Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Síða 28
28 DVSPOfiT FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003
DVsport
Keppni í hverju orðí
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
Nína Kristín á leið til Eyja
HANDBOLTI: Stórskyttan Nína
Kristín Björnsdóttir hefur
ákveðið að söðla um og spila
með (slandsmeisturum (BV á
naesta tímabili. Nína var þrá-
faldlega orðuð við Val á dög-
unum en svo virðist sem hún
hafi skipt um skoðun á síðustu
stundu. Hún hefur undanfarin
ár leikið með Haukum en þar
áður var hún í herbúðum
Stjörnunnar í Garðabæ. Þetta
erað sjálfsögðu mikil blóðtaka
fyrir Haukastúlkur en að sama
skapi mikill hvalreki fyrir Eyja-
stúlkur sem munu mæta með
mikið breytt lið til leiks á næstu
leiktíð enda munu 8 leikmenn
sem voru í leikmannahópi
þeirra í vetur ekki spila með á
næstu leiktíð.
henry@dv.is
Davíð til HK
HANDBOLTI: Handknattleiks-
maðurinn Davíð Höskuldsson
er genginn í raðir bikarmeist-
ara HK frá Valsmönnum.
Davíð,sem spilar stöðu vinstri
hornamanns, hefur fá tækifæri
fengið á Hlíðarenda og því
ákvað hann að söðla um og
reyna fyrir sér á nýjum víg-
stöðvum.
Davíð er 22 ára gamall og hef-
ur leikið með meistaraflokki
Vals undanfarin tvö ár.
Hann skoraði 8 mörk úr 17
skotum í ár en mínúturnar sem
hann fékk á síðasta tímabili
voru ekki margar.
Árið þar á undan var hann með
13 mörk í 25 skotum og komu
mörkin 13 í 22 leikjum.
henry@dv.is
Miðnæturmót ÍR í frjálsum íþróttum fór fram í gærkvöld:
Bjarni og Sunna fyrst
/ minningarhlaupinu um frjálsíþróttakappann Hauk Clausen
Miðnæturmót ÍR
200 metra hlaup karla
Bjarni ÞórTraustason, FH ..........22,94
Sigurkarl Gústavsson, UMSB ........23,05
Andri Karlsson, Breiðabliki......23,13
Róbert F. Michelsen, Breiðabliki ... 23,45
Magnús V. Gíslason, Breiðabliki.... 23,50
Albert Magnússon, (R...............23,64
Gunnar B. Gunnarsson, FH...........24,28
SteinþórÓskarsson.Ármanni..........24,34
200 metra hlaup kvenna
Sunna Gestsdóttir, UMSS............24,99
Hildur K. Stefánsdóttir, (R........26,41
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabliki . .26,98
Þóra Guðfinnsdóttir,lR.............27,15
Anna Jónsdóttir, Breiðabliki ......27,28
Kristjana Ósk Kristjánsd., (R......27,45
Linda B. Lárusdóttir, Breiðab......27,91
Björg Hákonardóttir, Fjölni .......27,94
1500 metra hlaup kvenna
Fríða Rún Þórðardóttir, (R.......4:45,24
Martha Ernstdóttir, IR ..........4:48,88
Herdís H.Arnalds,Breiðabliki ... .5:16,06
4x100 metra boðhlaup kvenna
A-sveit Breiðabliks................49,06
A-meyjasveit (R ...................51,86
Sveit Fjölnis......................53,22
Stangarstökk kvenna
Fanney Björk Tryggvadóttir, IR .....3,40
Aöalheiður M. Vigfúsd., Breiðab.....3,20
Kringlukast kvenna
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni........41,56
Hallbera Eiríksdóttir, UMSB........36,40
Jóhanna Sigmundsdóttir,lR .........19,10
Spjótkast kvenna
Vigdís Guðjónsdóttir, HSK..........48,60
Sigrún F. Sveinsdóttir, FH.........46,53
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni........46,43
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, FH ....35,85
Jóhanna Ingadóttir, |R ............30,87
800 metra hlaup karla
Björn Margeirsson, Breiðabliki .. .1:54,59
Stefán Már Ágústsson, UMSS ... .1:58,94
Burkni Helgason, ÍR .............2:00,84
Ólafur Margeirsson, [R...........2:02,21
Sveinn Elías Elíasson, Fjölni ...2:16,11
Ingvar H.Guðmundsson, Fjölni.. .2:35,98
5000 metra hlaup karla
Sigurbjörn Arngríms., UMSS ... .15:39,28
Stefán Guðmurids., Breiðab......16:44,86
Sveinn Ernstsson, (R............16:50,86
Örn Gunnarsson, [R .............17:13,10
Sölvi Guðmundsson, Breiðab. . .18:07,24
Vignir Már Lýðsson, (R..........18:38,42
400 metra grindahlaup karla
Björgvin Víkingsson, FH............54,16
Unnsteinn Grétarsson, fR...........55,83
Kringlukast karla
Jón Bjarni Bragason, Breiðab.......47,24
Stefán R.Jónsson, Breiðab. ........43,34
Magnús Björnsson, USAH ............35,94
Einar Karl Hjartarson, |R..........31,37
Stangarstökk karia
SverrirGuðmundsson, [R..............4,50
4x100 metra boðhlaup karla
Sveit Breiðabliks..................44,57
Sveit FH ..........................44,65
Miönæturmótið I gærkvöld var siðasta
mótið I undirbúningi margra keppenda fyrir
Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í
Árósum I Danmörku 21.-22.júní
næstkomandi.
henry@dv.is
Miðnæturmót ÍR í frjálsum
íþróttum fór-fram í fínu veðri
á Laugardalsvelli í gærkvöld.
Hæst bar á mótinu 200 metra
hlaup sem haldið var í minn-
ingu Hauks Clausen en hann
lést í síðasta mánuði. Haukur
var einn mesti afreksmaður
sem ÍR-ingar hafa átt í frjáls-
um íþróttum og setti frægt
Norðurlandamet í 200 metra
hlaupi árið 1950 sem stóð um
árabil.
í 200 metra hlaupinu hjá körlun-
um var FH-ingurinn Bjarni
Traustason fljótastur en hann kom
í mark á 22,94 sekúndum. Sigurkarl
Gústavsson, UMSB, varð annar á
23,05 sekúndum og Blikinn Andri
Karlsson hreppti bronsið en hann
kom í mark á 23,13 sekúndum.
200 metra hlaupið hjá stúlkun-
um varð aldrei spennandi því
hlaupadrottningin Sunna Gests-
dóttir hafði mikla yfirburði frá ræs-
ingu og kom langfyrst í mark á
24,99 sekúndum. IR-ingurinn Hild-
ur Kristín Stefánsdóttir varð önnur
á 26,41 sekúndu en hin unga og
efnilega Blikastúlka, Sigurbjörg
Ólafsdóttir, náði sér ekki almenni-
lega á strik og varð þriðja á 26,98
sekúndum.
„200 metra hlaupið hjá
stúlkunum varð aldrei
spennandi því
hlaupadrottningin
Sunna Gestsdóttir hafði
mikla yfirburði frá
ræsingu."
Hin bráðefnilega stangarstökks-
stúlka, Fanney Björk Tryggvadóttir
úr ÍR, náði sér vel á strik í blíðunni í
Laugardalnum og jafnaði eigið
meyjamet þegar hún vippaði sér
glæsilega yfir 3,40 metra. Aðalheið-
ur Marfa Vigfúsdóttir úr Breiðabliki
varð önnur en hún fór yfir 3,20
metra.
Vigdís vann spjótið
Hörð barátta var í spjótkastinu
hjá stúlkunum en svo fór að lokum
að Vigdís Guðjónsdóttir úr HSK
tryggði sér sigur, kastaði spjótinu
48,60 metra. Sigrún Fjeldsted
Sveinsdóttir úr FH var ekki langt á
eftir en hennar besta kast mældist
46,53 metrar. Ásdís Hjálmsdóttir úr
Ármanni varð sfðan þriðja, hún
kastaði tíu sentímetrum styttra en
Sigrún.
Ásdís var aftur á móti geysisterk í
kringlukastinu þar sem hún sigraði
mjög örugglega en hún kastaði
fimm metrum lengra en Hallbera
Eiríksdóttir úr UMSB sem varð
önnur.
Hörð barátta var í 1500 metra
hlaupi kvenna þar sem ÍR-stúlk-
urnar Fríða Rún Þórðardóttir og
Martha Ernstdóttir háðu harða
keppni. Eftir æsispennandi hlaup
kom Fríða Rún sterk inn á enda-
sprettinum og var rúmum þremur
sekúndum á undan Mörthu yfir
endamarkið.
„Fríða Rún og Martha
Ernstdóttir háðu harða
baráttu um sigurinn í
1500 metra hlaupinu."
Sigurbjörn Ámi Arngrímsson úr
UMSS hafði mikla yfirburði í 5000
metra hlaupi karla og var rúmri
mínútu á undan Blikanum Stefáni
Guðmundssyni sem hirti silfrið eft-
ir harða baráttu við Svein Ernsts-
son sem varð að sætta sig við
bronsið.
Jón Bjarni Bragason úr Breiða-
bliki vann sfðan sigur í kringlukasti
karla en hann varpaði kringlunni
47,24 metra og hafði umtalsverða
yfírburði. henry@dv.is
Watson kemur á óvart
á opna bandaríska í golfi
32-liða úrslit VISA-bikarsins spiluð um helgina
Fylkir fer til Húsavíkur
32-liða úrslit í VISA-bikar-
keppni karla fara fram í dag og á
morgun. Nokkrir athyglisverðir
leikir em á dagskrá eins og Eyja-
slagurinn á milli KFS og IBV, HK
tekur á móti KR, Huginn fær ÍA í
heimsókn og ungmennalið Kefla-
víkur mætir Grindavík. Einnig er
viðureign toppliðs 2. deildar,
Völsungs frá Húsavík, og bikar-
meistara Fylkis mjög áhugaverð.
Völsungarnir hafa farið á kostum í
2. deildinni og unnið alla 5 leiki
sína með miklum yfirburðum.
Þjálfari félagsins er Ásmundur
Arnarson, fyrrverandi leikmaður
Fram, og hann segir að mikil til-
hlökkun sé fyrir leikinn. „Það er
mikil stemning og tilhlökkun í
hópnum og bara hjá bæjarbúum
öllum, held ég. Við lítum á þennan
leik sem ævinfyri og reynslu fyrir
okkar unga lið og alveg frábært að
mæta bikarmeisturunum sjálfum.
Við munum reyna að stríða þeim
en hversu langt það nær verður
bara að koma í ljós.“ henry@dv.is
Opna bandaríska meistaramót-
ið í golfi hófst í gærer fyrsti hring-
urinn af fjórum var leikinn en
þetta mót er eitt af fjórum stærstu
mótum ársins.
Bandaríkjamennirnir Tom
Watson og Brett Quigley spiluðu
manna best og komu í hús á 65
höggum eða 5 undir pari.
Frammistaða Watsons kom
skemmtilega á óvart en þessi 53
ára kylfmgur vann sigur á mótinu
árið 1982. Þetta var jafnframt
hans besti hringur í síðustu 105
sem hann hefur leikið á opna
bandaríska mótinu. Það verður
spennandi að fylgjast með fram-
göngu hans á næstu dögum.
Besti kylfingur heims, Tiger
Woods, byrjaði rólega eins og svo
oft áður og kom í hús á 70 högg-
um eða á pari. hemy@dv.is