Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Side 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003
DV Bingó
Það er komið
bingó á I-röðina
svo nú er komið
að því að spila N-
röðina. Fyrsta talan
í N-röðinni er 42.
Ferð fyrir tvo með Iceland Ex-
press til London eða Kaup-
mannahafnar er í boði.
Munið að samhliða einstök-
um röðum er allt spjaldið spilað.
Verðlaun fyrir allsherjarbingó er
vikuferð til Portúgals með Terra
Nova Sól. Spilað er í allt sumar
og því áríðandi að gleyma ekki
bingóspjaldinu í skúffunni eða á
töflunni. Verið með í DV-bingó.
EFNI BLAÐSINS
Kattafár Miðtúni
- innlendar fréttir bls. 4
17.júní-tókst vel til
- innlendar fréttir bls. 6
Bjartsýni um fiár-
mögnun Hótels Selfoss
- innlendar fréttir bls. 8-9
Sjö ára fórnarlamb
- Erlendar fréttir bls. 10
Tólf fengu fálkaorðuna
Ný bók eftir Jón Steinar
ORÐUVEITINGAR: Forseti Is-
lands sæmdi tólf manns heið-
ursmerki hinnar (slensku fálka-
orðu á Bessastöðum í gær. Þeir
sem sæmdir voru orðu í gær
voru Árni Tryggvason leikari,
Ásdís Skúladóttir félagsfræð-
ingur, Gunnar Snorri Gunnars-
son ráðuneytisstjóri, Halldór
Haraldsson skólastjóri, Harald-
ur Stefánsson slökkviliðsstjóri,
Hörður Húnfjörð Pálsson bak-
arameistari,Magnús Hallgríms-
son verkfræðingur, dr. Ragnar
Sigbjörnsson prófessor, Stefán
Runólfsson,fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, Unnur Sig-
tryggsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur,Þórarinn Eldjárn rithöf-
undur og Þórunn Eiríksdóttir
húsfreyja.
LÖGFRÆÐI: Jón Steinar Gunn-
laugsson, prófessor við Háskól-
ann I Reykjavík, hefur sent frá
sér bókina Um fordæmi og
valdmörk dómstóla. I bókinni
erfjallað um réttarheimildina
fordæmi en með því hugtaki er
átt við að notkun réttarheim-
ildar við úrlausn í einu dóms-
máli eða fleirum verði fyrir-
mynd að notkun hennar í öðru
máli slðar, þar sem leysa þarf úr
sams konar álitaefni. Höfundur
fellst ekki á útbreiddar kenn-
ingar um að dómstólar hafi
heimildir til að skapa nýjar rétt-
arreglur sem þeir megi síðan
beita með afturvirkum hætti til
að byggja úrlausnir sínar á.Tel-
ur hann að leggja verði til
grundvallar að réttarreglan
sem við á hafi verið til, þegar
þau atvik urðu, sem úr þarf að
leysa.Byggi stjórnskipun lands-
ins á þessari meginhugsun og
beri enga þörf til að víkja frá
henni. Bókin er ætluð til
kennslu í aðferðafræði við
lagadeild Háskólans í Reykjavík
og eftir atvikum aðra háskóla.
Henni er einnig ætlað að vera
almennt framlag til rannsókna
og umræðna.
Starfsmenn Orkuveitunnar björguðu ketti frá 30.000 volta rafstraumi:
Sat fastur í háspennu-
línu í tvo sólarhringa
Djörf og skemmtileg
- Menning bls. 12
Skilgreining ekki til
- Fréttaljós bls. 14
Maðkur í mysu Mörtu
-Tilvera bls. 16-17
Skörð höggvin í hópinn
- DV Sport bls. 28
Beckham seldur
- DV Sport bls. 32
Bíó og sjónvarp
-Tilvera bls.26 -27
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvsmdastjóri: ðrn Valdimarsson
Aéalritstjórí: Óli Björn Kárason
Rltstjórl: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar,
smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, siml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550
5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar:
auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyrí: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins
í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir
viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Fimm starfsmenn Orkuveitunnar
komu ketti til bjargar á mánudag
þar sem hann sat ósjálfbjarga efst
uppi í rafmagnsstaur í Mosfells-
bænum. Kötturinn hafði hafst þar
við í tvo daga og hafði hann fest róf-
una í tjörulagi.
„Það var hringt í okkur þar sem
Starfsmenn Orkuveit-
unnar björguðu ketti frá
30.000 volta rafstuði
þegar þeir ferjuðu hann
niður úr háspennulínum
þar sem hann hafði setið
fastur í tvo daga.
íbúar í grenndinni höfðu tekið eftir
því að kötturinn hafði verið þarna í
einhvern tíma. Við fórum með
körfubíl á staðinn og þegar við
komum þangað var greyið fast f
tjörulagi sem var ofan á staurnum.
Ég náði nú fljódega að leysa hann
og þegar ég átti um einn og hálfan
metra eftir niður á jörðina stökk
hann úr fanginu á mér og eitthvað
út í buskann," segir Leifur Ólafsson,
starfsmaður Orkuveitunnar, sem
bjargaði kettinum. Kötturinn virtist
vera heill á húfi eftir vistina á
staurnum og var frelsinu mjög feg-
inn. Hann má þó þakka fyrir að ekki
fór verr því 30.000 volta spenna er á
háspennuvírum sem þessum og var
spennan tekin af meðan á björgun-
inni stóð. Mál sem þessi koma
reglulega inn á borð hjá Orkuveit-
unni og gera þeir þá sitt besta til að
koma dýrunum til bjargar. öðrum ketti úr svipuðum aðstæð- BJARGAÐ FRÁ RAFSTUÐI: Leifur Ólafsson, starfsmaður Orkuveitunnar, bjarg-
„Það er ekki algengt að svona lag- um áður,“ segir Leifur að lokum. aði ketti sem setið hafði fastur (háspennuvírum í tvo sólarhringa. Kötturinn var
að komi upp á en ég hef þó bjargað agusmdv.is hætt kominn enda 30.000 volta spenna á vírunum sem umluktu hann.
Greiðslustöðvun vélsmiðju KA að renna út:
Rætt um kaup Skipalyftunnar í Eyjum
Greiðslustöðvun Vélsmiðju
KÁ á Suðurlandi á að renna út
20. júní. Reynt hefur verið að
selja fyrirtækið og freista
þess þannig að forða því frá
yfirvofandi gjaldþroti. Við-
ræður hafa verið í gangi við
Skipalyftuna í Vestmannaeyj-
um en biðstaða verið í málinu
þar sem beðið hefur verið eft-
ir heimild til nauðasamninga.
Hlutverk Kaupfélags Árnesinga
sem alhliða þjónustufyrirtækis við
bændur og byggðina á Suðurlandi
hefur breyst mikið á undanförnum
árum. Sú ákvörðun að selja versl-
unarreksturinn og snúa sér að hót-
elrekstri hefur þar breytt einna
mestu. Þar hafa verið ákveðnir erf-
iðleikar sem menn telja sig nú vera
Óli Rúnar Ástþórsson.
að sjá fyrir endann á. Vélsmiðja KÁ,
sem er orðin hlutafélag í minni-
hlutaeigu KÁ, hefur svo átt í veru-
legum rekstrarerfíðleikum og er nú
í greiðslustöðvun sem rennur út 20.
júní. Ekki er komið á hreint hvort
tekst að fá nýja eigendur að rekstr-
inum eða hvort fýrirtækið verður
gjaldþrota.
„Við hlutafjárvæddum vélsmiðju
og trésmiðju KÁ 1996 og urðum
minnihlutaeigendur í vélsmiðj-
unni. Trésmiðjuna eigum við til
helminga á móti Pennanum. Það
hefúr verið stefna félagsins að
skoða þá möguleika að hlutafjár-
væða meira af rekstrinum. Það á að
opna möguleika okkar og aðgengi
að áhættufé," sagði Óli Rúnar Ást-
þórsson, framkvæmdastjóri KÁ.
- Hvað með vélsmiðjuna, hafa
verið viðræður í gangi við Skipalyft-
una í Vestmannaeyjum varðandi
hugsanleg kaup?
„Jú, það er rétt. Við höfum verið í
viðræðum við tvo aðila sem sýnt
„Efvið fáum heimild til
að fara í formlega
nauðasamninga eru
þessir aðilar tilbúnir að
koma inn í vélsmiðjuna
með nýtt hlutafé."
hafa áhuga á því að koma inn í það
með okkur og fjármagna nauðar-
samning. Ef við fáum heimild til að
fara í formlega nauðasamninga eru
þessir aðilar tilbúnir að koma inn í
vélsmiðjuna með nýtt hlutafé".
hkr@dv.is