Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2003, Side 31
FÖSTUDAGUR 13.JÚNÍ2003 DVSPORT 31 1r Metfjöldi mætti til Ólafsvíkur og alls voru 64 keppendur á svæðinu. Yngsti keppandinn um helg- ina var 12 ára gamall en sá elsti var kominn á fimmtugsaldur- inn. Bjami Bærings ljóstraði upp leyndarmálinu að góðri ræsingu - hann ræsti í þriðja gír í stað annars eins og venjan er. Viggó öm Viggósson íslands- meistari hefur ekki endað svona neðarlega í crosskeppni svo lengi sem elstu menn í greininni muna. Ragnarlngi Stefánsson tapaði mörgum stigum í Ólafsvík í fyrra og vildi ekki láta það endurtaka sig í keppninni í ár. Margir keppendur voru að keppa í sinni fyrstu keppni og öruggt má telja að þeir mæti aft- ur til leiks. Næsta motocrosskeppni verð- ur á ÓlafsBröi 5. júlí en næsta ís- landsmót verður á Akureyri 27. júlí næstkomandi. Nafnamir sem enduðu á verð- launapallinum í B-flokki eiga fátt annað sameiginlegt en nöfnin. Gunnlaugur Rafn er 34 ára þotuflugmaður en Gunnlaugur Karlsson er 14 ára nemi. BrautiníÓlafsvfker lögð sandi og rigning nóttina fyrir keppni kom í veg fyrir mikið ryk á keppnisdag. * Bragi Óskarsson frá Ólafsfirði sagði að skíðagangan sem stunduð væri heima hjá honum reyndi ekkert á úthaldið miðað við djöfulganginn í motocross- inu. Brautarstjórinn Svanur Tóm- asson brá á það ráð að hafa brautina iokaða fyrir æfingum í heila viku fyrir keppnina. Á keppnisdag var brautin svo slétt að hægt hefði verið að leggja parket beint á sandinn. Haukur Þorsteinsson var stolt- ur af fjölskyldunni í mótslok. Arnór sonur hans varð annar í stærri unglingaflokknum og ^ Aníta dóttir hans varð önnur í stelpnuflokknum eftir harða baráttu. Haukur náði einnig sín- um besta árangri í motocross- keppni og brosti út að eyrum eft- ir mótið í Ólafsvík. Vélhjólamenn eru með allt um keppnina f Ólafsvík á vefsvæði sínu, www.motocross.is. íslandsmótið í Ólafsvík Þolinmæði er dyggð Skilaði reynsluboltunum stigum í fyrsta móti sumarsins í motocrossi íslandsmótið í motocrossi hófst um helgina með mikl- um látum. Margir keppendur mættu í miklum vígahug og sýndu stórkostleg tilþrif í byrjun keppni. Þegar líða tók á riðlana sýndu reynslubolt- arnir ungu strákunum hvern- ig yfirvegun og þolinmæði getur skilað inn stigunum í lok dags. Einar Sigurðarson leiddi fyrsta riðilinn í upphafi keppninnar og var kominn með 6 sekúndna for- skot eftir 5 hringi. Úthaldið var ekki alveg nógu gott hjá Einari og Ragn- ar Ingi Stefánsson hélt hraðanum uppi og seig að lokum fram úr. Haukur Þorsteinsson náði þriðja sæti og sýndi góð tilþrif. í 10-15 efstu sætunum var ótrúlega lítill munur á keppendum og mátti ekk- ert út af bregða því alltaf voru 3-4 keppendur tilbúnir að taka fram úr við hver einustu mistök. Bjarni byrjaði vel I öðrum riðlinum stökk fram á sjónarsviðið nýr maður í toppbar- áttuna. Bjarni Bærings hafði aðeins náð að halda í efstu menn í fyrsta riðlinum og héldu menn að einhver heppni hefði ráðið því. Svo reyndist ekki vera og Bjami tók forystu strax f fyrstu beygju. Bjarni ekur á kraft- miklu Yamaha 450 hjóli og er léttur og sterkur. Hann tók forystu strax og náði hraðasta hring dagsins í 1:32,197. Hann hélt forystunni í tvo heila hringi áður en gömlu jaxlarn- ir náðu að saxa á hann. Ragnar Ingi náði aftur forystu og hélt henni til loka. Bjarni seig niður í 9. sæti en Einar og Haukur náðu aftur öðru og þriðja sæti. Viggó frábær I þriðja riðlinum má segja að ís- landsmeistarinn frá í fyrra hafi mætt til leiks. Viggó örn Viggósson hafði verið mjög slakur í fyrstu tveimur riðlunum og endað í 9. og 21. sæti. Nú var ekkert sem stöðv- aði Viggó og hann rúllaði hreinlega upp keppinautunum og sigraði ör- ugglega. Ragnar Ingi varð annar og Haukur þriðji. Ragnar Ingi leiðir því íslands- mótið með 57 stig en Haukur og Einar em með 45 stig. Ljóst er að Viggó Örn á nóg inni og mótið er hvergi nærri búið. Gunnlaugur vann B-flokkinn í B-flokknum er jafnan breiður og fjölbreyttur hópur. í þessari keppni mætti flugmaðurinn Gunn- laugur Rafn Bjömsson í sína fyrstu motocrosskeppni og náði að sigra. B-flokkurinn keppir aðeins í tveim- ur riðlum og í þeim fyrri skiptust Gunnlaugur og Gunnar Atli Gunn- arsson á forystunni. Gunnar Atli setti besta brautartímann en féll af hjólinu og Gunnlaugur náði þar forystunni sem hann ekki lét af hendi. f seinni riðlinum sýndi Ólafsfirð- ingurinn Bragi Óskarsson Gunn- laugi mikla keppni í upphafi en „krassaði" á hjólinu eins og það er orðað fyrir norðan. Ungu strákarn- ir Ágúst Viggósson og Kári Gunn- laugsson nældu sér í annað og þriðja sætið. Eiga stutt í þá bestu I þessari keppni eins og í hinum motocrosskeppnunum sem eiga eftir að verða í sumar var keppt í tveimur unglingaflokkum. Minni flokkurinn er fyrir 80 rúmsentí- metra hjól og sá stærri fyrir 125. Þarna mættu ökumenn framtíðar- innar til leiks og stóðu sig frábær- lega. I minni flokknum var Aron Ómarsson frá Grindavík hraðastur og sýndi glæsileg tilþrif. Freyr Torfason og Svavar Friðrik Smára- son náðu að sýna honum klærnar en Aron náði að halda þeim fyrir aftan sig. Strákarnir voru þeir einu í þess- um flokki því tvær stelpur k'epptu einnig og var að sjálfsögðu mikil keppni þeirra á milli. Aðalheiður , Birgisdóttir og Aníta Hauksdóttir náðu góðum árangri og skiptust á forystunni. Sá slagur endaði með sigri Aðalheiðar og kom Aníta skammt undan. í stærri flokknum eru strákar sem eru 14 til 16 ára gamlir og gríðarlega efnilegir. Þarna stukku þeir svo sannarlega fram á sjónarsviðið og heilluðu áhorfendur. Reyndar hræddust kannski keppendurnir í A-flokknum mest því þessir strákar eiga stutt í það að rassskella „gömlu kallana". í fyrri riðlinum börðust Gunn- laugur Karlsson og Helgi Már Gísla- sonum hverja einustu sekúndu. Þeir sýndu báðir magnaða takta og tilþrif. Gunnlaugur endaði 9 sek- úndum á undan Helga. í seinni umferðinni komu Arnór Hauksson og Stefán Þór Svansson betur inn í baráttuna við Gunnlaug og Helga Má. Gunnlaugur sigraði aftur en Arnór varð annar, Stefán Þór varð þriðji og Helgi Már fjórði. Gunnlaugur og Helgi Már vildu meira og skráðu sig einnig í B- flokkinn og gerðu þar góða hluti, Gunnlaugur náði bronsi og Helgi Már var ekki langt undan. Þeir tveir keyrðu langmest allra þennan dag- inn eða alls fjóra riðla auk tímatöku og upphitunar. BJARNI FYRSTUR: Bjarni Bærings leiðir í öðrum riðli, Ragnar Ingi Stefánsson kemur annar og Michael B. David þriðji. Motocrossmolar Hlakka til næstu keppni Segir Gunnlaugur Rafn Björnsson sem tókþátt í fyrsta sinn DV Sport spjallaði stuttlega eftir keppnina við Gunnlaug Rafn Björnsson og sagðist ánægður og hissa með ár- angur sinn. „Þetta er fyrsta motocross- keppnin sem ég tek þátt í og ég átti ekki von á miklu. Þegar hjálmur- inn er kominn á höfuðið fer keppnisskapið í gang og ekkert er gefið eftir." Gunnlaugur hefur keyrt endurohjól um hálendisvegi í mörg ár og keppt í enduro- keppnum nokkrum sinnum. Hann hafði þó aldrei keyrt í motocross braut fyrr en á Selfossi fyrir þremur vikum. „Brautin á Selfossi fannst mér ógnvekjandi í fyrstu. Stóru stökk- pallarnir eru gerólíkir enduroinu og ég þurfti langan tfma til að safna hugrekki í fyrsta stökkið. Eftir það var ekki aftur snúið.“ Gunnlaugur komst að því nán- ast á ráslínunni að hann hafði ekki verið nema einu sinni áhorfandi á motocrosskeppni og vissi því ekki alveg hvernig jDetta gengi fyrir sig. „Ég' einfaldlega gerði eins og ungu strákarnir og gaf svo allt í botn. Hjólið er kraftmikið svo ég náði að vera framarlega í fyrstu beygjunni og slapp að mestu við samstuð. Fyrstu 30 sekúndumar vom reyndar alveg magnaðar og ólíkt því sem sést í sjónvarpinu. Ég komst að því að hávaðinn og spennan í loftinu festast ekki á filmu. Ég er farinn að hlakka til næstu keppni." Gunnlaugur sagðist mjög ánægður með framkvæmd keppninnar og það væri algjör lúxus að mæta með hjólið og fá braut í fullkomnu ásigkomulagi afhenta upp í hendurnar. „Ég hef verið að hvetja félagana að skrá sig til keppni í b-flokkinn í enduro eða motocrossi. Þeir mikla þetta fýrir sér en sjá ekki þá hliðina að fá að keyra í heimsldassa-braut og bera svo tímana sína saman á Netinu daginn eftir. Keppnin er ekki síðri á milli félaganna heldur en um toppsætin í Meistaradeild- inni.“ Gunnlaugur Rafn Björnsson var ánægður að lokinni keppni. 4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.