Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Page 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18.JÚNÍ2003
Útiönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón:Guðlaugur Bergmundsson og Kristinn Jón Arnarson
Netfang: gube@dv.is / kja@dv.is
Sími: 550 5829
Powell þrýstir á um lausn Suu Kyi
BURMA: Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna,
sagði í morgun að herfor-
ingjastjórnin í Burma yrði að
leysa baráttukonuna Aung
San Suu Kyi úr haldi og hefja
lýðræðisvæðingu landsins.
„Saman verðum við að segja
leiðtogum Burma að sleppa
Aung San Suu Kyi, stuðnings-
mönnum hennar og leysa
burmnesku þjóðina úr ánauð
með því endurreisa lýðræðið,"
sagði Powell á fundi utanríkis-
ráðherra ASEAN, samtaka ríkja
(Suðaustur-Asíu.og sam-
starfsríkja þeirra, í Phnom
Penh, höfuðborg Kambódiu.
Suu Kyi, sem hlaut friðarverð-
laun Nóbels fyrir baráttu sína
fýrir lýðræði í Burma, var
handtekin í maílok og hneppt
í varðhald. Herforingjarnir
segja að með þv( séu þeir að
vernda líf hennar og hafa til
þessa hunsað háværar kröfur
á alþjóðavettvangi um lausn
hennar.
Japönsk stjórnvöld gerðu her-
foringjunum það Ijóst að að-
stoð við Burma kynni að vera
hætt verði Suu Kyi ekki látin
laus úr haldi.
Fríðartilraunir fyrir botni Miðjarðarhafs runnar út í sandinn:
Sjö ára ísraelsk
stúlka felld í árás
Friðarumleitanir fyrir botni
Miðjarðarhafs fengu enn á
baukinn í gær þegar palest-
ínskir vígamenn skutu sjö ára
ísraelska stúlku til bana og
særðu annað barn og full-
orðna manneskju í árás
skammt frá landamærum
ísraels að Vesturbakkanum.
Árásarmennirnir voru hinum
megin landamæranna, í bæn-
um Qalqilya. Enginn hefur
lýst ábyrgð verknaðarins á
hendur sér.
Stúlkan sem lést var á ferð í bíl
með fimm ára systur sinni og föður
nærri Eyal-samyrkjubúinu skammt
frá ísraelska bænum Kfar Saba.
Árásin var gerð fljótlega eftir að til-
„Við höfum ítrekað að
andspyrna sé lögboð-
inn réttur þjóðar okk-
ar/'sagði Mohammed
al-Hindi, háttsettur
leiðtogi samtakanna Ji-
had, eða Heilagt stríð.
raunir Mahmouds Abbas, forsætis-
ráðherra heimastjórnar Palestínu-
manna, til að fá herská samtök á
borð við Hamas til að láta af árásum
sínum á ísrael runnu út í sandinn.
„Við höfum ítrekað að andspyrna
sé lögboðinn réttur þjóðar okkar,“
sagði Mohammed al-Hindi, hátt-
settur leiðtogi samtakanna Jihad,
eða Heilagt stríð, eftir að Abbas
settist niður með fulltrúum þrettán
herskárra samtaka í Gazaborg.
Fundurinn stóð í hálfa fjórðu
klukkustund.
Tugir hafa fallið
Ismail Abu Shanas, háttsettur
liðsmaður Hamas, sagði að enn
væri verið að ræða um vopnahlé og
að samtökin, sem sóttu fundinn í
gær, kynnu að halda eigin fund
með Abbas í dag, miðvikudag.
Hátt á sjötta tug manna hefur
fallið í átökum Palestínumanna og
ísraela frá því Mahmoud Abbas átti
fund með þeim Ariel Sharon, for-
sætisráðherra ísraels, og George W.
Bush Bandaríkjaforseta í Aqaba í
Jórdaníu 4. júní. Þar ítrekuðu leið-
togarnir stuðning sinn við svokall-
aðan Vegvísi að friði þar sem með-
al annars er kveðið á um stofnun
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna ár-
ið 2005, í síðasta lagi.
Þungavigtarmaður kemur
Bandarísk stjórnvöld hafa, í ljósi
ástandsins fyrir botni Miðjarðar-
hafs, ákveðið að senda Colin
Powell utanríkisráðherra til þessa
heimshluta á föstudag. Þar mun
hann reyna að gera það sem
egypskri sendinefnd mistókst í
vikubyrjun, það er að segja að
bjarga Vegvísinum.
„Við fórum fram á það við
Bandaríkjamenn að þeir tækju for-
ystuna í friðarumleitununum og
það er það sem við fáum,“ sagði Sil-
van Shalom, utanríkisráðherra
ísraels, í viðtali við ísraelska sjón-
varpið í gær.
Ariel Sharon hefur kveðið upp úr
um það að ísraelar muni ekki gera
neinar tilslakanir nema Abbas tak-
ist að hafa hemil á Hamas, samtök-
um strangtrúaðra sem hafa verið í
fylkingarbrjósd í árásunum á ísrael
frá því uppreisn Palestínumanna
hófst fyrir nærri þremur árum.
Bandarísk stjórnvöld
hafa, í Ijósi ástandsins
fyrir botni Miðjarðar-
hafs, ákveðið að senda
Colin Powell utanríkis-
ráðherra til þessa
heimshluta á föstudag.
Þar mun hann reyna að
bjarga Vegvísinum.
Abbas hefur reynt að forðast
átök við herskáu hópana, af ótta við
að borgarastyrjöld meðal Palest-
ínumanna kynni að blossa upp.
Ráðherrann sagði að líklega
myndi Condoleezza Rice, þjóðar-
öryggisráðgjafi Bush Bandaríkja-
forseta, koma til ísraels undir mán-
aðamót til að leggja sitt lóð á vogar-
skálarnar.
Bush kann að mæta töluverðri
andstöðu í Bandaríkjaþingi þegar
hann reynir að fá það til að afnema
að hluta til hömlur á beina aðstoð
Bandaríkjanna við palestínsku
heimastjórnina.
Vilja fá aðstoðina til sín
Leiðtogar Palestínumanna hafa
farið fram á það við húsráðendur í
Hvíta húsinu að þeir afnemi laga-
klásúlur sem banna að aðstoð við
Palestínumenn renni beint til
heimastjórnarinnar.
Margir bandarískir þingmenn
segja að heimastjórnin hafi ekki
gert nóg til að uppræta spillingu í
palestínska stjórnkerfmu, þrátt fyr-
ir umbætur sem njóta stuðnings
bandarískra stjórnvalda. Þá finnst
þeim sem stjórnin hafi ekki staðið
sig í að koma í veg fyrir að herskáir
hópar geti komist yfir fé.
[ HERS HÖNDUM: Bandartskir hermenn leiða fanga (burtu í gær eftir að vopn fund-
ust á heimili hans. Þegar hermaður féll eftir að leyniskytta skaut hann (bakið fóru
hermenn hús úr húsi (miðbæ Bagdad í leit að andspyrnumönnum.
Breskur ráðherra
þorir ekki til íraks
Amos barónessa, ráðherra
þróunarmála í Bretlandi, seg-
ir í viðtali sem kemur út í dag
að hún hafi frestað fyrirhug-
aðri ferð sinni til íraks vegna
þess að þar væri enn of
hættulegt að vera.
Tilkynningin kom einungis
tveimur dögum eftir að breska rík-
isstjórnin tilkynnti að ástandið í
írak hefði batnað til muna. í viðtal-
inu, sem birtist í Financial Times í
dag, segir Amos að „öryggisástand-
ið, sem við verðum að koma í lag
svo hægt sé að byrja endurbygg-
ingu landsins fyrir alvöru, geri
mönnum erfitt fyrir“.
Jafnframt lýsir hún ástandinu í
frak þannig að þar sé skotið á
bandaríska hermenn á hverjum
degi og hermenn láti þar lífið næst-
um því hvern einasta dag. Þar að
auki segir hún að svo virðist sem
glæpir í Bagdad séu orðnir skipu-
lagðari en fyrstu dagana eftir að
Saddam Hussein missti völdin.
Þessi ummæli Amos barónessu
eru nokkuð á skjön við það sem
Beverly Hughes, ráðherra innflytj-
endamála, sagði á mánudag. Hún
sagði að ástandið hefði batnað til
muna og að óhætt væri fyrir íraka
að snúa aftur heim og hjálpa til við
endurbygginguna þar sem landið
væri nú orðið nógu öruggt.
Leyniskytta drepur hermann
Amos barónessa virðist hafa eitt-
hvað til síns máls því að í gær lét
bandarískur hermaður lífið í
Bagdad eftir að leyniskytta skaut
hann í bakið. Að auki sprungu tvær
sprengjur í borginni og í kjölfarið
leituðu fjölmennir hópar banda-
rískra hermanna hús úr húsi að
leyniskyttunv og öðrum and-
spyrnumönnum.
Að minnsta kosti 41 hermaður
hefur látist í átökum frá 1. maí, en
þá lýsti Georg Bush Bandaríkjafor-
seti því yfir að meiri háttar hernað-
araðgerðum í írak væri lokið.
Paul Bremner, yfirmaður bráða-
birgðastjórnarinnar í Irak, lýsti því
yfir í gær að það væri nú ólöglegt að
hvetja til ofbeldis í írak. Jafnframt
sagði hann að bráðabirgðastjórnin
myndi taka til f réttarkerfi fraks,
sem hefur verið nær óvirkt frá því
stjórn Saddams féll. Spilltir dómar-
ar á bandi Saddams yrðu hreinsað-
ir burt úr réttarkerfinu, en í milli-
tíðinni yrði komið á fót bráða-
birgðadómstól.