auð- vitað áhyggjuefni öllum góðum mönnum. Reyndar er heimurinn orðinn svo undarlegur að það er aldrei að vita hvaða aðferðir em árangursríkastar í baráttunni við þá lesti sem gefa lífinu gildi. Þannig varð maður einn bæði heimsfrægur og forríkur á að kynna fólki þann megrunarkúr að borða bara sem alira mest af fitu, fitu og engu nema fitu. Ef marka má áköfustu kynningarmenn þessa kúrs þá eru engin takmörk fyrir því hversu mikið má grenn- ast á því að borða nógu fitandi mat. Vonandi er þess að sama skapi skammt að bíða að einhver góður maður finni Ieið fyrir of- drykkjumenn að komast á réttan kjöl með því að þamba hreinan spíra daginn út og inn. Vonandi er þess að sama skapi skammt að bíða að einhver góður maður finni leið fyrir ofdrykkjumenn að komast á réttan kjöl með því að þamba hreinan spíra daginn út og inn. En því miður láta óreykinga- menn sér ekki nægja að nýta reyklausa daginn til þess að vera reyklausir. Þeir þurfa nefnilega einnig að hafa í hótunum við samborgara sína og virðast aldrei fá nóg af því að hafa vit fyrir öðr- um og þá einkum þeim sem aldrei hafa óskað eftir siíkri handleiðslu. Nýlega voru sett yfirgripsmikil og yfirgangssöm tóbaksvarnarlög sem skerða verulega réttindi fólks til að nýta eignir sínar að vild. Fólk f fjölbýlishúsi má ekki einu sinni hittast í sameigninni og fá sér vindling og það eins þó allir í húsinu reyki og vilji reykja. Eig- endur veitingastaða mega ekki ráða því sjálfir hvort þeir leyfa^ reykingar í sínum eigin húsa- kynnum og virðist sem höfundar tóbaksvamarlaganna álíti að það séu gestir en ekki húsráðendur sem setji húsreglur. Það er nefni- lega búið að finna upp hugtakið „réttur til reykleysis" og í nafni þess virðist allt hægt. Þessum nýj- ustu mannréttindafrömuðum virðist ómögulegt að átta sig á því að sá sem fer í hús annars manns, hvort sem það er íbúðarhús, fjár- hús eða veitingahús, hann hefúr einfaldlega gengist undir þær reglur sem húsráðandi setur. Það er enginn neyddur til að fara á veitingahús og það er enginn neyddur til að sitja í reyk. Þó þetta sé einfalt þá virðast ^ forræðisfíklarnir ekki skilja það. Ekki nóg með það, nú vom þeir að hóta að ganga enn lengra og banna með öliu reykingar á veit- ingahúsum. Og þar næst koma ef- laust heimilin, ef enginn stöðvar þessa menn. í alþingiskosningun- um á dögunum slapp inn hópur fermingarbarna úr fjölmörgum flokkum og þó rétt sé að binda jafn litlar vonir við þá þingmenn og aðra þá má kannski stinga að þeim þeirri hugmynd að samein- ast nú um það þarfaverk að færa fólki aftur réttinn til að ráða eigin húsum. Að minnsta kosti ráða því sjálft hvort og þá hvar þar er reykt.^ Grímurmun reglulega leggja sitt afmörkum til þjóðmálaumræðunnar á þessum stað. DVbýðurhann velkominn til leiks. Húllumhæ Blaðamannafélag íslands heldur úti hreint ágætum vef, Press.is. Eins og nærri má C geta er hann einkum ætlaður Jjj blaðamönnum en öðmm Q þykir þó vafalaust áhugavert ■* að geta þama fylgst með T3 fréttamönnum skeggræða C fjölmiðla á alla kanta, gagn- <0 rýna efnistök hver annars og tn fleira í þeim dúr. Á spjall- svæði vefsins hefur undan- fama mánuði verið rætt nokkuð um nýju blaða- mannaverðlaunin sem em í bígerð - íslensku Pulitzer- verðlaunin. Vart er hægt að kalla umræðumar líflegar, því gjaman líða margar vikur á milli bréfa, en fróðlegar em þær. Flestir blaðamenn sem hafa tjáð sig em hlynntir verðlaununum en leggja áherslu á að afhending þeirra verði látlaus og ekki í stíl við umstangið í kringum Eddu- verðlaunin. Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð 2, er hins vegar ósammála og er ekkert að skafa utan af því: „Það á að gera þetta grand og flott svo að allur almenningur tekur eftir. Ef vel tekst til (sem er auðvitað forsenda) verður það til þess að vekja athygli á því sem vel er gert á fjölmiðl- unum - og veitir ekki af. M.ö.o. enga helv... minni- máttarkennd." Ljósrituð Rússlands- ferð Haukur Hauksson er landsmönnum að góðu kunnur sem fréttaritari Út- varpsins (já, útvarpsreksmr Ríkisútvarpsins heitir Út- varpið, með stómm staf!) í Rússlandi. Haukur, sem hef- ur búið þar eystra í um ára- tug, býður líka landsmönn- um að njóta leiðsagnar sinn- ar í tveggja vikna ferð um Rússland í haust á vegum ferðaskrifstofúnnar Bjarma- lands. Heyrst hefur að þeir Bjarmalandsmenn séu held- ur óhressir með að nokkm eftir að þaulskipulögð ferðin var auglýst hafi keppinautur- inn Úrval-Útsýn á útsmog- inn hátt auglýst nákvæmlega eins ferð með brottför tveim- ur dögum fyrr. Úrvalsmenn myndu væntanlega spyrja á mótí hvort ferðaplön ferða- skrifstofa séu viðskiptaleynd- armál í Rússlandi. Skárra væri'ða nú .Skiptar skoðanir eru d meðal Jafnaðar- manna Iþessum efnum.þvivissulega eru til friðarsinnar meðal vor.“ Dagbjört Hdkonardóttir I ritstjómargrein ó PólitíkJs um varnarliðið i Keflavik. Veisla hjá Víkverja „Lyktín var gríðarsterk, en svona á þetta víst að vera og bitinn hvarf í einu lagi upp í ginð á Víkverja sem kjamsaði á þessu mein- holla holdi um stund og fannst sem eldur færi um nasagöngin [...) auðvitað í jákvæðri merk- ingu, því þetta var hið mesta hnossgætí með frábæm eftirbragði." Vikverji skrífarí Morgunblaðið um smökkun á Grænlandshákarli hjá Hildi- brandi Bjarnasyni í Bjarnarhöfn. Frjáls og ég skemmti mér... „Sennilega er fólk bara svo- Iítið leitt á þessu „frelsi" sem alltaf er verið að troða upp á það. Það felst hvort eð er aðal- lega í einhverskonar áreiti og snýr oftast að buddunni, hálf- tómri." Anna Sigrún Baldursdóttir á Kreml.is, um að meirihluti vildi í óformtegri skoðana- könnun Stöðvar2 halda óbreyttum hömlum á afgreiðslutima verslana á stórhátiðum. Seðlabankinn, góðan dag Hin ágæta símsvömn bankans er einmitt í fæmm höndum heimamanna. Fyrirsvarsmenn bankans þurfa því ekki að leita langt yfir skammt til þess að komast að því hvar eldurinn brennur og hvað sé i' húfi. Einar K Guðfinnsson alþingismaður I g rein I Fiskifréttum. Viðkvæmarsálir „Skyldi það vera viðkvæmt mál meðal æðstu valdamanna í Washington að styggja ekki brothættar pólitískar sálir í ís- lenska Stjómarráðinu? Fram- boð á hættulegum hryðju- verkamönnum og rússnesk- um njósnaflugvélum er ein- faldlega of lítíð til þess að halda uppi eftirspum Banda- rfkjahers og þetta hljóta allir stjómarmenn sem kenna sig við frjálshyggju að átta sig á.“ Úrdálkinum,Undarlegvika‘ÍViðskipta- blaðinu undir fyrirsögninni.Mellan sem fær ekki borgað' V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.