Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2003, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 SKOÐUN 75
Hvenær drepur maður mann?
Það er eðlilegt að málefni Lífeyrissjóðs Austur-
lands hafi orðið fréttaefni. Þar hafa mál verið
þannig að sjálfsagt er að fjalla um þau í fjölmiðl-
um. Þar kemur að skyldu fjölmiðla að sinna upp-
lýsingahlutverki sínu en ekki síður rannsóknar-
skyldu. Á þann hátt á að vera tryggt að ekki sé
sópað yfir málefni sem varða almanna hagsmuni.
KJALLARI
Hrafnkell A. Jónsson
fyrmrandi stjórnarformaður
Lífeyrissjóðs Austurlands
Fáar stéttir manna eru valda-
meiri og áhrifameiri en blaða-
menn. í gegnum fjölmiðla
móta þeir almenningsálit og
skapa einstaklingum og fyrir-
tækjum örlög. Þeir gegna því
mikilsverða hlutverki að vera
samviska þjóðarinnar og
spegill.
Það er því að vonum að þessi
mikilvæga stétt hefur sett sér siða-
reglur. Ramma sem setur skorður
en stendur þó vörð um tjáningar-
frelsið. Það er vissulega vandasamt
hlutverk þeirra sem feta þá örfínu
línu sem oft er á milli tjáningar-
frelsis og rógs.
Þriðja grein Siðareglna Blaða-
mannafélags íslands er svohljóð-
andi.
„Blaðamaður vandar upplýs-
ingaöflun sína, úrvinnslu og fram-
setningu svo sem kostur er og sýnir
fyllstu tillitssemi í vandasömum
málum. Hann forðast allt, sem
valdið getur saklausu fólki, eða
fólki sem á um sárt að binda,
óþarfa sársauka eða vanvirðu."
Ég rifja þetta upp að gefnu tilefni.
D/V hefur eins og fleiri fjölmiðlar
fjallað nokkuð um málefni Lífeyris-
sjóðs Austurlands, nú síðast laug-
ardaginn 14. júní. Það er blaða-
maðurinn Hörður Kristjánsson
sem skrifað hefur þær fréttir sem
D/V hefur birt.
Það er eðlilegt að málefni Lífeyr-
issjóðs Austurlands hafi orðið
fréttaefni. Þar hafa mál verið
þannig að sjálfsagt er að fjalla um
þau í fjölmiðlum. Þar kemur að
skyldu fjölmiðla að sinna upplýs-
ingahlutverki sínu en ekki síður
rannsóknarskyldu. Á þann hátt á að
vera tryggt að ekki sé sópað yfir
málefni sem varða almanna hags-
muni. Það var með það í huga sem
ég taldi sjálfsagt að birta í vefmiðl-
inum local.is ræðu mína sem ég
flutti á ársfundi Lífeyrissjóðs Aust-
urlands 26. maí sl. Ég sé mér til
ánægju að Hörður Kristjánsson
notar sér ýmsar upplýsingar sem
þar koma fram í frétt blaðsins 14.
júní. Hitt þykir mér miður að ýmis-
legt virðist hann hafa misskilið.
Hörður segir að í ræðu minni
hafi .ég „ausið svívirðingum" yfir
fjölmiðla og blaðamenn. Ég hef les-
ið ræðuna ítrekað án þess að átta
mig á í hverju svívirðingar mínar
felast, kannski í eftirfarandi tilvitn-
un: „Samkvæmt útreikningum
Garðars Jóns Bjarnasonar munar
aðeins 8 milljörðum í útreikning-
um DV og Austurgluggans sem
þessir aðilar sýna svokallað tap
sjóðsins meira en efni standa til, en
hvað munar um einn kepp í slátur-
tíðinni?"
Ég verð að viðurkenna að mér
mislíkaði að Hörður blaðamaður
skyldi ekki birta í D/V að forráða-
menn Lffeyrissjóðs Austurlands
teldu útreikninga hans ranga. Það
bað hann enginn um að draga neitt
til baka, það skipti hins vegar máli
og hafði fréttagildi að þessi upp-
sláttarfrétt var rengd.
Eftir að hafa fjallað um frétta-
flutning af málefnum Lífeyrissjóðs
Austurlands sagði ég í ræðu minni:
„Það er mér umhugsunarefni
hver réttarstaða almennra borgara
er gagnvart hinu mikla valdi sem
fjölmiðlar hafa í dag. Ómerkilegir
fréttamenn geta, hafi þeir tilhneig-
ingu til, rústað mannorð fólks og
þurfa aldrei að standa fyrir málum.
Það er sama hvernig þeir vinna,
kollegar þeirra slá um þá skjald-
borg og vísa til tjáningarfrelsis." Við
þessi orð stend ég hvar sem er.
Því fer fjarri að ég telji að málefni
Lífeyrissjóðs Austurlands hafi verið
í lagi. Ég hef axlað þá stjórnunar-
legu ábyrgð sem á mér hvíldi og
vikið úr stjórn sjóðsins. Með því er
ég ekki að viðurkenna að ég hafi
sem stjórnarmaður staðið að refsi-
verðu athæfi, það er ljóst að ein-
hverjir eru mér ekki sammála og
hafa óskað eftir þvf að fram fari op-
inber rannsókn á störfum mínum
sem stjórnarmanns í Lífeyrissjóði
Austurlands. Ég fagna þeirri rann-
sókn, hún mun vonandi leiða hið
rétta í ljós, en ég krefst þess hins
vegar að njóta sama réttar og aðrir
þegnar þessa lands að vera talinn
saklaus þar til á mig hefur verið
sönnuð sök. í dag er ég í sömu
sporum og barnaníðingar eða
dæmdir morðingjar og dópsalar.
Ég er sakfelldur og dæmdur af
blaðamanninum Herði Kristjáns-
syni og sekt mín áréttuð með nafn-
og myndbirtingu í D/V.
í fyrirsögn fréttar D/V 14. júní
segir: „Upplýsti um stórkostleg
brot stjórnarmanna og endurskoð-
anda" þar er verið að vísa til ræðu
minnar á ársfundi Lífeyrissjóðsins.
Ég veit ekki hvaðan á mig stendur
veðrið. Ég skýrði frá því í ræðunni
að lögfræðingur sjóðsins og endur-
skoðandi frá Deíoitte og Touche
hefðu gert úttekt á viðskiptum
stjórnarmanna við sjóðinn. Eina
tilvikið sem þeir nefndu og laut að
viðskiptum stjórnarmanns við
sjóðinn var ekki talið brot á neinum
reglum. Varðandi viðskipti fyrrver-
andi endurskoðanda er talið líklegt
að hann hafi brotið starfsreglur
sem endurskoðandi, en viðskipti
hans eru ekki refsiverð. Það er sá
sem lánið veitir sem brýtur reglur.
En fyrirsögn fréttarinnar selur,
annað mál er hvort hún samrýmist
3. gr. Siðareglna Blaðamannafélags
íslands. Ég get ekki annað en árétt-
að að ég tel að umfjöllun Harðar
Kristjánssonarum málefni Lífeyris-
sjóðs Austurlands hafi verið ómál-
efnaleg og að hún byggist á dylgj-
um og ósannindum.
Höggvið í
sama knérunn
MÁ EKKI MINNA VERA: Bandarískar herþyrlur sveima yfir Reykjavíkurflugvelli.
Stjórnvöld standa fast á þvi að vörnum landsins sé stefnt (voða ef Bandaríkjamenn
draga úr viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli, enda yrðum við þá eitt fárra landa heims
sem nyti engra loftvarna.
Nýja-Sjáland frá árinu 2001 er hér
bætt við.
Af þessum löndum eru írland og
Eistland þau einu sem hafa ekki yfir
neinum orrustuþotum að ráða.
Ekki reyndist unnt að afla upplýs-
inga um með hvaða öðrum hætti
þessi lönd telja loftvörnum sínum
borgið. Athygli vekur að Danir eiga
68 orrustuþotur í vopnabúri sínu
og Svíar 303. Þjóðverjar og Grikkir
eru hervæddastir Evrópuþjóða að
þessu leyti með ríflega 500 þotur en
Bandaríkin hafa hins vegar yfir
tæplega 3.600 þotum að ráða.
Þá má geta þess að Kostaríka
lagði niður her landsins árið 1948
og mætti samkvæmt því kalla her-
laust land. Það hefur ekki gefið
Sameinuðu þjóðunum aðrar upp-
lýsingar um vopnabúr sitt aðrar en
að tilkynna árið 1998 að landið væri
herlaust. Þó hefur landið á að skipa
um 8.000 manna sérþjálfuðu lög-
regluliði og samkvæmt upplýsing-
um bandarísku leyniþjónustunnar
á Netinu voru hernaðarútgjöld
Kostaríku árið 1999 1,6% af lands-
framleiðslu.
Beðið eftir Bush
Enn er beðið eftir viðbrögðum
Bandaríkjamanna við svarbréfi
Davíðs Oddssonar til George Bush
en gert er ráð fyrir að formlegar við-
ræður um framtíð varnarsamstarfs
landanna hefjist fljótlega.
Utanríkisráðherra hefur sagt að
viðræðurnar hljóti að þurfa að
grundvallast á hagsmunum beggja
landa og er ljóst að með því gefur
hann til kynna að íslendingar séu
ekki til viðræðu um nánari útfærslu
á ákvörðunum sem Bandaríkja-
menn hafi tekið einhliða og íslend-
ingar séu ekki sáttir við.
oiafur@dv.is
Hrafnkell A. Jónsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður Lífeyr-
issjóðs Austurlands, heggur í
sama knérunn og telur ítrek-
að við hæfi að bera á borð
dylgjur, rangfærslur og full-
yrðingar um samskipti blaða-
manns DV við þriðja aðila.
Er þetta í sama dúr og hann við-
hafði á aðalfundi Lífeyrissjóðs
Austurlands og f svæðisútvarpi
Austurlands og þá einnig um Aust-
urgluggann og Fréttablaðið.
Áður en frétt um málið var birt í
DV á sínum tíma var fengin stað-
festing fyrrum stjórnanda sjóðsins
sem sagðist standa við allt sem þar
kæmi fram. Tekið var sérstaklega
fram að Kaupþing, sem nú fer með
umsýslu sjóðsins, hefði komið að
sjóðnum á seinni stigum og bæri
því ekki ábyrgð á því sem gerst
hefði á árunum þar á undan og var
tilefni til þess að stjórnarmenn
voru kærðir.
Hrafnkell vill hins vegar blanda
Kaupþingi í þetta mál og vitnar ít-
rekað til samtals blaðamanns og
Garðars Jóns Bjarnasonar hjá
Kaupþingi sem Hrafnkell var ekki
viðstaddur. Hvað þar var rætt í
trúnaði manna á milli getur því
varla eðli málsins samkvæmt hafa
borist til Hrafnkels, jafnvel þó að
Hrafnkell hafi vitað af fundinum.
Það skal þó upplýst hér að
ástæða fundarins með Garðari
varðaði mismunandi túlkun á töl-
um, þó Garðar segði rétt að afkoma
sjóðsins væri slæm. Blaðamaður
sagðist vel geta fallist á að túlkun
hans á þessum tölum ætti fyllilega
rétt á sér. Ef menn vildu koma því á
framfæri þá væri það sjálfsagt mál.
Það var hins vegar aldrei meining
blaðamanns að búa til túlkun á árs-
reikningi Lffeyrissjóðs Austurlands
fýrir hönd Kaupþings. Því var óskað
var eftir skriflegum útskýringum
bæði símleiðis og með tölvupósti.
Umbeðin útlistun barst hins vegar
ekki fyrir utan örfá orð í tölvupósti.
Ekki óeðlileg
Varðandi frétt um Lífeyrissjóð
Austurlands í DV í síðustu viku, þá
er þar vitnað til merkilegra orða
Hrafnkels sjálfs í ræðu á aðalfundi
Lífeyrissjóðsins. Gísli Marteinsson
hefði í árslok 2001 verið með lán frá
sjóðnum upp á 6,6 milljónir króna
en aðeins haft heimildir að há-
marki 4 milljónir.
Skila mátti á umfjöllun DV að
óeðlilega hefði verið staðið að láni
til Netargerðar Friðriks Vilhjálms-
sonar sem Finnbogi Jónsson
undirritaði. Orðrétt sagði Hrafnkell
um þetta í ræðu sinni þannig:
„Finnbogi Jónsson stjórnarmað-
ur í Lífeyrissjóði Austurlands skrif-
aði undir lán sem Netagerð Friðriks
Vilhjálmssonar fékk hjá sjóðnum
fyrir hönd Netagerðarinnar. Ekki er
talið að lánveitingin sé óeðlileg."
Finnbogi Jónsson er beðinn
afsökunar á þessum misskilningi.
Hörður Krístjánsson blaðamaður.
Mistök?
„Ég hélt alltaf að ég væri í
aðalhlutverkinu!"
Edda Heiðnín Backman
þegar hún veitti viðtöku
•~ Grímunni fyrir bestan ieik
"jy leikkonu íaukahlutverki.
C Eru það rafmagnsgirð-
« ingar?
t „Ein bóka hans hefur
komið út á fslensku og sú
fjallar um menn sem eru að
setja upp girðingar og
spennan eftir því.“
Benedikt Jóhannesson á
Heimi.is, um bækur breska
rithöfundarins Magnus
Mills, sem sagður er skrifa
„skrýtnar bækur".
Hlýtur að eiga að tapa
„Mikil údánatöp Byggða-
stofnunar og niðurfærsla
hlutfjár hennar þurfa ekki
að koma á óvart. Það liggur
í eðli þessarar stofnunar að
hún hlýtur að skila slæm-
um rekstrarárangri. Ef hún
skilaði ekki slæmum ár-
angri væri enginn grund-
völlur fyrir tilveru hennar
og aðrar lánastofnanir
gætu veitt þá þjónustu sem
Byggðastofnun veitir nú.“
Vefþjóðviljinn/Andríki.is.
Sjáið aumingja mann-
inn!
„Á sunnudagsmorgunn
var óskað eftir sjúkrabíl
vegna manns sem lægi í
hnipri á íþróttavelli í aust-
urborginni. Þegar að var
gáð reyndist þetta vera
maður að taka myndir af
skordýrum og var hann
hinn hressasti."
Úr dagbók lögreglunnar.
Sprelllifandi
„Seinna sama dag var til-
kynnt um mann sem sæti
hreyfingarlaus með opin
augu og opin munn inni í
bifreið við Hafravatnsaf-
leggjara. Maðurinn reynd-
ist vera sofandi og var í lagi
með hann.“
Úr dagbók lögreglunnar í
Reykjavík.